Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 30
34 Tilvera FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 r>v Nafn: Eva Sólan. Aldur: 27 ára. Starf: sminka og þula. Klukkan er 11 að morgni. Hvar ertu og hvað ertu að fara að gera? „Ég er stödd í Háskólabíói við UDDtökur oa síðan leiðin upp í sjónvarp i kvöld.“ í hvaða flík klæddirðu þig fyrst í morgun? „Nærfötin, eins og venjulega." Kanntu á skrúflykil og borvél? „Ég kann á flest verkfæri nema kannski loftpressu. Ég hef ekki prófað slíkt verkfæri.“ Það eru fimm mínútur í heimsendi. í hvern myndirðu hringja? „Ég myndi hringja í kærastann ef ég væri ekki með honum.“ Þú verður að eyða 100 milljón- um í dag - hvað myndirðu kaupa? „Ætli ég myndi ekki byrja á að kaupa mér hús, bíl og bát. Síðan myndi ég kaupa sumarhús í útlönd- um og nota svo afganginn til að styrkja dýravemdunarfélög og bág- stadda.“ Þú verður að yfirgefa landið á stundinni. Hvert færirðu? „Ég held ég myndi fara til Bali. Ég veit að það er fallegt land.“ Hver er undarlegasta flíkin í fataskápnum þínum? „Það er kjóll og jakki frá 1960 sem ég keypti í Kolaportinu fyrir löngu. Þetta eru röndótt föt og alveg ótrú- lega ljót. Þau eru svo ljót að ég stóðst ekki mátið og keypti þau. Ég hef aldrei sýnt mig i þeim og efast reyndar um að ég eigi eftir að láta verða af því.“ Hvaða dreymdi þig i nótt? „Það er eiginlega svo ósmekklegt aö ég get varla sagt frá því. Mig dreymdi að ég væri í matarboði með Bar- böru Streisand og ég ældi yflr hana. Ég skil bara ekki af hverju ég gerði það.“ í vor hefur sést til fólks á ýmsum aldri á ferö um borgina á línuskautum: Líða um á línuskautum Rennir sér daglega á línuskautum: Ekki búinn aö læra að stoppa - segir Guðfinnur Halldórsson „Ég er frægasti línuskautamaður á íslandi, miðað við þyngd og ald- ur,“ sagði Guðfinnur Halldórsson bilasali af hógværð sinni þegar blaðamaður innti hann eftir kynn- um hans af íþróttinni. Hann segist skella sér á skautana á hverjum degi á sumrin, minnst klukkutíma í dag. „Þetta kom þó ekki til af góðu,“ segir Guðfinnur, „Ég var staddur á skíðasvæði í austurísku Ölpunum fyrir nokkrum árum að sumarlagi. Ég vildi ganga um staðinn en var því miður ekki í nógu góðum skóm og gat því ekkert gengið. Þess í stað ákvað ég að fá mér línuskauta til að komast ferða minna.“ Að sögn Guð- finns gengu þessi fyrstu kynni hans af íþróttinni ekki áfallalaust fyrir sig: „Ég skildi við þijá eða fjóra staura skakka eftir að ég lenti í faðmlögum við þá. En það var nú vegna þess að ég kunni ekki að stoppa. Ég er reyndar ekki alveg bú- inn að læra það enn þá enda er orð- ið varla til í mínum orðaforða. Ég kýs frekar að æða stöðugt áfram.“ Einföld og góð íþrótt „Það sem ég fæ út úr þessu er fyrst og fremst rosaleg spenna, til dæmis þegar maður rennir sér nið- ur Laugaveginn, aö vita hvort mað- ur verður keyrður niður eða ekki,“ segir Guðfinnur. „Svo er þetta líka sérstaklega góð hreyftng sem reynir á allan líkamann." Guðfinnur mæl- ir með íþróttinni fyrir alla enda sé hún einfold og góð: „Það sem skipt- ir mestu máli er að vera á góðum skautum, með hlífar og renna sér á stígum þar sem er gras til beggja hliða svo maður geti hlaupið út ef manni gengur illa að fóta sig.“ Guðfinnur segir aðstöðu fyrir línuskautafólk til fyrirmyndar í Reykjavík: „Það er ekki til betri að- staða fyrir línuskauta en þessir mal- bikuðu göngustigar sem liggja um borgina. Það sem fer helst illa með okkur eru gamlar og sprungnar gangstéttir eins og þær sem má finna í eldri hverfum." Guðfmnur segir línuskautafólki hafa fiölgað mikið á síðastliðnum tveimur árum en þó viti hann ekki um marga á sínu reki sem stundi íþróttina: „Ætli jafnaldrar mínir sæki ekki mest í þá gamalmennaí- þrótt sem nefnist golf. Það er nú einu sinni svo að fyrstu ellimerki manna eru þau að fyrst gleyma þeir að renna upp buxnaklaufinni, síðan gleyma þeir að renna henni niður, sem er sýnu verra, og loks fara þeir að spila golf. Ég er kominn með fyrsta einkennið en sem betur fer ekki hin tvö. Það er engin spenna við golfið. Á línuskautum fær mað- ur hins vegar gífurlegt adrenalín- flæði um allan líkamann.