Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 Spurningin Lesendur Gefuröu smáfuglunum? Ama Björg Ágústsdóttir nemi: Nei, það er engin aöstaða til þess þar sem ég bý. Ófeigur Ragnarsson nemi: Já, stundum, oft á vetuma. Sigrún Þorsteinsdóttir, starfsmað- ur á Dvalarheimili: Já, það geri ég. Helgi Týr Tumason, 8 ára: Já, ég gef þeim að borða. Katla Þorgeirsdóttir leikari: Já, stundum fer ég út með stráknum min- um, hann hefur mikinn áhuga á þessu. Laufey Brá leikari: Ég get það ekki því ég á kött og ef ég gef fuglunum þá er ég í raun að gefa kettinum. Hrööun framkvæmda við Reykjanesbraut - tengist flutningi innanlandsflugsins Samtök um betri byggð hafa lagt fram tillögu um nýja byggð í Vatnsmýrinni. Allt tengist þetta þó fullgeröri Reykjanesbraut meö fjórum akreinum - og allt norður fyr- ir Reykjavík að mati margra. Tillaga Samtaka um betri byggð aö miöborgarbyggö í Vatnsmýrinni (horft til aust-suöausturs). Stefán Árnason skrifar: Með boðun fundar Mark- aðs- og atvinnumálanefndar Reykjanesbæjar meö þing- mönnum og sveitarstjórnar- mönnum og fleiri hagsmun- aðilum Reykjaneskjördæmis sl. fóstudags var brotið blað í því máli sem efst er á blaði í samgöngumálum þéttbýl- iskjarnans hér suðvestan- lands. Nefnilega tvöfoldun Reykjanesbrautar með tengd- um framkvæmdum og breyt- ingum á stórum hiuta sam- göngukerfls landsmanna. Sú framkvæmd að tvöfalda Reykjanesbrautina tengist óhjákvæmilega þeirri ákvörð- un að flyfja allt flug frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar. Og ákvörðunin ein sér er varla verjandi ef sleppa ætti að færa miðstöð innanlandsflugs og utanlandsflugs á einn og sama staðinn og finna miðstöð sam- gangna t.d. með langferðabílum heppilegan stað á Reykjavíkursvæð- inu (sem gæti þess vegna rétt eins verið í Kópavogi og í Reykjavík). Vonir standa nú til þess að vinna við hönnun Reykjanesbrautar hefjist á næsta ári og jafnvel fyrr. Ástandið er alvarlegt, bæði er tekur tO þessa fjölfama vegar og Reykjavík- urflugvallar. En nú opnast möguleiki fyrir borgaryflrvöld að snúa frá fyrri ákvörðun um að vöilurinn verði áfram nýttur til ársins 2016, a.m.k. og taka til við framkvæmdir við miðborg- ina með undirbúningi byggingalóða fyrir ibúðahús og stofnanir á þessu dýra og eftirsótta svæði. Borgin hefur ekki efni á löngum biðtima í því efni. Það er því mikið í húfi fyrir íbú- ana á þéttbýlissvæöinu hér syðra, svo og fyrir alla landsmenn, að ganga hratt til verks og koma samgöngu- kerflnu til og frá höfuðborgarsvæð- inu í viðunandi horf. Reykjanes- braut sem næði allt norður fyrir Reykjavík væri skynsamlegasti kost- urinn þegar farið er í framkvæmdir á annað borð. -1 væntanlegum fram- kvæmdum við endumýjaðan Reykja- víkurflugvöll fara fjárhæðir sem skipta milljörðum og það er ábyrgð- arhluti ráðamanna að beina þeim fjárhæöum ekki þangað sem þær nýt- ast best. Vinnuhópur Samtaka um betri byggð hefur rutt brautina að því er varðar tillögu um byggingu Vatns- mýrarsvæðisins (þótt mörgum þyki ekki vænlegt að leggja til ekki færri en 8 hugsanlegar staðsetningar fyrir flugvöll, svo sem t.d. i Engey, Akur- ey, Skerjafirði eða út af Álfsnesi). - Og nú