Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 1>V Fréttir Saksóknari segir hærri tölur marktækari „Þeir fara ekki að ljúga upp á sig meira en þeir eru sekir um,“ sagði Kolbrún Sævarsdóttir settur sak- sóknari í stóra fikniefnamálinu svo- kallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hún fullyrti að hæstu tölur sakborninga yfir innílutning eitur- lyfja séu marktækari en þær lægstu. Við flutning lokaræðu sinn- ar í gærdag sýndi Kolbrún Guðjóni St. Marteinssyni aðaldómara bak- poka með sjö kílóum af kannabis sem lögreglan gerði upptækan úr gámi Samskipa i september í fyrra, þegar upp komst um stórtækt smygl á fíkniefnum til landsins. Nítján manns hafa verið ákærðir í þessum hluta málsins og hafa níu þeirra setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni síðan í september. Þrettán aðrir verða ákærðir á næstu dögum í sambandi við þetta mál. Flestir hinna 19 hafa viður- kennt aðild að málinu, en hafa í dómsal borið vitni um mun minna magn innfluttra eiturlyfja og færri ferðir en áður kom fram við lög- regluyfirheyrslur. Hinir ákærðu eru sakaðir um að hafa nýtt sér að- stöðu Samskipa og flutt inn mikið magn eiturlyfja frá Hollandi, Dan- mörku og Bandaríkjunum á árun- um 1997 til 1999. Misræmi í vitnlsburði Mikið misræmi er á milli þess sem hinir ákærðu hafa sagt við dómsmeðferð málsins og því sem fram kom við yfirheyrslur lögreglu í vetur. Sakbomingarnir eru ákærð- ir fyrir að hafa flutt inn 330 grömm af kókaíni frá Bandaríkjunum, 43 kíló af hassi, 17 kíló af maríjúana, 5 kíló af amfetamíni, 2,3 kiló af kóka- íni og 5.500 e-töflur frá Amsterdam; og 171 kíló af kannabis, 250 e-töflur og 100 g af amfetamíni frá Kaup- mannahöfn. Saksóknari hefur sagt að þessar tölur byggist á framburði sakborninga í lögregluyfirheyrsl- um, en miðað var við hæstu tölu sem þeir gáfu upp við yfirheyrslur. Verjendur hinna ákærðu segja að þessar tölur séu orðum auknar. í réttarhöldunum hafa hinir ákærðu ýmist borið við minnisleysi eða þrýstingi lögreglu sem olli þvi að þeir viðurkenndu meira magn og fleiri ferðir til að byrja með. Sumir fanganna sátu í einangrun í nærri tvo mánuði áður en þeir fóru að tjá sig um aðild sína að mál- inu. Yfirlæknir á Litla-Hrauni mætti sem vitni í gær og sagði að því lengri tíma sem fangar eyða í einangrun, þess meiri líkur eru á svefnleysi, kvíða og geðrænum vandamálum. Hann sagðist hins vegar ekki getað svarað því hvort fangar gæfu röng svör í yfirheyrsl- um lögreglu til þess að losna úr ein- angrun. Atvinnumenn Margir meintra aðalmanna í málinu hafa áður komið við sögu fikniefnalög- reglunnar, en í flestum tilvikum eru þeir dómar of gamlir til þess að skipta máli í refsingum sakbominga. Kol- brún tók einnig fram að aldrei hefúr einn maður verið ákærður fyrir jafn mikið magn fikniefna og Ólafúr Ágúst Ægisson, en hann er ákærður fyrir að hafa flutt inn eiturlyf frá Danmörku og Hollandi. „Hann er atvinnumaður í þessum bransa,“ sagði Kolbrún um Sverri Þór Gunnarsson, einn af meintum höfúð- paurum málsins. Við flutning málsins hefur Kolbrún stuðst mikið við síma- hleranir lögreglunnar. Annar meintur höfuðpaur, Herbjöm Sigmarsson, sagði i símtali við Sverri Þór að ein hasssendingin væri „bara smotterí, sex kíló.“ Þegar saksóknari spurði hvort sex kíló af kannabis væra smott- erí, svaraði Herbjöm: „Ég tók bara svona til orða.“ Eingöngu er um upptöku eigna að ræða í málum Nadiu Björgu Tamimi og Þóreyju Evu Einarsdóttur, en þær em ákærðar fyrir að hafa tekið viö peningum frá unnustum sinum, Júl- íusi Kristófer Einarssyni og Sverri Þór Gunnarssyni. Þær hafa báðar sagt að þær ættu rétt á hluta af peningunum vegna þess að þær hefðu séð algjörlega um heimilishald fyrir unnusta sína. Júhus Kristófer er sá eini sem hefur alfarið neitað sök i málinu. Smápeð Kolbrún sagði að tveir starfsmenn Samskipa, Guðmundur Ragnarsson og Andrés Ingibergsson, hefðu verið „smápeð" í innflutningiun og bað hún dómarana um að taka tillit til þess við ákvörðun dóma þeirra. Eins sagði hún að báðir höfðu verið mjög hjálp- samir við uppljóstrun málsins. Verjendur hinna 19 ákærðu byrj- uðu á lokaræðum sínum í gær. Verj- andi Andrésar sagði að hann hefði unnið undir stjóm eldri bróður síns, Gunnlaugs Ingibergssonar, sem einnig vann hjá Samskipum. Verjendurnir halda lokaræðum sinum áfram í dag. -SMK Ein miiljón í tap Hringtorgiö viö Dalveg var lagt fyrir tveimur árum og er nú brotið upp til þess aö hægt