Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 Fréttir Guðmundur Grétar Felixson sem missti handleggina í 11.000 volta raflínu: Fær nýjar hendur um miðjan mánuðinn Guðmundur Grétar Felixson, raf- veituvirkinn, sem missti báða hand- leggina í rafmagnsstaur í fyrravetur, kom frá Svíþjóð nú um helgina en þangað hafði hann farið til að máta gervihendur. Hann fær hendurnar nú um miðjan mánuðinn og þá tekur við stíf þjálfun við að læra að nota þær. Það var í janúar 1998 sem Guð- mundur var að yfirfara festingar á 11 þúsund volta raflínu í átta metra hæð. í misgripum tók hann utan um línu sem straumur var á, báðir hand- leggirnir brunnu og hann féll til jarð- ar. Hann reyndist vera hryggbrotinn á fjórum stöðum og var haldið sof- andi frá því að hann varð fyrir slys- inu og fram í byrjun mars. Síðan hef- ur hann verið í æfmgum á Reykja- lundi, að undanskildum einum og hálfum mánuði sem hann þurfti að liggja aftur á spítala vegna sýkingar. „Ég mátaði og prófaði gervihend- urnar og mér leist bara vel á,“ sagði Guðmundur við DV í gær. „Nú er verið að smíða hendur handa mér. Það á eftir að koma í ljós hversu mik- ið ég get notað þær. Ég klæði mig í Guðmundur Grétar Felixson. DV-mynd Teitur þær eins og vesti og get lyft olnbog- um, læst þeim, opnað og lokað lófun- um og snúið upp á úlnliðina með smátækni. Ekki einn Úti kynntist ég fólki sem er í svip- aðri aðstöðu og ég. Mér fannst mun- ur að vera ekki eini handalausi mað- urinn. Þarna úti er starfshópur sem sérhæfir sig í þessum málum. Þar eru m.a. iðjuþjálfi, geðlæknir, stoð- tækjafræðingur, læknir o.fl. Þessi hópur starfar hjá Ex-center-sjúkra- húsinu sem hefur sérhæft sig í fólki sem misst hefur fleiri en einn útlim, en þar fæ ég hendurnar." Guðmundur dvelur í fimm daga í Svíþjóð þegar hann sækir hendurnar því hann þarf undirstöðuþjálfum við að nota þær. Iðjuþjálfi mun fara með honum utan og aðstoða hann við áframhaldandi æfingar eftir að heim er komið. Síðan verða búnar til aðr- ar hendur sem verða sniðnar enn frekar að óskum hans og þörfum. Hughraustur þrátt fyrir áföli Ýmislegt hefur komið upp á hjá Guðmundi eftir að hann yfirgaf sjúkrahús Reykjavíkur eftir slysið. í lok nóvember sl. kom upp sýking í vinstri handleggsstubbnum, sem var 10-12 sentímetrar, hann morkn- aði í gegn og brotnaði af. Þannig er Guðmundur nú bara með öxlina öðrum megin. Vegna þessarar sýk- ingar þurfti hann að fara aftur á spítala og vera þar í einn og hálfan mánuð. Áður hafði hægri stubbur- inn verið styttur um 2 sentímetra vegna sýklabólgu. „Ég er búinn að vera með gulu og lifrarbólgu síðan í maí á sl. ári,“ sagði Guðmundur. „Þetta eru af- leiðingar slyssins og það er bara verið að bíða og vona að eitthvað gerist. Ég er enn mjög þreklaus af þessum sökum, enda vinn ég enga orku úr fæðunni og næ ekki að þyngjast." Þrátt fyrir viðvarandi veikindi og áfóll er Guðmundur hughraust- ur og er þegar farinn að vinna að framtíðaráformum sínum. Hann er búinn að fá sér tölvu sem er útbúin með fótamús og tölvuborði sem kemur upp á skjáinn. Hann hyggst fá sér fótstýrðan bíl og hefur þegar lagt drög að því. Hann stefnir að því að fara í Tækniskólann og nota grunnmenntun sína til að komast áfram í rafmagnstæknifræði. „Ef ég á að geta stundað nám og síðan vinnu verð ég að geta bjargað mér sjálfur milli staða,“ sagði hann. JSS Fastanefndir þingsins: Raðað í formannsstóla í dag verður tilkynnt hvaða þing- menn fá formennsku í nefndum þingsins. Unnið var að frágangi mála fram á kvöld í gærkvöld. Þá lá fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fengi for- menn í átta nefndum og Framsóknar- flokkurinn