Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2000, Blaðsíða 22
42 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_________________________________ Jóhanna Thorarensen, Ægisgrund 14, Skagaströnd. 80 ára_________________________________ Marín B. Jónsdóttir, Efstasundi 50, Reykjavík. Snorri Sigfússon, Gránufélagsgötu 48a, Akureyri. 75 ára_________________________________ Brynhildur Þorleifsdóttir, Kjarnalundi dvalarh, Akureyri. Eiríkur Eiríksson, Sólvallagötu 4, Keflavík. Guórún Jónsdóttir, Kleppsvegi 134, Reykjavík. > 20ára___________________________________ Árdís Björnsdóttir, Norðurvangi 6, Hafnarfiröi. 60 ára_________________________________ Davíó Björn Sigurösson, Lágholti 8, Mosfellsbæ. Hann verður aö heiman. Kristrún B Hálfdánardóttir, Laugarnesvegi 118, Reykjavík. Ragna Kristrún Blöndal, Fellasmára 6, Kópavogi. Ragnhiidur Franzdóttir, Núpasíöu 2a, Akureyri. Völundur Hermóösson, Álftanesi, Húsavik. Þorsteinn Gunnarsson, Kotströnd, Ölfushr. Árn. 50 ára_________T_______________________ Auðunn Bjarni Ólafsson, * Nýbýlavegi 38, Kópavogi. Einar S. Þorbergsson, Unnarbraut 10, Seltjarnarnesi. Guðjón Már Gíslason, Nesbala 124, Seltjarnarnesi. Guömundur L. Meldal, Þórustöðum 3, Eyjafjaröarsveit. Jóhannes Sigurgeirsson, Öngulsstööum 3, Eyjafjaröarsveit. Rögnvaldur Sigurðsson, Tungusíðu 6, Akureyri. Skúli Hauksson, Útey 1, Laugardalshr. Árn. 40-ára_________________________________ ' Ásdís Auðunsdóttir, Háteigsvegi 10, Reykjavík. Benedikt Theodór Jónatansson, Álfhólsvegi 113, Kópavogi. Birgir B. Blomsterberg, Garöhúsum 32, Reykjavík. Elín Helga Káradóttir, Þrúövangi 8, Hafnarfirði. Gunnar Grétar Gunnarsson, Eiöistorgi 9, Seltjarnarnesi. Haraldur Friðriksson, Grenigrund 7, Akranesi. Haukur Níelsson, Leirvogstungu 6, Mosfellsbæ. Hildur Lind Árnadóttir, Kópavogsbraut 92, Kópavogi. Hildur Sveinbjörnsdóttir, Reykjavíkurvegi 30, Reykjavik. Hólmfríður J. Guðmundsdóttir, Birkigrund 55, Kópavogi. Jóhann Sigurjónsson, Framnesvegi 65, Reykjavík. Jóhannes Halldórsson, Logafold 153, Reykjavik. Óskar Axel Óskarsson, Brattholti 6e, Mosfellsbæ. Sigurður V Ragnarsson, Bragavöllum 5, Keflavík. Smáauglýsingar DV vísir.is Andlát Sólveig Snædal Guðbjartsdóttir, Viði- lundi 21, Akureyri, lést á heimili sínu laugard. 4.11. Sylvía Kristjánsdóttir, Móaflöt 18, Garöabæ, lést á líknardeild Landspital- ans í Kópavogi föstud. 27.10. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Benedikt Þórður Jakobsson, Meöalholti ? 19, Reykjavík, lést á heimili sinu sunnud. 5.11. Kristmundur Haukur Jónsson, Berjarima 4, Reykjavík, lést laugard. 4.11. Arnbjörg Eysteinsdóttir lést á hjúkrun- arheimilinu Droplaugarstööum aðfara- nótt sunnud. 5.11. Benedikt Bjarnason frá Tjörn á Mýrum lést á Landspítalanum í Fossvogi lést á 'Í.Landspitalanum í Fossvogi laugard. 4.11. Óskar Ágústsson íþróttakennari Óskar Ágústsson íþróttakennari, Kvisthaga 19, Reykjavik, er áttræð- ur í dag. Starfsferlll Óskar fæddist að Brú í Stokkseyr- arhreppi en ólst upp í Sauðholti. