Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 9
9 i \ I FIMMTUDAGUR 20. JÚLl 2000___________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Skrautsýning í London Glæsileg skrautsýning var haldin í London í gær í tilefni 100 ára afmælis Elísabetar drottningarmóöur. Elísabet kom til hátíöarhaldanna í vagni ásamt dóttursyni sinum, Karli Bretaprinsi. Bill Clinton heldur á ráðstefnu G-8 í Okinawa: Friðarviðræðunum haldið áfram á meðan Maraþonfundi í friðarviðræðum ísraela og Palestínumanna lauk i gær án þess að samkomulag næðist. Hvíta Húsið tilkynnti að fundurinn hefði engan árangur borið en forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, sagði að forætisráðherra ísraels, Ehud Barak, og leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, hefðu ákveðið að verða eftir og halda viðræðunum áfram. Clinton heldur í dag til Okinawa í Japan þar sem hann mun sitja ráð- stefnu G-8 hópsins sem hefst á morgun og ráðgert er að taki þrjá daga. búið... en komumst síðan að þvi að enginn vildi fara, að enginn vildi gefast upp,“ sagði Clinton, bersýni- lega dauðuppgefinn og niðurdreg- inn með lítinn árangur af viðræðum ríkjanna síðastliðna 9 daga. Clinton hefur sem kunnugt er lagt mikla vinnu við „friðarferlið" og lagt áherslu á að samningar næð- ust milli ísraela og Palestínumanna áður en forsetatíð hans er á enda. Clinton sagði að Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, myndi vera leiðtogunum innan handar á meðan hann færi til Japans. „Það ber töluvert í milli en það hefur orðið framför og við verðum að vera viðbúnir því að leggja meira á okkur. Það ætti ekki að leika neinn vafi á því samt sem áður að þetta er erfitt verkefni. Mjög erfitt," sagði Clinton. Fyrr um kvöldið hafði talsmaður Hvíta hússins, Joe Lockhart, rætt við fréttamenn og tilynnt að fundin- um hefði lokið án nokkurs árangurs en nokkru síðar ákváðu Barak og Arafat að halda viðræðum áfram og gera aðra úrslitatilraun til að kom- ast að samkomulagi. Enn sem fyrr er það framtíð Jer- úsalems sem stendur i deiluaðilum og hvorugur aðila tilbúinn að gefa eftir tilkall til hennar sem höfuð- borgar. Á sama tíma hefur þónokk- ur árangur náðst á öðrum sviðum, t.a.m. í skiptingu landamæra milli Israels og Palestínu og um örlög palestínskra flóttamanna og land- nema Gyðinga en viðræðumar í Camp David halda áfram i dag. Býðst til að hætta eldflauga- framleiðslu Kim Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreu, býðst til að hætta eldflauga- framleiðslu samþykki önnur riki að veita N-Kóreu eldflaugar til geim- rannsókna. Vladimir Pútin, forseti Rúss- lands, greindi frá þessu í gær. Við- brögð bandarískra yfirvalda, sem segja N-Kóreumenn þróa langdræg- ar eldflaugar er gætu náð til Bandarikjanna, voru varkár. Pútín, sem verið hefur í opinberri heimsókn í N-Kóreu, greindi frá því í viðtali i gær að Kim Jong-il heföi fullyrt að eldflaugaáætlun N-Kóreu væri friðsamleg. „Við héldum allir að þetta væri I I I I I I Ibyggingavinkíaii SMrico&tlfeft opuuaartinM vegna opnunar á einum glæsilegasta sýiingarsal í Evrópu á stillanlegum rúmum! Þú eyðir 1/3 hluta á betra verði í BT Einnig fylgir öllum einbreiðum, stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í júlí. Horft á sjónvarp Morgun- matinn Unnio Slappað af Sofiö Lesið ævinnar í rúminu! Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stellingu sem er. Með öðrum takka færð þú nudd sem þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér. Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks slökun og þannig dýpri og betri svefni. ...gerðu kröfur um heilsu & þægindi £9ffr#* 9rtffi cf §é$mm ftff Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opíð: Mán. - fös kl. 10-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.