Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 14
Keith Vassell iriun leika aftur f KR búningnum í vetur oq fyrsti leikurinn er gegn Njarðvíkingum sem hann sést kljást við á þessari mynd. MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 Sport Sport Enski deildabikarinn: Newcastle úr leik Birmingham sló í gær Newcastle út úr enska deildabikamum með 2-0 sigri. Alan Shearer, hjá Newcastle, lét veija frá sér vítaspymu í upphafi leiks og markvöröur Newcastle, Steve Harper, var síðan rekinn út af á 45. mínútu. Það voru Martin O’Connor og Darren Purse, er hér fagnar til hægri, sem skoraöu mörk B-deildarliðs Birmingham. Annaö úrvalsdeildarliö, Bradford, datt einnig út með 2-3 tapi, fyrir B-deildarliði Bamsley og Arsenal rétt marði C-deildarlið Preston, 2-1, með mörkum Nwankwo Kanu og Stefan Malz. önnur úrslit: Tranmere-Oxford 2-0, WBA-Fulham 1-2, Wimbledon-Sunderland 3-2 (eftir framlengingu). -ÓÓJ Jón skorinn upp Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður ÍR í 1. deildinni í handknattleik, leikur ekki með lærisveinum sínum á þessu ári. Jón gekkst undir brjósklosaðgerð í baki í síðustu viku og verður að taka það rólega næstu vikumar. Jón tók við þjálfun ÍR-liðsins fyrir þetta tímabil eftir farsælt starf hjá Val. Undir stjóm Jóns hafa ÍR-ingar unnið tvo leiki í ... .., fyrstu þremur umferðunum í 1. Kristjansson. deildinnL -GH Jón 1 enní Enn einn til Noregs? - Skagamaðurinn Reynir Leósson er nú í reynslu hjá Molde Nikolic þjálfar Selfyssinga Miroslav Nikolic hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar liðs Selíyssinga í knattspymu og tekur hann við staríí Einars Jónssonar. Nikolic hefur undanfarin fjögur þjálfað og spilað með KVA. Hann gerði þriggja ára samning við Selfyssinga og hafa þeir tekið stefnuna á að komast upp úr 2. deildinni á næstu leiktíð. Á myndinni handsala Nikolic, til vinstri, og Leó Ármannsson, formaður knattspymudeildar Selfoss, samninginn. -GH/KE Þýski knattspymumaðurinn Markus Babbel mun ganga i raðir Liverpool frá Bayem Múnchen áöur en þessari leiktíð lýkur en Babbel hefur hafnað nýjum samningi við Bæjara. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, hefur lengi verið á höttunum eftir Babbel enda er þama á ferðinni sterkur vamarmaður sem Liverpool þarf einmitt á að halda. Norski framherjinn Steffen Iversen verður frá næstu sex vikumar en kappinn meiddist á hæl í landsleik Norömanna og Letta um síðustu helgi. Sam Hammam, stjómarformaður enska A-deildarliðsins Wimbledon, fer fógrum orðum um íslenska landsliðs- manninn Hermann Hreióarsson en Hammam gekk frá kaupum á Hermanni í fyrradag. „Hermann er stór og stæði- legur eins og reyndar flestir í liðinu. Hermann ætti að faila vel inn i liðið okkar. Hann er sterkur í loftinu, mjög öflugur í návígjum og er góöur á bolt- ann. Hann á eftir að nýtast okkur vel,“ sagði Hammam. ÍBV fœr ekkert af þeim tæpum 300 milljónum króna sem Wimbledon greið- ir Brentford fyrir Hermann Hreióars- son. Eyjamenn fengu á sínum tíma hluta af sölu Hermanns til Crystal Palace en fengu ekkert í sinn hlut þegar Palace seldi hann