Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Helgarblað immmmnm* Ekkillinn var haldinn sjúklegu hatri: Hugðist myrða lækni konu sinnar Hinn þrekni maður reisti sig með erfiðismunum frá sakamanna- bekknum og rétti prófessornum höndina: „Ég iðrast þess sárlega að hafa skotið á yður. Þér verðið að trúa mér og ég biðst margfaldlega afsökunar. Ég vona að þér náið fullri heilsu á ný.“ Prófessorinn, Karl Bremer dr. med., tók í hönd ellilífeyrisþegans Heinz Möllers og þrýsti hana hjart- anlega: „Ég trúi yður og tek við afsökun- arbeiðni yðar. Ég vil gjarnan hjálpa svo að þér náið yður eftir missi konu yðar.“ Þetta var óvenjulegt atvik í óvenjulegum réttarhöldum. Sviðið var dómsalur í landsréttinum í Bochum í Þýskalandi. Kviðdómendur áttu að dæma í máli 69 ára gamals ellilífeyrisþega sem var ákærður fyrir morðtilraun á lækni sem tókst ekki að lækna konu hans af krabbameini. Kynntust á unglingsaldri Hjónaband Heinz Möllers, sem var vélvirki, og konu hans Sigrid varði alla ævina. Að minnsta kosti alla ævi Sigrid. Hún var 64 ára þeg- ar hún lést af völdum krabbameins. Heinz Möller jafnaði sig aldrei eftir missinn. Þau höfðu þekkst frá þvi að þau voru unglingar. Hann var 19 ára en Sigrid aðeins 15 ára þegar þau kysstust í fyrsta sinn. Frá þeirri stundu héldu þau saman. Hann varð vélvirki og hún fékk starf á skrifstofu. Fimm árum seinna var haldið brúðkaup. Þrem- ur árum eftir brúðkaupið fæddist einkabam hjónanna, dóttirin Ulri- ke. Árið 1990 fór Heinz Möller á eftir- laun fyrir tímann. Hjónin liföu góðu Sigrid Möller Hún var aöeins 15 ára þegar hún kynntist stóru ástinni í lífi sínu. tíma tók hann að sér heimilisstörf- in. Sigrid starfaði áfram sem skrif- stofustúlka á sjúkrahúsi bæjarins. Heinz Möller gerði innkaupin, eld- aði matinn og hélt öllu hreinu og flnu í íbúðinni. Hjónin voru spar- söm og þess vegna höfðu þau ráð á að eiga lítinn bíl. Einu sinni á ári gátu þau leyft sér að fara i sumarfrí til Spánar. Dapurleg tíðindi í október 1992 skall ógæfan yfir þau eins og elding af himni ofan. Morgun einn, þegar Sigrid var á snyrtingunni, tók hún eftir litlum hnút á hálsinum. Hún leitaði þegar í stað til heimilislæknis þeirra hjóna. Hann brást einnig skjótt við og lét leggja Sigrid inn á sjúkrahús. Fjölskyldan fékk þau dapurlegu tíð- mein. Hún lá á sjúkrahúsinu í þrjár vikur þar sem hún gekkst undir lvfjameðferð gegn eitlakrabbameini. Á þessum erfiðu stundum sýndi Heinz Möller að honum hafði verið alvara þegar hann svaraði játandi orðunum „þangað til dauðinn skil- ur ykkur að“ við brúðkaup þeirra fyrir 41 ári. Hann vék ekki frá sjúkrabeði konu sinnar. Hann fórn- aði sér fyrir hana. Hann hugsaði um hana nætur og daga. Hann eld- aði matinn handa henni og blandaði ávaxta- og jurtadrykkina sem áttu að bæta heilsu hennar. Hann fór með konu sína i sund. Heinz Möller fór einnig með konu sina til hvers krabbameinssérfræðingsins á fætur öðrum. Hann sætti sig ekki við að konan hans fengi bara meðferð á sjúkrahúsinu í heimabænum. Rétti sérfræðingurinn Loksins fann hann sérfræðing allra sérfræðinga: Karl Bremer dr. med. og prófessor í Bochum. Heinz Möller var viss um að hafa fundið þann rétta því læknirinn fyrirskip- aði strax 120 klukkustunda lyfja- meðferð. Þegar Sigrid Mölier var send heim viku seinna sagði krabbameinssérfræðingurinn við Mölier: „Kúrinn hefur virkað vel á konuna yðar. Hún mun ekki þjást meira.