Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DV Enn óljóst hver verður næsti forseti Bandaríkjanna eftir æsispennandi kosninganótt: Talið aftur í Flórída Ákveðið hefur verið að telja aftur atkvæði í Flórída til að hægt verði aö úrskurða hver verði næsti forseti Bandaríkjanna. Þegar kjörstjórn fylkisins tók ákvörðun þar um i morgun hafði George W. Bush, for- setaefni repúblikana, aðeins um tólf hundruð atkvæða forskot á A1 Gore, forsetaefni demókrata. Aldrei fyrr hefur kosninganóttin í Bandaríkjunum verið jafnspenn- andi og nú. Á áttunda tímanum í morgun lýstu fjórar stóru sjón- varpsstöðvarnar í Bandaríkjunum yfir því að Bush hefði verið kjörinn forseti. A1 Gore viðurkenndi meira að segja ósigur sinn. Hálfum öðrum klukkutíma síðar náði óvissa yfir- höndinni á ný þegar í ljós kom að munurinn í Flórída var jafnlítill og raun bar vitni. Gore neyddist þvi til að afturkalla fyrri viðurkenningu á ósigri. „Þessar kosningar eru bara ein- faldlega of tvísýnar," sagði Bill Daley, formaður kosningabaráttu Gores, við stuðningsmenn varafor- setans í Nashville í Tennessee. „Baráttan heldur áfram þar til þetta mál er leyst.“ Daley sagði að enn ætti eftir að telja rúmlega Fimm þúsund atkvæöi. Ekki var í morgun búist við að lok- ið yrði að telja 2.300 utankjörfundar- atkvæði sem komu frá útlöndum fyrr en eftir tíu daga, eða svo. Frambjóðendurna vantaði hvorn um sig rúmlega tuttugu kjörmenn til að tryggja sér forsetaembættið. Kjörmenn Flórída eru 25 og því Ijóst að sigur þar hefði skipt sköpum. En það var ekki bara í Flórída sem fá atkvæði skildu keppinaut- ana. Þegar búið var að telja 95 pró- sent atkvæða á landsvísu var Gore kominn með um sextíu þúsund at- kvæða forskot. Alls greiddu hátt í Repúblikanar fögnuðu í nótt Mikill fögnuöur ríkti meöal repúblikana í nótt þegar sjónvarpsstöövar lýstu yfir sigri Georges Bush. Fögnuöurinn breyttist hins vegar í skelfingu þegar tilkynnt var aö telja yröi aftur í Flórída. Forsetaslagurinn í Bandaríkjunum » Repúblikaninn George W. Bush hafði örlitla forustu yfir demókratann Al Gore í forsetakosningunum i nótt samkvæmt CNN og NBC BUSH Repúblikana-flokkurinn Atkvæöi kjósenda' GORE Demókrata-flokkurinn Óákveðnir Atkvæði i forsetakosningum 2000 Riki Flokkur Kjörmenn AL Alabama R 9 AK Alaska R 3 AZ Arizona R 8 AR Arkansas R 6 CA Kallfornla D 54 CO Colorado R 8 CT Connectlcul D 8 DE Delaware D 3 DC Washlngton D.C. FL Flórlda D 3 25 GA Georgía R 13 Hl Hawall D 4 ID Idaho R 4 IL lllinols D 22 IN Indlana R 12 IA lowa D 7 KS Kansas R 6 Ríki Flokkur Kjörmenn KY Kentucky R 8 LA Loulslana R 9 ME Malne D 3 MD Maryland D 10 MA Massachusetts D 12 Ml Michlgan D 18 MN Mlnnesota MS Mlsslsslppl D 10 R 7 MO Mlssourl R 11 MT Montana R 3 NE Nebras ka R 5 NV Nevada R 4 NH NewHampshlre NJ NewJersey NM Nýja-Mexikó R 4 D 15 D 5 NY NewYork D 33 NC Noriur-Karolina R 14 Kjðr- Ríki Flokkur menn ND NorSur-Dakóta R 3 OH Ohlo R 21 OK Oklahóma R 8 OR Oregon PA Pennsylvanla D 7 23 Rl Rhode Island D 4 SC Suóur-Karollna R 8 SD Subur-Dakóla R 3 TN Tennessee R 11 TX Texas R 32 UT Utah R 5 VT Vermont D 3 VA Vlrginla R 13 WA Washlngton D 11 WV Vestur-Virglnla R 5 Wl Wisconsln 11 WY Wyomlng R 3 REUTERS Samkvæmt CNN og NBC klukkan 7:30 í morgun aö Islenskum tlma BUSH GORE Hvert rfki hefur jafn marga kjörmenn og þingmenn í fulltrúadeild og öldungadeild eru margir I þvf rfki. eitt hundrað milljónir manna at- kvæði í forsetakosningunum. Þegar útlit var fyrir að Bush myndi fara með sigur af hólmi var hann spurður hvort hann gæti lýst þvi yfir að hann hefði umboð þjóð- arinnar færi svo að hann sigraði með svona litlum mun, sagði Bush aðeins: „Við skulum ræða um það á morgun, ef ég skyldi hafa það. Þetta sýnir bara hversu góð stefna mín var þar sem ég keppti við fráfarandi varaforseti sem naut góðs af sterku efnahagslífi." Repúblikanar sigruðu í báðum deildum þingsins Repúblikanar héldu naumum meirihluta i báðum deildum Bandaríkjaþings í kosningunum í gær. Umtalaðast sigurinn kom þó í hlut Hillary Clinton forsetafrúar, sem náði kjöri til öldungadeildar- innar fyrir New York. Óvenjulegasta kosningin fór fram í Missouri þar sem nafn Mels Camahans ríkisstjóra var á kjör- seðlinum þótt hann hefði farist í flugslysi i síðasta mánuði. Þótt lát- inn væri sigraði hann fráfarandi öldungadeildarþingmann repúblik- ana, John Ashcroft. Ekkja Camahans, Jean, verður skipuð í sæti hans í staðinn og það mun gera nýr ríkisstjóri Missouri úr röðum demókrata. Kosið var í gær um öll sætin 435 í fulltrúadeildinni og um 34 af eitt hundrað sætum í öldungadeild- inni. Demókratar þurftu aö bæta við sig sjö sætum í fulltrúadeild- inni og fimm sætum í öldunga- deildinni til að ná meirihluta í báð- um þingdeildum í fyrsta sinn frá árinu 1994. Það gekk ekki eftir. Þetta er í fyrsta sinn síðan á þriðja áratug aldarinnar sem repúblikanar hafa haft meirihluta í báðum þingdeildum í fjögur þing í röð. í morgun var enn óljóst hvor flokkurinn fengi nokkur mikilvæg Látinn maöur sigraöi Frá útför Mel Carnahans, ríkisstjóra í Missouri. Þrátt fyrir andlát sitt hlaut Carnahan sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Kona hans tekur viö sætinu. sæti I fulltrúadeildinni. Demókrat- hirða nokkur sæti af repúblikön- ar gerðu sér til dæmis vonir um að um í Kalifomíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.