Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 23 Sport Bikarurslit kvenna 2000: Grótta/KR-Valur Dómarar og aðrir handhafar fríkorta frá HSÍ þurfa að sækja miða sína á bikarúrslitaleikinn i SS-bikar kvenna í íþróttahús Vals að Hlíðarenda í dag milli klukkan 15 og 17. Þetta gildir fyrir bæði félögin. Bikarúrslitaleikur Gróttu/KR og Vals fer fram í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 13.30 en dómarar í leiknum verða þeir Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson. Þetta er 25. bikarúrslitaleikur kvenfólksins en fyrsta leikinn léku lið Fram og Ármanns 13. apríl 1976 sem fór alla leið í vítakeppni þar sem Ármann vann á endanum, 17-15. Bikarúrslitaleikur kvenna hefur verið mjög jafn og spennandi á síð- ustu árum. Af undanfomum sjö bik- arúrslitaleikjum hafa þrir veriö framlengdir og hinir fjórir hafa end- að með þriggja marka mun eða minna. Framkonur eiga stærsta sigurinn i bikarúrslitaleik er þær unnu ÍR með 10 marka mun 1982, 19-9, en flest mörk í einum bikarúrslitaleik gerðu Stjömukonur gegn Víkingi 1998. Sameinað lið Gróttu/KR er að leika til úrslita um bikarinn í fyrsta sinn en KR hefur leikið tvo úrslita- leiki, sigurleik gegn Ármanni 1977 og tapleik gegn Fram 1979. Margir leikmenn Gróttu/KR fengu bikarmeistaraeldskírnina i fyrra- vor, þegar þær urðu bikarmeistarar 2. flokks kvenna sem jafnframt var fyrsti titill sameinaðs liðs Gróttu/KR. Þrir leikmenn liðsins hafa orðið bikarmeistarar, Ása Ásgrimsdóttir varð bikarmeistari með KR 1977, Fanney Rúnarsdóttir markvörður vann með Stjörnunni 1996 og Jóna Björg Pálmadóttir með Fram 1998. Þá var Eva Þórðardóttir meö Val í bikarúrslitaleiknum 1997. Valskonur eru að mæta í Höllina i sjötta sinn en Valur hefur unnið tvisvar og tapað þrisvar sinnum í þessum fimm leikjum, síðast léku þær bikarúrslitaleik gegn Haukum 1997 og töpuöu, 13-16. Þegar Valur lék til úrslita síðast fyrir þremur ámm léku fimm leik- menn liðsins í dag með. Þetta era þær Gerður Beta Jóhannesdóttir, Sigurlaug Rúnarsdóttir, Sonja Jónsdóttir, Eivor Pála Blöndal og Hafrún Kristjánsdóttir. Tvær af þeim Gerður og Eivor vora síðan bikarmeistarar með Val 1993. Systurnar Brynja og Anna Stein- sen léku aftur á móti áður með KR og Eva Þórðardóttir hjá Gróttu/KR var áður með Val. Grótta/KR hefur unniö þrjá síð- ustu deildarleiki liðanna eftir að Valskonur unnu þrjá af þeim fjóram fyrstu en liðin hafa alls leikið sjö deildarleiki frá því að sameiginlegt lið Gróttu/KR mætti fyrst til leiks haustið 1997. Lióin mœtast nú í fyrsta sinn í bik- arnum en Valur sló út Gróttu/KR 2-1 i átta liða úrslitum úrslitakeppn- innar 1998. Þau liö sem hafa slegið út Stjöm- una í undanúrslitum hafa unnið tvo af þremur bikarúrslitaleikjum (Val- ur í ár) en Stjaman hefur unnið 9 af 12 undanúrslitaleikjum sínum í bik- arkeppni kvenna. Framkonur hafa bœði oftast leikið til úrslita um bikarinn í kvenna- flokki (14) og unnið hann oftast en Fram varð bikarmeistari í 12. sinn fyrir ári síðan. Með Fram í sigurleiknum gegn Haukum i fyrra var Guðriður Guð- jónsdóttir sem varð bikarmeistari i 12. sinn auk þess að bæta tveimur mörkum við markamet