“ Heinz Möller var á allt annarri skoðun. Konan hans lá nefnilega sljó í rúminu. Hann gat varla talað við hana því að hún átti erfitt með að gera sig skiljanlega. Viku seinna var ástand hennar orðið enn verra því líkami hennar kipptist allur til. „Þetta var eins og hjá spastískum rnanni," minntist Möller. Hann var viti sínu fjær af hræðslu við að missa konuna sína og hringdi á næturlækni. Nætur- læknirinn gaf Sigrid tvær róandi sprautur. Möller var ekki ánægður og krafðist þess að Sigrid yrði lögð inn á sjúkrahús en það vildi nætur- læknirinn ekki. Möller hringdi þá í heimilislækni þeirra sem lét leggja Sigrid inn. Á sjúkrahúsinu vissu menn ekki hvað þeir áttu að gera vegna krampans í Sigrid sem staf- aði af heilaæxli. Það var öll von úti og Sigrid var útskrifuð svo hún gæti dáið heima. Heinz lofaöi henni að hann skyldi ekki láta flytja hana á sjúkrahús aftur. En hún grét samt. Hún var svo hrædd um að hún yrði lögð inn aftur. Það var erfiður tími framundan hjá Heinz. Konan hans krafðist jafn mikillar umönnunar og lítið barn og eftir nokkra mánuði var hann að niðurlotum kominn, bæði andlega og líkamlega. Hann neyddist til að láta leggja hana inn á ný. Hann dvaldi hjá henni nætur og daga. Hann var hjá henni þegar hún skildi við. Sjúklegt hatur Eftir andiát konu sinnar og jarð- arför dvaldi Heinz Möller löngum stundum í kirkjugarðinum. Tvisvar á dag fór hann að leiði hennar og skipti um blóm í hvert sinn. Hann fægði legsteininn svo að marmarinn gljáði. Hann talaði við látna konu sína. Heima hjá sér rifjaði hann upp ferðalög þeirra og skoðaði myndir lifi. Nú þegar Möller hafði nægan indi að Sigrid væri með krabba- Sérfræðingurinn Karl Bremer prófessor, til vinstri, meö lögmanninum sínum. Ekklllinn Heinz Möller var óhuggandi eftir lát eiginkonu sinnar. „Hann tók að safna greinum um læknamis- tök. Hann var viss um að læknarnir höfðu sent konu hans í dauö- ann. Og að einn þeirra bæri meiri ábyrgð en hinir." með tárin i augunum. Hann tók ekki eftir því að ástand hans var að verða sjúklegt. Hann var fullur ör- væntingar en hann fylltist einnig hatri. Hann hataði einkum læknana sem að hans mati höfðu látið Sigrid gangast undir ranga meðferð. Hann tók að safna greinum um læknamis- tök. Hann var viss um að læknarn- ir hefðu sent konu hans í dauðann. Og að einn þeirra bæri meiri ábyrgð en hinir: Karl Bremer prófessor sem hafði fyrirskipað lyfjameðferðina. Heinz Möller ímyndaði sér að lyfja- meðferðin hefði valdið dauða konu hans. Hann keypti sér byssu á svört- um markaði. Skaut lækninn Þann 3. mars 1999 tók hann bil á leigu því að hann vildi ekki sjást á sínum eigin bíl. Hann ók að lækna- stofu Bremers prófessors. Klukkan var átta að kvöldi en BMW-bifreið læknisins var fyrir utan stofuna. Möller lagði bifreið sinni við hlið bifreiðar læknisins og skrúfaði nið- ur rúðuna. Þegar læknirinn leitaði að bíllyklinum i vösum sinum skaut Heinz Möller hann tvisvar. Skotin hæfðu lækninn í bakið. Læknirinn hné niður en honum tókst að ná númerinu á bíl Möliers. Honum tókst einnig að skriða inn á læknastofuna þar sem hann hvísl- aði bíinúmerið að þeim sem komu honum til aðstoðar. Það var því auð- velt fyrir lögregluna að ná þeim sem skaut á lækninn. Karl Bremer sveif á milli heims og helju í tvær vikur. Kviðdómendur í Bochum dæmdu Heinz Möller í þriggja ára og niu mánaða fangelsi. Var það sjö mán- uðum styttri refsing en ákæruvald- ið hafði farið fram á. Reyndar þurfti Heinz Mölier ekki að dvelja í fangelsinu á daginn. Hann varð hins vegar að mæta í fangelsið á hverju kvöldi þar sem hann var læstur inni í fangaklefa. Gamli vélvirkinn hélt heimilinu snyrtilegu eins og áður en mestum tíma sínum varði hann í kirkjugarð- inum við leiöi eiginkonu sinnar. Eitt kvöldið mætti Heinz Möller ekki í fangelsið. Morguninn eftir hófst leit að honum. Lögreglumanni nokkrum hugkvæmdist að aka fram hjá kirkjugarðinum. Þar sat Möller á bekk sem hann hafði dregið að leiði konu sinnar. Á stígnum við bekkinn var byssa. Heinz Möller hafði skotið sig í hjartað. Leit að morðingja Franz Karkut hætti ekki fyrr en hann haföi fundið morðingja dóttur sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.