Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2000 DV 11 Hagsýni Viltu lifa lengur, hætta að eldast og hugsa skýrt?: Töfraberin bláu - borðaðu bláber, soðin, bökuð, fersk, frosin... Seint í ágúst má sjá virðulegar frúr ásamt litlum krökkum krjúpa og skríða um móa landsins með ýmiskon- ar ílát sér við hlið. Öðru hvoru horfa þær haukfránum augum í kring um sig og standa svo upp og ganga nokkur ákveðin skref til vinstri eða hægri eft- ir því sem við á. Þama er verið að leita beija. Helst blábeija og jafnvel aðalblábeija sem aðeins vaxa á ákveðnum stöðum og eru best allra. Svo er farið heim, búið til blábeija- saft, blábeijasulta, blábeijahlaup, blá- beijavín, blábeijatertur, blábeijaskyr - og allir eru glaðir. En bláber vaxa ekki bara á íslandi. Þau vaxa líka í útlöndum og þar á meðal í henni Ameríku. Þar hafa gáf- aðir menn komist að þvi með rann- sóknum að bláber innihalda fjöldan allan af vítamínum, steinefnum og andoxunarefhum og neysla þeirra leið- ir af sér betri heilsu og „næstum því“ ódauðleika ef trúa má æsifregnum. Við íslendingar höfum alltaf vitað þetta og þess vegna borðað mikið af blábeijum og sent blessuð bömin okk- ar í beijamó um leið og grænjaxlamir hafa fengið smá bláma á sig. Nýlega vom hér á ferð tveir um- boðsmenn amerískra blábeijaframleið- enda en þeir sögðust hafa komið hing- að í kjölfar þeirra upplýsinga að ís- lendingar væm næststærsti kaupandi blábeija frá þeim, aðeins Japanir keyptu meira. Og ef hefðbundin hausa- taining er notuð þá hljótum við að borða mest allra af blábeijum. Sem út- skýrir auðvitað hvers vegna við lifum lengur en aðrar þjóðir. Japanir kaupa bláberin fyrst og fremst af þvi að þau hafa góð áhrif á sjónina og skammtímaminnið. Fersk bláber er hægt að fá allt árið nú, innflutt frá útlöndum, en ódýrast era þau frá því í maí og fram í septem- ber þegar stórar uppskerur era í Bandaríkjunum og Kanada og hafa verslanir hér á landi notfært sér það í ríkum mæli. Frískandi blá- berjahristingur Þegar heitt er í veðri er gott að fá sér svona blábeijahristing. Amerísk bláber era ódýr þessa stundina, kosta svipað og í Kalifomíu eða um 180 krón- ur boxið. Berin era mikið góðgæti, full af vítamínum, steineöium og andoxun- arefnum og hristingur sem þessi er hitaeiningasnauður og hollur. 11/4 bolli bláber, fersk eða frosin 2 bollar af appelsínusafa, kœldurn 2 bollar fitusnauó jógúrt 1/4 bolli undanrenna Setjið allt í blandara og látið hann ganga þar til blandan verður mjúk og kekkjalaus. Hellið í 2 stór glös og njót- ið vel. Falleg og freistandi Þaö er blái liturinn í bláberjum sem inniheldur töfraefnið anthocyanin sem taliö er auka lífslíkur og heilsu fólks. Bláberjakrap 6 skammtar 4 bollarfersk eöa frosin bláber 180 ml eplasafi Blandið vel saman í blandara. Hellið í ilát, helst úr jámi svo það kólni fljótt (bökunarform era ágæt). Setjið í fryst- inn og frystið í um það bil 2 tíma. Hrærið þá i blöndunni og brjótið upp það sem er orðið frosið. Ágætt að setja hana andartak í blandarann aftur. Setjið aftur í form og lokið því með plastfilmu og setjið í frystinn. Notist innan 3 daga. Þeir sem eiga ísvélar nota þær auð- vitað. Hitaeiningar í skammti: 112 Eggjahvíta lg Fita 0,5 g Kolvetni 28 g Bláberjakaka 4 bollar fersk eða frosin bláber 2 msk. sykur 2 msk. mýkt smjör eða smjörlíki 120 g haframjöl 6 msk. púðursykur ofurlítið maple-síróp (má sleppa) V2 tsk. salt Hitið ofninn í 180" C. Blandið saman blábeijum og sykri svo þau verði alþakin sykrinum og setjið 30 sm hringfrom. Hrærið saman smjöri, haframjöli, púðursykri og salti þar til það líkist grófum sandi. Dreiflð blöndunni yfir bláberin og bakið í 35 mín. Hitaeiningar í hverjum skammti (6 skammtar) eru 197 Eggjahvíta 3 g Fita 7 g Kolvetni 33 g Bláberja granolastykki V2 bollihunang '/4 bolli púðursykur 3 msk. olía (bragðlaus) 1 V2 msk. kanill 1 'hbolli haframjöl 2 bollar fersk bláber Hitið ofhinn í 180’ C. Smyrjið fer- kantað 9“ form létt. Blandið saman hunangi, púðursykri, olíu og kanil í potti. Sjóðið í 2 mínútur en hrærið ekki i. Setjið haframjölið og bláberin í skál og hellið blöndunni úr pottinum yflr. Hrærið vandlega saman. Setjið í formið og bakið í um það bil 40 minút- ur. Kælið og skerið í 18 bita. Hitaeiningar alls: 484 (242 í hvorum skammti) Fita: 0,16 g Treflar: 4 g Hitaeiningar í hverjum bita: 97 Eggjahvíta 1 g Fita 3 g Kolvetni 17 g A TILBODI LEO 650 er kraftmikil og fjölhæf hejmilistölva sem skilar þér inn á Netið án nokkurra vandkvæða og veitir öllum fjölskyldumeðlimum aðgang að nýjum leiðum í samskiptum og upplýsingaöflun á öruggan og þægilegan hátt. LEO 650 Intel Pentium III 650 EB MHz 256k flýtiminni, 133 bus 128 Mb SDRAM 133 MHz 20 GB harður diskur Skjár 17” 16 Mb 3D skjákort 56k Voice/fax mótald 8 leshraða DVD geisladrif Sound blaster 128 hljóðkort Arowana hátalarar Windows 98 SE Lyklaborð og mús Norton Antivirus Skipholti 17 Sími 530 1800 Fax 530 1801 www.aco.is pentium ///

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.