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni og við íþrótta- kennaraskólann þar. Að námi loknu kenndi hann í þrjú ár á vegum UMFÍ og ÍSÍ og hélt námskeið víða um land. Á sumrin stundaði hann einkum frjálsíþrótta- kennslu og sundkennslu. Hann ferð- aðist milli skóla landsins og kynnti sér kennsluhætti, svo og nýjungar í íþróttakennslu í Danmörku og Nor- egi og sótti fjölda námskeiða hér á landi. Óskar var íþróttakennari á Laug- um í Suður-Þingeyjarsýslu 1944-85. Auk þess ráku þau hjónin Hótel Laugar í fjörutíu ár, eða til ársloka 1989, og hann var póstafgreiðslu- maður og síðan póstmeistari að Laugum í tuttugu ár. Þá starfaði Óskar við fomverslun í Reykjavík um tíma frá 1994. Óskar var formaður Héraðssam- bands Suður-Þingeyinga í tuttugu ár, var framkvæmdastjóri 11. lands- móts UMFÍ á Laugum 1961, sat í varastjóm UMFÍ 1965-73, situr í ferðanefnd Félags eldri borgara i Reykjavík frá 1992 og sat í vara- stjóm félagsins um skeið. Hann var sæmdur starfsmerki UMFÍ 1971, gullmerki UMFÍ 1976, heiðursorðu ÍSÍ 1970, er heiðursfé- lagi ÍSÍ frá 1980, sæmdur riddara- krossi islensku fálkaorðunnar 17.6. 1996 fyrir störf að íþrótta- og æsku- lýðsmálum. Fjölskylda Óskar kvæntist 18.9. 1948 Elínu Friðriksdóttur, f. 8.8. 1923, hús- mæðrakennara. Hún er dóttir Frið- riks Kristjáns Hallgrímssonar, f. 14.1. 1895, bónda að Sunnuhvoli í Blönduhlíð, og k.h., Unu H. Sigurð- ardóttur, f. 25.10. 1898, húsfreyju. Böm Óskars og Elínar eru Ágúst Óskarsson, f. 13.5. 1949, stórkaup- maður, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Helgu Sigurðardóttur skrifstofustjóra; dr. Hermann Ósk- arsson, f. 7.2. 1951, dósent við HA, búsettur á Akureyri, kvæntur Kar- ínu M. Sveinbjömsdóttur fram- haldsskólakennara; Knútur Óskars- son, f. 23.2. 1952, framkvæmdastjóri íslands og Skandinaviuferða, bú- settur í Mosfellsbæ, kvæntur Guð- nýju Jónsdóttur yfirsjúkraþjálfara; Una María Óskarsdóttir, f. 19.9. 1962, uppeldis- og menntunarfræð- ingur og verkefhastjóri nefndar um aukinn hlut kvenna í stjómmálum, búsett í Kópavogi, gift Helga Birgis- syni lögmanni. Systkini Óskars á lífi eru Jónína húsmóðir; Sigurjón, fyrrv. skrif- stofustjóri. Foreldrar Óskars voru Ágúst Jónsson, f. 5.8. 1877, bóndi í Sauð- holti í Holtum í Rangárvallasýslu, og k.h., María Jóhannsdóttir, 9.3. 1880, húsfreyja. Ætt Föðursystkini Óskars voru Jón, b. í Ásmúla í Holtum, faðir Ingólfs Jónssonar, verslunarstjóra í bóka- búðinni Helgafell; Ámi, b. i Herru, og Gróa, húsmóðir á Stokkseyri, auk annarra sem flest dóu ung. Ágúst var sonur Jóns, b. á Læk og á Heiði Jónssonar, b. í Efrahvoli í Hvolhreppi Eyjólfssonar, b. á Ægis- síðu Jónssonar. Móðir Jóns á Heiði var Málfríður Þorkelsdóttir, b. á Hárlaugsstöðum Arnórssonar. Móðir Ágústs var Björg Eyj- ólfsdóttir, b. á Minnivöllum Jóns- sonar, og Guðrúnar Ámadóttir, b. í Háholti í Eystrahreppi Eiríkssonar. Móðursystkini Óskars voru Jó- hanna, móðir Bergþórs, foður Jó- hanns, verkfræðings og staðarstjóra hjá Landsvirkjun; Sigurjón bólstr- ari, afi Ingólfs Margeirssonar rithöf- undar; Finnbogi