Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Helgarblað I>V Sviðsljós Hljómsveitin GusGus á lag í myndinni Down to You: Hvernig er þetta með Viö vissum bara Kevin Spacey? Kevin Spacey er leikari sem nýtur verðskuldaðra vinsælda um þessar mundir. Hann hefur sópað til sín fjölda verðlauna fyrir myndir eins og The Usual Suspects og nú síðast American Beauty sem þykir bera af öðrum kvikmyndum. Hann heitir fuliu nafni Kevin Spacey Fowler og er fæddur 1959. Hann hóf snemma að leika í kvikmyndum og hefur alls leikið í 40 myndum en sú fyrsta var Heartbum sem var gerð árið 1986 en þar lék Spacey þjóf í neð- anjarðarlest. Spacey hefur ekki verið giftur né við kvenmann kenndur svo heitið geti og það hefur kynt und- ir orðróm um meinta samkyn- hneigð hans. Ólíkt mörgum stétt- arbræðrum sínum hefur Spacey ekki sett á langar ræður um einkalíf sitt heldur haldið því fram að i fyrri hluta orösins felist eðli þess, þ.e. einka-líf og neitar að ræða málið frekar. Það vakti athygli að þegar ósk- arsverðlaunin voru afhent i Hollywood á dögunum mætti Spacey með fyrirsætuna Diane Dryer sem hann kvaðst hafa sótt stefnumót með í undanfarin fimm ár. Nú gætu menn haldið að með þessum snjalla leik hefði Spacey kveðið niður allan kvitt um kynlíf sitt en það er öðru nær. Stutt er síðan amerískt slúður- blað birti myndir af Kevin í félags- skap óþekkts ungs karlmódels á óþekktum stað. Á myndunum sjást þeir félagar liggja í sólinni í faðmlögum og telja menn að nú þurfi vart vitnanna við lengur. Talsmenn Kevins segja að hann hafi sagt allt það sem hann ætli að segja um þetta mál og fólk megi trúa því sem því sýnist. ekkert af þessu - segir Birgir Þórarinsson, einn höfundanna Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Down to You í Regnboganum. Hún er dæmigerð unglingamynd sem hefði nú ekki vakið sérstaka athygli hérlendis ef fjöllistasveitin GusGus ætti ekki í myndinni lagið Ladyshave. Dag- blaðinu lék nokkur forvitni á að vita hvemig þetta hefði komið til. Það er Birgir Þórarinsson sem verður fyrir svörum: „Við vissum nú bara hreinlega ekkert af þessu og höfum reyndar ekkert séð myndina. Það er þó aldrei að vita nema við kíkjum á hana.“ Spurður að því hvernig í ósköpunum standi á því svarar hann: „Þannig er mál með vexti að við fáum fyr- irframgreiðslu fyrir hverja plötu og það er síðan útgefandinn sem gerir hvað hann getur til að selja hana. Við vitum ekki svo mikið um það ferli og höfum í sjálfu sér enga peninga upp úr þessu nema þá að tekjumar fari fram úr fyrir- framgreiðslunni. Kannski við ætt- um að fara að hafa samband við umboðsmanninn okkar.“ Lagið Ladyshave er fyrsta lag breiðskífunnar This is Normai sem var gefin út í fyrra. Biggi seg- ir Sigurð Kjartansson eiga textann og segir hann saminn af miklum kynferðislegum galsa. Þessu til staðfestingar fylgja hér nokkrar línur úr laginu: „I guess I must have messed it up when I gave you the ladyshave lay ladyshave I can see now that to do the ladyshave needs a know-how. „ Biggi lýsir þvi svo af nokkurri bersögli hvernig hann reyndi að viðhalda kynlegum undirtónum textans í tónum lagsins. Hann lætur þess einnig getið að Daníel Ágúst Har- aldsson og Maggi Legó hafi tekið þátt í gerð lagsins. Hljómsveitin GusGus hefur brugöiö sér í mörg gervi í gegnum tíöina og má hér sjá hana í einu þeirra. Hún hefur þó ekki algjöra yfirsýn yfir ímyndasköpun sína því í myndinni Down to You birtist lag hennar, Ladyshave, henni aö óvörum. Platan GusGus vs T-WORLD kom út í Englandi þann 11. apríl og er að sögn Birgis þegar farin að vekja nokkra athygli. Uppistaðan á plötunni er gamalt efni frá hon- um og Magga Legó frá dögum T- WORLD. Meðlimir GusGus eru svo að vinna að þriðju breiðskíf- unni þessa dagana og því nóg að gera hjá piltunum. -BÆN Heygaröshornið Klósettskattur á heiðna menri Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblað DV. Jón Ormur Halldórsson stjórn- málafræðingur hefur manna mest og best reynt að útskýra fyrir Is- lendingum þann hugsunarhátt í samskiptum manna sem kenndur er við frjálslyndi. í sínum framúrskar- andi pistlum um