Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðiö Methagnaður hjá Kögun Kögun hf. var rekið með 90,6 milljóna króna hagnaði á reiknings- árinu sem lauk 30. september sl. og er það 66% hagnaðaraukning frá fyrra ári. Rekstrartekjur námu alls 737 milljónum króna og hækkuðu um 68% á milli ára. Afkoma félagsins á nýliðnu fjár- hagsári er sú besta frá upphafi, að því er fram kemur í frétt frá Kögun. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 114,5 m.kr. sem er hækkun um 40,3% og hagnaður eft- ir skatta nam 90,6 m.kr. sem er aukning um 65,6% milli ára. Arð- semi eigin fjár m.v. eigið fé í árs- byrjun nam 39%. Að mati stjómenda Kögunar er afkoma samstæðunnar á nýliðnu fjárhagsári yfir þeim mörkum sem gert var ráð fyrir að hún yrði þegar fjárhagsárið hófst. Stjóm fé- lagsins markaði þá stefnu að leggja bæri áherslu á „ytri vöxt“, þ.e. að fjár- festa í öðram fyr- irtækjum jafn- framt þvi sem fjármunum og tíma yrði varið til aö leita inn á er- lenda markaði. Við gerð rekstrará- ætlunar var það mat stjómenda fé- lagsins að sú öra þróun sem nú á sér stað í upplýsingatækni kallaði á að félagið styrkti sig til lengri tíma litið með því að byggja upp þekk- ingu á fleiri sviðum en áður voru fyrir hendi. Rekstraráætlun félags- ins gerði þannig ráð fyrir að sá kostnaður sem þessu fylgdi kæmi niður á nettohagnaði félagsins til skemmri tíma litið en mundi auka veltu og hagnað á komandi árum. Eigið fé Kögunar hf. er nú 350,7 m.kr. og hefur aukist um 118,5 m.kr. Viðburðaríkt ár í febrúar sl. keypti Kögun hf. Verk- og kerfisfræðistofuna hf. (VKS) og hefur miklum tíma og kostnaði verið varið í skipulags- vinnu beggja fyrirtækjanna i fram- haldi af þeim kaupum. Skrifstofu- hald félaganna hefur verið samein- að ásamt því að ýmsir verk- og vinnuferlar hafa verið samræmdir og stendur sú vinna reyndar ennþá yfir. Ljóst er að unnt verður að ná fram miklum samlegðaráhrifum með þessum kaupum og eru þau ekki enn að fullu komin fram. í febrúar sl. keypti Kögun hf. 60,1% hlutafjár í Vefmiðlun ehf. fyr- irtækið rekur vefsetrið NetDokt- or.is Fyrirtækið var rekið með tapi á árinu og dregur það niður afkomu dótturfélaga sem því nemur. Kögun átti frumkvæði að stofnun fyrirtækins Span hf. sem ætlað er að annast umfangsmikil viðskipti miUi fyrirtækja á Internetinu. Þá var Kögun hf. þátttakandi í stofnun fyrirtækins Auðkenni hf. en það fyrirtæki sérhæfir sig í rafrænum undirskriftum. í árslok 1999 seldi Kögun hf. allt hlutafé sitt í Intís hf. og nam söluhagnaður 47,4 m.kr. Kögun hf. stóð að stofnun Datavær- ket A/S í Danmörku sem sótt hefur um fjarskiptaleyfi þar í landi. Gunnlaugur M. Sigmundsson. Hraðfrystihús Eskifjarðar legg- ur Hólmanesi Skipverjum á Hólmanesi SU-1 hefur verið sagt upp störfum og skipinu lagt vegna niðurskurðar á úthlutuðum veiðiheimildum í út- hafsrækju og aukins tilkostnaðar við útgerðina vegna gríðarlega hás olíuverðs. Um síðustu mánaöamót var starfsfólki í rækjuvinnslu Hrað- frystihúss Eskifjarðar tilkynnt formlega að fyrirsjáanlegur væri langvinnur hráefnisskortur frá og með næstu áramótum. Af þeim sök- um yrði því fyrirhuguð vinnslu- stöðvun frá