bíða tugþúsundir Reykvíkinga og Suðumesjabúa eftir hröðum en skipulögðum vinnubrögðum og ákvörðun stjórnvalda og borgar- stjórnar. Málvöndun í fjölmiðlum Reynir Sigurðsson skrifar: Eins og fram kom í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum hefur einn pistlahöfundur sagt að hann vildi ekki fá í þátt sinn útlendan mann vegna þess að hlustendur vildu ekki heyra í fólki sem talaði íslensku bjagað. Ekki veit ég hvort einhver könnun hefur verið gerö til að rétt- læta þessa skoðun, en vafalítið er eitthvað til í henni. Á Stöð 2 er mjög góð og „áhorfs- væn“ þula, sem mér þótti gaman að berja augum, og á að hlýða í fyrstu. En fljótlega fór gamanið af vegna sérstaks framburðar hjá henni. Skipti ég þá gjaman yfir á aðra stöð þegar þessi ágæta þula birtist. Fyrst í stað gekk allt vel hjá þul- unni sem les fréttir á móti henni. En því miður fór þar í sama farið, hvað framburðinn varðar, þótt ekki væri hann eins áberandi. Og enn skipti ég yflr á Sjónvarpið, þótt fréttatími stöðvarinnar væri mér óhagstæðari. Það sem fer í mínar fínustu er, hvernig hægt er að draga síðasta staf í orði og gera úr honum ein- hvers konar kokhljóð, sem mér flnnst mikið lýti í framburði. Dæmi: ísland i daggg. Mér finnst forráðamenn fyrirtæk- isins ættu að sjá til þess að fólk sem starfar hjá því og flytur okkur talað mál fái tilsögn i framburði þar sem þess er þörf, og til þess að annars ágætt og frambærilegt fólk haldi vinsældum sínum. Þjóðminjasafnið þraukar enn - en þrautirnar ekki á enda Á fundi starfsmannafélags Þjó&minjasafns sem mæltist til a& þjó&minjavör&ur sæti ekki fundinn. - Þjóöminjavörður mætti samt en lygndi aftur augunum. Magnús Sigurðsson skrifar: Mér datt ekki annað í hug en að Þjóðminjasafnið hefði dáið drottni sínum fyrir þó nokkru, svo lítið hef- ur heyrst um starfsemi þess eftir að það lenti í hrakningum úr hinu fal- lega húsi á homi Hringbrautar og Suðurgötu. Mér er líka nokk sama hvort safnið með sinni Valþjófsstað- arhurö og öðrum sprekum er eöa fer. Deila vegna meintrar fjármála- óstjómar er ein þeirra sem engu máli skipta fyrir þjóðfélagið og al- menning. Allt verður borgað af okk- ur hvemig sem allt fer, hvort eð er. Þjóðminjaráö er sagt hafa vitað hvert stefndi í fjármálum safnsins, nefnilega beint niður, og þjóðminja- vörður, sem hefur átt sérstöku dá- læti að fagna hjá tveimur fyrrver- andi forsetum lýðveldisins, hefði átt að vita manna best, hvemig fer þeg- ar fjármálin umturnast. Hvernig sem allt velkist er skipstjórinn ávallt ábyrgur á sínu skipi. - Líka á Þjóðminjaskútunni. Og nú funda hin og þessi ráð og nefndir, svo og starfsmannafélag safnsins sem mæltist til að þjóð- minjavörður sæti ekki fundinn. Þjóðminjavörður mætti samt en lygndi aftur augunum að því mér sýndist á fréttamynd frá fundinum. Gæti þýtt að hlustunin ein gildi ekki eftir á. - Þjóðminjasafnið mun þó þrauka og fá sinn skerf frá skatt- greiðendum og með sama eöa nýj- um fjármálastjóra. En þrautimar eru langt í frá á enda, það er ein- faldlega í eðli þarflausra stofnana. íslenskan hindrar búferlaflutning íslandsvinur sendi þessar línur: Ég les oftast svonefndar kjall- aragreinar DV