í fjórum. Samkvæmt heimildum DV var útlit fyrir að Ein- ar K. Guðfinnsson yrði formaður sjávarútvegsnefndar. Ámi Johnsen var nefndur tU formennsku í sam- göngunefnd eða varaformennsku í fjárlaganefnd. Hjálmar Jónsson var talinn líklegur formaður landbúnað- arnefndar. Þó gat hugsast að hann yrði formaður allsherjanefndar. Þar var Gunnar Birgisson einnig nefndur til sögunnar. Talið var að Sigríður Anna Þórðardóttir héldi formennsku í menntamálanefnd og Tómas Ingi Olrich í utanríkismálanefnd. Vil- hjálmur Egilsson mun hafa óskað eft- h áframhaldandi formennsku í efna- hags- og viðskiptanefnd og Arnbjörg Sveinsdótth var nefnd sem líklegur kostur í formannsstól félagsmála- nefndar. Hvað varðar Framsóknarflokkinn er honum minni vandi á höndum þegar kemur að því að velja formenn nefnda. Einn af sex óbreyttum þing- mönnum hans verður formaður þing- flokks, annar í forsætisnefnd þings- ins og hinir fjórir skipta með sér for- mennsku. í gær virtust línur liggja þannig, samkvæmt heimildum DV, að Hjálmar Árnason yrði formaður iðnaðarnefndar en hann átti sæti í henni sl. kjörtímabil. Þá var gert ráð fyrir að Ólafur Örn Haraldsson yrði áfram formaður umhverflsnefndar, Jón Kristjánsson yrði áfram formað- ur fjárlaganefndar og Kristinn H. Gunnarsson settist í formannsstól heilbrigðis- og trygginganefndar. Þingflokkar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu koma saman i dag. Eftir þá fundi verður ljóst hver endanleg skipan mála verður. -jss Slysin gera ekki boð á undan sér. Því er best að vera við öllu búinn eins og þessi ungi maður sem fékk grunnkennslu í skyndihjálp við höfnina í Reykja- vík um helgina í tilefni sjómannadagsins. DV-mynd HH Landhelgisgæslan: Engin sýning Mörgum Reykvíkingum finnst sjómannadagurinn alls ekki full- kominn nema Landhelgisgæslan sýni björgun manna úr hafi við höfnina. Að þessu sinni var ekkert slíkt sýningaratriði á dagskrá. Varð ágreiningur um framkvæmd björg- unaratriðisins til þess að því var sleppt. Hjá Landhelgisgæslunni vildu menn ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að svona björgun- aratriði útheimti mikla vinnu og að sjómannadagurinn væri vinnudag- ur þar á bæ eins og aðrir dagar. Þyrftu menn að vera á vakt vegna erlendra skipa sem væru á veiðum nálægt landinu. -GLM Ólafsvík: Ölvaður á vélhjóli Lögreglan í Ólafsvík handtók ökumann vélhjóls sem ekið hafði á miklum hraða í gegnum bæinn og dottið af hjólinu snemma í gær- morgun. Maðurinn, sem grunaður er um ölvun, var fluttur á sjúkra- húsið á Akranesi til aðhlynningar en meiðsli hans reyndust ekki al- varleg. -GLM Rauði herinn segist eiga lánsloforð hjá Byggðastofnun: Eiga engin loforð - segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar „Ef við fáum ekki lánið er ljóst að Byggðastofnun hefur dregið marga á asnaeyrunum. Við höfum náð að semja við helstu lánar- drottna og uppfyllum öll skilyrði Byggðastofnunar. Gögn munu ber- ast Guðmundi Malmquist í dag. Ég reikna með að við fáum lánið fljót- lega. Við eigum lánsloforö frá Byggðastofnun sem er undhskrifað af Guðmundi Malmquist. Guð- mundur hlýtur að standa við gefin loforð," segir Ketill Helgason, fram- kvæmdastjóri Rauðsíðu hf. á Þing- eyri. Þrjú önnur fyrirtæki í eigu sama aðila tengjast þessu máli en Rauð- síða er stærst þeirra. Starfsfólk hef- ur ekki fengið greidd laun og beðið er eftir 100 milljóna króna láni frá Byggðastofnun. Fáist lánið ekki er staða fyrirtækisins mjög alvarleg og atvinna hátt í þrjú hundruð manns í hættu. é íMtai.. „Reksturinn $ það sem af er ári hefur gengið ágæt- lega en fjármagns- 1 É m. i \ .1 kostnaður er mik- \ Ém ill. Ástæðan fyrir rekstarerfiðleik- um Rauða hersins V Guðmundur Malmquist. sú að verð á tonni af Rússafiski hækkaði um 70 milljónir á einu ári og það sjá allir að það er erfiður biti að kyngja. Það tók lengri tíma en við héldum að ná hækkun yfir í afurðaverð er- lendis en í dag er komið jafnvægi þar á. Það hljóta allir að gera sér grein fyrir að stofn- og þróunar- kostnaður á fyrirtæki sem veltir 2 milljörðum og hefur á þriðja hund- ruð manns í vinnu á fjórum stöðum á landinu er mik- ifl,“ segir Ketill. „Það er ekki rétt að Rauði her- inn eigi lánsloforð hjá Byggðastofn- un, undirskrifað af mér. Hið rétta er að ég skrifaði honum bréf um lán gegn ýmsum skilyrðum og hann svaraði í bréfi að hann gæti ekki uppfyllt þau skilyrði og fór fram á nánari skoðun. Henni er ekki lokið. Við höfum ekki ákveðið að hittast á morgun en ég verð í vinnunni eins og venjulega og reyni að tala við þá sem vilja við mig tala,“ segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofn- unar. -ES Ketill Helgason. Stuttar fréttir dv Sjómenn heiðraðir Sjómannasamtökin heiðruðu sjó- menn í tilefni sjómannadagsins. Þessh kappar hlutu heiðursmerki að þessu sinni: Ásgeh Sigurðs- son skipstjóri, Bjarni Bjarna- son bryti, Guð- mundur Þórir Einarsson, Haukur Dan Þórhallsson skipstjóri, Jón Guðmundsson vél- stjóri og Steinar Axelsson mat- sveinn. Vísa þarf 500 frá Tæplega 300 nemendur braut- skráðust frá Kennaraháskóla ís- lands í gær. Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskólans, sagði í ræðu sinni að um 900 manns hefðu sótt um skólavist en aðeins er hægt að taka við um 400 nemendum. Heimta aðgerðir Þingflokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um stefnuleysi stjórnvalda í mál- efnum sjómanna og verkafólks í fiskvinnslu. Un'danfarið hafa dunið yflr áföll á flskverkafólk á Vestflörðum og á Suðurlandi. Samfylkingin rekur þetta til stefnu stjómvalda í stjómun flskveiða. í samkeppni Flugleiðir hafa sett upp Boss- verslun í fríhöfninni í Leifsstöð. Þetta hefur gert það að verkum að Sævar Karl ætlar að hætta sölu á þeim vörunúmerum sem Flugleiðir bjóða upp á því hann geti með engu móti staðist þessa samkeppni. Fótbrotnaði Ungur drengur á Eskifhði fót- brotnaði í fyrrinótt þegar hann féll af þaki grunnskólans. Þegar dreng- ir sem þar voru urðu lögreglunnar varh lögðu þeir á flótta og datt drengurinn þá niður. Hafna gagnrýni Forstjórar tryggingafélaganna hafa hafnað gagnrýni Davíðs Odds- sonar forsætis- ráðherra um hækkanir á bif- reiðaiðgjöldum. Davíð sagði að félögin hefðu farið óvarlega af stað í hækkun- um. Ekið til Egilsstaða Ferð Lagarfljótsormsins, nýs áætlunarbáts á Lagarfljóti, frá Reyðarfirði til Egilsstaða, gekk að óskum. Bátnum var ekið á stórum flutningavagni. Báturinn verður í áætlunai'siglingum á milli Egils- staða og Atlavíkur. Aukið umferðareftirlit Stórefla á umferðargæslu á landinu. Þetta er nýtt samvinnu- verkefni ríkislögreglustjóra og lögregluembætta úti á landi. í ár á að leggja sérstaka áherslu á öku- hraða, ölvunarakstur, ástand öku- tækja og bílbeltanotkun. Fín byrjun í Blöndu Veiði byrjaði í Blöndu á laugar- daginn. Hún fór óvenjuvel af stað og um hádegi voru 17 laxar komnir á land. Margir laxanna voru lúsug- ir og veiðimenn voru hæstánægðh með daginn. Flugvél í vandræðum Lítil einshreyfils flugvél lenti heilu og höldnu á Tungubakkaflug- vefli i Mosfellsbæ um klukkan 19 gærkvöld, eftir að gangtruflanir komu fram í mótor. Töluverður viðbúnar var hjá lögreglu og slökkviliði en flugmanninum tókst að lenda án þess að slys hlytist af. -BMG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.