“ -EÖJ Þegar vorar breytist ásýnd borgarinnar. Fólk skríður út úr hús- um og bílum og verður sýnilegt á götum borgarinn- ar og göngustíg- um. Sumir ferð- ast gangandi, aðr- ir á hjóli og línu- skautar, sem ekki hafa mikið sést á undanfomum árum, eru að verða nokkuð algengir á ný. Á göngu- stígnum við Ægisíðu má sjá fólk á línuskaut- um i fylgd ungra Inga Valdimarsdóttir: Leikkona á línuskautum DV-MYND E.OL. Bílasali á línuskautum Guðfinnur er kominn á besta aldur en það aftrar honum ekki frá því að renna sér á línuskautum daglega. barna - rennir sér á skautum í góðra vina hópi á reiðhjól- um, fólk sem viðrar hunda sína og svo for- eldra og börn, öll á línu- skautum. DV tók nokkra tali sem stunda línuskauta reglulega. DV-MYND E.ÓL. Inga Valdimarsdóttir leikkona á línuskautum Inga segist stunda skautana fyrst og fremst sér til skemmtunar Inga Valdimarsdóttir leikkona er ein fiölmargra íslendinga sem feng- ið hefur línuskautabakteriuna. „Ég keypti skautana þegar ég var á þriðja ári í Leiklistarskólanum árið 1996 og hef átt þá síðan og nota mik- ið,“ sagði Inga í samtali við DV. Hún segist skella sér á línuskautana að meðaltali um þrisvar til fiórum sinnum í viku á sumrin en geri af skiljanlegum ástæðum ekki mikið af þessu á veturna. „Það sem maður fær út úr þessu er náttúrlega mjög mikil líkamsrækt og útivist," sagði Inga. Hún sagðist að öðru leyti ekki vera ýkja hrifin af líkamsrækt: „Eftir að ég hætti í fimleikum þegar ég var 15 ára hef ég ekki stundað neinar íþróttir nema línuskautana. Ég reyndi einu sinni að vera í líkamsrækt en gafst fljótlega upp á henni þar sem mér þótti hún svo rosalega leiðinleg." Líka fyrir fullorðna Inga gefur litið fyrir það viðhorf að línuskautar séu fyrst og fremst fyrir börn og unglinga: „Það er fullt af fullorðnu fólki á þessu ekki síður en krakkar. Maður hefur séð allt upp í fertugt, jafnvel fimmtugt á skautum." Sjálf kveðst hún hafa kynnst línuskautunum þegar hún dvaldi erlendis og þar séu viðhorf til íþróttarinnar önnur en hér: „I út- löndum er fólk á öllum aldri á línu- skautum. Þar eru þeir jafnvel notað- ir sem farartæki en ekki aðeins tómstundagaman." Sjálf segist Inga fyrst og fremst stunda skautana sér til skemmtunar en þó hafi hún farið nokkrum sinnum á þeim í vinnuna. Hún segir að aðstaða fyrir línu- skautafólk sé yfirleitt ágæt í Reykja- vik en sjálf kýs hún helst að renna sér á Ægisíðunni: „Það er mjög fínt að vera þar enda er malbikið slétt og fellt. Það er líka mjög gott svæði í kringum Tjömina og við sjávarsíð- una hafnarmegin.“ „Mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt," sagði Inga þegar hún var spurð af hverju hún hefði valið línuskautana, og bætti við að félags- legi þátturinn skipti miklu máli í þessu sambandi: „Við erum stór vinahópur sem er í þessu og við erum búin að skipuleggja ýmsar ferðir saman en því miður hefur ekki enn orðið úr. Við stefnum þó að því að hittast reglulega í sumar þegar veður leyfir." Að sögn Ingu er hópurinn nokkuð stór og sam- anstendur einkum af fólki úr leik- arastétt: „Halldóra Geirharðsdóttir er með okkur í þessu, Björn Ingi Hilmarsson, Margrét Ragnarsdóttir, Jolli og Hrafn Friðbjörnsson, svo nokkrir séu nefndir. Svo ætlar Steinunn Ólína líka að fá sér skauta svo að hún geti verið með okkur 1 sumar." -EÖJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.