Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 Fréttir I Mikil ásókn ferðafólks á sýningar og þjónustubyggingar tengdar Vesturförunum: Ný starfsemi á gamla Plássinu á Hofsósi Stórlíkneski gefiö frá Salt Lake City Á sýningunni Fyrirheitna landið vekur athygli gríðarstór eftirgerð af höggmynd Bertels Thorvaldsens af Jesú Kristi sem íslendingafélagið í Utah var svo rausnarlegt að gefa setrinu. Líkneski sem metið er á milljónir króna kom með flutninga- vél alla leið til íslands frá Salt Lake City. Valgeir Þorvaldsson, upphafs- maður enduruppbyggingar Plássins á Hofsósi og framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins og Frændgarðs, segir að um helgar í sumar hafi ver- ið mjög mikil aðsókn íslenskra og erlendra ferðamanna til þorpsins. Þegar DV var á ferð á Hofsósi á virkum degi var veruleg umferð fólks á svæðinu sem eyddi talsverð- um tíma i að skoða sýningarnar tvær, Pakkhúsið og Plássið allt - Vænst þykir mér um . .. Vesturfarasetrinu bárust nýlega gjaf- ir úr dánarbúi Vestur-íslendinga fyrir tilstilli fólks sem er búsett hér á landi. „ Vænst þykir manni um þegar svona gjafir þerast hingaö á Hofsós. Svona munir eru ómetanlegir og munu koma að gagni hér, “ segir Val- geir Þorvaldsson. Bókasafn Hér kemur vesturfara-bókasafn þar sem hægt veröur aö grúska. Á efri hæö Frændgarös veröur bókasafn meö súöarstemningu í rúmgóöu fjór- skiptu rými. gamla þorpskjarnann. Stytta af Þor- fmni Karlsefni - fyrsta Evrópubúan- um sem nam land i Norður-Amer- íku, hefur verið sett upp rétt fyrir ofan Frændgarð. Þorfmnur var frá bænum Höfða sem er skammt norð- an Hofsóss. Konungsverslunarhús og hótel væntanlegt En uppbyggingin á Hofsósi er í raun bara rétt að byrja: „Við erum farin að undirbúa byggingu hótelsins," sagði Valgeir. Sú bygging mun standa rétt fyrir Kristslíkneski komið frá Salt Lake City Þau löunn og Ari Brynjarsbörn frá Reykjavík voru lítil í samanburöi viö stytt- una afJesú Kristi sem Vestur-íslendingar í Salt Lake City gáfu setrinu í Frændgaröi á Hofsósi. Líkneskiö er á sýningunni Fyrirheitna landið. Þrjár byggingar, sem hýsa sýn- ingar og þjónustustofnanir er tengjast íslensku Vesturförunum - Vesturfarasetrið, Frændgarður og Konungsverslunnarhúsið auk hót- els í fjórum byggingum, verða áður en langt um líður risnar á Hofsósi í Skagafirði. Víða er farið að ræða um þær sem sterkt að- dráttarafl staðarins fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, ekki síst fólk af íslenskum ættum er býr í Norður-Ameríku. Tvær af framan- greindum byggingum, Vesturfara- setrið og Frændgarður, eru báðar komnar í nánast fullan rekstur. Sýning í Frændgarði ætt- fræðisetur, bókasafn og íbúð Sýningin Fyrirheitna landið, sem hönnuð er af Áma Páli Jó- hannssyni, segir á áhrifaríkan hátt sögu íslendinganna sem fóra til Utah í Bandaríkjunum og gerðust mormónar. Á sýningunni eru and- litsmyndir af 200 Utahforum sem mun vera helmingur allra þeirra sem fyrst fóru frá íslandi í leit að fyrirheitna landinu. Flestir voru frá Vestmannaeyjum og annars staðar af Suðurlandi. Húsið Frændgarður, sem teiknað er af Óla Jóhanni Ásmundssyni arkitekt, er glæsilegt tvílyft timbur- hús sem skiptist í sýningarsal, ætt- fræðisetur, bókasafn og ibúð fyrir fræðimann. Á efri hæðum hússins verður bókasafn og tölvubúnaður þar sem gestir geta sjálfir að ein- hverju leyti rakið ættir sínar á ein- faldan hátt, gluggað i bækur og myndagögn yfir kaffibolla. Þá er ver- ið að leggja lokahönd á frágang íbúð- ar fyrir fræðimann eða aðra sem vilja dvelja í lengri eða skemmri tíma og fást við málefni tengd ferð- um íslendinga til Vesturheims. Byggingartími Frændgarðs hefur verið stuttur því byggingarleyfi var ekki veitt fyrr en 22. febrúar síðast- liðinn. Húsið stendur skammt frá Vesturfarasetrinu handan árinnar þar sem gamla uppgerða Pakkhúsið frá árinu 1777 stendur en það er í eigu Þjóðminjasafns íslands. DV-MYNDIR PJETUR Frændgarður verður m.a. ættfræðisetur Valgeir Þorvaldsson viö Frændgarö þar sem nýlega var opnuð