Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 Fréttir Harðnandi málílutningur Umhverfisvina vekur athygli: Stuðningsmönnum brugðið - ræði málið í okkar hópi, segir Ólafur F., talsmaður Umhverfisvina „Ég hef alltaf lagt áherslu á að hér sé um þverpólitískt mál að ræða. Það er ljóst að nú eru viss tímamót fram undan hjá Umhverfisvinum og því mikilvægt að við samræmum okkar máltlutning vel. Áður en ég fjalla frekar um málið vil ég ræða það i okkar hópi.“ Þetta sagði Ólafur F. Magnússon, talsmaður Umhverfisvina, aðspurður um gagnrýni á harðnandi málflutn- ing Umhverfisvina. Jakob F. Magnús- son, framkvæmdastjóra samtakanna, hefur verið gagnrýndur eftir fór sína til Noregs þar sem hann kynnti sjón- armið Umhverfísvina. Samkvæmt frásögnum norskra dagblaða hefur hann farið frjálslega með undirskrift- ir tugþúsunda íslendinga við þrýsting á Norsk Hydro. Þá þykir máltlutning- ur Umhverfisvina fara verulega harðnandi. Samkvæmt heimildum DV eru ekki allir stuðningsmenn samtakanna jafnánægðir með þessa stefnu. Vitað er að ýmsum þeirra er mjög brugðið, ekki síst eftir ummæli Jakobs um „óhreinu nærfot ríkis- stjórnarinnar." Varðandi ferð Jakobs til Noregs kvaðst Ólafur í heildina sáttur við hana. „Undirskriftir íslenskra um- hverfisvina eru í takt við þær vinnu- reglur sem gilda í Noregi og víðar. Þau vinnubrögð sem hér hafa verið Ólafur F. Magnússon, talsmaöur Umhverfisvina, afhendir Davíö Oddssyni forsætisráöherra undir- skriftalista þar sem óskaö er eftir lögformlegu umhverfismati vegna framkvæmda vegna Fljótsdalsvirkj- unar. Milli þeirra stendur Siv Friö- leifsdóttir umhverfisráðherra. höfð uppi myndu aldrei hafa verið látin viðgangast í Noregi. Við gerðum þá kröfu til Norsk Hydro og norskra yfirvalda að viðhafa sömu vinnu- brögð hér og í eigin landi, en taka ekki Fljótsdalsvirkjun eina út úr heildarpakkanum sem gerir ráð fyrir risaálveri og virkjunum með lögform- legu umhverfismati. Jakob er höfundur þess bréfs sem hann afhenti Norsk Hydro. En það er- indi sem honum var falið að fara með frá okkur til Noregs var að koma of- angreindum staðreyndum á framfæri. Ég er ekki alfarið sáttur við þann misskilning sem uppi er í fjölmiðlum hér og kemur frá Noregi. Umhverfis- vinir gera sér fullkomlega ljóst að þeir hafa umboð 45.386 íslendinga til að berjast fyrir lögformlegu umhverf- ismati, en ekki umboð til að berjast gegn álveri." -JSS Jakob Frímann um Noregsferð sína: Onákvæmni í fréttaflutningi - viljum þrýsting á umhverfismat frá Norsk Hydro „Við treystum á Norsk Hydro. Þaö er einungis að þeirra frum- kvæöi sem eitthvað mun breytast í þessu máli. Við beinum kröfu okkar til norskra stjórnvalda, sem bera ábyrgð á 44 prósentum í fyrirtæk- inu, svo og yfirstjórnar fyrirtækis- ins sem verður að meta hvort hún vill fara í alvarleg átök við umhverf- is- og náttúruverndarsinna á íslandi og í Noregi." Þetta sagði Jakob Frímann Magn- ússon, nýkominn frá Noregi, þar sem hann hefur kynnt forráða- mönnum Norsk Hydro svo og norsk- um náttúruverndarsamtökum