Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Hershöfðingjar NATO og Júgóslavíu ræddu saman í alla nótt: Hóflega bjartsýnir Júgóslavneskir herforingjar geröu hlé á viðræðum sínum við starfsbræður sína frá Atlantshafs- bandalaginu (NATO) I morgun til að ráðfæra sig við stjórnvöld heima í Belgrad um áætlanir um brott- flutning serbneskra hermanna frá Kosovo. Fundahöld hershöfðingjanna hafa staðið i alla nótt í tjaldi í herbúðum NATO í Makedóníu. Það þykir til marks um djúpstæðan ágreining milli aðila um hvernig skuli hagað brottflutningi Serba frá hinu um- deilda héraði. „Við erum hóflega bjcirtsýnir á að samkomulagið verði undirritað í dag. Við verðum bara að bíða og sjá,“ sagði heimildarmaður Reuters fréttastofunnar sem var á fundin- um. „Nú er þetta undir valdamönn- unum komið,“ bætti hann við og vísaði þar til þess að allt ylti nú á af- stöðu Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta. Helstu ágreiningsefnin í nótt voru tímasetning brottflutnings serbnesku hversveitanna og í hvaða röð þær ættu að fara frá Kosovo. Þá stóð alþjóðlegt friðargæslulið, undir forystu NATO, enn í júgóslavnesku herforingjunum. Opinber talsmaður NATO sagði einnig í morgun að þar á bæ væru menn hóflega bjartsýnir á að niður- staða fengið í viðræðunum. Friðarferlið allt í Kosovo ræðst að miklu leyti af viðræðum herforingj- anna og þær hafa ekki gengið allt of vel til þessa. Heimildarmaðurinn sagði frétta- manni Reuters að júgóslavnesku herforingjarnir hefðu fengið í hend- urnar nýjan texta að samningi um brottflutning serbnesku hersveit- DV er í Moskvu. ítarleg umfjöllun um landsleik Rússlands og íslands. Viðtöl verða við alla sem keppa á heimsmeistaraúrtökunni og auk þess verður landsliðseinvaldurinn tekinn tali. Umsjón efnis hefur Eiríkur Jónsson í síma 550 5839. ► Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720,milli kl. 9 og 14, netfang: srm@ff.is mmmmn Miðvikudaginn 16. júní mun sérblað um hestamennsku fylgja DV. anna. Þar er að fmna mikilvægar ákvarðanir sem teknar voru á fundi utanríkisráðherra G-8 hópsins í Þýskalandi í gær, það er sjö helstu iðnríkja heimsins, auk Rússlands. Júgóslavar neituðu að undirrita fyrri samningsdrög um helgina. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í morgun vonast til að friðarsamningar tækjust í dag. Hann sagði þó að fyrri reynsla af Serbum hefði kennt mönum að bú- ast ekki við allt of miklu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er að búa sig undir að leggja bless- un sína yfir friðarskilmálana sem fulltrúum Rússa og Vesturveldanna tókst að berja saman og sem Milos- evic samþykkti. Hugsanlegt er að Öryggisráðið gangi frá málinu í dag. Gengið verður frá öðrum smáat- riðum í Moskvu. Einhver dráttur verður þó á því. Hernaðarsendi- nefnd NATO sem var væntanleg til Moskvu í dag kemur þangað vænt- anlega ekki fyrr en á morgun. Michael Jackson hershöf>ingi, a>- alfulltrúi Atlantshafsbandalagsins, kemur til vi>ræ>na vi> júgóslav- neska hershöfdngja í bú>um NATO í Makedóníu. Jackson og Júgósla- varnir ræ>a um hvernig haga skuli brottflutningi serbneskra hersveita frá Kosovo-héra>i. Vi>ræ>urnar hafa ekki gengi> allt of vel til flessa en talsma>ur NATO sag>i engu a> sí>ur a> flar á bæ ríkti hófleg bjart- sfni á a> ni>ursta>a fengist. Danmörk: Konur í fyrsta sinn á vakt við Amalienborg í fyrsta sinn I sögunni hefur konunglegi danski lífvörðurinn þjálfað konur til að gegna lífvarðarstöðum fyrir utan konungshöllina í Amalienborg. Meðal 300 nýliða