sitt en eng- um leikmanni, hvorki í karla né kvennaflokki, hefur tekist að skora fleiri mörk í bikarúrslitaleikjum heldur en Guöríði sem hefur gert 68 mörk í 12 leikjum (5,7 að meðaltali). Fyrir þennan leik í ár hafði Guöríð- ur leikið bæði fyrsta (1976) og síð- asta bikarúrslitaleikinn (1999). Gústaf Björnsson, þjálfari Fram- liðsins, setti met i fyrra er hann stjórnaði Framliðinu til sigurs en hann er eini þjálfarinn sem hefur orðið bikarmeistari fimm sinnum með kvennalið og bætti hann einmitt í fyrra met sitt og Guðjóns Jónssonar sem stýrði fjórum sinn- um bikarmeisturam. -ÓÓJ Bland í noka KR vann Grindavík 34-96 i 1. deild kvenna i körfu í gærkvöld. Gréta M. Grétarsdóttir skoraði 19 stig fyr- ir KR, Hanna Kjartansdóttir 15 og Linda Stefánsdóttir 13. Sólveig Gunnlaugsdóttir skoraði 9 stig fyrir Grindavik og Þuríður Gísladóttir 8. íslenska körfuboltalandsliðið mun leika æfingaleik gegn úr- valsliði erlendra leikmanna í Þor- lákshöfn á morgun klukkan 16. ÍS vann Stafholtstungur, 77-60, í 1. deild karla í körfu í gærkvöld. -SK Veney rekinn frá UMFN: „Gekk bara ekki“ Stjóm Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ákveðið að losa sig við Bandaríkjamanninn Keith Veney en hann hefur leik- ið með Suðumesjaliðinu síðasta eina og hálfa mánuðinn. Hann er fjórði erlendi leikmaðurinn sem fer frá Njarðvíkingum á yf- irstandandi tímabili, þrír vom látnir fara en einn hætti sjálfur. Veney lék 7 leiki með Njarðvík- ingum og skoraði að meðaltali 10,6 stig í leik. „Þetta gekk bara ekki og það tókst ekki að koma honum inn í okkar leikstíl á þessum tíma. Það er alveg óvíst hvort við fáum enn einn útlendinginn til okkar og segja má að við séum alveg á byrjunarreit hvað þetta mál varðar. Það er dýrt að standa í svona aögerðum og við erum auðvitað hundsvekktir hvemig þetta hefur farið hjá okkur,“ sagði Gunnar Þorvarð- arson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Njarðvíkur, við DV í gærkvöld. -GH Larine tekur viö Haukum „Við höfum ákveðið að Rússinn Gueorgui Larine muni taka við stelpunum og höfum ráðið ís- lenskan þjálfara sem verður með honum en það er Ragnar Her- mannsson," sagöi Þorgeir Har- aldsson, formaður handknattleiks- deildar Hauka, í samtali við DV í gær en stjóm Hauka ákvað í vik- unni að segja þjálfurunum Judit Rán Esztergal og Svövu Ýr Bald- vinsdóttur upp störfum vegna slaks gengis liðsins að undan- fómu. Larine er yfirþjálfari yngri flokka Hauka en hann er þraut- reyndur þjálfari sem á glæsilegan feril að baki i heimalandi sínu en hann stýrði meðal annars rúss- neska landsliðinu til heimsmeist- ara. Larine hefur stjómað tveim- ur æfingum hjá Haukaliðinu en fyrsti leikur liðsins undir hans stjóm og Ragnars verður gegn Víkingi annan laugardag. -GH Friðrik Ingi Rúnarsson velur 15 manna hóp fyrir tvo leiki í EM: Stjarnan í fyrsta stóra leikinn í langan tíma: Ellefu ára bið Sport Vala Flosadóttir náði frábærum árangri á móti í Svíþjóð í gærkvöld og er vonandi að komast í sitt allra besta form. Fróðlegt verður að fylgjast með Völu í framtíðinni. Vala stökk 4,37 metra í Globen Vala Flosadóttir náði sinum besta árangri í stangarstökki