Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://wvw.skyrr.is/dv/ Vtsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Og hvað með það? Árni Þór Sigurðsson, varaborgarfulltrúi og varaþing- maður, sagði skilið við félaga sína í Alþýðubandalag- inu á fundi miðstjórnar flokksins um liðna helgi. Þar með hefur Árni Þór, sem lagði mikið á sig til að ná ör- uggu þingsæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í byrjun árs, sagt skilið við samfylkingu „félagshyggju, jafnaðar og kvenfrelsis“ eins og hann vildi á hátíðarstundu kalla sambræðing vinstrimanna. Úrsögn Árna Þórs Sigurðssonar úr Alþýðubandalag- inu kemur engum sem fylgst hefur með stjórnmálum síðustu vikur á óvart. Varaborgarfulltrúinn og varaþingmaðurinn hefur undirbúið brottför sína frá því úrslit þingkosninga í vor lágu fyrir. Draumurinn um þingmennsku varð ekki að veruleika. Undir lok september skrifaði Árni Þór Sigurðsson grein í Morgunblaðið sem var tilraun til að setja úr- sögnina í pólitískan búning réttlætingarinnar: „Sam- fylkingin getur ekki orðið samnefnari vinstrimanna um stefnuna í utanríkismálum“ var réttlæting eitt. „Samfylkingin getur ekki orðið samnefnari vinstri- manna í umhverfismálum“ var réttlæting tvö. „Sam- fylkingin getur ekki orðið samnefnari vinstrimanna varðandi afstöðuna til einkavæðingar opinberrar þjón- ustu og fyrirtækja“ var þriðja réttlætingin. Minni stjórnmálamanna er yfirleitt ekki lengra en hentar hverju sinni og þar er Árni Þór ekki undantekn- ing. Fyrr á árinu taldi alþýðubandalagsmaðurinn fyrr- verandi það ekki náttúrulögmál að íslenskir vinstri- menn berðust meira innbyrðis en við andstæðinga sína. Fullur bjartsýni skrifaði Árni Þór í lok janúar blaðagrein og sagði meðal annars: „Undanfarna mán- uði hefur verið unnið ötullega að því að ná saman í eina fylkingu þeim sem aðhyllast félagsleg gildi í stjórnmálum en hafa á undanfornum árum skipt sér í 3-4 stjórnmálahreyfingar. Vissulega hefur það ekki ver- ið þrautalaus fæðing, enda trauðla hægt að ætlast til þess. Engu að síður er samfylking félagshyggju, jafnað- ar og kvenfrelsis nú að verða að veruleika. Það er mik- ið fagnaðarefni og vekur vonir um að með nýrri öld taki ný stjórnmálaöfl forystu í landsmálum okkar þar sem hagur almennings verður hafður að leiðarljósi og félagslegt öryggi og jafnrétti tryggt.“ Árni Þór hélt því fram í umræddri grein að rúm væri fyrir þær hugsjónir sem hann stendur fyrir í um- hverfismálum og utanríkismálum, „og meira en það, Samfylkingin byggist m.a. á þessum viðhorfum og bar- áttumálum. Þess vegna á Alþýðubandalagið erindi í Samfylkinguna.“ En vonir bresta. Nú stendur lítið eftir af líflegum yfirlýsingum vara- borgarfulltrúans og varaþingmannsins. Úrsögn Árna Þórs Sigurðsson úr Alþýðubandalaginu og hugsanleg innganga hans í græningjahreyfingu Ögmundar og Steingríms J. hefur hins vegar lítil áhrif á pólitíska þróun hér á landi. Fyrir Samfylkinguna er betra að maður sem berst fyrir málstaðnum af hálfum huga leiti á náðir annarra, jafnvel keppinauta. Brotthvarf Árna Þórs gerir ekki annað en undirstrika enn og aftur þann vandræðagang sem einkennt hefur vinstri bræðinginn á sama tíma og græningar stunda alvörustjórnarand- stöðu. Óli Björn Kárason Ánægjulegt var til þess að vita að