Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 Niðurskurður til að slá á þenslu Jón Kristjánsson, formaöur fjárlaga- nefhdar, segir að tveggja miiljarða króna tekjuafgangur ríkissjóðs verði væntanlega notaður til að greiða niður skuldir og bæta skuldastöðuna. „Þetta hangir saman við viðskiptahallann og fjármálaráðu- Jón Kristjánsson neytið ákveður hvað skuldimar eru borg- aðar hratt niður.“ Jón segir að þegar talaö er um niður- skurð í þessu sambandi verði menn að átta sig á því að þá sé verið að tala um fjárlög næsta árs, en tekjuafgangurinn sé af síðustu fjárlögum. „Niðurskurður- inn er ekki hugsaður til að ná saman endum í rekstri ríkissjóðs, hann á að slá á þenslu í þjóðfélaginu." Steingrímur J. Sigfússon, þingmað- ur Græns framboðs, segir að tekjuaf- vj gangurinn sé ekki það mikið frávik frá því sem reiknað hafl verið með þannig að hann komi ekki til með að breyta miklu. „Hálfúr milljarður af þessu gæti t.d. stafað af leiðréttum tölum vegna verðbólgu. Það liggur ljóst fyrir að við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu í dag velta miklir fjármunir inn í ríkis- sjóð og þá er auðvelt að skila góðri bók- haldslegri afkomu á leiðinni upp verð- bólgubrekkuna." -Kip ^ Miðbæjardjammið náttúruperla í Fókus sem fylgir DV á morgun er rætt við enska Stoke-aðdáendur sem komu hingað um síðustu helgi og býsnuðust yfir verðlagi en róuðust þegar þeir sáu sætu stelpumar okkar. Anna Koumikova er gerð að umtals- efni og Ragnheiöur Axel ræðir um Óskabömin og Jarvis söngvara Pulp. Svo er umfjöllun um nýjustu nátt- úruperluna, miðbæ Reykjavíkur, en það hefur komið 1 ljós að túristamir eru sumir hverjir komnir til að djamma og tjútta. Lífið eftir vinnu er blaðauki sem fylgir Fókus og þar finnurðu allt sem þú þarft að vita um *■ menningar- og skemmtanalíf landans. Nyr dyraspítalí Fyrsta skóflustungan var tekin aö nýjum dýraspítaia í Víðidal í gær. Margir tóku þátt í athöfninni, bæöi fuilorönir og börn, eins og sjá má á myndinni. Nýi sþítalinn veröur 460 fermetrar aö stærö. Honum veröur skiþt í tvennt. Annar hlutinn veröur notaöur fyrir gæludýr en hinn hlutinn fyrir stærri griþi, s.s. hross og kindur. Gert er ráð fyrir aö fram- kvæmdir viö dýraspítalann hefjist á allra næstu dögum. Björtustu vonirnar eru aö bygging hússins taki 6-12 mánuöi. Ríkið sýknað af kröfu um ógildingu á sölu jarðarinnar Kambsels: Engin bein fyrirmæli um auglýsingu jarða „Hvorki í jarðalögum né í öðrum lögum er að finna bein fyrirmæli um að auglýsa skuli fyrirhugaða sölu ríkisjaröa." Þetta var megin- niðurstaða Héraðsdóms Austur- lands í gær í máli þar sem ríkið var sýknað af kröfu tveggja nágranna- bænda um ógildingu sölu og afsals jarðarinnar Kambsels í Djúpavogs- hreppi. Dómurinn telur einnig að fyrir þessu liggi fordæmi með dómi Hæstaréttar frá því fyrr í ár. Guðmundur Bjamason seldi lög- manninum Helga Jenssyni á Egils- stöðum og Atla Árnasyni lækni á Seltjarnarnesi eyðijörðina Kambsel í Álftafirði í upphafi árs 1999 á 750 þúsund krónur. Verðið töldu stefn- endurnir Jóhann Einarsson og Ás- geir Ásgeirsson of lágt auk þess sem jörðin var ekki auglýst. Einnig þótti liggja fyrir i málinu að kunn- ingi þeirra Jóhanns og Ásgeirs, Jón Gunnarsson, hefði, stuttu áður en jörðin var seld, farið þess á leit að upplýst yrði i landbúnaðarráðu- neytinu hvort til stæði að selja um- rædda jörð. Ráðuneytið hafi þá upplýst að jörðin væri ekki til sölu. Þess vegna hefðu þeir Jóhann og Ásgeir ekki gert frekari reka að því að fá hana keypta. Síðan hefði það komið þeim í opna skjöldu er þeim barst til eyma um svipað leyti að jörðin hefði verið seld. Jörðin Kambsel liggur að jörð Jóhanns að Geithellum I og var til ársins 1883 hluti af jörðinni Geit- hellum. Jóhann að Geithellum I og Ásgeir á Blábjörgum í Djúpavogs- hreppi leigðu jörðina Kambsel með hliðsjón af landnýtingu þeirra og búskaparháttum. Leigan átti þannig stóran þátt í að tryggja að bændumir tveir hefðu nægjanlegt landrými til beitar fyrir búfénað sinn. Héraðsdómur tekur fram í dómi sínum að þótt taka megi