og með 1. janúar nk. í frétt frá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar er tekið fram aö hér sé um nokkuö hefðbundna aðgerð að ræða sem átt hefur sér stað meira og minna árum saman. í janúar og febrúar þegar loönuvertíð er hafin og frysting loðnu byrjuö hafa starfsmenn rækjuverksmiðjunnar getað fengið vinnu við loönufrystingu. í mars hefur svo rækjuvinnsla verið hafín að nýju. SÍF dregur úr þátttöku sinni í fiskvinnslu í Noregi - hefur selt tvö dótturfyrirtæki SÍF hf. hefur ákveðið að draga | verulega úr þátttöku sinni í fisk- vinnslu í Noregi í ljósi erfiðra j starfsskilyrða og viðverandi tap- ; reksturs. SÍF hefur þegar selt tvö * dótturfyrirtækja sinna í Noregi og ; nú standa yfir viöræður um sölu á r fjórum bátum sem SÍF hf. hefur ver- i ið aðili að. Fyrir nokkru ákvað SÍF hf. að | endurmeta stöðu og starfsemi fyrir- tækisins í Noregi í ljósi erfiðra starfsskilyrða og viðverandi tap- reksturs. Eftir mat á möguleik- um og viðræðum við nokkra aðila hefur veriö ákveðið að SÍF hf. dragi úr þátt- Gunnar Öm Krlstjánsson, forstjóri SÍF Vísitala neysluverðs óbreytt frá fyrra mánuði Vísitala neysluverðs, miðuð við ( verðlag í desemberbyrjun 2000, var i 202,1 stig, óbreytt frá fyrra mán- uði. Síðastliðna 12 mánuði hefur 1 vísitala neysluverðs hækkað um ; 4,2% en undanfarna þrjá mánuði I hefur vísitalan hækkað um 1,3% I sem jafngildir 5,3% verðbólgu á Í ári. Samkvæmt þessu er verðbólga I örlítiö minni en flestir bankar og ■ verðbréfafyrirtæki spáðu en spár | þeirra hljóðuðu að meðaltali upp á j 0,2% hækkun neysluverðsvísitöl- unnar á milli mánaða og 4,3% verðbólgu sl. 12 mánuði. í frétt frá Hagstofu íslands kem- ur fram að verð á mat og drykkjar- vöru lækkaði um 1,1%, sem gefur 0,18% vísitöluáhrif. Er sérstaklega nefnd verðlækkun á kjöti um 1,8% og á grænmeti um 5,3%. Verð á bensíni lækkaði um 2,0% en mark- aðsverö á húsnæði hækkaði um 0,6%. Vísitala neysluverðs án húsnæð- is var 200,3 stig og lækkaði um 0,1% frá nóvember. töku sinni í veiðum og vinnslu í Noregi. Nú þegar hefur starfsemi fisk- vinnslufyrirtækisins Nykvag Fisk AS í Vesteralen hefur verið stöðvuð og hús og tæki þess seld. Þá hefur fiskvinnslufyrirtækið Eidet Fisk AS í Vesteralen, hefur verið selt. Kaup- endur Eidet Fisk eru Ágúst Sigurðs- son framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins ásamt sterkum útgeröaraðilum á svæðinu. Við sölu fyrirtækisins var jafnframt gerður samningur um að SÍF hf. annist alla sölu afurða Eidet Fisk AS á komandi árum. í frétt frá SÍF kemur enn fremur fram að nú standa yfir viðræður um sölu á flórum bátum sem SÍF hf. hef- ur verið aðili að og dregiö hefur ver- ið úr rekstri fiskvinnslufyrirtækis- ins Loppa Fisk AS í Finnmörku. Fyrir liggur að leita eftir sölu á fyr- irtækinu eða samstarfi við aðila á svæöinu um breytingar á rekstri þess. í kjölfar þessara breytinga verður mögulegt að skerpa áherslur innkaupa skrifstofu SÍF í Tromsö og efla starfsemi innkaupaskrifstofu fyrirtækisins í Álasundi en hún sér- hæfir sig í innkaupum á laxi. Samtök atvinnulífsins gagn- rýna vöxt ríkisafskipta - vilja hraðari einkavæðingu opinberra fyrirtækja