til Brentford. Reikna má með því að Hermann, til vinstri, fái allt að 10% af kaup- verði Wimbledon i sinn vasa eða um 30 miUjónir króna. Rúmenar tryggóu sér í gær guilverð- launin í liðakeppni kvenna á heims- meistaramótinu i fimleikum sem nú stendur yfir i Kína. Rússar urðu í öðm sæti og Kinveijar í þriðja sæti. Hjá körlunum voru það Kinveijar sem fóm með sigur af hólmi. Rússar lentu í öðm sæti og Hvít-Rússar í þriðja sætinu. Úrslitakeppni Evrópumóts landsliða i knattspymu verður haldin í Portúgal árið 2004. Þetta var ákveöið á fundi evr- óska knattspymusambandsins í gær. Portúgalar höiðu betur í baráttunni við Spánveija, Ungveija og Austurríkis- Ástœóan var að markvörður Bologna og fyrrum markvörður Sampdoria, Gianluca Pagliuca, var skotspónn áhorfenda Sampdoria sem köstuðu í hann öllu lauslegu. Dómarar leiksins deila hér um dóm til hægri. -GH/ÓÓJ Enn einn íslendingurinn gæti verið á leið í norsku knattspymuna en Reynir Leósson, varnarmaðurinn sterki hjá ÍA og leikmaður u-21 árs landsliðsins, er undir smjásjánni hjá norska A-deildarliðinu Molde. Reynir hélt til Molde eftir landsleik u-21 árs landsliðs- ins gegn Frökkum um helg- ina og verður til skoðunar hjá liðinu fram á fóstudag. „Ég er búinn að æfa með liðinu síðan á mánudag. Það hefur ekkert verið rætt um neinn samning við mig Reynlr Leósson enn sem komið er og ég veit ekki hvort það verður en ég á að gangast undir læknisskoð- un á morgun (í dag). Mér list vel á liðið og allar aðstæður hjá því og auðvitað kæmi vel til greina að ganga til liðs við það þó svo að erfitt yrði að fara frá ÍA,“ sagði Reynir í samtali við DV í gær. Reynir, sem er 20 ára, á tvö ár eftir af samningi sínum við Skagamenn svo ef Molde ætlar að fá Reyni í sínar raðir verður það að ganga til samninga við ÍA. Molde er í fjórða sæti norsku A-deildarinnar en liðið leikur í meistaradeildinni og ætti því að eiga nægilegt fé til að kaupa Reyni. Tólf íslendingar í norsku A- deildinni Ásókn norsku liðanna í íslenska leikmenn er mikil þessa dagana. Á dögunum gengu tveir ungir og efnilegir leikmenn í raðir Lilleström, þeir Grétar Hjartarson, Grindavík, og Indriði Heiðar Indriði Auðun Sigurðsson, KR, og þar með eru þeir orðnir 12 íslendingarnir sem eru á mála hjá norskum A-deildarliðum. Þeir eru: Lilleström: Rúnar Kristinsson, Helguson, Grétar Hjartarson og Sigurðsson. Viking: Ríkharður Daðason og Helgason. Tromsö: Tryggvi Guðmundsson. Stabæk: Pétur Marteinsson. Rosenborg: Ámi Gautur Arason. Kongsvinger: Steinar Adolfsson. Strömsgodset: Stefán Gíslason og Valur Fannar Gislason. menn Frægasti knattspymumaður Portúgals fyrr og síðar, Eusebio, fagnaði úrskurðinum meö því að kyssa Evrópubikarinn, hér að neðan. Fyrsti opinberi leikurinn með tveimur dómumm endaði með ósköpunm í gær þegar annar dómarinn þurfti að flauta leikinn af þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Leikurinn var milli Sampdoria og Bologna og var í ítölsku bikarkeppninni. Úrvalsdeildin í körfubolta: - snýr aftur í vesturb KR-ingar fengu í gær góðan liðstyrk þegar Kanadamaðurinn Keith Vassell ákvað að koma aftur