Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 1999 T^~V nn Ummæli „Ferð ekki og lemur krakkana" „Þaö er auðvitað erfitt að horfa upp á illa meðferð á ná- unganum en ef ná- granni þinn lemur konuna sína ferð þú ekki og lemur krakkana hans og kveikir svo í húsinu. Það myndi ekki hjálpa konunni neitt.“ Haraldur Ólafsson veöur- fræöingur, um átökin á Balkanskaga, í Fókusi. „Hækkanir síst of miklar" „Það má ljóst vera aö ekki var undan því vikist að hækka iðgjöld félagsins í lög- hoðnum ökutækjatryggingum og þær hækkanir eru sist of miklár.“ • • ..... Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, um hækkun tryggingaið- gjalda, í Mogganum. Ekki vönduð vinnubrögð „Þessi seinagangur við stjómarmyndun stafaði ekki af vönduðum vinnubrögðum við málefnavinnu þótt eitthvað hafi þurft að hræra í loforðasúpu Framsóknar heldur er hann fyrst og fremst til marks um hrokafulla framkomu þessara flokka sem telja sig eina réttborna til að stjórna landinu." Kristín Halldórsdóttir, fv. þingkona, um nýafstaðna stjórnarmyndun í DV. Enginn ofbeldisseggur „Það var samt engin ástæða til að hafa sex verði á mér og láta eins og ég sé einhver ofbeldisseggur. Það var ekkert tilefni til neins í þá veru. Þeir vom bara að reyna að búa til eitthvað sem var ekki til staðar.“ Kio Alexander Briggs, fv. fangi, um veruna innan rimla í Fókusi. Vífill Karlsson, aðstoðarrektor Samvinnuháskólans á Bifröst: „Líst mjög vel á nýja starfið" Maður dagsins Vifill Karlsson er nýráðinn að- stoðarrektor við Samvinnuháskól- ann á Bifröst. Hann hefur sinnt kennslu og rannsóknarstörfum við Samvinnuhá- --------------------- skólann síð- ustu þrjú _______________________ starfsár, eða frá haustinu 1996, en hefur nú flust hærra í metorðastigann. „Mér líst mjög vel á nýja starfið. Á þeim tíma sem ég hef unnið hér hefur mikið lærst og margar hugmyndir fæðst og þess vegna verður gaman að taka frekari þátt í stjómun og stefnumót- un við Samvinnuháskólann." Vífill tekur við starfinu af Runólfi Ágústssyni þann 1. ágúst nk en hann hefur verið ráðinn rektor Samvinnuháskólans. Vífill er um- hverfishagfræðingur að mennt en ástæður þess að hann réð sig til Samvinnuháskólans voru nokkrar. „í fyrsta lagi hefur mig alltaf langað til að prófa að kenna og í öðm lagi fékk ég mikinn áhuga á að vinna við rannsóknir eftir að hafa verið við háskólanám í 6 ár. í þriðja lagi hafði ég sem fyrrverandi Samvinnu- skólanemi fylgst með og heillast af sérlega athyglisverðum og metn aðarfullum breytingum á starf- seminni af menntaskólastigi inn á háskólastig. Og í fjórða lagi voram við hjónin að eignast okkar fyrsta bam haustið 1996 og okkur fannst kjörið að hefja þann hluta lífsins í fallegu um- hverfi úti á landi. Ég hef verið mjög heppinn og ávallt fengið að starfa með metnaöarfullu fólki, bæði úr hópi nemenda og kennara, en það gerir starfið sérstaklega áhuga- vert og lærdómsríkt.“ Nemendur í Bifröst eru um 150 talsins og meðalald- ur þeirra er 30 ár en þeir era með mjög mismunandi starfs- reynslu. Vífill segir að þegar hópi af þessu tagi sé kennt sé það mjög gef- andi en jafnframt krefjandi. Iðulega myndist vettvangur fyrir líflegar umræður og skapandi samstarf. „Svo er mjög gott að búa á Bifröst, þetta er friðsæll staður, umlukinn óspilltri náttúru." Samvinnuháskólinn hefur byggt upp samskipti við erlenda háskóla, frá Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi og Kanada. Nemendur taka þátt í nemendaskiptaáætlunum og fjar- námið við skólann er vinsælt. Ég sé fyrir mér að lögð