Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 Viðskipti i>v Þetta helst: ••• Óvenjulítil viðskipti á Verðbréfaþingi eða 171 m. kr. ... Mest með hlutabréf, 87 m. kr. ... Ríkisvíxlar 50 m.kr. ... Húsbréf 35 m.kr. ... Úrvalsvísitala lækkaði um 0,17% ... Mest viðskipti með Nýherja, 17 m.kr. og 6,4% hækkun ... ÍS hækkar um 6,3% í kjölfar nýrra frétta ... Eimskip 10 m.kr. ... Baugur lækkar enn ... Samtök atvinnulífsins leita aö formanni: Hart lagt að Einari Bene- diktssyni - óvíst hver verður framkvæmdastjóri Matvara hefur lækkað lítillega í verði en annað hefur hækkað. Neysluverðs- vísitala hækkar um 0,4% Vísitala neysluverðs i júlí hækk- aði um 0,4% frá síðasta mánuði og er nú 189,5 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 191,0 stig og hækk- aði um 0,2%. Verðlækkun á fótum mældist 1,2% og leiðir það til 0,06% lækkunar á vísitölunni og lækkun á matvælum leiðir til 0,04% lækkun- ar. Allir aðrir hlutar vísitölunnar hafa hækkað frá fyrra mánuði. Þetta kom fram í frétt frá Hagstof- unni í gær. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,6% sem olli 0,14% hækkun. Rafmagn og hiti hækkaði um 3,4% og hafði það í för með sér 0,11% hækkun og verðhækkanir á bensíni valda 0,06% hækkun vísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuöi hefur vísi- talan hækkað um 3,2% en á hús- næði nemur hækkunin 2,2%. Und- anfama þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,7% en það jafngildir 6,8% verðbólgu á ári. Þetta er meiri hækkun en flestar fjármálastofnanir höfðu gert ráð fyrir. Flestir vom sammála um að hækkunin í júlí yrði 0,3%. Svo virðist sem hækkun á húsnæði um 0,14% sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir. -bmg Mark- aðsvirði Microsoft 30.143 milljarðar Stórir hlutnafar í Microsoft þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegri framtíð sinni. í nýrri samantekt Business Week, um 100 verð- mætustu fyrir- tæki í heimin- um, kemur fram að mark- aðsverðmæti Microsoft sé 30.143 milljarð- ar króna og er það verð- mætasta fyrir- tæki í heimin- um í dag. í öðru sæti er General Elec- tric sem er aðeins metið á 24.646 milljarða en í þriðja sæti er IBM sem metið er á litla 15.896 millj- arða. Hæsta skráða markaðsvirði íslensks félags á Verðbréfaþingi íslands er töluvert minna en hjá þessum risum. Markaðsvirði Eimskips hf. er um 24,7 milljarð- ar en gera má ráð fyrir að mark- aðsvirði Landssímans sé meira. íslensk risafyrirtæki eru því ákaflega smá á alþjóðlegan mæli- kvaröa. -bmg Allt bendir til að Einar Benedikts- son verði fyrsti formaður Samtaka at- vinnulífsins sem stofnuð verða þann 15. september. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim málum. Samtökin sem þá munu renna saman i eitt og mynda Samtök atvinnulífsins eru Vinnuveit- endasamband Islands ásamt aðildarfé- lögum, Vinnumálasambandið og Sam- tök viðskiptabanka. Aðildarfélög VSÍ eru Samtök Iðnaðarins, Landssam- band íslenskra útvegsmanna, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband ís- lenska rafverktaka, Samtök ferðaþjón- ustu og nýstofnuð Samtök verslunar og þjónustu auk beinna aðila. Mikið hefur verið rætt um hver verði formaöur nýrra samtaka en þeir aðilar sem stýrðu gömlu fé- lögunum sömdu um að nýir menn tækju við. Búinn hefur verið til for- mannahópur sem í sitja 10 manns. Hópurinn á að velja nýju félagi forystu. For- mannahópinn skipa: Arnar Sig- urmundsson, formaður Samtaka flsk- vinnslustöðva, Benedikt Kristjánsson, fulltrúi nýrra Samtaka verslunar og þjónustu, Halldór J. Kristjánsson, for- maður Samtaka viðskiptabanka, Har- aldur Sumarliðason, formaður Sam- taka iðnaðarins, Kristinn Bjömsson, fulltrúi beinna aðila VSÍ, Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, Ólafur