Einkavæöing gegnir ennfremur því hlutverki aö auka samkeppni og framleiöni í efnahagsl'rfinu og renna þannig styrkari stoöum undir batnandi Irfskjör. Stjórn Samtaka atvinnulifsins ályktaði á fundi sínum í gær að hraða bæri einkavæðingu opinberra fyrir- tækja f fjarskipta-, ijármála- og orku- geira. Stjómin gagnrýnir vöxt ríkisút- gjalda samkvæmt nýsamþykktum fjár- lögum. Hún hvetur til ýtrasta aðhalds hjá fyrirtækjum og opinberum aðilum til þess að hægt sé að tryggja markmið kjarasamninga, efnahagslegan stöðug- leika og bætt lífskjör. Fram kemur i ályktun fúndarins að stjóm Samtaka atvinnulífsins telur að þróun verðlags- og peningamála á næstu vikum og mánuðmn skipti sköp- um um hvort markmið kjarasamninga náist og hér takist að tryggja efnahags- legan stöðugleika og bætt lífskjör. Samtökin skora á alla þá, sem haft geta áhrif á framvinduna, að gera sitt ýrasta til að stuðla að því að þessi markmið náist en fara ekki sínu fram án tillits til heildarhagsmuna. Flest bendir til að sá verðbólguþrýstingur sem við stöndum frammi fyrir sé tíma- bundinn og við getum komist í stöðugra umhverfi innan skamms sé rétt á haldið. Nauðsynlegt er því að all- ir sýni ýtrasta aðhald. Þetta á við um verðhækkanir einkafyrir- tækja í samkeppni en ekki síður gjaldskrár- og skatta- hækkanir ríkis og sveitar- félaga sem ekki búa við að- hald markaðarins. Samtök- in lýsa áhyggjum af þeirri auknu skattbyrði sem leið- ir af hækkun gjaldstofns fasteignagjalda og leggja tU að álagningarprósenta fast- eignagjalds verði endur- skoðuð þannig að hækkun þess verði ekki umfram al- mennar verðhækkanir. Hækkun rikisútgjalda er öfugþróun Þrátt fyrir ágætan tekjuafgang á ný- samþykktum fjárlögum telja Samtök atvinnulífsins mikið áhyggjuefni að samkvæmt þeim hækka áætluð útgjöld rikisins um rúmlega 13% frá fjárlögum ársins 2000. Þess aðhalds, sem nauð- synlegt er, var ekki gætt í meðferð Al- þingis á fjárlagafrumvarpinu, enda hækkuðu áformuð ríkisútgjöld næsta árs um 9 mUljarða króna frá upphaf- legu fjárlagafrumvarpi. Útgjaldahækk- unin mUli ára er aukinheldur rúmlega 7% umfram spá Þjóðhagsstofnunar um almennar verðlagsbreytingar 2000-2001. Þetta telja samtökin öfug- þróun og ítreka enn nauðsyn þess að auka aðhald í fjármálum rikisins og freista þess þannig að draga úr þenslu í þjóðfélaginu. Hraða ber einkavæðingu Samtök atvinnulífsins telja bráðnauð- synlegt að einkavæðingu opinberra fyr- irtækja verði hraðað. Víðtæk einkavæð- ing fjarskipta-, Qármála- og orkufyrir- tækja þjónar þeim tilgangi að efla er- lenda Qárfestingu, sem enn er aUtof lítU á íslandi, og skapa ný og hagstæð fjár- festingartækifæri fyrir lífeyrissjóði og aðra innlenda Qárfesta. Með því má jafhframt draga úr viðskiptahaUa og þrýstingi á gengi krónunnar. Einkavæð- ing gegnir ennfremur því hlutverki að auka samkeppni og framleiðni í efna- hagslífmu og renna þannig styrkari stoðum undir batnandi lífskjör. Samtökin fagna ákvörðun ríkis- stjómarinnar um að hefja einkavæð- ingu Landssíma fslands hf. en telja að þar ætti að stíga stærri skref strax í upphafi en rætt hefur verið um, selja stærri hlut í fyrirtækinu og bjóða