Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 MIÐVKUDAGUR 13. DESEMBER 2000 23 DV Útgáfufólag: Frjáls flölmiðlun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Fllmu- og plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Meinloka í sjálfu sér er ekkert við því að segja þó einstakir stjórn- málamenn séu haldnir meinloku þegar kemur að spurn- ingunni um einkaframtak í heilbrigðisþjónustu. Hins veg- ar er verra að heilbrigðisráðherra skuli haldinn slíkri meinloku að hann neiti að gefa einkaaðilum raunverulegt og sanngjamt tækifæri til að keppa við ríkisrekið heil- brigðiskerfi - aðilum sem þegar veita mikilvæga þjónustu. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur ítrekað lagst gegn hvers konar hugmyndum um að auka mögu- leika einkaaðila innan heilbrigðiskerfisins. í fyrirspurn- artima á Alþingi undir lok október síðastliðins kom ber- lega í ljós að ráðherrann hefur ekki hug á því að auka samkeppni á þessu sviði. Og í umræðum á Alþingi í lið- inni viku var sama upp á teningnum. Viðhorf ráðherrans veldur áhyggjum, ekki síst þegar höfð eru í huga þau miklu vandamál sem við er að glíma í heilbrigðismálum - vandmál sem eiga eftir að vera stærri og erfiðari viðfangs ef ekkert er að gert. Meinloka heilbrigðisráðherra og armarra sem standa gegn einkarekstri í heilbrigðisþjónustu felst í því að gera ekki greinarmun á því hver greiðir fyrir þjónustuna og hver veitir hana. Fullyrða má að langflestir íslendingar vilji standa þannig að málum að sameiginlegur sjóður landsmanna - ríkissjóður - greiði fyrir stærsta hluta heil- brigðiskerfisins. Ágreiningurinn snýst ekki um það, held- ur hvernig sameiginlegir fjármunir eru best nýttir öllum til hagsbóta. Á þessum stað hefur oftar en einu sinni verið fjallað um nauðsyn þess að efla samkeppni innan heilbrigðiskerfis- ins og á það bent að það sé ekki fjársvelti sem hrjái kerf- ið heldur mara samkeppnisleysi. í leiðara DV í apríl á liðnu ári sagði meðal annars: „Stjórnmálamenn sem og aðrir geta skemmt sér við deilur um hvort hagkvæmt sé að fela einkaaðilum þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Slíkar deilur skipta litlu og skila engu. Aðalatriðið er að einok- un og hömlur á samkeppni hafa jafn skaðvænleg áhrif í þessari grein og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Þær hækka kostnað og draga úr framleiðni. Það er kominn tími til að íslendingar geri sér grein fyrir að það er tvennt ólíkt að ákveða hver og hvernig er greitt fyrir þjónustu og hvern- ig og hverjir eigi að veita hana.“ Heilbrigðisráðherra á ekki að standa í vegi fyrir þvi að einkaaðilar geti keppt á jafnréttisgrunni við ríkið á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins. Verkefni ráðherra er að tryggja aðgang almennings að þjónustunni og að vel sé farið með almannafé. Það verður einnig að draga i efa að heilbrigðisráðherra geti, lögum samkvæmt, staðið gegn því að einkaðilar geti stofnað og keppt við ríkið í rekstri sjúkrahúsa, eins og nú er til athugunar. Heilbrigðisþjón- usta fellur undir samkeppnislög og fram hjá því verður ekki litið. íslendingum er það lífsnauðsynlegt að raunveruleg samkeppni verði innleidd í heilbrigðisþjónustu. Sam- keppni mun tryggja bestu nýtingu fjármagns, sem þrátt fyrir allt er takmarkað, en um leið laða fram það besta í þeim gífurlega mannauði sem íslenskar heilbrigðisstéttir búa yfir. Meinloka heilbrigðisráðherra má ekki koma í veg fyrir að heilbrigðisþjónustan fái að þróast með eðlilegum hætti. Með því verður aðeins staðið í vegi fyrir þvi að íslending- ar fái notið þess besta sem völ er á. Óli Björn Kárason DV Skoðun Landlæknir lætur nota sig „Það er alvarlegt mál að landlœknir skuli láta nota emb- œtti sitt til vafasamra fullyrðinga í áróðursstríði samgöngu- ráðherra, flugmálastjómar og flugrekstraraðila gegn íbúum Reykjavíkur og nágrennis. “ Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. Á fundi sem Hollvinasam- tök ReykjavíkurflugvaUar gengust fyrir mánudaginn 4. desember var lesið úr bréfi Sigurðar Guðmundssonar landlæknis, m.a. þessi klausa sem einnig birtist í Morgunblaðinu 6. des.: „Það er álit Sjúkraflutningaráðs, að ReykjavíkurflugvöUur gegni einstöku og afar mikil- vægu hlutverki í sjúkra- flutningum frá landsbyggð- inni tU Reykjavíkur og að ekki sé unnt að sjá fyrir sér aðra 'og jafn góða lausn í þessu efni.