í lífverðinum eru nefnilega þrjár konur sem frá og með nóvember næstkomandi fá að standa vaktina í hinum vel þekktu búningum lífvarðarins, rauðum jökkum og svörtum, háum bjamarskinnshúfum. Konurnar eru allar yfir 175 sentimetra háar, hafa staðist skriflegt próf og ef þær klára hinn þriggja mánaða þjálfunartíma taka þær til starfa í haust. Yflrmenn í lífverðinum hafa þó tekið skýrt fram að ekki verði hannaðir sérstakir búningar í konurnar - þeir eru bara til í einni útgáfu og verður ekki breytt. Lasse Harkjær, starfsmannastjóri og næstráðandi lífvarðasveitanna, segist að minnsta kosti ekki reikna með að konurnar verði ófrískar á meðan á þjónustu þeirra stendur, svo ekki verður um neina aðkallandi þörf á breytingum á sniði búninganna að ræða. Kóreuríkin bítast Suður-kóresk stjórnvöld sendu tólf hraðskreiða eftirlitsbáta til móts við norður-kóresk herskip í morgun. Ríkin sökuðu hvort ann- að um landhelgisbrot. Stepasjín ákallar þingiö Sergei Stepa- sjín, forsætis- ráðherra Rúss- lands, gengur væntanlega fram fyrir skjöldu í dag og hvetur þing- menn til að ljá stuðning sinn óvinsælum sköttum sem stjómvöld segja nauðsynlegt að koma á til að tryggja bráðnauð- synleg lán frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Hague í vígahug William Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, er kátur mjög vegna vaxandi andstöðu breskra kjósenda við sameiginlega mynt Evrópusambandsins. Hague sak- aði Tony Blair forsætisráðherra í gær um að fórna hagsmunum Bretlands. Naktir við höllina Fimm karlmenn voru hand- teknir eftir að þeir fóra úr hverri spjör fyrir framan Buckingham- höll í London. Mennirnir tilheyra hópi sem krefst þess að fá að vera nakinn að vild. Ekki er vitað til að blygðunarkennd drottningar hafl verið særð. Fresta ferðalögum Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, for- sætisráðherra írlands, hafa frestað ferðum sínum til Suður- Ameríku í þessum mánuði til að reyna rjúfa kyrrstöðuna sem frið- arferlið á Norður-írlandi er komið í. Hætta ekki loftárásum Þrátt fyrir að viðræður um þrætueplið Kasmír séu fram und- an hjá Pakistan og Indlandi næsta laugardag munu Indverjar ekki hætta loftárásum nærri línunni sem skiptir átakasvæðinu. Krefjast lausnar ísrael og Bandaríkin hafa kraf- ist lausnar 13 íranskra gyðinga sem sakaðir eru um njósnir í þágu landanna tveggja. Bandaríkin vísa ásökununum alfarið á bug. Lýðræðið á hilluna Bandarísk tillaga um verndun lýðræðis á vesturhveli var lögð á hilluna eftir að Mexíkó og önnur lönd í Sambandi Ameríkuríkja sögðu ódaun afskiptastefnu leggja af henni. Átök í Nígeríu Nígeriuher hefur styrkt tök sín á oliubænum Warri sunnarlega í Nígeríu og bundið enda á sex daga þjóðernisróstur þar sem tugir manna hafa verið myrtir og fjöldi heimila eyðilagður. Páfinn í Jóhannes Páll páfi II eyddi gærdeginum í siglingu á hinu afskekkta Wigryvatni í Póllandi þar sem hann stund- aði kajaksigl- ingar sem ungur maður á sjötta áratugnum. Páfi hefur nú lokið íjórum dögum af þrettán í heim- sókn sinni til heimalands síns Pól- lands og mun hann hvílast í dag í klaustri í nágrenni Wigryvatns. Belgía bregst við Belgar segjast hafa snúið vöm í sókn gegn matvælavandanum en nær allar belgískar landbúnaðar- afurðir hafa verið bannaöar af Evrópusambandinu vegna krabba- meinsvaldandi efna sem fundist hafa í þeim. Belgíski forsætisráð- herrann Jean-Luc Dehaene segir 95 prósent framleiðslu Belga ör- ugga. siglingu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.