verði meiri áhersla á þessi tvö svið í framtíð- inni, enda hefur góður árangur náðst í hvoru tveggja." Vífill hefur ekki haft margar tómstundir vegna vinnu og anna í barnauppeldi. Kona Vifíls er Jónina Ema Amar- dóttir píanisti en hún kennir á píanó við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þau eiga tvö börn, Unni Helgu, á fyrsta ári, og Val Örn sem er tveggja ára. Þegar timi vinnst til nýtur Vífill bóklestrar, tón- listar eða útivistar í kyrrð og fallegu umhverfi á Bifröst. Námskeiða- röð Rf lýkur í dag hefst síoasta nám- skeiðiö i röð námskeiða hjá Námskeið Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins en þar verður fjall- að um frystingu sjávaraf- urða. Námskeiðið verður haldið á Skúlagötu 4, mánu- daginn 7. júní frá kl. niu ár- degis til hálffimm. Nám- skeiðsgjald er 14.500 kr. Til- boð eru gerð í námskeiðs- pakka fyrir fyrirtæki og hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námskeið Rf á Netinu, en slóðin er http://www.rfisk.is. Kæfurokk í kvöld: Url á Gauki á Stöng í kvöld, mánudagskvöld, heldur hljómsveitin url tónleika á Gauki á Stöng. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar eftir nokkurt hlé en meðlimir url-sins hafa verið í Tónleikar hljóðveri viö upptökur á nokkram lögum og munu eitt til tvö þeirra koma á safnplötu frá Skífunni i sumar. í kvöld ætla meðlimir hljómsveitarinnar, þau Heiða, Garðar, Þröstur, Helgi, Kjartan og Oscar að bjóða upp á svokallað kæfurokk, bæði nýtt efni og eldra. Á undan url-inu mun hljómsveit- in Útópía stíga á stokk og hita upp fyrir gesti. Aðgangur er ókeypis. Bridge Bretinn Tony Forrester segir (í bók sinni ,Vintage Forrester) að í þessu spili hafi sennilega verið spil- uð besta vörn sem nokkum tímann hefur sést við spilaborðið. í sæti austurs var ítalinn Benito Garozzo og hann á heiðurinn að hinni stór- kostlegu vörn. Átt þú möguleika á því sama? Skoðaðu þá aðeins hend- ur norðurs og austurs. Suður hefur sagnir á einum tígli (standard), norður segir einn spaða og suður tvo tígla. Norður gefur gameáskor- un með 3 tíglum og suður segir 3 grönd. Félagi í vestur spilar út lauf- þristi, sagnhafi setur drottninguna í blindum, þú lætur fjarkann (letj- andi spil) og sagnhafi sexuna. Næst kemur spaði á ás, tígull á drottn- ingu og spaðadrottning úr blindum. Þú ákveður að drepa á kónginn en sagnhafi hendir hjartaflmmu. Hvað viltu gera í þessari stöðu?: * 75 W D962 f 92 * Á10953 * DG863 * G74 * ÁD6 4 D2 4 K10942 V Á3 f 743 * 874 * K1085 •f KG1085 * KG6 N V A S 4 Á Margir myndu eflaust spila laufi til baka en úr því félagi spilaði lágu laufi mátti teljast líklegt að sagnhafi ætti KG í litnum. Hvað með hjarta? Afkast sagnhafa í spaðadrottningu benti ekki til þess að veikleiki væri í litnum. Ekki dugði heldur að spila spaöatíu því þá gæti sagnhafi drep- ið á drottningu og búið til ni- unda slaginn á lauf. En þá var ekkert eftir nema að spila tígli! Sagnhafi lenti í óvæntum vandræðum þeg- ar þeim lit var spilað. Ef hann tæki þann slag heima, myndi litur- inn stíflast. Sagnhafi ákvað því að taka slaginn á ásinn í blindum. Hann gat ekki tekið slag á spaða- gosa, því þá myndi vörnin eiga 5 slagi og þess vegna var hjarta spilað úr blindum. Garozzo var aftur vel vakandi þegar hann fór upp með ás- inn og spilaði meira hjarta. Þegar sagnhafi reyndi að búa til níunda slaginn á lauf, var vestur með nægi- lega marga slagi til að taka spilið niður. Slagir vamarinnar voru 1 á spaða, 1 á lauf og 3 á hjarta. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.