til liðsins. Vassell var einnig í viðræðum við Tindastólsmenn en tók sitt gamla félag framyfir Stólana. Keith Vassell kom fyrst til KR um áramótin 1997 til 1998 og hefur skorað 27,1 stig að meðaltali í þeim 33 leikjum sem hann hefur leikið í úrvalsdeild með vesturbæjarliðinu. KR hefúr unnið 23 af 33 leikjum með Vassell innanborðs og fór alla leið í úrslit um titilinn fyrir tveimur árum. Vassell er mjög sterkur undir körfunni. Hann tók 11,7 fráköst að meðaltali, þar af 4,7 i sókn, og hitti úr 41,4% 3ja stiga skota sinna, þar sem hann setti tvær niður í leik. Með komu Vassell er ljóst að KR-liðið er orðið eitt af sterkustu liðum deildarinnar en auk hans leika þar Daninn Jesper Sörensen og Jónatan Bow auk fjölda ungra og stórefnilegra körfuknattleiksmanna sem ættu að geta lært mikið af þessum sterka leikmanni. Vassell tekur út leikbann frá því i fyrra gegn ÍA á fímmtudag en mun leika sinn fyrsta leik í Njarðvík á sunnudaginn. Lið Reykjanesbæjar í sviðsljósinu í kvöld: Grimm - varnarleikur krafan Lið Reykjanesbæjar leikur sinn annan leik í riðlakeppni Korac-bikarsins í kvöld þegar það tekur á móti finnska liðinu Huima í íþróttahúsi Keflavíkur klukkan 20. Finnska liðið er mjög sterkt og tapaði sem dæmi með aðeins 2 stigum fyrir franska liðinu Nancy í Frakklandi í síðustu viku, á sama tíma og Reykjanesbæjarlið- ið tapaði, 76-94, fyrir svissneska liðinu Lugano. Þjálfarar Reykjanesbæjarliðsins, sem er sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur, eru bjartsýnir fyrir leikinn og ætla sínum mönnum að taka hraustlega á móti Finnunum. Friðrik Ingi segir að liðið þurfi að spila grimmari varnarleik en það gerði úti í Sviss en sá leikur hafi ekki verið mik- ið áfall þrátt fyrir 18 stiga tap því að þar hafi liðið verið inni í leiknum mesta all- an tímann þrátt fyrir að spila langt undir getu. Sigurður Ingimundarson er sannfærður um að lið Reykjanesbæjar vinni spili það sinn leik og fái góðan stuðning áhorfenda á leiknum í kvöld en liðið verður að vinna heimaleikina ætli það sér áfram og góður stuðningur að hætti Reykjanesbæjarfólks leiki lykilhlutverk í að ná því markmiði. Finnska liðið er ungt að árum en þar eru vissulega innanborðs sterkir leikmenn sem verður áhugavert að fylgjast með. Liðið er með tvo sterka Bandaríkjamenn, 203 sem miðherja og framherjann Kevin Martin en þeir hafa báðir gert 17,7 stig að meðal- tali í keppninni til þessa. Auk þeirra er sterkur finnskur leikstjómandi, Toni Ilmonen, og sterk flnnsk skytta, Juoni Mattanen, en sá síðarnefndi hefur gert 13 þriggja stiga körfur i þremur leikjum liðsins i keppninni. -ÓÓJ Keflvíkingurinn Guðjón Skúlason: Brotin - í gifsi í fjórar til sex vikur Hafnarfjaröarslagur FH og Hauka í kvöld: Haukarnir hafa það - segir Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar Fjórða umferðin í 1. deild karla í handknattleik hefst í kvöld með leik Hafnarfjarðar- liðanna FH og Hauka. Leikur- inn fer fram í Kaplakrika og hefst klukkan 20.30 Eins og ávallt ríkir mikil spenna hjá Hafnfirðingum fyr- ir þennan nágrannaslag og síð- ustu daga hefur bæjarbúum orðið