Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Fréttir Skiptastjóri Nasco fundaði í Bolungarvík: Það verður engin vinnsla á næstunni - verkalýðsfélagið mun hjálpa með greiðslu launa Tryggvi Guð- mundsson, lög- fræðingur á ísa- firði, sem skipað- ur hefur verið skiptastjóri í þrotabúi Nasco Bolungarvík ehf., hélt fjölmennan fund með starfs- fólki og öðrum hagsmunaaðilum í fyrradag. Ótti er hjá bæjaryfir- völdum í Bolung- arvík um að gjaldþrotið leiði til fólksílótta úr plássinu. „Það er ljóst að þarna verður eng- in vinnsla á næstunni," sagði Tryggvi Guðmundsson, skiptastjóri i samtali viö DV eftir fundinn. „Á fundinum var farið yfir málið og fólki var gerð grein fyrir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Eins lýsti verkalýðsfélagið yfir því að það myndi hjálpa til með greiðslur á launum til að byrja með sem slær vonandi á mesta kvíðann hjá fólki. Það kemur síðan væntanlega í ljós eftir veðhafafund hvert fram- haldið verður. Sá fundur verður vonandi haldinn síðar í vikunni. Þá sér maður hvert viðhorfið er hjá veðhöfum varðandi afdrif fasteigna, véla og tækja og vonandi skýrast línur þá eitthvað. Þar er Byggða- stofnun liklega stærst." Annars sagði Tryggvi vel að mál- um staðið af hálfu verkalýðsfélags- ins og annarra en á fundinn kom líka fulltrúi vinnumiölunar. Fyrirtækið var sem kunnugt er tekiö til gjaldþrotaskipta fyrir helgi og var síðasti vinnudagur á föstu- dag. Mikill óhugur er í Bolvíkingum vegna gjaldþrotsins en Nasco var sjötti rekstraraðili í fyrrum Hrað- frystihúsi Bolungarvíkur sem var í eigu Einars Guðfinnssonar síðan það fór í þrot í byrjun tíunda ára- tugarins. Þar hefur í nokkur ár ver- ið rekin rækjuverksmiðja og er hún ein sú fullkomnasta á landinu. I verksmiðjunni hefur verið starfað á vöktum og þar hafa unnið um 70 manns. Hefur þetta verið mikil hrakfallasaga fyrir bæjarfélagið en margir Bolvíkingar telja þó að mesta áfallið hafi verið þegar Þor- björn í Grindavík, sem átti fyrir- tækið um tíma, flutti nær allan kvóta Bolvíkinga úr bænum og yfir á sín skip. Stefanía Birgisdóttir, eigandi verslunar Bjarna Eiríkssonar, segir fólk varla farið að átta sig á þessu, fyrsti atvinnuleysisdagurinn hafi verið í gær. „Við erum ekkert farin að finna fyrir þessu í versluninni enn sem komið er en fólk bíður eft- ir að fá að vita eitthvað um fram- haldið. Þetta hefur skapað mikið óöryggi og fyrir utan þau störf sem þama voru þá hefur þetta áhrif á miklu fleiri íbúa, m.a. þá sem veittu fyrirtækinu þjónustu." -HKr. Tryggvi Guömundsson skiptastjóri Nasco í Bolungarvík Ef rækjuverksmiðja Nasco fer ekki fljótlega í gang: Held að lítið verði þá úr bæjarfélaginu - segir Reimar Vilmundarson skipstjori Rækjusjómenn í Bolungarvík bíða átekta ísfiröingar buðust tii aö taka viö rækjuafla Bolungarvíkurbáta eftir að Nasco hætti vinnslu. „Við byrjuðum í des- ember á rækjunni en út- hlutað hefur verið 1.200 tonnum í Djúpinu. Það eru um 40 tonn á bát hér. Við erum búnir að fara tvo túra og lögðum það upp hjá Nasco. Á sunnu- dag var svo hringt í okk- ur og tilkynnt að ekki yrði tekið á móti meiri rækju,“ segir Reimar Vil- mundarson, skipstjóri á Freydísi ÍS. „Það var hringt í okk- ur á Bolungarvíkurbát- unum frá verksmiðju á ísafirði sem bauðst til að taka við rækjunni hjá okkur. Markaðurinn hér hefur verið að kanna hvort einhverjir aðrir vildu kaupa rækjuna eins og verksmiöjur í Grundarfiröi og á Hvammstanga. Mér heyr- ist þó að flestir vilji fara á ísafjörð með aflann.