B. Ólafsson, formaður VSÍ, Ólafur Ólafs- son, forstjóri Samskipa og formaður Vinnumálasambandsins, Ómar Hann- esson, formaöur Samtaka íslenskra rafverktaka og Steinn Logi Björnsson, for- maður Samtaka ferðaþjónustu. Þessi hópur á að finna nýja stjóm, formann og fram- kvæmdastjóra. Ólafur B. er ásamt þeim Kristjáni Ragnarsyni, Har- aldi Sumarliða- syni og Ólafi Ólafssyni í fjögurra manna hópi sem á að koma með tillögur að nýrri stjóm og nýjum formanni samtakanna og leggja svo tillögurnar fyrir formanna- hópinn. Erfitt verður að finna hæfa menn sem allir geta sætt sig við en mikil áhersla er lögð á að ekki fari fram átök um formannsstólinn. Erfiðast að finna formann Ljóst er að erfiðast hefur verið að fmna formann sem allir geta sætt sig við. Eftir það verður ráðið í stöðu framkvæmdastjóra. Formaðurinn verður að sætta sjónarmið og vilja flestir að hann tengist ekki pólitík með beinum hætti. Formaðurinn verður ekki í fullri vinnu hjá samtök- unum. Sumir hafa bent á að ekki er vist að allir hafi tíma til þess að reka Fréttaljós Einar Sigurðsson fyrirtæki og jafnframt sjá um jafnum- svifamikil samtök, sérstaklega er starfið tímafrekt þegar kjaraviðræður standa yfir. Ljóst er að margir telja sig ekki hafa tíma til að stýra samtök- um sem þessum ásamt því að reka fyr- irtæki. Formannahópurinn sam- þykkti einróma 28. júní að fara þess á leit við Einar Benediktson, forstjóra Olís, að hann tæki að sér formanns- stólinn. Einar mun hafa tekið sér nokkurra daga frest en síðan gef- ið málið frá sér. í framhaldi af þvi fóru menn að skoða ýmsa aðra möguleika og hef- ur DV heimildir fyrir því að fyrir helgi hefði verið rætt við Július Vifil Helgason um að taka verkefnið að sér. Það mun ekki hafa verið formannahópurinn heldur aðilar sem tengjast m.a. Vinnumála- sambandinu. Þetta þykir merkilegt því að fyrirtækið sem Júlíus vinnur hjá, Ingvar Helgason hf., er ekki aðili að neinum af félögum nýju samtak- anna. Það háir Júlíusi að hann tekur þátt í pólitík með beinum hætti sem borgarfulltrúi sjálfstæðismanna en flestir eru á því að nýr formaður eigi ekki koma úr stjórnmálum né vera í stjórnmálaþátttöku samhliða starfi. Júlíus Vífill vildi ekkert segja um málið í gær. Óskar Magnússon Óskar Magnússon, stjórnarformað- ur Baugs, er einn þeirra sem hefur verið nefndur sem hugsanlegur for- maður Samtaka at- vinnulífsins. Ekki hefur verið form- lega rætt við Óskar né hefur formanna- hópurinn fjallað sérstaklega um hann eftir því sem næst verður kom- ið. Hann er i fram- kvæmdastjóm VSÍ og hefur auk þess setið í samninga- ráði þó hann sitji ekki þar í dag. Eru flestir á því að Óskar hafi staðið sig vel þar. í máli þeirra sem DV ræddi við kom fram að Óskar er umdeildur. Þá er ólíklegt að innan verslunarinn- ar sætti allir sig við hann vegna þess hve Baugur er ráðandi á markaðnum. Samkvæmt heimildum DV kannaði Óskar möguleika á að fá formanns- stólinn og að vera í fullu starfi. Óskar Magnússon neitaði þessu í samtali við DV. Þeir sem vilja fá Óskar sem for- mann koma úr VSÍ-arminum. Ný staða Staðan hefur samt breyst frá því fyrir helgi. Mikið hefur verið legið í Einari Benediktssyni að skipta um skoðun. Einar er einn þeirra sem flestir virðast geta stutt. Hefur hann verið að velta þessu fyr- ir sér og hefur for- mannahópurinn ekki fengið endanlegt svar, sam- kvæmt heimildum DV. Var fundur í ijögurra manna hópnum í gærmorgun þar sem þessi mál voru rædd. Voru flórmenningarnir enn með Einar í huga og verið að þreifa á því hvort hann ætti ekki stuðning á sem flest- um stöðum. Einar vildi ekki tjá sig neitt um málið þegar blaðamaður DV ræddi við hann seint í gærkvöldi. Það er forgangsatriði að finna nýj- an formann en einnig hafa menn rætt um