stjómmál á rás eitt Ríkisútvarpsins hefur hann rakið ýmis sláandi dæmi um það hversu erfitt frálslyndi virðist eiga upp- dráttar hér á landi þegar kemur að stjómvaldsákvörðunum, enda svo sem ekki að undra í landi þar sem kosningaréttur er minni en í nokkru öðru vestrænu lýðræðisríki. Eitt dæmi um undarlegan þver- girðingshátt í Stjórnarráöinu bætt- ist við í vikunni. Ásatrúarmönnum er af ríkisvaldinu gert að greiða eina og hálfa milljón fyrir tjaldað- stöðu og afnot af salemum þegar þeir ætla með sínum hætti aö miim- ast þeirra tímamóta sem urðu hér á landi árið 1000 þegar sáttargjörð var gerö milli kristinna manna og heið- inna - á Þingvöllum. Einhver spek- ingur í einhverju ráðuneyti er sem sagt að koma því til leiðar að efna til ófriðar milli kristinna manna og heiðinna, nú þegar minnast á þús- und ára sáttargjörðar - út af salem- isaðstöðu. Aðeins ein skýring getur verið á svo fráleitri gjaldtöku: verið er að reyna að leggja stein í götu Ásatrú- armanna. Verið er að reyna að flæma þá frá Þingvöllum. Verið er að reyna að draga fjöður yfir það að til sé enn í landinu heiðinn siður. Sá kristilegi kontóristi sem for- göngu hefur haft um þessar óskammfeilnu rukkanir hlýtur að hafa hugsað með sér að heiðnir menn mættu ekki vanhelga Kristni- tökuhátíðina með því að nota sömu salemi og hinir kristnu þegar þeir koma átta dögum síðar. Hér eru menn vissulega ekki ofsóttir fyrir aðrar trúarskoðanir en fjöldinn tel- ur sig aðhyllast - heldur bara skatt- lagðir. Og útkoman á þessari rauna- legu skattheimtu á því hvemig menn ganga öma sinna er slík að manni verður hugsað til þess hvem- ig hindúar á Indlandi neita að deila salernum með óæðra fólki. Eitthvað dálítið íslenskt við þetta samt: Hátíöin nálgast og menn að þjarka um einhver klósett. Heiðni hefur lifað með þjóðinni allar götur frá því að einn siður var lögfestur í landinu, enda var þannig staðið að trúskiptunum að naumast er hægt að kenna við annaö en frjálslyndi. Heiðnum mönnum leyfðist sem sé að blóta á laun sem kallað var, og úrskurður Þorgeirs þegar hann kom undan feldinum einkennist af nokkurs konar trúar- legum pragmatisma fremur en trú- arhita eða löngun til sálnaveiða - en Hér eru menn vissulega ekki ofsóttir fyrir aðrar trúarskoðanir en fjöldinn telur sig aðhyllast - held- ur bara skattlagðir. Og útkoman á þessari raunalegu skattheimtu á því hvemig menn ganga öma sinna er slík að manni verður hugsað til þess hvemig hindúar á Indlandi neita að deila salemum með óœðra fólki. umfram allt umburðarlyndi í garð annarra og virðingu fyrir fjöl- breytni í hugmyndalegum efnum. Heiðni rann síðan saman við kristni í alþýðutrúnni á áreynslu- lausan hátt og birtist í margs konar vættatrú en einnig í þeirri örlaga- hyggju sem löngum hefur legið djúpt í lífsviðhorfi margra íslend- inga. Ævisaga séra Áma Þórarins- sonar eftir Þórberg er sennilega magnaðasti vitnisburðurinn um ís- lenska alþýðutrú: þennan einkenni- lega graut af bjargfastri Guðstrú og óhlýðni við kennivald og fádæma trúgimi þegar svokallaðar bábiljur og hindurvitni eru annars vegar. Hér á landi hefur þannig löngum ríkt það viðhorf að maður sjálfur hafi eitthvað um það að segja á hvað maður trúi, ólíkt því sem er í mörg- um öðrum löndum. Trúarlega henti- stefnu mætti kalla þetta, að fólk velji það úr sem því henti hverju sinni að trúa - eða að minnsta kosti: að fólk umgangist trúarkerfin af vissu virðingarleysi og taki hlutina ekki alltof bókstaflega. Allt er þetta arfur frá þvi hvemig staðið var að kristnitökunni í land- inu. Þá sýndu heiðnir menn með Þorgeir ljósvetningagoða fremstan í flokki þann þroska að leggja niður sið sinn - sem virðist þannig ekki hafa verið sérlega niðumjörvað kerf - til þess að geta átt í eðlilegum sam- skiptum við útlönd. Það má nánast segja að þeir hafi verið að fóma ein- hverju í stefnu sinni til að geta geng- ið í Evrópusambandið síns tíma, sem var auðvitað katólska kirkjan. Heiðna menn á því sérstaklega að hylla á Alþingi á hátíðinni í sumar fremur en að leggja á þá sérstakar klósettálögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.