Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2000, Blaðsíða 3
Ifókus Vikan 14. apríl til 20. aoríl lifið F F T T £X....I H NJU viö mælum meö gera um helgina Utvarpsþátturinn Party Zone ætti að vera skemmtanafíklum og áhugafólki um dans- tónlist þekkt vörumerki. Þeir félagar Helgi Már og Kristján hafa sent út þáttinn í tæp tíu ár. Þeir eru samt ekki orðnir neinir old boys og leggja mikla áherslu á að vera ferskastir. Á næstunni ætla þeir að standa fyrir mánaðarlegum uppákomum þar sem fengnir verða erlendir gestir, Fyrsta kvöldið er á morgun, laugardag, á ný- uppgerðu Kaffi Thomsen og er gesturinn ekki af síðri endanum, Dimitri from Paris. Bestu fata- kaupin t bæn- um eru þessa dagana í Þingholt- stræti 6. Beint á móti Sportkaffi og Spaksmannsspjörum er aö finna kjallara sem er fullur af notuðum fötum. Hér er ýmislegt skrýtið að finna en kílóið af fötunum er selt á 1000 krónur. Betri prís finnst varla en aftur á móti verður maður að mæta á staðinn með slatta af þolinmæði ætli maður að finna eitthvað t fatahaugunum. Markaðurinn er opinn frá 12 til 18 alla daga nema sunnudaga og stendur til 6 mat. Rauðhetta og úlfurinn er splunkuný hár- greiðslustofa á Laugaveginum. Stofan er ekki bara flott t útliti heldur er starfs- fólkið þar iíka alveg dúndurklárt og drullusniðugt. Hug- myndaflugið er svoleiðis að drepa mannskap- inn en stofan státar af sjö klippurum og tveim- ur nemum. Ekki nóg með það þvt stofan býður viðskiptavinum sínum líka upp á alvörukaffi eins og á ekta kaffihúsi á meðan liturinn ligg- ur t hárinu. Fókus mælir með því að menn prófi stofuna næst þegar á að snyrta kollinn eða panti bara hárþvott með höfuðnuddi svona til tilbreytingar. Síminn er 511 4004. Skelltu þér upp í Hall- grímskirkjuturn með öll- um túristunum og skoð- aðu borgina þtna með augum útlendingsins. Þetta er tilvalið þegar þér hundleiöist og hefur ekki minnstu hugmynd um hvað þú átt af þér að gera og hver veit nema þú kynnist ein- hverjum ofsalega skemmtilegum í turninum. Sögur herma, jú, að fólk hafi misst mey- og sveindóminn í þessari himinháu nálægð við skaparann. Núna eru víbramir æðislegir og tilvalið að sletta úr klaufunum. Á föstudaginn ætla ég því að leggja land undir fót og halda til Stykkishólms þar sem við Geirfuglar höldum dansleik á föstudagskvöldið og með því sameina ég vináttuna, áhugamálið og sam- kvæmislifið með arðvænlegum hætti. Laugardaginn nota ég svo í að skoða Stykkishólm og nágrenni, kannski heimsæki ég Fransiskussystur ef ég fæ að fara inn í klaustrið þeirra og svo langar mig til að skoða sveitina í nágrenninu sem er ein sú fegursta á landinu, s.s. Lóndrangar, Dritvík og að sjálfsögðu Jökuiinn sjálfur (aldrei að vita nema megi rekast á nokkrar geimverur!). Á laugardagskvöldið verður síð- an Miðnesball á Hótel Stykkishólmi og það verður ekkert annað en tómt brjálæði enda sagði Þórberg- ur Þórðar í einhverri bók sinni að Stykkishólmur væri efsta stig helvítis!. Sunnudagurinn verðm- liklega haldinn heilagur en þá keyri ég i bæinn og hitti foreldra mina sem eru staddir á landinu, þið skiljið svona heimsóknir og vöfflur og allur pakkinn, sem er allt í lagi svona á 10 ára fresti! Karlar með hatt keyra mjög hægt og tefja fyrir. Af hverju tekur ekki einhver af þeim hattinn? Par sarbúa Loksins sýningin sem allir hafa beðið eftir, engin önnur en Laddi 2000. Þessi sýning er samantekt á ýmsum persónum sem Laddi hefur skapað I gegnum tíðina og er í kabarett- formi með hjálparkokk- unum Steini Ármanni og Halla bróður. Vitan- lega er húsband undir stjórn Hjartar Howser og lögum Ladda eru gerð ítarleg skil. Frumsýn- ingin er á laugardaginn og önnur sýning á sumardaginn fyrsta en nánari