tíðrætt um leikinn. Bæði FH og Haukar töpuðu fyrsta leik sínum á mótinu, FH gegn Aftureldingu og Haukar fyrir Fram en félögin hafa ver- ið á sigurbraut í síðustu tveim- ur leikjum. FH lagði ÍBV og síðan ÍR en Haukamir unnu góða sigra á Stjömunni og Fylki. Því standa liðin jafnt að vígi fyrir slaginn í kvöld með 4 stig. DV fékk Skúla Gunnsteins- son, þjálfara íslands- og bikar- meistara Aftureldingar, til að spá fyrir um leikinn. „Ég held að þetta verði svona dæmigerður Hafnar- fjarðarslagur þar sem hart verður tekist á. Þetta verður ef- laust mjög hraður og skemmti- legur leikur með mistökum á báða bóga, eins og oft vill ein- kenna svona leiki. Ég held að það verði ekki útséð hver vinn- ur þennan leik fyrr en á lokamínútunum. Ég hallast frekar á að Hauki rétt hafi þetta þó svo að jafhtefli geti al- veg orðið úrslit leiksins. Mér sýnist hins vegar að FH-ingarn- ir eigi aðeins lengra í land en Haukamir," sagði Skúli sem ætlar að mæta í Kaplakrikann í kvöld. Ekki hrjá nein meiðsli leik- menn H afnarfjarðarl iðanna svo að þau geta tjaldað sinum sterkustu liðum í kvöld. -GH Rikkil sigtinu - hjá Joe Royle, stjóra Manchester City Ríkharður Daðason, landsliðs- maður í knattspymu og leikmað- ur með norska liðinu Viking, er enn og aftur kominn í sigtið hjá enska B-deildarliðinu Manchester City. Joe Royle, knattspyrnustjóri City, og aðstoðarmaður hans, Wille Donachie, fylgdust með Rík- harði og fleiri íslenskum lands- liðsmönnum í leik íslands og Frakklands i París um helgina en í þeim leik skoraði Ríkharður skallamark, því miður i eigið net. „Við áttum frí um helgina og því gafst okkur gott færi á að líta á íslendingana, sem margir hverj- ir eru að svipast um eftir öðram félögum, og sjá í hvemig standi Ríkharður Daðason. þeir era. Við vorum ekki að fylgjast með neinum sérstökum leikmanni en við vildum sjá með eigin augum leikmennina í svona stóram leik,“ segir Royle á fréttavefnum Team Talk í gær. Royle var mjög uppnuminn af frammistöðu Eyjólfs fyrirliða Sverrissonar og Eiðs Guðjohnsens í leiknum gegn heimsmeisturunum en Ríkharð- ur hefur um um nokkurt skeið verið til skoðunar hjá Royle þar sem City hefur vantað sterkan sóknarmenn. Ríkharður ætlar að yfirgefa herbúðir Vikings eftir tímabilið en hann er metinn á 120 milljón- ir króna. -GH Guðjón Skúlason, fyrirliði íslandsmeistara Keflavíkur og liðs Reykjanesbæjar, handarbrotnaði á æfmgu hjá liði Reykjanesbæjar á mánudagskvöld. Guðjón fékk högg framan á hönd og brotnaði á milli vísi- og baugfmgurs. Hann var settur í gifs eftir skoðun og verður í því í fjórar til sex vikur. Hann missir því af leikjum Reykjanesbæjar í Evrópukeppninni og bætist í hóp fleiri Keflvikinga sem era meiddir en meiðsli hafa sett mikinn svip á tímabilið hjá íslandsmeisturunum það sem af er. Guðjón er búinn að vera funheitur i vetur, hafði sem dæmi skorað 20,5 stig og sett niður tíu þriggja stiga körfur með 59% hittni í fyrstu tveimur leikjum úrvalsdeildarinnar í vetur og var kominn á fúllt skrið eftir meiðsli á síðasta tímabili. -ÓÓJ Chamberlain látinn Einn besti miðheiji NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi, Wilt Chamberlain, lést í gær, 63 ára að aldri. Wilt var 2,18 metrar á hæð og var 4 sinnum kosinn besti leikmaður deildarinnar auk þess að verða stigahæstur 7 sinnum og taka flest fráköst 11 sinnum. Hann varð 2 meistari með Philadelphia 76ers 1967 og með Los Angeles Lakers 1972. Wilt er eini leikmaður NBA sem hefúr náð að skora 100 stig í einum leik en hann skoraði 30,1 stig að meðaltali og tók að auki 22,9 fráköst í þeim 1045 leikjum sem hann lék í NBA. Chamberlain fannst látinn í íbúð sinni en ekki var vitað úr hveiju hann lést en það er ljóst að með honum er farinn einn frægasti íþróttamaður og kvennabósi Bandaríkjanna en Wilt hafði það orð á sér að eiga nokkrar konur „í hverrri höfn“. Þess má geta að eftir fyrsta tímabO hans, 1960, vora settar tvær nýjar reglur tO að minnka yfirburði hans inni í teignum, 3 sekúndna tímareglan inni í teig og bannað var að verja knöttinn á niðurleið. -ÓÓJ LadsbanKt llands Guðjon Skulason, sem her lyftir íslandsbikarnum í vor, handarbrotnaði á æfingu í fyrrakvöld og verður frá í 4 til 6 vikur. Bland í pokci italski knattspymumaðurimi Pierlugi Casiraghi, sem er á mála hjá Chelsea, óttast að knattspymuferill hans sé úti. Þessi fyrrum leikmaöur Lazio og Italska landsliðsins meiddist illa á hné fyrir ári og hefur þurft að gangast undir sjö að- gerðir. Sú áttunda er eftir og það þýðir að Casiraghi leikur varla með Chelsea á þessari leiktíð. Arsene Wenger, að neðan, knattspymu- stjóri Arsenal, vill að Neil Ruddock, leikmanni West Ham, veröi refsað eins og Pat- rick Vieira en sem kunnugt er fékk Vieira að líta rauða spaldiö í leik liöanna og i kjölfar- iö spýtti Vieira á Ruddock. Wenger segir aó Ruddock hafi látið ýmis ljót orð falla í garð Vieira og hann hafi ekki verið góði strákurinn eins og menn héldu í fyrstu. Vieira á yfir höfði sér nokkurra leikja bann fyrir athæfið en Wenger segir sér koma á óvart ef leikimir verði Heiri en fimm. Breytingar hjá Eyjamönnum Júgóslavinn Goran Aleksic mun væntanlega leika áfram með Eyjamönnum á næstu leiktíð en þessi snaggaralegi miðjumaður lék vel með Eyjaliðinu i sumar. Hann lýsti því yfir við forráðamenn ÍBV þeg- ar hann hélt af landi brott að hann vOdi koma aftur og verður væntanlega gengið frá því á næstunnni. Kristinn kyrr Kristinn Hafliðason framlengdi samning sinn við ÍBV í gær en hann var orðaður við Framara. Hins vegar er það orðið ljóst að vörn Eyjamanna tekur nokkrum breytingum því tveir leikmenn sem hafa leikið stórt hlutverk í vöminni á undanfomum ámm era á forum. Bakvörðurinn ívar Bjarklind er á leið upp á land og hefur verið í viðræðum við Framara og Júgóslavinn Zoran MOjkovic, kletturinn i miðju varnarinnar, sem varð íslands- meistari fimm ár í röð, þrisvar með ÍA og í tvígang með ÍBV, verður ekki áfram i búningi ÍBV. Kristinn Hafiiöason. Vitað er að Eyjamenn hafa sýnt framherjanum Sævari Þór Gísla- syni úr ÍR áhuga en leikmaðurinn á enn eftir að gera upp hug sinn hvort hann vOl verða um kyrrt í Breiö- holtinu eða söðla um og fara tO Eyja. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.