á árinu þegar hún stökk 4,37 metra á stóru móti sem fram fór í Globenhöllinni glæsilegu í Stokkhólmi í gærkvöld. Vala varð í öðru sæti á mótinu, sem er eitt af fjór- um stærstu innanhússmótunum, en sigurvegari varð Anzhela Balankonova frá Úkrainu sem stökk jafnhátt og Vala en notaði færri tilraunir. Balankonova er Evrópumeistari i greininni en hún hefur stokkið best 4,47 metra innanhúss og hefur verið mjög sigursæl að undanfómu. Árang- ur Völu er mjög glæsilegur og lofar svo sannarlega góðu fyrir Evrópumót- ið sem fram fer í Gent í Belgíu um næstu helgi en þar verður hún í baráttu um verðlaunasæti sem og Jón Arnar Magnússon. Vala hefur stokkið yfir 4,30 metra á þremur mótum og er greini- lega í mjög góðu formi en hún varð Evrópumeistari innanhúss árið 1996 og varð í þriðja sæti tveimur árum síðar. Hún keppir ekki meira fyrir Evrópumótið og heldur í dag til Malmö þar sem hún verður við æfingar ásamt Guðrúnu Amardóttur. -GH styrkja liðið Friðrik Ingi Rúnarsson, landsliðsþjáifari í körfubolta, tilkynnti í gær 15 manna landsliðs- hóp sinn sem mun taka þátt í tveimur lands- leikjum í milliriðli Evrópukeppninnar sem fara fram í næstu viku. ísland mætir þá Makedóníu ytra miðvikudaginn 23. febrúar og svo Portúgal í Höllinni laugardaginn 26. febr- úar. Friðrik kallar aftur á þrjá leikmenn sem voru ekki með í þremur tapleikjum í nóvem- ber og desember, Helga Jónas Guðfinnsson, sem var meiddur, Teit örlygsson sem gefur kost á sér á nýju og loks Birgi Örn Birgisson sem hefur spiiað í Þýskalandi í vetur. Allt eru þetta sterkir leikmenn og miklir karakterar og styrkja þeir liðið mjög mikið. Auk þeirra eru þrír nýliðar í hópnum, þeir Ægir Jónsson úr ÍA, Svavar Birgisson úr Tindastóli og Hlynur. Bæringsson úr Skallagrími en Friðrik Ingi segist ieggja áherslu á að kynna fyrir okkar efnfiegustu stóru mönnum aðeins heim landsliðsins því þar sé ljóst að þörfin sé mest á fleiri mönnum í íslenska landsliðið. Athygli vekur að í hópnum eru aðeins fjór- ir titlaðir bakverðir og 12 af 15 leikmönnum eru yfir 1,90 sm. Mótherjamir nú eru Makedónía, sem er eitt af bestu liðum Evrópu og lék meðal annars í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi í sumar, og Portúgal en gegn þeim á liðið mestan möguleika að ná sínum fyrsta sigri sem yrði stórt skref fyrir íslenskan körfubolta. ísland hefur ekki leikið gegn Makedóníu áður en vann Portúgali síðast árið 1982 en síðan hafa Portúgalir unnið okkur fimm sinum. Friðrik er enn að móta liðið og nýtt leikskipulag og það er ljóst að íslenska liðið þarf að eiga mjög góðan leik gegn Portúgal ef fyrsti sigurinn á að nást í hús. mikið Landsliðshópurinn er þannig skipaður. (Aldur, hæð og landsleikj afj öldi er innan sviga): Miðherjar: Guðmundur Bragason, Hauk- um (33,200 sm, 160), Friðrik Stefánsson, Njarð- vík (23, 203 sm, 32), Fannar Ólafsson, Keflavík (21, 202 sm, 12). Framherjar: Teitur, Njarðvík (33, 190 sm, 116), Hermann Hauksson, Njarðvik (28, 200 sm, 64), Birgir , Stuttgart (30,198 sm, 21), Páll Axel Vilbergsson, Fleron (22,198 sm, 19), Ólaf- ur Jón Ormsson, KR (23, 190 sm, 1), Svavar Birgisson, Tindastól (19, 196 sm, 0), Ægir