sjón- armið íslenskra umhverfisvina. „Ráðamenn Norsk Hydro fengu að vita að 45.380 manns á íslandi heföu skrifað undir kröfuna um lög- formlegt umhverfismat á Fljótsdals- virkjun. Undirskriftimar hafi verið afhentar íslenskum stjómvöldum þann sama dag og við gengum á fund þeirra og afhentum kröfu um að þetta væri eitthvað sem Norsk Hydro ætti að sjá sóma sinn í að hrinda í framkvæmd. íslensk stjóm- völd hefðu borið fyrir sig að Norsk W r," | f *a .o. “ fl Hydro hafi beitt þrýstingi, bein- um eða óbeinum. Forráðamenn Norsk Hydro tóku þessi sjón- armið til greina og sögðust myndu ígrunda með hvaöa hætti þeir myndu svara þessari áskorun. Við báðum þá að gera það hið ailra fyrsta, helst í þessum mán- uði. Það er ekki um mikið beðið. Jakob Frímann Magnússon í Noregi meö fjallkonunni, Asdísi Maríu Franklin. DV-mynd Poul Jorgensen Þeir eru að biðja um skuldbindingu upp á 480.000 tonna álver við Reyð- arfjörð. Sú skuldbinding fæst ekki nema lögformlegt umhverfismat hafi farið fram á þeim virkjunar- kostum öðrum sem þarf til að full- nægja þeirri þörf. Við viljum að um leið og þeir beita íslensk stjórnvöld þrýstingi um skuldbindingu á 480.000 tonna álveri þrýsti þeir á um lögformlegt umhverfismat á Fljóts- dalsvirkjun." Aðspurður um hvort ekki væri nokkuð frjálslega farið með undir- skriftir tugþúsunda fólks um um- hverfismat á Fljótsdalsvirkjun, með því aö nota þær til að pressa á Norsk Hydro, sagði Jakob: „Það hef- ur gætt ákveðinnar ónákvæmni í fréttaflutningi norskra fjölmiðla af þessu. Það hefur verið vísað til und- irskriftasöfnunar Umhverfisvina á íslandi í málflutningi okkar þar, en okkur fannst ekki við hæfi að af- henda undirskriftimar sem slíkar. Við höfum einungis látiö vita af þeim. Við áttum þann eina kost aö fara þessa leiö því við íslensk stjómvöld þýðir ekki að ræða.“-JSS Tekjur Reykvíkinga: 101 er hverfi hinna tekjuminni - tekjur karla 69% hærri en tekjur kvenna Tekjur þeirra sem búa í hverfi 101 í Reykjavík vom árið 1998 tæp- lega 14% lægri en meðaltekjur íbúa í hverfinu sem ber póstnúm- erið 103. í 101, sem er tekjulægsta hverfi borgarinnar, voru meðal- tekjur 1495 þúsund krónur en í 103, sem er tekjuhæsta hverfið, voru meðaltekjur hins vegar 1732 þús- und krónur. Þetta kemur fram í nýútkominni Árbók Reykjavíkur. í þessum töl- um eru aÚir sem vom tekjulausir undanskildir og vom meðaltekjur þeirra 81.374 Reykvíkinga, sem reiknaðir em með, 1623 þúsund krónur árið 1998. Reykvískir karlar vom miklu tekjuhærri en konur í höfuðborg- Annaö = póstnúmer: 116, ■mReyj«ayfl< 1.800 1.000 1.400 1.200 1.000 800 800 400 200 þú.. kr 101 103 inni og höfðu að meðaltali 2053 þúsund krónur í tekjur árið 1998 en konur aðeins 1212 þúsund krón- ur. Tekjur karla voru þannig ríf- lega 69% hærri en tekjur kvenna. Tekjuhæstu konumar voru í hverfi 105 en þær höfðu að meðal- tali 1250 þúsund krónur í árstekjur en tekjulægstu konumar, með 1080 þúsund krónur, voru þær sem til- heyra póstnúmeri 116 og 150 eða em óstaðsettar. Tekjuhæstu' karl- arnir hins