Arndal, kennari og skáld, siðast i Hafnarfirði. María var dóttir Jóhanns, b. í Ós- gröf á Landi, bróðir Jónasar, langafa Þórs veðurfræðings og rit- höfundanna Svövu og Jökuls Jak- obsbarna. Jóhann var sonur Jóns, rika í Mörk á Landi Finnbogasonar, b. á Reynifelli Þorgilssonar, ætt- fóður Reynifellsættar Þorgilssonar. Móðir Jóns ríka var Helga Teits- dóttir, b. í Gunnarsholti Jónssonar, ættfoður Bolholtsættar Þórarinsson- ar. Móðir Maríu var Sigríður Eiríks- dóttir, b. í Stöðlakoti Höskuldsson- ar, b. á Kirkjulæk Eiríkssonar, b. á Ægissíðu Bjarnasonar, hreppstjóra á Víkingslæk Halldórssonar, ættföð- ur Víkingslækjarættarinnar. Móðir Sigríðar var Jámgerður Hannes- dóttir, b. á Litlahrauni Ögmunds- sonar. Óskar og Elín taka á móti gestum í Veislusalnum (Akóges-salnum) að Sóltúni 3, Reykjavík, á afmælisdag- inn milli kl. 16.00 og 19.00. Sjötíu og fimm ára Gunnar Reynir Magnússon löggiltur endurskoðandi Gunnar Reynir Magnússon, lög- giltur endurskoðandi, Hrauntungu 3, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Gunnar Reynir fæddist í Nýlendu I i Miðneshreppi sem nú er hluti af Sandgerði. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1941-42, stundaði nám við Samvinnuskólann og lauk þaðan verslunarprófi 1946, stundaði starfsnám í endurskoðun hjá N. Manscher & Co 1946-56 og er löggiltur endurskoðandi frá þeim tima. Gunnar Reynir var endurskoð- andi hjá N. Manscher & Co 1946-62 en stofnaöi eigin endurskoðunar- skrifstofu 1963 og hefur starfrækti hana síðan. Gunnar Reynir var endurskoð- andi Kópavogskaupstaðar 1964-89, sat í stjórn Félags löggiltra endur- skoðenda 1969-71 og var varafor- maður félagsins 1986-87. Hann sat í álitsnefnd félagsins í mörg ár til 1989, sat í nefnd um tekjuöflun rík- isins 1971-73, var umdæmisgjald- keri Lionshreyfingarinnar á tslandi 1971-72, var formaður Lionsklúbbs Kópavogs 1980-81, formaður styrkt- arfélags knattspymudeildar Breiða- bliks um nokkurra ára skeið, var einn stofnenda Tónlistarfélags Kópavogs og sat í stjórn þess um árabil og sat í bankaráði Seðla- banka íslands 1994. fjölskylda Gunnar Reynir kvæntist 27.5. 1950 Sigurlaugu Svanhildi Zophaní- asdóttur, f. 4.10. 1929, íþróttakenn- ara og húsmóður. Hún er dóttir Zophaniasar Jónssonar, lengi starfs- manns á Skattstofu Reykjavikur, og Önnu Theódórsdóttur húsmóður sem bæði era látin. Böm Gunnars Reynis og Sigur- laugar Svanhildar eru Anna Soffia, f. 1.10. 1950, félagsráðgjafi, gift dr. Ólafi Kvaran, listfræðingi og for- stöðumanni Listasafns íslands og eiga þau tvær dætur; Guðný, f. 30.3. 1953, deildarstjóri á Alþjóöaskrif- stofu háskólastigsins, gift Friðþjófi K. Eyjólfssyni, rekstrarfræðingi og starfandi endurskoðanda og eiga þau fjögur börn og eitt bamabam; Guðrún, f. 17.12.1954, leikskólastjóri í Kópavogi, gift Valþóri Hlöðvers- syni, sagnfræðingi og blaðamanni, og eiga þau þrjá syni og eitt bama-, barn; Emilía Maria, f. 30.1.1957, sér- kennari, gift Eyjólfi Guðmundssyni lækni og eiga þau þrjú böm; Hákon, f. 18.10. 