H. Jónsson, ÍA (21, 200 sm, 0), Hlynur Bærings- son, Skallagrími (18,197 sm, 0) Bakverðir: Falur Harðarson, Honka (31, 185 sm, 102), Herbert Amarson, Donar (29,193 sm, 86), Hjörtur Harðarson, Keflavík (28, 185 sm, 48), Helgi Jónas, Antwerpen (23, 185 sm, 46). -ÓÓJ Helgi Jónas Guðfinnsson er búinn að ná sér af meiðslunum og verður með í tveimur landsleikjum á EM. Ágústa Edda Björnsdóttir, fyrirliði Gróttu/KR, og Brynja Steinsen, fyrirliði Vals, halda hér saman á bikarnum sem keppt verður um í Laugardalshöll á morgun. Flestir eiga von á hörkuleik og því erfitt að spá um hvor fyrirliðinn hampar bikarnum í leikslok. DV-mynd Pjetur Stjörnumenn fá langþráð tækifæri í Laugardalshöllinni á morgun til að spila loksins bikarúrslitaleik eftir ell- efu ára bið þrát fyrir að hafa verið í fremstu röð á þessum tíma og sex sinnum á topp 3 i deildinni þrátt fyr- ir að hafa aldrei komist áfram í úr- slitakeppni. Stjömumenn voru afar áberandi í bikarkeppni karla á árunum 1984 til 1989 þegar liðið komst fjórum sinnum í bikarúrsltin og fagnaði tvisvar sinn- um sigri, 1987 og 1989. Þjálfari Stjörunnar nú, Eimar Ein- arsson var einmitt með í báðum þess- um bikarsigrum og öðrum af tapleikj- unum en leikur með liðinu. Það hefur verið ólíkt á með karla og kvennaliðum Stjörunnar frá því að fé- lagið vann tvöfal í apríl 1989 því síöan hafa karlarnir leikið engan úrslitaleik um titil en Sytjömukonur sem duttu- út úr undanúrslitunum í ár hafa frá 1989 leikið fimtán úrslitaleiki, þar af sjö í bikarkeppninni og fagnað alls sex titlum. -ÓÓJ mjög sannfærandi í vetur en lið- ið sýndi toppleik gegn Stjörn- unni í undanúrslitunum og eftir það fékk maður þá trú á að þær gætu sýnt klæmar í úrslita- leiknum. Meiri stöðugleiki hjá Gróttu/KR Lið Gróttu/KR hefur sýnt meiri stöðugleika í vetur og verið með betra lið en það virðist vera ein- hver uppsveifla hjá Val og það gerir leikinn mjög spennandi. Svo kemur það líka til að Valur hefur leikið til úrslita áður en ekki Grótta/KR og það gæti hjálp- að Valsliðinu. Ef ég á að tippa á tölur þá hallast ég að því að Grótta/KR vinni þetta í æsispenn- andi leik, 24-23, en leikurinn gæti vel farið í framlengingu," sagði Harpa Melsted, fyrirliði Hauka. -GH Úrslitaleikur Gróttu/KR og Vals á morgun: Spenna - Stefán Arnarson, þjálfari Víkings, og Harpa Melsted í Það reikna flestir með tvísýn- um leik þegar Valur og Grótta/KR leiöa saman hesta sína í bikarúrslitaleik kvenna í Laugardalshöflinni á morgun. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að úrslitin réðust í fram- lengingu en í síðustu sjö úrslita- leikjum hefur þrívegis þurft að grípa til framlengingar. DV leitaði til Stefáns Amar- sonar, þjálfara kvennaliðs Vík- ings, og Hörpu Melsted, fyrirliða Hauka, og bað þau um að spá fyrir um úrslitaleikinn. Vörn og markvarsla „Ég sé fyrir mér mjög jafna viðureign og þetta verður leikur sem snýst fyrst og fremst um markvörslu og vörn. Þar sem Valur hefur misst Helgu Orms- dóttur í meiðsli mun Grótta/KR spila sína 6:0 vörn. Styrkur Gróttu/KR liðsins felst fyrst og fremst í Fanneyju markverði og svo hefur liðið mjög gott seinna tempó. En þar sem