sé aö stækka þaö. Dalvegur í Kópavogi: Nýtt hringtorg brotið upp - óvissa í umferöarspám Verið er að brjóta upp nýtt hringtorg við verslunarmiðstöðina í Smára- hvammi í Kópavogi. Hringtorgið var lagt fyrir tveimur árum og var því þá ætlað að þjóna umferð svæðisins lun ókomin ár. Allt kom fyrir ekki og sök- um fyrirhugaðrar opnunar á verslunar- miðstöðinni Smáralind haustið 2001 er fyrirséð að nýja hringtorgið getur ekki annað þeirri umferð sem verður um svæðið. „Við bjuggumst ekki við allri þessari umferð," segir Stefán L. Stefáns- son, yflrmaður tæknideildar Kópavogs- bæjar. „Núna er verið að breikka ailan Dalveginn. Bætt er við einni akrein til þess að greiða fyrir beygjum af veginum og siðan munum við bæta einni akrein við hringtorgið." Þórarinn Hjaltason er bæjarverkfræðingur í Kópavogi: „Það hefur ýmislegt breyst frá þeim tíma þeg- ar hringtorgið var lagt. Uppbygging hef- ur gengið mun hraðar en von var á og fyrirhuguð verslunarmiðstöð í Smára- lind var áætluð þriðjungi minni en hún kemur nú til með að verða. Einnig má rekja óvissu í umferðarspám til þess að ekki var ráðist í stærri framkvæmd á sínum tíma.“ Þórarinn kvaðst ekki vera viss um kostnaðinn við að stækka hringtorgið en taldi að hann væri und- ir einni milljón. Heildarkostnaðurinn við byggingu hringtorgs er um 4-6 milljónir. -ÓRV Heilbrigðisstofnanir: Innkaup samræmd Landspítali, Ríkiskaup og heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið hafa undirritað samkomulag um að inn- kaup allra heilbrigðisstofnana lands- ins verði samræmd. Tilgangurinn er betri skipulagning innkaupa, aukin hagræðing og samvinna um útboð og innkaup auk þess sem rafrænn inn- kaupavefur, sem Rikiskaup rekur, verður tekinn í gagnið í lok nóvember á þessu ári. Með þessum aðgerðum er ætlunin að ná fram 50 milljóna króna hagræðingu á ýmsum sviðum innan heilbrigðisþjónustunnar. -HH DVJVtVND TEITUR Sóknarræðu lokið Settur saksóknari, Kolbrún Sævarsdóttir, fyrir miöju, hefur lokiö sóknarræöu sinni í aðalmeöferö stóra fíkniefnamálsins. í dag fiytja verjendur sakborninga varnarræöur sínar. raHBW Léttskýjað fyrir norðan Austlæg eöa breytileg átt, 5-10 m/s. Yfirleitt léttskýjaö um noröanvert landiö en sums staðar þokuloft við ströndina. Skýjaö meö köflum og stöku skúrir sunnanlands. Snýst yfir í vaxandi noröaustanátt þegar kemur fram á morgundaginn. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.49 00.22 Sólarupprás á morgun 03.04 01.58 Síódegisflófi 23.43 15.50 Árdeglsflófi á morgun 12.24 04.16 Skýrfngaré ysðurtáknum J*-V,NDÁTT lOV-Hm ^ '-VINDSTVRKUR HEIÐSKÍR LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR O SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ Ö Ö SIYDDA SNJÓKGMA = SKAF- RENNINGUR ÞOKA Helstu þjóðvegir færir Allir helstu þjóövegir landsins eru greiöfærir og jeppafært er orðið um noröurhluta Kjalvegar, frá Blönduvirkjun aö Hveravöllum. Þá er líka jeppafært um Tröllatunguheiöi, Þorskafjarðarheiði, Uxahryggi og í Flateyjardal. Aörir hálendisvegir eru lokaðir. Voglr i akyggðum svæAum eru lokaðlr þar tll annað verftur auglýat Vaxandi norðaustanátt Gert er ráð fýrir vaxandi norðaustanátt á landinu á morgun. Þá mun þykkna upp suðaustanlands og fer þá að rigna með kvöldinu. Hiti 8 til 17 stig yfir daginn, hlýjast fyrir norðan. l f 11 j r |-, Q 1 | f' Vindur: ( 8-13 m/* \ \ r Hiti 7° til 14” Vindur: /O ^ \ 8-13 m/* Hití 7” tii 14" Vindur: r-' 9—16 oi/* (r / Hiti 8” til 16” | Norfian- og norðaustanátt Áfram verfiur noröan- og og rignlng norfian- og norðaustanátt, 8-13 m/s. Gert er ráfi fyrlr vaxandl austanlands. Annars Lítlls háttar rigning fyrir austanátt og aö fari að skýjafi, þurrt afi mestu. Hltl norðan og austan. Hlýjast rigna sunnanlands. Fremur 7 til 14 stig, hlýjast sufivestanlands. mllt veöur og hltl á blllnu suövestanlands. 7 tll 15 stlg. AKUREYRI BERGSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÖ STOKKHÓLMUR ÞÖRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG heiöskírt 6 léttskýjaö 8 léttskýjaö 9 9 skýjaö 8 skýjaö 7 iéttskýjaö 6 alskýjað 8 rigning 7 alskýjað 10 aiskýjað 12 rigning 8 skýjaö 12 súld 8 léttskýjað 8 léttskýjaö 12 heiöskírt 20 alskýjaö 12 léttskýjað 17 skýjaö 12 léttskýjaö 11 skýjaö 10 rigning 8 hálfskýjaö 12 léttskýjaö 10 þoka 0 skýjaö 12 skýjaö 11 skýjaö 18 skýjaö 9 skýjaö 4 rigning 10 léttskýjað 26 léttskýjaö 12 skúrir 16 skýjaö 14 léttskýjaö 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.