hlutafé út að hluta á alþjóðlegum markaði. Jafnframt ber að flýta einka- væðingu ríkisbankanna eins og kostur er. Þá er orðið timabært að hefja einkavæðingu í orkugeiranum, bæði á orkufyrirtækjum í ríkiseigu, til að mynda Landsvirkjun, og á veitufyrir- tækjum sveitarfélaga. Þannig er sam- keppni og hagstætt verð best tryggt hjá þessari mikilvægu atvinnugrein. I>V Þetta helst HilaililíiidriaimBSgJ i HEILDARViÐSKIPTi 1.648 m.kr. 1 1 - Hlutabréf 587 m.kr. 1 - Húsbréf 900 m.kr. MEST VIÐSKIPTi ©Eimskip 137 m.kr. j © Sjóvá-Almennar 94 m.kr. j © Kaupþing 80 m.kr. MESTA HÆKKUN i O Eimskip 5,1% i O Eignarh.fél. Alþýðubankinn 3,8% i © Opin kerfi 3,5% MESTA LÆKKUN ; O Þormóöur rammi-Sæberg 6,7% j ©íslenska járnblendifélagið 4,5% j © Pharmaco 3,5% ÚRVALSVÍSITALAN 1.286 stig : - Breyting O 0,43% Vonbrigði hjá Þormóði ramma-Sæbergi Afkoma Þormóðs ramma-Sæ- bergs hf. er lakari á síðari hluta árs- ins en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og er nú ljóst að verulegt tap verður á rekstri félagsins. Helstu ástæður versnandi afkomu eru um- talsvert gengistap á síðari hluta árs- ins vegna veikingar íslensku krón- unnar, hátt olíuverð og slæm af- koma rækjuveiða- og vinnslu, að því er fram kemur í afkomuviðvör- un frá félaginu. Verð hlutabréfa Þormóðs ramma lækkuðu nokkuð á Verðbréfaþingi íslands í kjölfar til- kynningarinnar, eöa um 6,7% yfir daginn. Lufthansa býður í 10% eignarhlut í Thai Airways Lufthansa, sem er annað stærsta flugfélag Evrópu, ætlar að gera til- boð í 10% eignarhluta í taílenska flugfélaginu Thai Airways en það er taílenska ríkið sem býður hlutinn til sölu. Taíland hækkaði nýverið leyfilega eignaraðild útlendinga að flugfélögum úr 10% í 30%, sem ger- ir Lufthansa kleift að bjóða í hlut- inn í Thai Airways þar sem erlend- ir fjárfestar eiga fyrir 4% í félaginu. Taílenska rikið er og verður áfram langstærsti hluthafinn í félaginu en hlutur ríkisins er nú 93%. Innlend- ir fjárfestar eiga svo 3% í félaginu. Auknar líkur á vaxta- hækkun í Evrópu Nýjar verðbólgutölur, sem birtust í morgun í Þýskalandi og Frakk- landi, eru taldar auka líkur á að Seðlabanki Evrópu hækki vexti fljótlega eftir áramót. Verðbólga í bæði Þýskalandi og Frakklandi reyndist heldur meiri en væntingar voru um, einkum vegna hækkunar á eldsneytisverði. Þetta, ásamt veikri evru og auknum hagvexti, er talið auka mjög líkum- ar á að Seðlabanki Evrópu hækki stýrivexti sína fljótlega eftir áramót, en ólíklegt er þó talið að vextir verði hækkaðir strax. jEjSEEl 13.12.2000 kl. 9.15 KAUP SALA Bdpollar 87,160 87,610 ^S5pund 126,130 126,780 j*Bkan. dollar 57,040 57,400 Dónsk kr. 10,2150 10,2710 rf^Norsk kr 9,4210 9,4730 SSSrensk kr. 8,9220 8,9710 H—IfI. mark 12,8051 12,8820 ^Fra. franki 11,6068 11,6766 1 ttBelg. franki 1,8874 1,8987 C J Sviss. franki 50,6100 50,8900 dJ^Holl. gyllini 34,5489 34,7565 ^Þýskt mark 38,9276 39,1615 jjít. líra 0,03932 0,03956 CdAust. sch. 5,5330 5,5662 Port. escudo 0,3798 0,3820 1» ISná. peseti 0,4576 0,4603 *]jap. yen 0,77420 0,77890 |írskt pund 96,672 97,253 SDR 111,8000 112,4800 ^ECU 76,1357 76,5932

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.