Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 23
23 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000__________________________ I>V _____________________________________________________________________________________Helgarblað Bill Gates er meðal ríkustu manna heims. Engar sögur fara af nísku hans en margir milljónamæringar hafa oröiö frægir fyrir ríkidæmi og nísku og sumir hafa jafnvel dáiö blásnauöir. Lífsstíll hinna ríku og nísku - milljarðamæringarnir sem kusu að lifa í fátækt ...er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín,“ orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um miðja öldina og þótti hrottalega rómantískt. Þetta finnst mörgum nútímamanni vera argasta steypa og skilja ekki þá sem hafa lít- ið álit á auði og auðsöfnun. Eina fólkið sem segir að peningar skipti engu máli er það sem á nóg af þeim. Það mætti snúa út úr þessum orð- um Davíðs og segja að það hlyti þá að vera ömurlegt og vansælt hlut- skipti að vera ríkur. Svo er alls ekki. Það er gott að vera ríkur. En það verður ekki merkt af lífsstíl allra sem eiga nóga peninga að þeir njóti þeirra sem skyldi. Við þekkjum öll sögur af skrýtn- um milljónamæringum sem skrimtu við þröngan kost svo grút- nískir að þeir tímdu ekki að kaupa sér mat eða föt. Um þetta eru skemmtileg íslensk dæmi. Sæfinnur á sextán skóm var vatnsberi í Reykjavík á síðustu öld, skítugur og bláfátækur að áliti flestra. Þegar hreysi hans var rifið að honum látn- um fundust fúlgur fjár. Margir muna eftir mönnum eins og Hemma krónu sem gekk um göt- ur Reykjavíkur í lörfum og safnaði flöskum en var í raun sterkefnaður. Nísku millarnir í Ameriku eru fleiri milljóna- mæringar en í nokkru öðru landi og sumir þeirra minna talsvert á Sæ- finn í sínum lífsstíl. Gordon Elwood lifði og dó í Oregon. Hann sótti mik- ið í ókeypis mat og tímdi aldrei að tengja síma við heimili sitt. Þegar hann lést í október sl., 79 ára að aldri, lét hann eftir sig 10 milljónir dollara. Emma Howe var af áþekku sauða- húsi og bjó í Minneapolis. Hún gaf aldrei þjórfé og gerði nískuna að sinum lífsstíl en arfleiddi fátæk- linga að 31 milljón dollara þegar hún dó. Anne Schieber starfaði sem end- urskoðandi í New York og var einnig meðal starfsmanna hinnar iilræmdu skattstofu Bandaríkjanna. Hún varð fræg fyrir það að hún gekk í sama snjáða svarta kjólnum áratugum saman. Hún lét eftir sig 22 milljónir dollara. Gladys Holm starfaði sem einka- ritari í Chicago og hafði mest 15 þúsund dollara í árslaun en tókst að nurla saman 18 milljónum um æv- ina með lifnaði við hungurmörk og gaf alla peningana til barnaspítala að lokum. Allt þetta fólk auðgaðist á hluta- bréfum sem það keypti á lágu verði en seldi aldrei. Þetta fólk átti það einnig sameiginlegt að hafa upplifað kreppu og fátækt með einhverjum hætti. Allt gaf það nær allar eigur sínar til góðgerðarstarfsemi og komst þannig i sviðsljósið eftir dauða sinn eftir lif í skugga fátækt- ar og nísku. 8,8 milljón milljónamæringar Þó að bandarískum milljónamær- ingum hljóti að fjölga með hverju stigi sem bætist við Dow Jones- eða Nasdaq-vísitölurnar og fækka þegar þær hrapa þá getum við aldrei vitað hve margir milljónamæringar leyn- ast bak við notuð fot, rusl, úr sér gengin húsgögn og margnotaða tepoka. Spectrem-rannsóknarstofnunin í Bandaríkjunum áætlar aö nú séu 8,8 milljónir milljónamæringa í Bandaríkjunum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir eru taldir vera tvö- falt fleiri nú en fyrir 10 árum. í landi þar sem flestir steypa sér í skuldir til að kaupa sýnileg tákn ríkidæmis skilja fáir hvað fær millj- ónamæringa til að lifa við hungur- mörk. Thomas Stanley og William Den- ko, sem skrifuðu bók sem heitir The Millionaire Next Door eða Millinn í næsta húsi, komust að því að flestir milljónamæringar höfðu tamið sér sparsaman lífsstíl. Fáir þeirra höfðu til að mynda keypt sér föt sem kost- uðu meira en 1000 dollara eða arm- bandsúr sem kostaði meira en 250 doliara. Vefsíða fyrir nískupúka Gary Foreman heldur úti sér- stakri vefsíðu með ráðleggingum og spamaðaraðferðum fyrir nísku- púka sem heitir The Dollar Stretcher. Hann segir að fyrir marga ríka sem nota vefsíðuna sé það sérstakt sport og tóm- stundagaman að fá hluti ókeypis eða fyrir eins lágt verð og hægt er. Það hvemig efnahagur viðkom- andi er að öðu leyti kemur þvi máli ekkert við. Gordon Elwood, sem minnst er á í upphafi greinarinnar, stundaði þann sið til dauðadags að safna tómum dósum og flöskum við veg- kantinn þótt hann hefði getað ráð- ið menn í vinnu til þess. Hann var vel liðinn af þeim sem þekktu hann. Elwood ferðaðist jafnan um á reiðhjóli og síamskötturinn Bad- ger sat í gömlum mjólkurkassa sem bundinn var á bögglaberann. Meðal þeirra stofnana sem Elwood gerði að erfingjum sínum var einmitt stofnun sem bjargar kött- um, ekki ósvipað Kattholti. Hann arfleiddi einnig Rauða krossinn og Hjálpræðisherinn að stórum fjár- hæðum en þar var hann vanur að fá ókeypis að borða. Hið sama má segja um Gladys Holm og Emmu Howe sem voru líka forríkir niskupúkar. Þær voru báðar vel liðnar og vinsælar af samferðamönnum sínum. Af þessu má ráða að niska er ekki endilega neikvæður eiginleiki í þeim skiln- ingi að niskupúkinn sé eitthvað sérstaklega leiðinlegur. -PÁÁ Laugardaginn 29. apríl verður Gunnleifur Gunnleifsson markmaður úrvalsdeildarliðs Keflavíkur , og (slands- og bikarmeistari með KR 1999 k í Jóa útherja og hjálpar þér við að & finna réttu græjurnar fyrir sumarið. B Það verður opið frá kl. 11-15 A Láttu sjá þig Jói útherii Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560 Notaðar búvélar á kostakjörum Vissir þú að við eigum mikið úrval notaðra búvéla? Mikil verðlækkun. Hafíð samband við sölumenn okkar sem fyrst. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöföa 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild - E-mail: veladeild@ih.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.