vegar voru þeir sem búa í hverfi 103, með 2325 þúsund króna tekjur árið 1998 en teKju- lægstur vom karlar í hverfi 101 með 1788 þúsunda króna árstekjur. -GAR sandkorn Viðkvæmar sálir Sú saga virðist lífseig að fjöldi kvikmyndahúsagesta hafi gengið út af Myrkrahöföingjanum, mynd Hrafns Gunnlaugssonar, á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Myndin hafi verið flopp. t frétt frá Kristínu Jóhannsdóttur á RÚV sagði eitthvað á þá leið að nokkrir kvikmyndahúsa- gestir heföu fengið nóg og yfirgefið sýningarsalinn eft- ir því sem leið á myndina og hrottafengnum senum fjölgaði. Þeir sem þekkja til kvikmyndahátíða segja sífelit ráp á gestum, enda mik- ið um fulltrúa kaupenda sem reyni að sjá eins margar myndir og þeir geti og láti sér oft nægja að þefa að- eins af réttunum. Þeir sem vom á staðnum segja reyndar eftirtektar- vert hversu vel frumsýningin var sótt og sérstaklega næstu sýningar. Aðeins viðkvæmar sálir í Berlín heföu séð ástæðu til að gera hrotta- skap að sérstöku umtalsefiii... Ruglingur Þó nokkur tími og fyrirhöfii hef- ur farið í að benda norskum fjöl- miðlum á að ekki sé rétt að herferð „Umhverfisvina" beinist gegn fyrir- huguðuðu álveri á Reyðarfírði held- ur framkvæmdum vegna Fljótsdals- virkjunar sem sjá á álverinu fyrir raf- magni. Þetta með ál- verið er haft eftir Jakobi Frímanni Magnússyni í Noregi á mánu- dag. Og í gær sagði hann að fyrir lægju óskir um 480 þúsund tonna ál- ver og tii þess þurfi umhverfismat. Staðreyndin er að 480 þúsund tonna álver er í umhverfismati hjá skipu- lagsstjóra og alltaf legið fyrir að ál- verksmiðja þurfi að fara í gegnum slikt mat. Þykir Jakob fara heldur frjálslega með upplýsingar um und- irskriftaherferð Umhverfisvina og spyrja menn hvort hann hafi unnið heimavinnuna sína eða hvort hann tali svona vonda norsku... Hver borgar? En hvað varöar sjálfa undir- skriftasöfnunina var því lýst yfir að safna ætti 60-70 þúsund nöfnum. Reyndin varð um 45.000 nöfh og hef- m- Ólafur F. Magn- ússon gert töluvert úr því að undir- skriftalistum hafi verið stolið. Lýst var yfir að kostnað- ur við undir- skriftasöfiumina yrði um 6 milljón- ir króna. Menn sem þekkja til aug- lýsingamarkaðarins segja þá upp- hæð duga skammt til að borga aug- lýsingar Umhverfisvina í íjölmiðl- um. Hvað þá skrifstofúhald og fram- kvæmdastjóralaun Jakobs Fri- manns Magnússonar. Þvi spyija margir hvaðan peningamir komi. Hver borgi brúsann... Ritari afa Alkunna er að Jakob Frímann Magnússon umhverfisvinur og Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráð- herra eru á öndverð- um meiði varðandi marga hluti, sér- staklega stóriðju- framkvæmdir á Austurlandi. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem leiðir þeirra liggja saman ef svo má að orði komast. Kunnugir rifjuðu upp að Valgerður var í eina tið einkaritari Jakobs Frímannssonar, afa Jakobs, kaup- félagsstjóra á Akureyri, og þar hafi þau líklega fyrst átt samskipti, rit- arinn og afastrákurinn... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.