Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2000, Qupperneq 15
haf Stundum eru dýr tákngervingar fyrir mannlegt eðli og manneskjur eru sagðar hundslegar, hænuhausar, nautheimskar, Ijóngáfaðar o.s.frv. Sumir sjá sjálfan sig í kettinum sínum, hundinum eða jafnvel haferninum. Að ekki sé minnst á stjörnumerkin sem flokka fólk eftir nokkrum dýrategundum. Átta þjóðþekktir einstaklingar svöruðu spurningunni hvaða dýr væri flottast og hvaða dýr væri Ijótast. Auður Laxness, húsfreyja á Gljúfrasteini Páll Valsson, ritstjóri og höfundur ævisögu Jónasar Hallgrimssonar. Margrét Frí- mannsdóttir þingmaður. Sindrí Freysson, rithöfundur og blaðamaöur. Aðalheiður Inga Þor- steinsdóttir, fréttakona hjá Ríkissjónvarpinu. Logi Berg- mann Eiðs- son, fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu. Hallbjörn Hjartarson kántrýsöngvari. Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur. Flottasta dýrið „Ég er nú mest fyrir hunda. Mér þykja þeir eitthvað svo geðugir. Þaö hefur alltaf verið hundur á heimilinu hjá mér." „Fegursta dýrið er hestur og næst kæmi kýrin." „Ég held að það.sé bara dalmatíuhundur. Mér finnast þeir alveg ofsalega fallegir og dalmatíuhundur er það dýr sem ég myndi helst vilja eiga." „Manneskjan er fiottasta dýr- ið vegna vitsmuna sinna, hæfileika til samkenndar og sköpunargáfu. Plús nakin kona sem er æðsta stig góðr- ar hönnunar. „Svartur pardus. Af því að hann er svo skuggalegur." „Kötturinn minn, hann Smart spæjari. Hann er ógeðslega svalur, kelinn og eins og heimilisköttur á að vera. Hann hefur líka sloppið frá katta- föngurunum." „Mér dettur nú bara kanína í hug, svona í fyrstu. Mér finnst hún sæt og falleg." „Ég sé ketti alltaf sem litil tígrisdýr og mér finnst þeir al- gjört æði.“ .t;: ’ Ljótasta dýrið „Ég veit það ekki. Það er leiö- inlegt að segja að eitthvert dýr sé Ijótt. Jú, kannski rotta." „Af mörgum ófríðum dýrum kemur mér fyrst í hug nashyrningur." „Ljótasta dýrið finnst mér vera húsamús. Hún er svo illgjörn á svipinn." „Manneskjan er lika Ijótasta dýrið. Vegna misbeitingar vits- muna sinna, grimmdar og sjálfseyðingarhvatar. „íslenska sauökindin vegna þess aö hún er lummó og kostar islenska skattborgara heilmikið fé. Svo finnst mér hún heldur ekki góð á bragðið." „Geitungur. Mér er rosalega illa við geitunga." „Mér finnst rottan ógeðslegust." „Sum dýr eru Ijót en þau eru þá venjulega fýndin líka. Þaö eina sem mér finnst verulega Ijótt er illa innrætt mann- eskja." Kittý klára er ordin sameinda- líffræðingur Hljómsveitin Oxsmá hlaut nýlega verðlaun frá Ríkissjónvarpinu fyrir myndbandið Kittý klára sem gert var árið 1985 en vídeóið var kosið hvorki meira né minna en besta myndband aldarinnar. Aðalsögu- hetja myndbandsins, Kittý klára, var leikin af 12 ára stúlku, Önnu Guð- nýju Hermannsdóttur, sem var ótrú- lega góð í hlutverki hinnar kláru kisulóru sem var alltaf fuli í baði. Þetta ljóshærða súkkulaði lagði þó ekki leiklistina og dansinn fyrir sig heldur er hún orðin sameindalíf- fræðingur. Kittý klára er sem sagt klár í orðsins fyllstu merkingu, eins og hún reyndar sannaði í mynd- bandinu á sinum tíma þegar hún sló bæði Óskar Jónasson og Kormák Geirharðsson duglega utan undir og geri aðrir betur. Hardrock í heimsendingu Hardrockcafé færir enn út kvíarn- ar og nýjasta uppátækið er heim- sending á veislumat. Þetta er alvöru- veislumatur eins og Santa Fe rúll- ur, kjúklinga- v æ n g i r , SuperNachos, klúbbsamlokur og annað gott- erí. „Ég meina, hver er ekki búinn að fá uppí kok af snittum og majónesi?11 segir Einar Bárðar sem þó heldur áfram aö sprauta majónesi í hamborgarana. Hard Rock café er með þessu uppátæki að stíga enn eitt skrefið í þá átt að verða meira „klassí“ en viljum viö ekki bara hafa gamla, góða Hard Rock með djúsí hamborgurum og miklu majónesi? Gonzales hættur Guðmundur Amar Guðmundsson, betur þekktur sem Gummi Gonzales, hefur látið af störfum sem skemmtanastjóri á Ozio. Eins og stað- an er í dag er staðurinn því f o r m 1 e g a skemmtana- stjóralaus. Gummi ákvað að snúa sér meira að útvarpinu en hann vinnur að markaðssetningu út- varpsstöðva íslenska útvarpsfélags- ins og dagskrárgerð á útvarpsstöð- inni Mono. og kraftmikil með 2 x 100 W útgangsmagnara, Power Bass hátalara, funky blá baklysing, einingar sem auðvelt er að taka i sundur, gegnsætt lok fyrir CD-spilara og allt það sem þú vilt hafa i alvöru hljómtækjastæðu, og meira til! ■á-aófiina sssm kr. stgr. 25. febrúar 2000 f Ó k U S 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.