Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1999, Page 37
33 "V LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 trímm 4» Fram undan... n Nóvember: 13. Stjörnuhlaup FH n Hefst kl. 13.00 við íþróttahúsið Kaplakrika, ; Hafnarfiröi. Vegalengdir, tímataka á öllum vegalengdum og ílokkaskipting bæði kyn: 10 | j ára og yngri (600 m), 11-12 ára (1 km),, 13-14 j I ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára j og eldri (5 km). Allir sem ljúka keppni fá verð- I laun. Upplýsingar Sigurður Haraldsson í síma í ; 565 1114. Desember: 04. Álafosshlaup n Hefst við Álafoss-kvosina, Mosfellsbæ. i Skráning á staðnum og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 10.30. Vegalengdir: 3 | km án tímatöku hefst kl. 13.00, 6 km hefst kl. f 12.45 og 9 km hefst kl. 12.30 með tímatöku. All- I ir sem fjúka keppni fá verðlaunapening. Út- j dráttarverðlaun. Upplýsingar Hlynur Guð- mundsson í síma 566 8463. 31. Gamlárshlaup ÍR r*) Hefst kl. 13.00 og skráning frá kl. 11.00. Vega- I lengd: 10 km með tímatöku. Flokkaskipting S | bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-44 ára, j 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar Kjartan Ámason í síma 587 2361 | og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31. Gamlárshlaup UFA n Hefst kl. 12.00 við Kompaníið (Dynheima) og i skráning frá kl. 11.00-11.45. Vegalengdir: 4 km t og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði 3 kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára (4 km), 16-39 ' ára (10 km), 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og I eldri. Upplýsingar UFA, pósthólf 385, 602 Akur- | eyri. 31. Gamlárshlaup KKK n Hefst kl. 13.00 við Akratorg, Akranesi. Vega- lengdir: 2 km, 5 km og 7 km. Upplýsingar 3 Kristinn Reimarsson i síma 431 2643. Góð þátttaka í haustmaraþoni - aðstæður eins og best verður á kosið Hið árlega haustmaraþon fór fram laugar- daginn 23. október síðastliðinn. 33 hlauparar voru skráðir til leiks í heilu maraþoni, þar af luku 28 manns hlaupinu. Til viðbótar voru 12 pör sem skráðu sig á parakeppnina og þar luku allir keppni. Ágætur tími náðist í hlaupinu, Ingólfur Gissurarson hljóp á besta tímanum, 2:56:09 klst en Jón Jóhannesson kom annar í mark rúmlega einni og hálfri mínútu síðar (2:58:43). í kvennaflokki voru það Valgerð- umar Jónsdóttir (3:39:49 klst) og Heimisdótt- ir (3:50:42) sem náðu bestnm tíma í kvenna- flokki. Keppendur í kvennaflokki í heilu mara- þoni voru 4 (af þeim 28 sem luku keppni). Sigurvegarar í parakeppninni voru Daníel Smári Guðmundsson og Helga Björnsdóttir sem hlupu á 2:49:50 saman sem er ágætur tími. Erla Gunnarsdóttir og Hrólfur Þórar- insson náðu næstbesta tímanum í para- keppninni, 3:07:33. Veður var með bestu móti, þó ekki hafi Bestu tímar Heilt maraþon: Tími Ingólfur Gissurarson 2:56:08 Jón Jóhannesson 2:58:43 Trausti Valdimarsson 3:08:47 Ingólfur Amarson 3:14:54 Þorsteinn Ingason 3:24:59 Svanur Bragason 3:32:00 verið sérlega hlýtt, enda ekki við öðru að búast á þessum árstíma. í upphafi hlaupsins mældist hitinn vera um 4°C en hækkaði töluvert er á leið. Bjart og stillt var í veðri og því varla hægt að fara fram á það betra. Sex nýir félagar bættust í Félag maraþon- hlaupara (þeirra sem hlaupið hafa heilt Parakeppni Tími Helga Björnsdóttir Daníel Smári Guðmundsson 2:49:50 Erla Gunnarsdóttir Hrólfur Þórarinsson 3:07:33 Rannveig Oddsdóttir Oddgeir Ottesen 3:08:25 Gunnur I. Einarsdóttir Gautur Þorsteinsson 3:16:58 maraþon), en sá félagsskapur fer ört stækk- andi og telur nú um 346 félaga. Nýir félagar eru Smári Haraldsson, Sigrún Gísladóttir, Marteinn Swift, Pétur Reimarson, ívar Ad- olfsson og Eyjólfur Guðmundsson. ívar náði bestum tíma þeirra á sínu fyrsta maraþoni, en hann hljóp á 3:58:49 klst. -ÍS Maraþonhlaupið í Chicago: Nýtt heimsmet í maraþoni karla Það viröast vera engin takmörk á því hve hægt er að bæta heimsmetið í heilu maraþoni. Um síðustu helgi bárust fregnir um að heimsmetið hefði verið bætt í karlaflokki í mara- þonhlaupinu um heilar 23 sekúndur og er sá árangur með ólíkindum. Bandaríkjamaðurinn Khalid Khann- ouchi hljóp þessa vegalengd á 2:05:42 klst. í Chicago-maraþoninu við góðar aðstæður. Athyglisverður árangur náðist í hlaupinu því Keníabúinn Moses Tanui kom í mark á eftir hon- um á 2:06:16 klst. sem einnig er frá- bær tími. Gamla heimsmetið var 2:06:05 og var í eigu Brasilíumannsins Ronaldo de Costa. Það mót stóð að- eins í rúmt ár, var sett í Berlínar maraþoni 1998 í september. Umsjón r Isak Orn Sigurðsson Af 10 fyrstu í hlaupinu í karla- flokki voru helmingur Keníabúar, sem sýnir hve sterka stöðu hlauparar frá þessari Afríkuþjóð hafa í þessu hlaupi. Sjö hlauparar náðu að hlaupa undir 2:10 klst í Chicago. Einn ís- lenskur hlaupari var meðal þátttak- enda, Hans Pétur Jónsson, en hann hljóp á 3:03:52 klst. sem er veruleg bæting hjá honum. Nú er aðeins að bíða eftir næstu bætingu heimsmets- ins sem eflaust er ekki langt undan. -ÍS Frábært til jólasölu. Styttur, kertahríngir, servíettur, körfur o.fl. Visa- og Euro-greiðslur. Upplýsingar f síma 566 6566 og 696 6566^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.