Samfylkingin kom baráttuglöð og einhuga til þings núna í haust, sam- einuð um sitt helsta hugsjónamál; baráttuna fyrir stærra þingflokks- herbergi í Álþingishúsinu. Þar var þó um að ræða mál þar sem fylking- in talaði einni röddu og enginn þurfti að velkjast í vafa um skoðun- ina. Guð láti gott á vita. Þerapí-með- ferðin í Munaðarnesi hefur greini- lega skilað einhverjum áþreifanleg- um árangri. Að þessu frátöldu finnast fáar hreinar línur varðandi stefnumál fylkingarinnar. Hæfdeikinn til þess að sjá dægurmál í stærra samhengi er þeim gjörsneyddur. Þess vegna líst almenningi ekkert á þetta sköp- unarverk, eins og skoðanakannanir leiða í ljós. Þess vegna eru jafnvel innstu kopparnir í Samfylkingar- búrinu farnir að sproksetja fyrir- brigðið. Og þess vegna hyggja sífellt fleiri gamlir alþýðubandalagsmenn á pólitisk vistaskipti. Þeim líst ein- faldlega ekki lengur á að hafa vetur- setu, hvað þá varanlega búsetu í ranni Samfylkingarinnar. Ofan í fyrsta lýðskrumspyttinn Eins og frægt er lagði Samfylking- in til umhverfisskatta, til þess að afla ríkissjóði tekna og draga úr mengun. Slík skattheimta er vissu- „í Ijósi allra mótsagnanna í starfi og stefnu Samfylkingarinnar færi vel á því að kalla Ragnar Reykás til verka í formannsstóli Samfylkingarinnar," segir Einar í lok greinar sinnar í dag. Því ekki Ragnar Reykás? lega umdeilanleg. En þarna glitti þó sannarlega í virðingarverða pólitíska stefnumótun. í vor og enn frekar í sumar og haust reyndi á pólitíska stefnu- festu Samfylkingarinnar. Hækkandi bensínverð, sem færði ríkissjóði auknar tekjur, var auð- vitað dæmi um umhverf- isskatta. Hækkandi gjöld á bensíni draga skiljan- lega úr notkun þess elds- neytis, alveg i samræmi við hugmyndafræði um- hverfisgjaldheimtunnar. Þess hefði þá mátt vænta að Samfylkingin lýsti stuðningi við þessa þróun og hvetti til þess að tekju- aukinn yrði notaður til þess að styrkja stoðir vel- ferðarkerfisins eða draga úr einhverri gjaldtöku ríkisins, sem talsmenn fylkingarinnar hafa gagnrýnt. En nei, ó nei. Því var ekki að heilsa. Samfylkingin datt ofan í fyrsta lýðskrumspyttinn sem á leið hennar varð. Bensínhækkanir eru óvinsælar hjá almenn- ________ ingi og því kusu tals- menn Samfylkingarinnar að gleyma hugsjónum sínum. - Skítt með um- hverfisverndartalið, fylgjum í kjöl- Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson 1. þingmaður Vestfjarða far gagnrýni almenn- ings, var pólitíkin þeirra. Allt rekur sig hvað á annars horn Sömu sögu er að segja af ijárlagaum- ræðunni. Þar eru samfylkingarmenn skyndilega farnir að tala um skort á að- haldi. Þeim ferst víst sem hafa alla sína tíð krafist aukinna út- gjalda hér og þar og alls staðar. Þeir hafa tekið undir hverja einustu ósk og hverja einustu kröfu um „Bensínhækkanir eru óvinsælar hjá almenningi og því kusu tals- menn Samfylkingarinnar að gleyma hugsjónum sínum. - Skítt með umhverfisverndartalið, fylgjum í kjölfar gagnrýni almenn- ings, var pólitíkin þeirra aukin útgjöld á öllum sviðum. Þeir tala jöfnum höndum um fjárskort til velferðarmála og að meira aðhald þurfi að vera í ríkissfjármálum. Einnig að lífskjörin séu ekki nógu góð í landinu, en hneykslast svo á viðskiptahalla, sem að hluta stafar af miklum vexti einkaneyslu. Ætli einkaneyslan hafi ekki