upplýsingar fást í Bíóborginni í síma 5511384. Dimitri from Paris hefur verið einn þekktasti party house plötu- snúður heims síðustu árin. Dreng- urinn er samt búinn að vera að plötusnúðast í heil 18 ár. Hann hefur sent frá sér nokkrar EP-plöt- ur og smáskífur en uppi stendur platan Sacre Bleu sem hann gaf út árið 1996. Nýlega kom síðan út hjá Virgin-plötufyrirtækinu mixplata úr vinnustofu Dimitri sem ber nafnið Night at the Playboy Mansion. Partí hjá Hugh Heffner Dimitri er nýkominn úr ferða- lagi um Bandaríkin og liggur þá beinast við að spyrja hann af kynnum hans við Hugh Hefner og hvort platan hafi verið tekin upp á sundlaugarbakkanum á Playboy setrinu. „Nei, nei. Ég hef ekki enn þá komið þangað. Platan er hins veg- ar til heiðurs Playboysetrinu. Tón- listin sem ég blandaði er aðallega diskó og fonktónlist frá því tíma- bili sem Setrið var sem mest í deiglunni. Ég tók nokkur diskólög og endurhljóðblandaði þau og bræddi þetta allt saman í einn góð- an hljóðbylgjudal,“ segir Dimitri og heldur áfram: „Svo ætlum við að halda risastórt partí þama 29. apríl og þá verður fjör.“ Nú. Bauð Hefner ykkur yfir eða þurftuð þið að snúa upp á hand- legginn á honum til að leyfa ykkur aó koma? „Hugh Hefner tók vel í hugmynd okkar og fllaði að halda partíið. Hann er líka búinn að hlusta á plötuna og líkaði hún. Maðurinn býr auðvitað þarna þannig að hann býður aldrei nein- um sem hann vill ekki fá. Þetta verður rosapartí," segir Dimitri og eftirvæntingin leynir sér ekki í röddinni. „Því miður getum við ekki boð- ið fleiri en hundrað manns þannig að það verða einhver brostin hjörtu sem þarf að neita um miða.“ Björk, Móa og Thomsen Dimitri hefur aldrei komið til landsins en hann hefur reynslu af landanum. Hann endurhljóðbland- aði Human Behaviour fyrir fyrstu smáskífu Bjarkar og Isohel nokkru seinna. „Því miður voru lögin aldrei notuð. Þau voru bara prentuð í fimm hundruð eintökum og eru mjög sjaldgæf. Mér fannst þetta svekkjandi, ég hefði viljað láta nota þau. Kannski fannst Björk þau bara leiðinleg, ég veit ekki,“ segir Dimitri og það er greinilegt að hann var frekar súr yfir þessu. Björk er samt ekki eini íslending- urinn sem hann hefur unnið með. „Ég endurhljóðblandaði líka lag- ið Joy & Pain fyrir Móu. Það var mjög gaman.“ Hvernig tónlist verður á laugar- daginn? „Fólk sem ætlar að mæta á Kaffi Thomsen á laugardaginn má ekki búast við dimmri, djúpri hústón- list eða teknó. Fólk býst alltaf við frönsku danstónlistinni þegar franskur plötusnúður er að spila. Tónlistin mín er undir áhrifum diskó og fönks. Ég vil hafa söng og fönkí gítarriff með mikilli orku, ekki mjúka tónlist. Svo flakka ég á milli tónlistarstefna, held mig ekki i einum geira. Það er aldrei að vita nema maður laumi einhverju hip hoppi þama inn líka.“ Ertu ekki orðinn leióur á því eft- „Fólk býst alltaf við frönsku danstónlistlnni af því að plötusnúðurinn er fransk- ur. Hana fær það ekki,“ segir Dimitri from Paris. ir 18 ár að spila um hverja helgi? „Sem betur fer er ég nú ekki bú- inn að spila um hverja helgi í öll þessi ár, þá væri ég dauður og graf- inn. Það eru samt ferðalögin í kring- um þetta sem eru þreytandi. Það hjálpar að taka sér hlé frá spiliríinu og semja tónlist. Þessa stundina er ég að vinna að nýrri plötu. Hún verður i anda Sacre Bleu, mjög per- sónuleg. Ekki dansplata heldur ró- leg. Ég er að vinna með ýmsum tón- listarmönnum en segi ekki meira en það að ég stefni á að koma henni út seinna í ár. Annars þarf ég núna fara að velja plötur til að taka með mér til íslands." Dimitri byrjar að spila eftir mið- nætti á Kaffl Thomsen á laugardag og heldur áfram eftir nóttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.