Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 Helgarblað ________________________________________________________________________________________________py Fyrrverandi ráðherra á Grænlandi fluttur til íslands: Samgöngurnar jafnerfiðar og á dögum Eiríks rauða - fámenn og afskekkt lönd þar sem íbúarnir lifa á fiski Þegar Benedikta Thorsteinsson kom fyrst til íslands í kringum 1970 kom hún frá Kaupmanna- höfn og var grænlenskur hippi með sítt hár og í mussu. Það varð umferðaröngþveiti þegar hún gekk niður Laugaveginn því margir íslendingar höfðu aldrei séð útlending sem leit svona út. Benedikta eða Bendó, eins og hún er oftast kölluð, er nú flutt búferlum til íslands og það tekur enginn eftir því að hún skeri sig neitt úr íjöldanum þótt hún sé ekkert minna framandi í útliti en fyrir þrjátíu árum. Yngsti sonur hennar og Guðmundar eigin- manns hennar fer í nýbúadeild í Austurbæjarskólanum en árið 1970 haföi enn enginn sagt orðið nýbúi á íslensku því það var ekki búið aö finna það upp. Benedikta og Guðmundur bjuggu á íslandi í samtals 12 ár á árunum 1971 til 1984 en þá fluttu þau til Grænlands og bjuggu þar þangað til fyrir rúmri viku að þau sneru aftur til íslands. Benedikta tók virkan þátt í grænlenskum stjórnmálum þegar hún sat í stjórn fyrir Siumut- flokkinn sem félags- og atvinnu- málaráðherra i tvö og hálft ár en hún starfaði einnig á vettvangi sveitarstjórnar árum saman. Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra á Grænlandi, er flutt búferlum til íslands. Eiginmaöur hennar, Guömundur Thorsteinsson, og yngsti sonur, Eqaiunnguaq Kristiansen, fyigja meö. Sonurinn er jafnframt eina barniö af fjórum sem fætt er á Grænlandi. Pamela Anderson: Barmurinn lyftist að nýju Mun aftur upp rísa segir í góðum texta. Barmur Pamelu hefur greini- lega tekið þessa ábendingu nokkuð al- varlega því nú segja menn að hann sé aftur farinn teygja sig upp til himins í gegnum hálsmál sandgyðjunnar fríðu. Flestir minnast þeirra tiðinda með skelfmgu þegar hún tjáði heimin- um að hún ætlaði að íjarlæga silíkon- ið úr brjóstunum. Nú segja samstarfs- menn hennar í sjónvarpsþáttunum VIP að brjóstin séu að verða nokkuð við vöxt að nýju. Þegar umboðsmaður Pamelu var spurður um brjóst um- bjóðanda síns vildi hann engu svara. Annars er allt gott að frétta úr lífi hinnar fögru sandgyðju. Hún virðist hafa náð sér í yfir meðallagi geðheil- brigðan kærasta, sérstaklega ef miðað er við Tommy Lee. Brjóst hennar munu eflaust rísa og hníga um ókomna tíð henni sjálfri og öðrum til ánægju. Og gerir þá nokkuð til þótt hún grípi til stækkunar og minnkunar til skiptis. Gott er að minnast þess að þar til nýlega þótti stórmál að hleypa úr og í dekk í fjalla- ferðum - en nú er það bara gaman. Píanókeppni í fyrsta sinn á íslandi: Leynast stjörnur meðal nemenda? íslandsdeild EPTA (Evrópusam- band píanókennara) mun dagana 22.-26. nóvember standa fyrir fyrstu íslensku píanókeppninni og er hún ætluð efnilegum píanó- nemendum 25 ára og yngri. Píanókeppnir hafa tíðkast í öll- um Evrópulöndum áratugum ef ekki árhundruðum saman. En hvers vegna ekki á íslandi fyrr en nú. „Það er sennilega af peninga- leysi,“ segir Arndís Björk Ás- geirsdóttir píanókennari sem sit- ur 1 stjórn íslandsdeildar EPTA. Að hennar sögn styrkir nú keppn- ina Reykjavík Menningarborg Evrópu, auk menntamálaráðu- neytisins, Sjóvár-Almennra og fleiri. En er ekki erfitt að dæma píanóleik? „Dómendur þurfa auðvitað að hafa gott eyra og vera sanngjarn- ir en annars eru reglurnar um hvernig dæma skal mjög skýrar. Dómarar eiga m.a. að hlusta eftir tæknilegri færni, nákvæmni, stíl- tilfinningu og frumleika þeirra sem leika. Það eru þessi atriði sem skapa góðan píanóleikara." Arndís segir að það sé ánægju- legt að hafa Malcolm Troup einn af dómurum keppninnar en hann er mjög reyndur dómari og hefur um margra ára skeið ferðast um heiminn og dæmt í slíkum keppn- um. Hinir dómnefndarmennirnir eru Anna Guðný Guðmundsdótt- ir, Anna Þorgrímsdóttir, Gísli Magnússon og Halldór Haralds- son. Allt getur gerst Heldurðu aö við íslendingar eigum eftir að eignast píanó- stjörnur í kjölfar keppninnar? „Já, ég gæti trúað því,“ segir Arndís. „Við höfum auðvitað alltaf átt efnilega pianóleikara og eflaust leynast þar stjörnur innan um.“ Arndís segir að keppnin muni áreiðanlega virka mjög hvetjandi á unga nemendur í píanóleik og hún hefur þegar tekið eftir mikl- um áhuga í kringum keppnina. Krakkarnir æfa og æfa og ætla sannanlega að gera sitt besta. Arndís segist vilja hvetja fólk til að koma og horfa á því keppnin sé hin besta skemmtan. „Keppnin er líka spennandi og í raun getur allt gerst." Keppnin fer fram í Salnum tónlistarhúsi Kópavogs, og er opin almenningi til áheyrnar gegn aðgangseyri. Keppend- ur velja verk frá ákveðnum timabilum tónlistarsög- unnar samkvæmt upp- gefnum verkefnalistum fyrir hvern flokk fyrir sig. Þorkell Sigurbjörns- son tón- skáld hefur samið verkið Sindur fyrir úrslit keppninnar í efsta flokki. _ Keppt er í þremur flokkum: mið- ur nám (4.-5. stig, ekki eldri en 15 ára), framhaldsnám (6.-7. stig, ekki eldri en 19 ára) og háskóla- nám (ekki eldri en 25 ára). For- keppni fyrir mið- og fram- haldsnám verður haldin miðvikudaginn 22. nóv- ember frá kl.10.00-16.00 og fyrir háskólanám fimmtudaginn 23. nóvember frá | kl.10.00-16.00. Úslitakeppni í i öllum flokkum verður laugar- | | daginn 25. nóv- :í ember frá | 10.00-16.00. * Sunnudaginn 26. nóvember kl. 14.00 verður há- tiðarsamkoma þar sem tilkynnt verða úrslit í öllum lokkum og menntamálaráð- herra veitir verð- laun og viður- kenningar fyrir 1., 2. og 3. sæti hverjum flokki. Sigur- vegarar hvers flokks munu koma fram leika fyrir áheyrend- Arndís Björk Asgeirsdóttir Arndís Björk hvetur alla til aö koma aö horfa á píanókeppnina í Salnum. „Keppnin er æsispennandi og í raun getur allt gerst, “ segir hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.