eitthvað með það að gera að lífskjörin, ráðstöfun- artekjurnar, hafa verið að vaxa? Það rekur sig bara allt hvað á annars horn. Það jaðrar þess vegna hreinlega við hótfyndni þegar tilteknir for- ystumenn tala enn um söguleg tíð- indi þegar Samfylkingin varð til. Svona gaspur er annað hvort tO marks um að forystumennirnir tala þvert um hug sér eða eru gjörsam- lega án pólitísks jarðsambands. Ragnar Reykás íformennskuna Og eitt að lokum. Mikil leit stendur nú yfir að nýjum for- ystumanni fyrir Samfylking- una. Sú leit hefur staðið úti um öll lönd og álfur, bókstaf- lega talað. Nú er jafnvel talað um að ráða lögfræðing eða ráð- gjafa úti í bæ til starfans. Má ég ekki koma með uppástungu þó mér sé sannarlega málið ekki skylt. í Ijósi allra mót- sagnanna í starfi og stefnu Samfylkingarinnar færi vel á því að kalla Ragnar Reykás til verka í formannsstóli Samfylking- arinnar. Spaugstofan er hvort sem er hætt. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir annarra Lítið aðhald stjórnvalda „Hversu mikið þarf aðhald stjórnvalda að vera? Það er lítið ef samkeppnisaðstöðu, markaðshlutdeild og arð- semi íslenskra fyrirtækja er fórnað fyrir aukin rekstr- arútgjöld ríkis og sveitarfélaga. Aðhaldið er ekki nægt ef útþensla hins opinbera er á kostnað verðmætasköp- unar í einkarekstri...Visbendingar um versnandi sam- keppnisstöðu má sjá á því að framleiðslukostnaður og útsöluverð innlendrar vöru og þjónustu hækkar um- fram erlenda...Áfram er spáð sömu þróun. í áætlun Þjóöhagsstofnunar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að innlent verðlag hækki tvöfalt hraðar en í helstu við- skiptalöndum okkar...Áfram mun því vegið að sam- keppnisstöðu og markaðshlutdeild innlendra fyrir- tækja.“ Ingólfur Bender í Mbl. 12. okt. Réttmæt gagnrýni Bryndísar „Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður gagnrýndi í sjón- varpsfréttum í gærkvöldi að ríkisstjórnin hefði lagt 60 milljónir af almannafé í ráðstefnuna Konur og lýðræði. Vef-Þjóðviljinn tekur undir þessa gagnrýni með Bryn- dísi og bendir jafnframt á að þessar 60 milljónir sem komu beint frá ríkinu eru ekki eina'framlag skattgreið- enda til ráðstefnunnar. Stór hópur opinberra starfs- manna í ráðuneytum og stofnunum ríkisins vann að undirbúningi hennar og Ríkissjónvarpið bar allt annað skynbragð á fréttagildi ráðstefnunnar en aðrir ijölmiðl- ar og kostaði miklu til útsendingar frá henni. Ríkis- starfsmenn voru einnig þorri hinna 30 íslensku þátttak- enda á ráðstefnunni." Úr Vef-Þjóðviljanum 12. okt. Þjóðlífið og ferðaþjónustan „Ferðaþjónustan styður aðrar atvinnugreinar. Greiðar samgöngur og ferðatíðni innanlands og utan byggjast á henni...Góð umgengni við náttúru lands- ins og sitt nánasta umhverfi er nauðsynlegur þáttur ferðaþjónustu. Sú bylting sem hefur orðið í veitinga- mennsku síöari árin byggist einnig á henni. Ferða- þjónustan eykur neysluna hér innanlands á matvæl- um og það þarf ekki að hafa mörg orð um gildi þess fyrir þá sem í matvælaframleiðslunni eru. Ferða- þjónustunni á ekki að stilla upp á móti öðrum at- vinnugreinum. Heppilegast er að hún sé einn öflugur þáttur í íslensku atvinnulífi samofln við aðra þætti atvinnulífsins." Jón Kristjánsson í Degi 12. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.