Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1999 Sport % 27 DV Þó svo ad íslendingar séu ekki gjaldgengir í þýska hestaí- þróttalandsliðiö munu þrír ís- lenskir knapar sýna fjögur kyn- bótahross af sex fyrir Þýskcdand. Jóhann G. Jóhannesson sýnir 5 vetra hryssuna Hrönn von Godemoor og koma þau inn á mót með 8,50. Þórður Jónsson sýnir 7 vetra hryssuna Fúnn? sem fékk 8,36 í aðaleinkunn og Sigurdur Óskarsson 5 vetra stóðhestinn Stíg vom Stördal með 8,21 og 7 vetra stóðhestinn Kát vom Stördal meö 8,60. Fáksmenn voru fjölmennastir á íslandsmótinu í hestaíþróttum á Hellu um helgina og fengu flest gullin. Tiu félög fengu gull og fengu Fáksmenn átta en knapar úr Herði og Sörla sjö, þrjú gull fóru til Sleipnis, öll tii Freyju Gísladóttur, tvö til Dreyra og Gusts og eitt til Svaða, Freyfaxa, Mána og Þyts. Andreas Trappe hefur verið sigursæll í Þýskalandi á hryss- unni Jörp vom Schnorrenberg. Jörp keppir sem 6 vetra fulltrúi Þýskalands í kynbótasýningunni í á heimsleikunum í Þýskalandi og kemur með 8,33 inn á mót. Tanja Gundlach mun sýna 6 vetra stóðhestinn Alsvinn vom Osterberg sem kemur með 8,24 á HM. íslendingar eru með hin fjögur kynbótahrossin fyrir Þýskaland. -EJ Islandsmótið í hestaíþróttum á Hellu: Gullhúðaðir Stelpur einokuðu barnaflokkinn Þrír knapar skiptu með sér átta gullverðlaunum í ung- mennaflokki á íslandsmótinu á Hellu. Daníel I. Smárason (Sörla) og Davíð Matthíasson (Fáki) fengu þrjú gull og Sig- urður Halldórsson (Gusti) tvö gull. Daníel sigraði í fjórgangi á Seiö frá Sigmundarstöðum, Hafdís Arnardóttir (Freyfaxa), sem sigraði í ungmennaflokki á fjóröungsmóti Austlendinga ný- verið, varð önnur á Höldi frá Kollaleiru og Kristín Ó. Þórðar- dóttir (Sörla) þriðja á Síak frá Þúfum. í fimi sigraði Daníel á Tyson frá Búlandi, Kristín Ó. Þórðardóttir (Sörla) varð önnur á Síak frá Þúfum og Sigfús B. Sigfússon (Smára) þriðji á Kol- finnu frá Hjalla. Daníel varð stigahæstur ungmenna. Davíð Matthíasson (Fáki) sigraði í tölti og íslenskri tví- keppni á Prata frá Stóra-Hofi, Daníel I. Smárason (Sörla) var annar á Seið frá Sigmundarstöð- um og Kristín Ó. Þórðardóttir (Sörla) þriðja á Síak frá Þúfum. í fimmgangi sigraði Davíð Matthíasson (Fáki) á Kolfinnu frá Hala, Sigurður R. Sigurðarson (Fáki) var annar á Óðni frá Þúfú og Sigurður Halldórsson (Gusti) þriðji á Lómi frá Bjarnastöðum. Sigurður Halldórsson (Gusti) sigr- aði í gæðingaskeiði á Lómi frá Bjarnastöðum, Daníel I. Smárason (Sörla) var annar á Vestfjörð frá Hvestu og Kristján Magnússon (Herði) þriðji á Pæper frá Varma- dal. -EJ Þrjár stelpur fengu öll gullin í bamaflokki á íslandsmótinu í hesta- íþróttum á Hellu. Freyja Gísladóttir (Sleipni) fékk þrjú gull. Hún keppti á Muggi frá Stangarholti í fjórgangi og sigraði en Auður S. Ólafsdóttir (Mána) varð önnur á Sóllilju frá Feti. Linda R. Pétursdóttir (Herði) varð þriðja á Darra frá Þykkvabæ. 1 tölti sigraði Freyja Gísladóttir (Sleipni) á Muggi frá Stangarholti, Laufey Krist- ins- dóttir (Geysi) varð önnur á Gyrði frá Skarði og Halldóra S. Guðlaugs- dóttir (Herði) þriðja á Glóbjörtu frá Lækjarbakka. Freyja sigraði einnig í íslenskri tvíkeppni á Muggi frá Stangarholti en Rósa B. Þorvaldsdóttir (Sörla) varð stigahæsti knapinn. í fimi bcuma sigraði húnversk blómarós, Sonja L. Þórisdóttir (Þyt) á Setningu frá Lækjarmóti. Rósa B. Þorvaldsdóttir (Sörla) varð önnur á Árvakri frá Sandhóli og Freyja Gisladóttir (Sleipni) þriðja á Muggi frá Stangarholti. Sonja var sérlega óheppin með veðrið. Hún ætlaði sér að keppa í hindrunarstökki og þar sem hún var þar eini keppandinn hefði hún orðiö íslandsmeistari og um leið íslandsmeistari í ólympískri tvikeppni og stigahæsti knap- inn og missti því af þremur gullpeningum. Hún fékk þó ein gullverðlaun i sárabætur. Mömmukoss er álíka mikils virði og góður bikar. Olil Amble óskar dóttur sinni Freyju Gísladóttur til hamingju með sigur í fjórgangi. DV-myndir EJ Davíð Matthíasson fékk þrenn gullverð- laun á íslandsmótinu á Hellu. Þrír með tvennu Þrir knapar deildu sex gull- verðlaunum í unglingaflokki. Karen L. Marteinsdóttir (Dreyra) gerði góða ferð úr Borgarfírði og sigraði í ís- lenskri tvíkeppni og fjórgangi á Manna frá Vestri-Leirárgörð- um þriðja árið í röð. Guðmund- ur Ó. Unnarsson (Mána) varð annar í fjórgangi á Mósa frá Skálpastöðum og Sigurður St. Pálsson þriðji á Rimmu frá Ytri-Bergsá. Sigurður St. Pálsson (Herði) varð stigahæsti knapi í ung- lingaflokki en hann fékk annaö gull fyrir sigur í tölti á Hug úr Mosfellsbæ. Karen L. Marteins- dóttir varð önnur á Manna frá Vestri-Leirárgörðum og Sylvía Sigurbjörnsdóttir (Fáki) þriðja á Garpi frá Krossi. Sylvía Sigurbjörnsdóttir (Fáki) sigraöi í fimmgangi á Lykli frá Engimýri, Sigurður St. Pálsson (Herði) var annar á Höffu frá Samtúni og Berglmd R. Guðmundsdóttir (Gusti) þriðja á Óttu frá Svignaskarði. Berglind hefur þá keppt á að minnsta kosti fjórum hryssum frá Svignaskarði: Maístjörnu, Kolrössu, Sjöstjörnu og nú Óttu. Sylvía Sigurbjömsdóttir (Fáki) sigraði í fimi á Lykli frá Engimýri, Svandís D. Einars- dóttir (Gusti) varð önnur á Ögra frá Uxahrygg og Anna Þ. Rafnsdóttir (Fáki) þriðja á Boða frá Syðra-Skörðugili. Umsjón Eiríkur Jónsson Stuttar frá Hellu i____ X r-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.