nýjan framkvæmdastjóra. Hafa ýmis nöfn komið upp en ekki verður ráðinn framkvæmdastjóri fyrr en búið verður að ákveða hver verð- ur formaður. For- mannahópurinn hefur samt áður rætt um ýmsa aö- ila. Þeir sem einna helst hefur verið rætt um eru Jónas Friðrik Jónsson, Gísli Baldur Garðars- son og Ari Edwald en fleiri munu koma til greina og eru umræður um framkvæmdastjóra styttra á veg komnar heldur en um formann. Ef Einar verður formaður mun Gísli Baldur ekki verða fram- kvæmdastjóri en hann er í stjórn Olís. Jónas Fr. þykir hafa staðið sig vel hjá Verslunarráði og er það honum til tekna að hann er tengdasonur Hall- dórs Guðbjamasonar þannig að sam- bandsarmurinn ætti að geta sætt sig við hann. Ari Edwald er einn af þeim sem hafa verið nefndir til verksins en hann hefur bæði unnið í einkageiran- um og hjá hinu opinbera. Er verið að leita að framtíðarmanni í stöðu fram- kvæmdastjóra en ekki að einhverjum sem mun sitja i stuttan tíma -EIS Austurbakki á markað Austurbakki hf. hefur gert samning við Búnaðarbankann Verðbréf um umsjón með hluta- fjárútboði félagsins i haust og skráningu þess á VÞÍ. Velta Aust- urbakka hf. árið 1998 var 1.230 m.kr. í samanburði við 927 m.kr. árið 1997, sem er um 33% aukning í veltu milli ára. Hagnaður eftir skatt jókst úr 31 m.kr. árið 1997 í 55 m.kr. árið 1998, sem er um 77% aukning á milli ára. Eigið fé er 146 m.kr., eða 31% af heildareign- um. Viðskiptavefurinn á Vísi greindi frá í gær. Karel Rafnsson, sölustjóri hjá EST, og Pétur Bauer hjá Opnum kerfum. Opin kerfi heiðra söluaðila ársins Karel Rafhsson, sölustjóri EST á Akureyri, var nýverið valinn sölu- aðili ársins fyrir lausnir frá Hew- lett-Packard af Opnum kerfum, umboðsaðila HP á íslandi. Þetta var kunngert á dögunum þegar Opin kerfi héldu netþjónaveislu sína í tilefni af nýrri línu netþjóna sem HP setti fýrir skemmstu á markað. Dollarinn sterkur Gengi bandaríkjadollars gagn- vart krónu er nú 75,65. Hann hef- ur hækkað um 9,1% frá áramót- um og er nú með sterkasta móti. Þetta hefur veruleg áhrif á fyrir- tæki sem selja vörur frá Banda- ríkjunum eða skulda í dollurum. Fyrirtæki eru misjafnlega í stakk búin til að verjast svona hækkun- um með framvirkum samningum og líklegt að þetta komi sér illa fyrir marga. Góðu fréttirnar eru þær að fyrirtæki sem selja á Bandaríkjamarkað hagnast vel á þessari þróun. Verðbólga í EES-ríkjum 1,1% Verðbólga í EES-ríkjum frá maí 1998 til maí 1999 var 1,1% að með- altali. í Svíþjóð hækkaði neyslu- verðlag um 0,3% og í Þýskalandi og Austurríki um 0,4%. Á sama tíma var verðbólga á íslandi 1,0% og í helstu viðskiptalöndum ís- lendinga var hún 1,4%. Þetta kom fram í frétt frá Hagstofunni í gær. Evran í lágmarki Gengi evr- unnar gagnvart dollara er nú enn og aftur í sögulegu lág- marki. í gær var krossgeng- ið 1,0117. Nýjar hagtölur frá Þýskalandi höfðu mikil áhrif en þýska iðnaðarvísitalan dróst sam- an um 0,2% en búist var við 0,4% vexti. Ráðamenn í Evrópu segja þetta eðlilega þróun því mikiU efna- hagslegur munur sé á Evrópu og Bandaríkjum. Einnig þarf að sam- ræma stefnur og aðgerðir í lönd- unum 11 sem eiga aðUd að evr- unni. Nikkei í hámarki Hlutabréfaverð í Tokyo hækk- aði um 1,9% i gær. Nikkei-hluta- bréfavísitalan hefur ekki verið hærri síðan í septembar 1997. Frá áramótum hefur vísitalan hækk- að um 30%. Síðustu hækkanir eru raktar tU þess að erlendar fjárfest- ingar í Japan eru að aukast. Þetta er óneitanlega batamerki fyrir japanskan efnahag. -bmg Bill Gates, mlllj- arðamæringur og tölvunörd. Einar Benediktson, forstjóri Oiís. Ólafur Baldur Ólafsson, formaður VSÍ. Júlíus Vífill Ingarsson borgarfulltrúi. Óskar Magnús- son, stjórnarfor- maður Baugs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.