Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1999, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1999 TIV Engin reiðialda „Vio eram langt á eftir öðrum norrænum þjóðum með fjárveiting- ar, sérstaklega til háskóla- kennslu. Það hefði átt að fara reiðialda um samfélagið við þessar upplýs- ingar vegna þess að hér er verið að rýra kaup- mátt framtíðarinnar. Það heyrist hins vegar ekki í neinum." Ágúst Einarsson um fjár- veitingar íslendinga til menntamála á heimasíðu sinni. Þjóðfélag baksjúk- Iinga og öryrkja „Spurningin er ekki hvort þau muni bera skaða af þessu heldur hversu mikið tjónið verður - hve vel þau geta sloppið miðað við óbreytt ástand. Er framtíðar- sýn okkar þjóðfélag baksjúk- linga og öryrkja? Ég vona ekki.“ Þorgerður Kristiansen í Mogganum um skólabóka- klyfjar nemenda í Haga- skóla. Bara ekki Sjálf- stæðisflokkurinn „Reykjavíkurlistinn skipt- ir sér ekki af því hvemig og hvort fólk flytur sig á milli flokka eðá segir sig úr þeim. Svo fremi sem það gengur ekki í Sjálf- stæðisflokk- inn.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Degi um úr- sögn Árna Þórs úr Alþýðu- bandalaginu. Gengisfelld gildi Ég spyr: Á hvaða leið er sú kirkja sem ailtaf gefur eftir, guggnar, þegir? Er það ekki skylda kirkjunnar að byggja á orðum Biblíunnar hvort sem þau eru blíð eða stríð? Eða á kirkjan að gengisfella þau siðferðislegu gildi sem hingað til hafa verið hym- ingarsteinar kristins samfé- lags og þjóðmenningar ó ís- landi? Ragnar Fjalar Lárusson prestur í Mogganum um kristin gildi og vígslu sam- kynhneigðra. ! Nágrannar Kötlu á æfingu I haust er búið að vera mikið að gera hjá þeim sem búa í nágrenni við Mýrdalsjökul við að fara yfir all- an viðbúnað og undirbúa viðbrögð íbúa sem best við hugsanlegu Kötlu- gosi. Það svæði sem viðbúnaðurinn nær til er austurhluti Rangárvalla- sýslu og mestöll Vestur-Skaftafells- sýsla, en þar era tvær almanna- vamamefndir í hvora sveitarfélagi sýslunnar. Yfir þeim ræður sýslumaður V-Skaftfellinga, Sigurður Gunnarsson. „Ég er búinn að sitja fundi hjá Al- mannavamaráði og Vísindaráði og hef setið nokkra fundi hjá almannavarna- nefhdunum í sýsl- unni þar sem reynt hefur verið að koma skipulagi á svæð- inu i það horf að við teljum það viö því búið að takast á við þessa vá,“ sagði Sig- urður Gunnarsson. Á því svæði sem talin er standa ógn áf Kötlugosum var um síðustu helgi viðamikil æfing sem náði til allra þátta skipulagðrar áætlunar vegna viðbragða við gosi. „Undirbúningur fyrir þessa æf- ingu byrjaði síðsumars, við hittumst hér úr nefnd- unum með Almanna- vömum ríkisins í september. í fram- haldinu var borgara- fundur og fljótlega var ákveðið að halda þessa æfingu sem var um siðustu helgi. Æfingin byrjaði hjá mér um níu- leytið með hring- ingu frá vísinda- mönnum, klukkan tíu vora almannavarnanefndimar komnar á fund, síðan voram við á viðbúnaðarstigi fram undir hádegi, ég með símann á öðra eyranu að tala við nefndina í Skaftárhreppi, jaftiframt því sem ég talaði við nefndina hér. Æf- ingin gekk síðan mjög vel fyrir sig á öllum sviðum," sagði Sigurður. Sigurður segist upphaflega koma úr Vogaskóla í Reykjavík en síðan hafa skipt um byggingu í sama hverfinu og farið yfir í Menntaskól- ann við Sund og útskrifast þaðan af eðlisfræðideild 1982. „Ég var þá orð- inn leiður á eðlisfræði og stærð- fræði og ákvað að fara í eina fagið í Háskólanum sem ég sá í fljótu bragði að væri ekki með stærð- fræöi, og það var lögfræðin. Ég út- skrifaðist 1988 og komst þá að því mér til mikillar armæðu að starf lögfræðinga felst mikið í að reikna út kröfur þannig að ég var nú ekki aldeilis laus við stærðfræðina," sagði Sigurður. Hann byrjaði að vinna sem fulltrúi á lögmannsstofu í Reykjavík í tæp tvö ár og var síð- an settur