sýning. Þar veröur einnig veg- legt bókasafn á efri hæö auk sýningar um fyrstu vesturfarana og íbúö fyrir fræöimenn. ofan Vesturfarasetrið og Frændgarð og verður hún í byggingarstíl frá upphafi 20. aldarinnar og mun skiptast i fjóra hluta. Gert er ráð fyrir að eignarhald hótelsins verði í höndum íslendinga og Norður-Am- eríkumanna. Á næstu misserum er einnig fyrirhugað að end- urbyggja Konungsverslun- arhúsið sem stóð á sínum tíma á Plássinu skammt frá Pakkhúsinu. I Kon- ungsverslunarhúsinu verður sett upp sýning sem tengist landnámi Is- lendinga í Norður-Dakóta. Með hliðsjón af þessu má segja að allir íslendingar eigi einhver bein ættar- tengsl við Frændgarð, Vesturfarasetrið og hið væntanlega Konungsversl- unarhús. -Ótt Sýningin Fyrirheitna landlð Mjög margir af fyrstu vesturförunum voru frá Vestmannaeyjum og annars staöar af Suöurlandi. Myndir af helmingi þessa fótks eru á sýningunni i Frændgaröi og munir tengdir þessu fólki þegar þaö kom vestur um haf. Fyrirhuguð byggð í Plássinu á Hofsósi Vesturfarasetriö fyrir miöri mynd og Frændgaröur vinstra megin viö brúna eru þegar komin í rekstur. Hótelbyggingarnar munu standa ofanvert i plássinu (á móts viö framhandlegg Valgeirs). Unisjon: Reynir Traustsson netfang: sandkorn@ff.is Samkeppnin á símamarkaði tekur á sig hinar skemmtilegustu myndir. Auk þess að berjast um kúnnana með kostaboðum um betri þjónustu og lægra verð berjast símafyrirtækin hart um kúnnana. Þannig mátti á dögunum sjá ný- breytni á auglýsingaskiltum Reykjavíkur sem staðsett eru víðs vegar um borgina, m.a. fyrir fram- an höfuðstöðvar Landssímans og Þórarins V. Þórarinssonar við Austurvöll og Ármúla. Þar gat að líta atvinnuauglýsingar frá einum keppinautnum, Íslandssíma, þar sem óskað var eftir tæknimennt- uðu starfsfólki. Heyrst hefur af titr- ingi innan yfirstjómar Landssím- ans með þetta trójubragð keppi- nautarins, sérstaklega þar sem fyr- irtækið hefur átt fullt í fangi með að koma í veg fyrir að starfsmenn- imir fari yfir til keppinauta á fjar- skiptasviðinu... Lax fyrir 2,5 milljónir Margir hafa farið fisklausir úr laxveiðián- um í sumar og enn fleiri með einn eða smá- laxa, Út- lendingar sem voru héma fyrir fáum dögum veiddu einn lax og greiddu fyrir það með öllu 2,5 milljónir. Þeir komu á einkaflugvél sem beið á meðan þeir renndu fyrir lax í þekktri laxveiðiá norðanlands. Af- raksturinn varð einn lax sem vó 5 pund. Rétt áður en þeir fóru heim fóru þeir með laxinn í reyk og gættu hans sem gull væri. Ætluðu þeir að skipta fiskinum á milli sín þegar hann yrði sendur heim til þeirra reyktur. Þess má geta að hvert kíló af laxinum hefur sam- kvæmt þessu kostað sem nemur einni milljón króna... Fyndiö illmenni Hið nýja samein- aða Leikfélag ís- lands ætlar sér stóra hluti á næst- unni. Einn vinsæl- asti söngleikur allra tíma, Oliver Twist, verður sett- ur upp i haust. Leitað er að barni sem getur bæði sungið og leikið. Líklegt að stórleikararinn Stefán Karl Stefánsson taki að sér hlut- verk Fagins. Hann þykir fara ein- staklega vel með hlutverk fyndinna illmenna. Þetta er þó allt óákveðið enn sem komið er. Reiknað er með frumsýningu um jólin. Hermt er að léttur hrollur fari nú um stjórnend- ur Þjóðleikhússins og Borgarleik- hússins og alvöru samkeppni er skollin á... Þjóðhetja Mikið var um dýrðir í Brattahlíð á Grænlandi um helgina. Þjóðhöfð- ingjar íslands, Grænlands og Danmerkur mættu til hátíðar þar sem minnst I var 1000 ára af-8 mælis landafunda og kristni. Af þessu tilefni voru Þjóðhildarkirkja og skáli Eiríks rauða vígð. Manna kátastur var alþingismaðurinn Ámi Johnsen sem átti hugmynd- ina og stjórnaði uppbyggingu. Svo þekktur er Ámi á Grænlandi að sagt er að fleiri Grænlendingar viti á honum deili en Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem reyndar var einnig í Brattahlíð, en konu- laus. Nærvera Áma í Brattahlíð vakti athygli og þurfti fjöldi manns að heilsa honum og þakka upp- bygginguna...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.