“ Reimar segir þokkalega rækju hafa fengist úr Djúpinu en veiði- svæðið hefur verið við Æðey og fram undan Ögurhólmanum. Það hafi verið um 250 til 300 stykki í kílói sem teljist viðunandi. „Það er bræla þessa stundina og nú halda menn að sér höndum og bíða og skoða hvað eigi að gera. Ef rækjuverksmiðjan hér fer ekki af stað fljótlega aftur þá held ég að verði ekki mikiö úr þessu bæjarfé- lagi. Það er lítið talað um annað á götunum en þetta mál,“ sagði Reim- ar Vilmundarson. -HKr. netfang: sandkom@ff.Is Forsetinn óþarfur Hinn síungi varaforseti ASÍ (og nú forseti), Halldór Björnsson, : kvíðir þvi ekki í samtali i við DV á mánudag að þurfa að eyða miklu af tíma sínum innan veggja ASÍ því þar sé nóg af starfsmönnum sem annist öll þau störf sem til falla. Sagt er að hin gamla kenning um að Verkamannasambandið hafi ver- ið í skúffu Dagsbrúnar gömlu eigi nú bæði við um ASÍ og Starfs- greinasambandið. í ljósi þessa og orða Halldórs spyrja gárungar hvort nokkur þörf sé á að hafa kjörinn forseta hjá ASÍ, starfsfólkið reddi þessu bara... Skilur ekki Stjána Kristjái Pálsson fói mikinn á dög unum og vildi hespa af tvö- földun Reykja- nesbrautarinn- ar. Formaður samgöngu- nefndar, Ámi Johnsen, ætl- aði sko aldeilis ekki að láta Krist- ján stela frá sér Reykjanesbraut- innni með þessum hætti. Brautin hefur sem kunnugt er verið helsta vopnið í baráttu þeirra um topp- sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju Suðvesturkjördæmi. Árni bæt- ir enn um í nýjasta útspili sínu og segist ekki vita um neinn sem skilji hvað Kristján er að fara. Gár- ungar telja hins vegar pottþétt aö Stjáni sé bara að fara í kosninga- slag... Fræknir feðgar —| Það fór vænt- 1 anlega ekki H fram hjá mörg- ■ um, allavega ^ ekki farþegum P| landa á mánu- Éft I daginn, að r ~ Reykjanes- gg . brautinni var IM—lokaö. Þar voru á ferð hópur fólks sem vildi mótmæla seinagangi varðandi framkvæmdir við tvöföldu brautar- innar. I sjónvarpi mátti sjá er átök brutust út á milli þriggja vaskra manna á rútu og mótmælenda er þeir fyrmefndu reyndu að aka fram hjá hindrunum. Þar voru komnir hinu fræknu feðgar Sig- lu-ður Sigurdórsson, Sigurdór og Guðmundur í Allrahanda. Þeir eru ekki vanir því að láta troða á sínum rétti með skítugum skóm enda urðu feðgarnir þekktir af baráttu sinni og hörðum deilum fyrirtækisins við bílstjórafélagið Sleipni í sumar... Óöur til Sólveigar Það eru fleiri en Jóhann Ár- sælsson og Sig- hvatur Björg- vinsson sem geta ort í flokki Össurar. Nú nýverið hófu ungliðar Sam- fylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmi rekstur vefsíðunnar Stólpi.com. Húmorinn er þar í fyr- irrúmi og sérstakur undirvefur til heiöurs Sólveigu Pétursdóttur, dóms og kirkjumálaráðherra: Þú drottning bœöi dóms- og kirhjumála, oss dreymir um að vera eins og þú. Þú sérö um þá sem berja, rupla og kála og tryggir þaö aó öll viö eigum trú. Viö biöjum rikisdrottin þig aö vernda, og vonum aö þin njóti lengi viö. Aödáendur heillaóskir senda, viö alltaf munum standa þér viö hliö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.