sýslumaður V-Skaftfell- inga vorið 1990 og hefúr verið þar síðan. „Ég var yngsti sýslumaður á landinu fyrstu sjö árin og hef veriö næstyngstur síðan,“ sagði Sigurður Gunnarsson, sýslu- maður í Vík í Mýr- dal. Sigurður er giftm- Guðrúnu Pét- ursdóttur grunn- skólakennara og eiga þau þrjá syni. -NH Sigurður Gunnars- son - lengi yngsti sýslumaður lands- ins, nú sá næstyngsti, fylgist vel með Kötlu. DV-mynd Njörður. Maður dagsins ' Hlaðvarpinn í kvöld: Gróska fundar um skatta Gróska, samtök jafnaðar- manna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna, heldur opinn umræöufund um ,áhrif og tilgang skatta í Yllaðvarpanum í kvöld kl. 20.30, undir yflrskriftinni „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er“. Á fund- inum verður rætt hvort skattlagning hefur ein- hvem annan tilgang en að afla ríkissjóði tekna. Skoð- að verður tekjujöfnunar- hlutverk skattkerfisins og hvemig skattbyrðin dreifist á hina ýmsu hópa þjóðfé- lagsins. Þá verða mismun- andi skoðanir á hlutverki og eðli skatta reifaðar. Frummælendur eru Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, Edda Rós Karlsdótt- ir, hagfræðingur ASÍ og Blessuð veröld Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Að loknum ræðum frummæl- enda verða pallborðsum- ræður með þátttöku fundar- gesta. Fundarstjóri er Ingi- björg Stefánsdóttir, tals- maður Grósku. Ókeypis er inn á fundinn og er hann öllum opinn. Myndgátan Skjaldmær Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Grannaslagur verður í Kaplakrika í kvöld. Grannaslagur í Krikanum Lið FH og Hauka í Hafnai-firði mætast í handboltaleik kvöldsins í karlaflokki. Leikir FH og Hauka hafa alltaf verið miklir baráttu- leikir og áhorfendur eiga vísa góða skemmtun í kvöld. Liðin standa jafnt að vígi í deildinni. Bæði eru með fjögur stig eftir þrjá leiki, hafa tapað einum en unnið tvo. Hart verður barist í Kaplakrikanum í kvöld. Leikur- inn hefst kl. 20.30. íþróttir Evrópuleikur í körfuknattleik Þá er einn leikur í Evrópu- keppni karla í körfuknattleik í kvöld. Sameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur, svokallað Reykja- nesslið, mætir finnska liðinu Huima. Leikurinn hefst í kvöld kl. 20.00 en talið er að Reykjaness- liöið hafi góða möguleika á að vinna Finnana á heimavelli sín- um í Keflavík. Bridge Alheimssambandið hefur barist fyrir því á undanfómum áram að bridge verði viðurkennd sem íþrótt á Ólympíuleikum. Af því túefni hafa verið haldnar sérstakar sýn- ingarkeppnir með þátttöku fáeinna útvalinna þjóða. Dagana 22.-24. des- ember síðastliðna fór fram keppni 6 sterkra bridgeþjóða í opnum flokki í borginni Lausanne í Sviss. Þjóðfrn- ar vora Brasilía, Kína, Frakkland, ítalia, Holland og Bandaríkin. Það kom fáum á óvart að ítalir skyldu ná sigri í þeirri keppni. ítalir mættu Brasilíu í 60 spila úrslitaleik og það olli ítölunum ekki vandkvæðum að ná sigri í þeim leik. Lokatölumar 140 impar gegn 85. ítalir afgreiddu leikinn strax í fyrstu 12 spila lot- unni sem fór 68-1 í impum talið! ítal- ir græddu meðal annars vel á þessu spili í lotunni. í opna salnum hafði Brasilíumaðurinn Gabriel Chagas opnað á einum tígli á hendi norð- urs, Versace kom inn á einu hjarta sem pössuð vora yfir til Chagas. Hann gaf úttektardobl og þar lauk sögnum. Versace gerði vel í að fá 5 slagi. Sagnir gengu þannig í lokuð- um sal, norður gjafari og enginn á hættu: ♦ ÁK7 «4 5 ♦ Á10854 4 KG92 4 G10862 V 74 4 76 4 Á853 4 D4 «4 ÁG963 ♦ KD2 4 D64 Norður austur suður vestur Angell. Boas Sementa Campos 1 4 1 * dobl pass 24 pass 2 v pass 34 pass 34 pass 34 pass 4» pass 4 4 pass 64 p/h Trompið lá vel í þessu spili og þegar lauftían birtist önnur, vora 12 slagir í húsi. ítalir græddu 12 impa á þessu spili. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.