sem stundum eru að mínu skapi og stundum ekki, allt eftir höfundum og efni sem tekið er fyrir. í gær (þriðjudag) las ég eina slika eftir Þorstein Hákon- arson vegna þess að hann skrifar talsvert öðmvísi og er stærðfræði- lega sinnaður. í grein sinni í gær færir Þorsteinn rök að því hvernig við íslendingar erum í samskipt- um við útlendinga sem hér búa, nýbúa sem aðra, og segir það ónotalegt að geta illa tjáð sig á máli sem maður kann illa og því sæti allir sem fara á annað mál- svæði. Fólk flytji ekki búferlum til annarra vistsvæða. íslenskan er að mínu mati líka sú hindrun sem kemur í veg fyrir búferlaflutninga í hópum til annarra og hlýrri vist- svæða. Höfum við athugað þetta? Frumkvæði frá Noregi? Sverrir Jónsson hringdi: Mér finnst með eindæmum hvemig framkvæmdastjóri ís- lenskra Umhverfisvina og stadd- ur á norskri grund hegðar sér gagnvart okkur íslendingum hér heima. Hann er þarna á ferð ásamt skautkonu einni sem fer á götur og torg Óslóborgar. Þau kreíjast þess, eða framkvæmda- stjón Umhverfisvina, aö fulltrúar Norsk Hydro gefi skýr svör fyrir lok mánaðarins hver afstaða þessa norska fyrirtækis sé til um- hverfismats á íslandi. Og krefjast þess í raun að þetta fyrirtæki hafi frumkvæði að einhverju sem hann kallar „lendingu" í málinu. Framkvæmdastjórinn sendir okk- ur svo skilaboð sem eru frekar ónotaleg og jafnvel óhugnanleg með hans orðavali. Ég afneita að fullu forsjá þessa samfylkingar- manns fyrir mína hönd á norskri grund og samferðakonu hans í skautbúningnum. Byggðaröskun og sauðfjárbúin Hansína skrifar: Ég er ekki sammála þingmann- inum Hjálmari Jónssyni þegar hann heldur því fram að hætta sé á verulegri byggðaröskun verði hugmyndir um stækkun sauðfjár- búa að veruleika. Það er einmitt stækkun eða sameining sauðfjár- búa sem gæti orðið til þess að ein- ungis þeir sem geta lifað af þess- um búum haldi áfram í sauðfjár- ræktinni með mun betri afkomu- mögttleika en nú er raunin. Ég las fimagóða forystugrein í DV ný- lega eftir „óvin bænda“ eins og ritstjórinn segir í fyrirsögninni. Hjálmar þingmaður og fleiri sem þykjast vera vinveittir bændum í landinu ættu að lesa þessa grein. Þar eru færð rök fyrir því hvem- ig sauðfiárbændum mætti bjarga. í dag er stuðlað að sívaxandi byggðaröskun með óbreyttu fyrir- komulagi í islenskum búskap. Hverjir stálu und- irskriftalistum? Sigurður Þorsteinsson skrifar: Einhvers staðar las ég á hrað- bergi einhverja tilkynningu frá Umhverfisvinum, undirritaða af einum borgarfulltrúa Reykjavikur þar sem hann gerir athugasemdir við ummæli forsætisráðherra vegna lögformlegs umhverfismats á fyrirhugaðri Fljótsdalsvirkjun. Látum það gott heita. En í þessari tilkynningu fullyrti borgarfulltrú- inn líka að vegna harkalegra við- bragða virkjunarsinna og þjófnað- ar á undirskriftalistum væri ekki hægt að búast við því að slegið yrði undirskriftamet það sem sett heföi verið hér á landi á árum áður. Ég tek þennan stuld ekki til mín og er ég þó virkjunarsinni. Skyldi borgarfulltrúinn geta sann- að þennan þjóftiað á einhvem? Svona áburð kann ég ekki við af manni í opinberri stöðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.