1959, rekstrarhagfræðingur og á hann tvær dætur frá fyrrv. hjónabandi en sambýliskona hans er Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræð- ingur og alþm. og eiga þau tvíbura- syni; Bjöm, f. 26.3. 1964, sjávarlíf- ræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og á hann tvo syni frá fyrrv. sam- búð. Gunnar Reynir átti sex systkini og era fjögur þeirra á lífi. Systkini Gunnars Reynis: Stein- unn Guðný, f. 14.8. 1917, d. 13.10. 1997, húsmóðir og fyrrv. skrifstofu- maður í Reykjavík; Ólafur Hákon, f. 6.6. 1919, sjómaður og bóndi í Ný- lendu í Miðneshreppi; Björg Magnea, f. 18.12. 1921, d. 10.7. 1980, húsmóðir í Reykjavík; Einar Mar- inó, f. 4.2. 1924, jámsmíðameistari í Reykjavík; Hólmfríður Bára, f. 12.5. 1929, húsmóðir í Sandgerði; Tómasína Sólveig, f. 2.4. 1931, skrif- stofumaður í Reykjavík. Foreldrar Gunnars Reynis voru Magnús Bjami Hákonarson, f. 12.6. 1890, d. 11.10. 1964, útvegsb. í Ný- lendu, og k.h., Guðrún Hansína Steingrímsdóttir, f. 13.2. 1891, d. 14.12. 1897, húsmóðir. Gunnar Reynir verður að heiman á afmælisdaginn. Merkir íslendingar Karl ísfeld Nielsson Lilliendahl, rithöf- undur og þýðandi, fæddist á Sandi í Aðaldal 8. nóvember 1906. Hann var son- ur Niels Lorenz Thorvald Jakobsson Lilliendahl, kaupmanns á Akureyri, og Áslaugar Friðjónsdóttur, hálfsystir Guðmundar Friöjónssonar, skálds frá Sandi, Sigurjóns, skálds, oddvita og al- þingismanns á Litlu-Laugum, og Er- lings, kaupfélagsstjóra og alþingis- manns. Karl lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1932 og stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla ís- lands 1932-35. Karl var blaðamaður við Al- þýðublaðið 1935-44, ritstjóri Vinnunnar, tímarits Alþýðusambands íslands. Karl ísfeld Karl var skáldmæltur og gaf út frumsamin og þýdd ljóð. Hans verður þó lengst minnst sem eins fremsta þýðanda hér á landi. Hann þýddi m.a. Kamelíufrúna eftir Dumas; Jólaævintýri, eftir Charles Dic- kens; Bör Börsson, eftir Johan Falk- berger; Ævintýri góða dátans Sveiks í heimstyrjöldinni, eftir Jaroslav Hasek, og Og sólin rennur upp, og Einn gegn öllum, eftir Hemingway. Sumar þýðingar sínar vann hann í samvinnu við konu sína, Sigríði Ein- arsdóttur frá Munaðamesi, systur Mál- fríðar skáldkonu. Á það ekki síst við bundið mál, s.s. þýðingar á finnsku goð- sagnakvæðunum Kalevala sem er líklega allt eins hennar þýöing. Karl lést 1960. Jarðarfarir Minningarathöfn um Hrefnu Sigurðar- dóttur frá Krossageröi veröur í Foss- vogskapellu miðvikud. 8.11. kl 15.20. Útförin fer fram frá Heydalakirkju laug- ard. 11.11. kl. 14.30. Kristmundur Stefánsson, Garöabyggö 16, Blönduósi, verður jarösunginn frá Blönduóskirkju laugard. 11.11. kl. 14. Sigríöur Jónsdóttir, Grundarlandi 11, veröur jarösungin frá Bústaðakirkju fimmtud. 9.11. kl. 13.30. Björg Sæmundsdóttir, Kambi 4, Pat- reksfiröi, veröurjarösungin frá Patreks- fjaröarkirkju miövikud. 8.11. kl. 14. Sigrún Stefánsdóttir, Tunguseli 4, Reykjavík, veröur jarösungin frá Foss- vogskirkju miðvikud. 8.11. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.