Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 DV 7 Fréttir Sameining sveitarfélaga í Eyjafirði: Meirihluti vill sameiningu PV, AKUREYRI:__________________________ Talsverður meirihluti ibúa í Eyjafirði vill sameina öll sveitar- félögin á svæðinu. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði fyrir Akureyrarbæ. Um er að ræða 13 sveitarfélög, allt frá Siglufirði í vestri til Grenivíkur í austri, og eru Hrísey og Grímsey einnig inn í myndinni. Skemmtiferöaskip á Pollinum á Ak- ureyri. dv-mynd, gk. Skemmtiferðaskip: Fleiri og stærri skip koma DV, AKUREVRI:____________ Alls hafa 33 skemmtiferðaskip boð- að komu sína til Akureyrar í sumar, og er það nokkur fjölgun ffá fyrra ári. Þá vekur athygli að skipin sem koma eru yflrleitt stærri en þau sem komið hafa áður, og er um að ræða 40% aukningu sé horft til brúttótonna skipanna. Stærsta skipið sem kemur er Oriana, en það er tæplega 70 þús- und brúttótonn og 260 metra langt. Til gamans má nefna að stærsti togarinn sem landar afla á Akureyri er Baldvin Þorsteinsson sem er um 1900 tonn. Reikna má með að faþegar með þessum skipum verði tæplega 20 þús- und og áhafnarmeðlimir skipanna eru um 9 þúsund manns. Skipin koma á tímabilinu 12. júní til 12. september. Fyrir mun koma aö fleiri en eitt skemmtiferðaskip verða samtímis á Akureyri, og t.d. verða þau þrjú 5. júlí, Royai Princess, Sapphire og Ar- kona, og munu þau öÚ liggja við ankeri á Pollinum. I tengslum við þessar skipakomur verða ýmsar uppákomur. Þannig mun Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fara um borð og hitta skipstjóra fyrsta skipsins sem kemur nk. mánudag, Karlakór Akureyrar mun syngja fyrir farþega Royal Princess sem kemur 5. júlí og Lúðrasveit Akureyrar leikur fyrir farþega nýja skipsins Europa sem kemur 17. júlí. Hraðskákmót verður haldið 21. júlí og vonast er til að farþegar af tveimur skipum sem þá verða á Akureyri taki þátt. Þann 25. ágúst verður mikil flugeldasýning við höfriina kl. 23 þegar eitt skipanna læt- ur úr hööi. -gk. Smygl á fíkniefnum innvortis: Stór- hættulegt - segir eiturefnasérfræðingur „Þetta er lífshættulegt opnist um- búðimar innan í fólki. Magnið er það mikið að fari eitthvað úrskeiðis er það dauðaskammtur," segir Curtis Snook, eiturefiiasérffæðingur hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en í seinustu viku fúnd- ust 500 e-töflur innvortis í 22 ára manni og á mánudag fúndust 200 g af kókaíni falin á sama hátt í 24 ára konu. Venjulega er búið um efiiin í smokk- um og þeir gleyptir. Hættan er sú að þeir rifni eða opnist því efiiin komast mjög hratt út í blóðrás, sérstaklega kókaínið. „Svo stórir skammtar er oft- ast banvænir, þeir stuðla að heilablasð- ingu og hjartaáfalli eða, í vægari tilfell- um, eyðileggja hluta meltingarvegar.“ Curtis segir það algengast að menn smygh kókaíni og heróíni á þennan hátt en það komi fyrir að sami háttur sé hafður á með e-töflur. -HH í flmm sveitarfélögum var að vísu meirihluti á móti samein- ingu, en sé litið á tölur yflr alla þá sem greiddu atkvæði í könnun- inni í öllum sveitarfélögunum 13 voru 65% hlynntir sameiningu, 11% tóku ekki afstöðu en 24% voru mótfallnir sameiningunni. Akureyrarbær hefur beitt sér fyr- ir því að komið var á fót nefnd til að skoða sameiningarmál á öllu svæðinu og voru niðurstöður skoðanakönnunarinnar kynntar á fundi nefndarinnar. „Við ákváðum að senda niður- stöður til allra sveitarstjóma og fá fram hvaða skref þau vilja stíga. Að þeim svörum fengnum verður nefndin kölluð saman að nýju og ákveðið með framhaldið. Ég túlka niðurstöður könnunar- innar á þann veg að sameining allra sveitarfélaga í Eyjafirði í eitt öflugt sveitarfélag njóti víðtæks stuðnings íbúa. Því verðum við að fara að fá skýr svör frá sveitar- stjórnum um hvað þær vilja gera,“ segir Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri á Akureyri. Um helgina var kosið um sam- einingu þriggja sveitarhreppa í Eyjafirði, Glæsibæjarhrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps. Sameiningin var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, í Glæsibæjarhreppi samþykktu 91% íbúanna sameiningu, í Skriðuhreppi 77,5% og í Öxna- dalshreppi 90%. gk ;> * :■',** -*. . v •n\v"W-x-' casall' #sSP Tískudagamir eru byrjaðir og allt er á hvolfi í Nanoq. t Við bjóðum Þér íalle9an og vandaðan tískufatnað á sérstöku tilboði - 25% afsláttur. Kíktu til okkar og kynntu þér úrvalið! nzæn S P O R T Opið hjá NANOQ í Kringlunni: Mánud.-miðvd. 10-18.30 • fimmtud. 10-21 föstud. 10-19 og laugard. 10-18 NANOQ+ 1 / «• X / » i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.