Grótta/KR er að fara í sinn fyrsta úrslitaleik hallast ég frekar að sigri Vals enda hlýtur að vera meiri taugatitringur í herbúðum Gróttu/KR. Valur hefur verið í undanúrslitum í deildinni sið- ustu tvö árin og leikið til úrslita í bikarkeppninni og auðvitað hjálpar þaö til. Meira hungur í þjálfara Vals? Það er hins vegar lykilatriði fyrir Valskonur ef þær ætla að sigra að koma með mörk utan af vefli. Valur hefur veriö að spila 3:2:1 vörn sem hefur verið aðal- styrkur liðsins og ef það nær mörkum úr hraðaupphlaupum auk þess að skora fyrir utan, þar sem Gerður Beta verður að taka af skarið, þá held ég að Valur hafi þetta. Liðin hafa bæði mjög góða þjálfara. Grótta/KR er með reyndan þjálfara sem þekkir svona slagi en Valur er meö góð- an ungan þjálfara og það er spuming hvort hann er ekki hungraðari í bikarinn,“ sagði Stefán Amarson, þjálfari Vík- ings. Spurning um lykilmenn „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur og ég held að þetta sé spuming um hvort lykilmenn í báðum liðum verði í stuði. Alla Gorkorian er lykil- maður í liði Gróttu/KR ásamt Ágústu Eddu og Fanneyju markverði. Mér hefur samt fundist leikur Gróttu/KR standa svolítiö og falla með ÖUu. Hjá Val hefur þetta verið jafnara en Brynja Steinsen er sá leikmaður í liði Vals sem þetta snýst mikið snúast. Valur hefur ekki verið - eftir fimm bikarúrslitaleiki á sex árum þar á undan Vandræðagemlingur - Collymore fékk 5 millj. 1 sekt Vandræðagemlingurinn Stan Collymore var í gær sektaður af Martin O'Neill, knattspyrnustjóra Leicester, um tveggja vikna laun hjá félaginu eða nálægt 5 milljónum króna. Collymore komst í fréttimar utan vallar enn einu sinni í fyrrakvöld en á æfingaferðalagi Leicester á La Manga á Spáni stóð hann fyrir miður skemmtilegum uppákomum á hóteli sem félagið dvaldi á. Collymore og fleiri leikmenn Leicester skemmtu sér á hótelbarnum langt fram eftir nóttu og kornið sem fyllti mælinn var þegar Collymore tók slökkvitæki traustataki og úðaöi úr því í allar áttir. Martin O’Neill, sem ákváð að yfirgefa La Manga meö leikmenn sína þegar í stað og halda heim til Englands, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem skýrt var frá sekt Collymores auk þess sagt var frá því að leikmenn Leicester munu þurfa að standa straum að kostnaði fararinnar til Spánar og greiða skaðabætur til hótelsins. Ekki eru nema 8 dagar liðnir síðan Leicester boðaði til blaöamannafundar og kynnti að Collymore væri kominn til félagsins og væri orðinn nýr og betri maður en á síðustu árum hafa allar sögur af honum verið tíundaðar utan vallar og þá miður skemmtilegar. -GH Stjaman hefm- ekki komist í bikarúrslitaleik karla síðustu 11 árin og hafa Garðbæingar, þrátt fyrir að vera jafnan með mjög sterkt lið, aðeins einu sinni komist í undanúrslit bikar- keppninnar fyrir veturinn í vetur. Hér að neðan má sjá bikar- sögu Stjömunnar frá því að bikarnum var lyft þar síöast 1989. 1999 .......... 32 liða úrslit (Fram) 1998 ......... 16 liða úrslit (Haukar) 1997 .......... 8 liða úrslit (Haukar) 1996 .... 32 liða úrslit (Afturelding) 1995 ...........8 liða úrslit (Valur) 1994 ....... 