Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 33 Myndasögur Er etnhvað sérstakt við þessa hurö, n Mummi? Þú hefur staðið og starað 6 hana í margar minútur. /'Já. fyrst þú spyrð gæti \ ég hugsað mér að vita hvernig huröin lítur út-.. J .. .þegar hún lokuð. J —y . Dyrnar I eru t. opnar- ** «aar - Veiðivon Það er betra að fá sér smánæringu þegar maður er að veiða allan daginn og ein og ein brauðsneið bjargar miklu. DV-mynd Jóhann Örn Hofsá í Vopnafirði: 100 laxar á land „Veiðiskapurinn gengur nú frekar rólega hérna í Hofsá, en áin er komin í 100 laxa. Hann er 18 pund sá Veiðieyrað Aðstaðan fyrir veiðimenn í Miðá í Dölum hefur heldur betur breyst til batnaðar síðan nýja veiðihúsið var tekið í gagnið. Húsið er glæsilegt og skemmti- lega hannað. En gamla veiðihús- ið stendur enn þá við hliðina á því nýja og mætti alveg hverfa. Margir veiðimenn hafa gist í því og haft það gott. En hlutverki þess er lokið. Fyrst við erum að tala um Miðá er ein veiðisaga úr henni. Feðgar voru við veiðar i henni fyrir fáum dögum og veiddu vel. Yngri veiðimaðurinn var ekki nema fimm ára og nýbúinn að fá fyrstu alvöru veiðistöngina. Faðir hans var að veiða neðar- lega í ánni og veiddi vel, en ungi veiðimaðurinn var að æfa köst og kastaði ekki langt, eiginlega stutt, mjög stutt. Faðir hans set- ur í fisk og er að landa honum þegar ungi veiðimaðurinn nær góðu kasti. Og viti menn, silung- ur tekiu agnið hjá unga veiði- manninum. Og þar sem faðir hans var með fisk varð sá ungi að landa fiskinum sjálfur, sem hann gerði, og svo rotaði hann fiskinn líka sjálfur. Það fannst honum skemmtilegast. Laxar úti um alla brú Laxá á Ásum hefur gefið um 150 laxa og veiðimenn hafa ver- ið að fá fiska, allavega fyrir skömmu og þá af brúnni á þjóð- vegi eitt þar sem menn veiða yf- irhöfuð ekki alltaf, en þar voru veiðimenn og fyrir neðan brúna í hylnum voru laxar. Klukkan var að verða eitt og veiðitíminn var úti. Eitthvað var víst lítill tími til að sjá um alla laxana sem skoppuðu eftir brúnni og veiðimennimir veiddu áfram. En málið var að menn voru að fá laxa, þó svo staðurinn væri heldur óheppilegur. Bleikja/urriði úr Mývatni Náttúran lætur ekki alltaf að sér hæða eins og í Mývatni, en þar veiddist afbrigði af bleikju og urriða í sama fiskinum. Það var Gylfi Yngvason á Skútustöð- um sem veiddi fiskinn, en með- al þeirra sem hafa séð fiskinn er Össur Skarphéðinsson alþingis- maður. En Össur virðist hafa mestan áhuga á kynlífi fiska og sérstaklega þeirra sem eru öðruvísi. Enda lærði hann það fyrir nokkrum árum. stærsti," sagði Bragi Vagnsson á Bustarfelli í Vopnafirði er við spurð- um um stöðuna í Hofsá. „Það eru er- lendir veiðimenn hjá okkur núna og hafa verið í viku, svo koma Islending- ar næst á eftir þeim. Núna er hlýtt og bjart, svo skilyrði til að veiða eru kannski ekki alveg nógu góð,“ sagði Bragi enn fremur. Selá í Vopnafirði hefur gefið 80 laxa. Sjö laxar í hyl ■ •• sjo Veiðin hefur verið að fara af stað í mörgum veiðiám og laxinn að koma fyrir alvöru. Veiðimenn sem voru i Setbergsá á Skógarströnd veiddu tvo laxa og sáu sjö laxa í hyl númer sjö. Tveir þeirra tóku hjá veiðimönnum, en hinir fengust ekki með nokkru móti tO að taka agn þeirra. í Stóru-Langadalsá, sem á ármót með Setbergsá, hefur veiðst vel af Umsjón Gunnar Bender bleikju og sumar þeirra eru 3-4 pund. Veiðimaðurinn sem var að veiða rétt fyrir neðan neðsta hylinn í Setbergsá hélt sig hafa sett í lax en annað kom í ljós; þetta var 4 punda bleikja og þarna lágu þær nokkrar svona vel vænar. Ekki leiðinlegt að veiða þessa fiska. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG V INTER SPORT Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.