undir að almennt séu það betri stjómsýslu- hættir að leita samráðs við jarða- nefndir og sveitarstjórnir og að auglýsa ríkisjarðir til sölu „eins og nú munu hafa verið settar reglur um“ þá verði ekki talið að skortur á því eigi að leiða til þess að stefn- endur fái ógilt söluna til Jóhanns og Ásgeirs. Dómurinn segir jafn- framt að engin málefnaleg gögn hafi verið lögð fram um að jörðin hefði selst á of lágu verði. Rétt er að taka fram að Jóhann og Ásgeir era enn með beitaréttar- leigusamning á jörðinni Kambseli. Hinir nýju eigendur, Helgi og Atli, keyptu landið hins vegar aðaUega í þeim tilgangi að stunda þar skóg- rækt. Þeir hafa þegar hafið skóg- rækt að Geithellum II þar sem 20 þúsund plöntur hafa verið settar niður. -Ótt Gengi deCODE: Sigur að mati sérfræðinga - lokagengi á Nasdaq í gær var 26,5 dollarar Siðustu viðskipti með hlutabréf i deCODE genetics voru skráö sam- kvæmt Nasdaq vísitölu 26,5 dollarar við lokun markaðar í gær. Gengi hlutabréfanna sveiflaðist í gær frá genginu 22 og upp í ríflega 27 doll- ara. Gengið virðist þó halda nokkuð vel þrátt fyrir nokkra lækkun Nas- daq-vístölunnar. Ljóst er þó að fjölmargir fjárfestar hérlendis og víðar halda niðri i sér andanum um framhaldiö enda vant- ar enn mikið á að gengi hlutabréfa nái þeim toppi sem var á viðskipt- um þeirra fyrr á árinu. Þá voru dæmi um að menn væru að kaupa á genginu 60 svo ljóst má vera að langt er í land að því gengi verði náð. Margir munu því vera með Kári Stefánsson Getur unaö glaöur viö þróunina. krosslagða fingur um þessar mund- ir. Nokkur óvissa virðist vera um framhaldið og markast það ekki síst á óvissu með væntanlegan árangur af starfi fyrirtækisins. Verðmæti deCODE felast í þeim skilmerkilegu rannsóknargögnum sem fyrirtækið hefur. Þar er ekki hvað sist horft til gagnagrunnsins. Sérfræðingur sem DV ræddi við að það væri ekki endi- lega rétt að horfa á stöðuna frá klukkutíma til klukkutíma heldur á langtímaárangur. Benti hann m.a. á að 1995 hafi Nokia ekki verið skráð á nema 10, en væri nú um 500. Ár- angur deCODE með skráningu nú væri þvi viss sigur. Falsaður Ásgrím- ur í Ármúla -Freydal vildi selja „Ég er sann- færður um að myndin er fölsuð," sagði Ólafur Ingi Jónsson for- vörður um mál- verk merkt Ás- grími Jónssyni sem verið hefur til sölu á inn- römmunarverk- stæðinu Smiðj- unni í Ármúla í Reykjavík að undanfómu. Myndin er 25x90 sm að stærð og sýnir landslag austur á Síðu. „Ég hef aldrei séð þessa mynd áður og hún er hvergi til á skrá,“ sagði Ólaf- ur Ingi. Eigandi myndarinnar, og sá sem setti hana í sölu hjá Smiðjunni, er Jónas Freydal listaverkasafnari sem kom mjög við sölu í málverka- fólsunarmálinu sem tengdist Gallerí Borg en Smiðjan sá einmitt um inn- rammanir fyrir galleriið meðan það var og hét. Jónas var búsettur í Kaupmannahöfn en býr nú í Kanada þar sem eiginkona hans starfar á ræðismannsskrifstofu Svavars Gestssonar í Winnipeg. Jónas flaug utan áður en lögreglu tókst að ná tali af honum en hún hefur óskað eftir að fá umrætt mál- verk í sína vörslu til rannsóknar. -EIR Jónas Freydal Flaug utan áöur en lögreglan náöi tali af honum. Hugsanleg lækk- un bensíns Olíuverð hefur lækkað verulega á heimsmarkaði og kostar tonnið nú um 312 dollara á móti 392 dollurum þegar það var hæst fyrir nokkrum vikum. í kjölfarið hefur bensínverð lækkað víða, m.a. í Danmörku þar sem það hef- ur lækkað tvisvar að undanfómu en er á sama tima í sögulegu hámarki á Is- landi. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá Esso, segir að bensín- verð muni verða endurskoðað um mán- aðamótin í samræmi við reglur olíufél- anna og að þau hafi verið að horfa til þess aö geta lækkað verðið eftir þaö. „Gengisþróun er hins vegar óhagstæð og birgðir olíufélaganna miklar," segir hann. „Við búum heldur ekki við þann lúxus aö vera með olíuhreinsunarstöð i nágrenninu eða vera í aðeins sólar- hringsfjarlægð frá Rotterdam líkt og Danir.“ -vs Pantið í tíma dajaií FLUGfÉLAG I 570 3030 i i i i i i i i i i i í i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.