32 Iiða úrslit (Víkingur) 1993 .......... 32 liða úrslit (Selfoss) 1992 ............ 16 liða úrslit (ÍBV) 1991 ............. 32 liða úrslit (KA) 1990........... Undanúrslit (Valur) 1989 . . . Bikarmeistarar (unnu FH) oijumumenn lognuou iveimur oiKarmeisiarauuum lao/ og 1989, en hafa síðan mátt bíða í ðllefu ár eftir að komast í bikarúrstdn. Valsmenn hittast að Hlíðarenda Valsmenn koma saman að Hlíöar- enda fyrir leik Vals og Gróttu/KR í úr- slitum bikarsins í handbolta kl. 10.30. Krökkum verður boðið upp á pitsur og gos en fullorðnir fá kaffl og kraöirí. Ágúst þjálfari fer yfir leikinn og til- kynnir liðið. Kl. 13 er boðið upp á ókeypis rútuferð í Laugardalshöllina. -SK Þór Ak. (41) (86) 102 - Hamar(40) (86) 97 8-2,13-13, 24-22, 31-36, 37-36, (41-40), 44-45, 57-45, 63-49, 65-52, 68-58, 72-60, 75-65, 83-79, 85-85, 85-86, (86-86) 86-90, 90-91, 95-92, 96-95, 98-97, 102-97. Fráköst: Þór 32, Hamar 30. 3ja stiga: Þór 6/15, Hamar 8/14. Brandon Titus 37 Skarphéðinn Ingason 15 Pétur Ingvarsson 14 Ómar Sigmarsson 12 Hjalti Páls 6 Kristinn Karlsson 4 Óli Barðdal 4 Ólafúr Guðmundsson 3 Kjartan Kárason 2 Maurice Spillers 33 Hafsteinn Lúðvíksson 17 Magnús Helgason 17 Siguröur Sigurðsson 9 Óðinn Ásgeirsson 9 Einar Ö. Aðalsteinsson 9 Davið Jens Guðlaugsson 4 Einar Hólm Daviðsson 2 Konráð Óskarsson 2 Dómarar (1-10): Einar Einarsson og Rúnar B. Gislason, 6. Gœöi leiks (1-10): 9. Víti: Þór 24/31, Hamar 14/26. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Maurice Spillers, Þór Ak. Sigur Þorsara i horkuleik Leikur Þórs og Hamars í gærkvöld var æsispennandi, mjög jafn en Þórsarar náðu þó mest 14 stiga forskoti. Þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum var staöan 82-71 fyrir Þór. Hamarsmenn sýndu mikinn karakter og náðu að komast yfir, 85-86, þegar örfáar sekúndur voru eftir. Maurice Spillers fékk þá 2 viti, misnotaði annað en jafiiaöi siðan leikinn. Brandon Titus var hársbreidd frá að tryggja Hamarsmönnum sigurinn en skot hans ffá miðju hitti hringúm en fór ekki ofan í og leikurinn var því framlengdur. Þórsarar voru komnir í mikil villuvandræöi þegar framlengingin hófst. Mennimir tíndust svo hver af öðrum út af viö fimmtu vill- una eða alls fimm Þórsarar. Hamarsmenn byrjuðu ffamlenginguna með því að ná fjögurra stiga for- skoti. En liðsmenn Þórs sýndu mikinn karakter og náðu að knýja fram sigur meö góðum leik. Besti maður Hamars í leiknum var Brandon Titus en hann skoraði 20 stig í seinni hálfleik og alls 37 stig í leiknum. Maurice Spillers hjá Þór stóð sig mjög vel. Menn vora mismunandi ánægðir með dóm- arana en þeim sást yfir nokkur atriöi í leiknmn sem báðir aðilar töpuðu á. „Ég er mjög ánægður með leikinn enda var þetta leikur sem skipti okkur mjög miklu máli. Viö vorum komnir með unn- inn leik í hendumar en reynsluleysi olli því að við misstum forskotiö niður. Ég er samt mjög stolt- ur af strákunum og að þeim skuli hafi tekist þetta," sagði Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. -jj Einn leikmanna Þórs skorar fyrir liðiö sem nú hefur unnið tvo leiki í röö í deildinni. Teitur, Helgi og Birgir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.