Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 PV__________________________________________________________________________Útlönd Landsins mesta úrval af unaðsvörum ástarlífsins. Við gerum kynlífið ekki bara unaðslegra heldur líka skemmtilegra. Opið mán.-fös.10-18 laug.10-1B föj Fékafeni 9 • S. 553 1300 Prinsessan og sjóliðinn Al-Khalifa kynntist Jason Johnson í verslunarmiöstöð í Bahrain. Prinsessa sækir um pólitískt hæli 19 ára gömul prinsessa frá Ba- hrain, sem flúði land dulbúin til að geta gifst bandarískum sjóliða gegn vilja fjölskyldu sinnar, verður ákærð fyrir að hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna. Verjandi prinsessunnar segir hana nú verða að sækja um pólitískt hæli. Prinsessan, Al-Khalifa, og eigin- maður hennar, Jason Johnson, kynntust í verslunarmiðstöð i Ba- hrain í janúar i fyrra. Faðir Al- Khalifa er bróðir emírsins í Ba- hrain, Hamad bin Isa al-Khalifa. Verjandi prinsessunnar segir mögulegt að llfi hennar verði ógnað snúi hún til heimalands sins þar sem flestir eru íslamstrúar. Prinsessan og sjóliðinn gengu í hjónaband í Las Vegas. Hann var lækkaður í tign vegna málsins. Borís Berezovski hættir þingmennsku H Ö G G BORVELAR h-------- ..það sem fagmaðurinn notar! Rússneski auðjöfurinn Borís Ber- ezovskí lýsti því yfir i gær að hann hygðist láta af þingmennsku í mót- mælaskyni við árásir Vladimirs Pútíns forseta á héraðsstjóra og of- riki hans. Berezovski, sem er einn hinna svokölluðu fjármálafursta er notuðu sambönd sín til að raka að sér fé síðastliðinn áratug, kvaðst vilja sýna andstöðu gegn alræðisstjóm þó svo að það þýddi að hann nyti ekki lengur friðhelgi gegn ákæru. Fjármálafurstinn sagði baráttu Pútins gegn héraðsstjórunum vel skipulagða og þjóna þeim tilgangi að eyðileggja sjálfstæðan rekstur. Berezovskí var í hinni svokölluðu fjölskyldu aðstoðarmanna og kaup- sýslumanna sem þyrptust í kring- um Borís Jeltsin, fyrrverandi Rúss- Berezovskí landsforseta. Þeir studdu einnig Pútín í forsetakosningunum í mars síðastliðnum. Pútín hyggst svipta héraðsstjór- ana sæti í efri deild þingsins. Sam- kvæmt áætluninni munu þeir einnig verða sviptir friðhelgi. Berezovskí komst á þing í desem- ber síðastliðnum. Hann er harður andstæðingur kommúnista og hefur notað tækifærið á þingi til að gagn- rýna þá. Berezovskí hefur sakað for- ingja í fyrrverandi öryggislögregl- unni KGB um að hafa reynt að ráða hann af dögum. Berezovskí segir fjölmiðla hafa gert of mikið úr áhrif- um hans. Svo virðist sem stjarna hans hafi ekki skinið jafnskært og áður eftir að Borís Jeltsín Rúss- landsforseti sagði af sér um síðustu áramót. jjhr Verkfræ&ingar, tæknifræ&ingar, hönnuðir! Flugslys á Indlandi: 55 létust er farþegavél brotlenti á húsaþyrpingu A kosningaferðalagi Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, notaði i gær tækifærið er hún var á kosningaferðalagi um New York, til að mótmæla fregnum um að hún hefði látið niðrandi ummæli falla um gyðinga fyrir 26 árum. 76 hafa látist ur Kreutzfeld Jakob Breskir vísindamenn sem starfa á vegum stjórnvalda þar i landi segja að hlutfall dauðsfalla úr kúariðu, þ.e. þeirra sem látast úr Kreutzfeld Jakob-sjúkdómnum, hafi aukist um 20-30 prósent á milli ára. Ráðgjafanefnd, SEAC, sem ríkis- stjómin hefur skipað til að fylgjast með þróun og útbreiðslu sjúkdóma sem ráðast á heilastarfsemina, segir hins vegar að of snemmt sé að draga þá ályktun að aukningin sé til fram- búðar og nái yfir Kreutzfeld-sjúk- dóminn. „Við höfum nú til skoðunar 76 áreiðanleg og líkleg tilfelli af sjúk- dómnum, þar af 7 manns sem eru enn á lífi, sagði í tilkynningu sem nefndin sendi frá sér í gær. Rannsókn á íjórum dauðsfollum af völdum kúariðu i litlu þorpi á Englandi stendur enn yfir. Boeing 737-200 brotlenti á húsaþyrpingu í borginni Patna í Austur-Indlandi í gær með þeim afleiðingum að 55 létust. Vélin varð alelda við áreksturinn og hefur slysið vakið harða um- ræðu um notkun úreldra flug- véla í farþegaflugi. Vitni að slysinu sögðu eld hafa logað í hreyflum vélarinn- ar, sem er 20 ára gömul og í eigu flugfélagsins Alliance Air, áður en hún hrapaði til jarðar. Patna, borgin þar sem flugslysið átti sér stað, liggur um 1000 kiló- metra suðaustur af Nýju-Delhi. „Vélin hristist öll,“ sagði vitni og bætti við: „Það kom reykur úr vélinni." Amit Khare, héraðsstjóri í Patna, sagði 51 af 58 farþegum flugvélarinnar hafa látist við áreksturinn, þar af 6 úr áhöfn, auk fjögurra íbúa í húsunum sem vélin brotlenti á. Nokkrir þeirra sjö farþega sem komust ..þið getið sótt hönnunarforrit fyrir múrfestingar á heimasíðu okkar sem er www.isol.is Rústir einar Umrædd flugvél varyfir 20 ára gömul og úreld orðin að margra mati. lífs af sögðust hafa fundið titring stuttu áður en vélin féll til jarð- ar. „Þegar vélin var um það bil að fara að lenda byrjaði hún að hristast," sagði fertugur rafvirki og farþegi vélarinnar. Eldur og reykur stigu upp úr rústunum þar sem flugvélin féll til jarðar um leið og björgunar- menn leituðu að fólki sem kynni að finnast á lífi undir rústunum. Yfirvöld sögðu að vélin, sem hafði verið á leið frá Kalkútta til Nýju-Delhi, með millilendingu i Patna og Lucknow, hefði brot- lent í einungis 2 kílómetra fjar- lægð frá flugvellinum. Ritari flugmálayfirvalda á Indlandi, A. H. Jung, sagði að tveir „svartir kassar" hefðu fundist í flakinu og að unnið yrði úr því þessa viku að lesa upplýsingar úr þeim sem hugs- anlega gætu skýrt tildrög slyss- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.