“ Frumorsök óheillavænlegrar byggðadreifingar Þennan áróður nota síðan Hollvina- samtökin sem rök fyrir því að nauð- synlegt sé að hafa alþjóðlegan flugvöU í miðborg Reykjavíkur, þar sem Boeing-þotur Flugleiða og annarra flugfélaga eiga að geta athafnað sig. En slíkur flugvöUur veldur íbúum á höfuðborgarsvæðinu bæði heUsutjóni og skerðingu lífsgæða vegna hávaða- mengunar, auk hættimnar af flugslys- um, sem við höfum verið rækilega áminnt um á árinu. Þau mannslíf hafa hins vegar aldrei verið talin sem hafa farið í súginn sem óbein afleiðing borgarskipu- lags sem leiðir tU óheyrUegr- ar notkunar einkabUsins og slysatíðni sem er langtum meiri en landlæknir ætti að sætta sig við. Lega UugvaUarins í Vatns- mýrinni kom í veg fyrir að byggð gæti þróast með eðli- legum hætti í framhaldi af hinni elstu og upprunalegu Reykjavík þegar borgin tók vaxtarkipp eftir strið. Flug- völlurinn í Vatnsmýrinni er því frumorsök hinnar óheillavænlegu byggðardreiflngar sem síðar varð. Þótt skaðinn verði aldrei að fuUu bættur má minnka tjónið verulega með því að endurheimta Vatnsmýrina undir miðborgarbyggð en flytja flug- vöUinn út á Löngusker eða rétt suður fyrii- Hafnarfjörð. Neyðarflug með þyrlum Slík tilfærsla vaUarins ætti ekki að skerða öryggi sjúkraflutninga til Reykjavíkur. Það eru einungis svo- kaílaðir neyðarflutningar sem rétt er að tala um sem mínútuspursmál fyrir líf sjúklinga. Aðrir sjúkraflutningar innanlands geta tæplega kallað á meiri hraða en flug með sjúkt fólk tU lækninga erlendis. Neyðarflutninga ætti aftur á móti að stunda með þyrl- um eins og auðvitað er oft gert og þyrlur þurfa ekki nema örlítið brot af því verðmæta landflæmi sem lagt er undir Reykjavikurflugvöll. Landlæknir gái að sér Það er alvarlegt mál að landlæknir skuli láta nota embætti sitt tU vafa- samra fuUyrðinga í áróðursstríði sam- Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Enn eru þeir Undanfamar vikur hefur Eiríkur Bergmann Einarsson sent frá sér tvær greinar í DV til aö andmæla skrifum mínum um brot Atlantshafsbanda- lagsins á mannréttindum og alþjóða- lögum í Júgóslavíu. í síðari grein hans, sem birtist 29. nóvember, kemur fram að Eiríkur gerir sér sem betur fer grein fyrir því að fleiri en Serbar tóku þátt i þvi að myrða saklausa borgara á Balkanskaga. Mér þykir hins vegar bagalegt að hann skuli endurtaka fuUyrðingar um „þjóðar- morð Serba“ sem hafi verið í uppsigl- ingu í Kosovo og stríðið hafl komið í veg fyrir. Vandamál Kosovo ekki leyst Það er ekki nýtt að árásaraðUi í stríði grípi tU sögu í þáskU- dagatíð tU að réttlæta gjörð- ir sinar. GaUinn við rök- færslu af því tagi er hins vegar sá að þannig má verja hvaða ofbeldisaðgerðir sem er. Stuðningsmenn Pin- ochets, fv. einræðisherra í ChUe, fuUyrða t.d. að með valdaráni sínu og morðum á þúsundum manna hafi hann komið í veg fyrir enn meiri blóðsútheUingar. Þessu trúa fáir. Þeir eru heldur ekki margir lengur sem neita því að loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu gerðu vont ástand verra, meira að segja stuðningsmenn þeirra aðgerða hafa orðið að viðurkenna það. Má þar t.d. nefna Timothy Garton Ash í ágætri grein í New York Review of Books 21. september sl. Mér þykir þó verra að Ei- ríkur skuli kjósa að líta á tU- raunir tU að leysa ófrið eftir diplómatískum leiðmn sem „hálfkák". Það er staðreynd að á meðan Kosovoalbanir, undir forystu Ibrahims Rugova, mótmæltu ofríki Serba friðsamlega, í stað þess að grípa tU hryðjuverka, slapp Kosovo við þær blóðsútheUingar sem áttu sér stað annars staðar á Balkanskaga 1992-1995. Þar var sú leið vörðuð sem hefði betur verið fylgt áfram og verður „Mikill misskilningur að halda að vandamál Kosovo hafi verið leyst með stríðinu í fyrra eða að húið sé að „stilla til friðar“ þar. Menn þurfa ekki að gera annað en hlusta á útvarpsfréttir til að sannfœrast um hið gagnstœða. “ að vonandi farin í framtíðinni, enda er mikiU misskUningur að halda að vandamál Kosovo hafi verið leyst með stríðinu í fyrra eða að búið sé að „stiUa tU friðar" þar. Menn þurfa ekki að gera annað en hlusta á útvarpsfrétt- ir tU að sannfærast um hið gagnstæða. Ekki borðleggjandi málflutningur Það er ekki heldur nýtt að talsmenn hernaðar reyni að drepa málefnaleg- um umræðum á dreif, eins og Eiríkur gerir með því að fuUyrða að ég líti á Nató sem „vont og ljótt kapítalista- bandalag". Ekki hef ég sagt neitt af því tagi. Á tímum Kalda stríðsins var iðulega gert lítið úr málflutningi frið- arsinna með því að vísa í alheimssam- særi kommúnismans sem stæði að baki hvers konar friðarviðleitni. Þannig ofsóknaræði varð tU vegna þeirra aðstæðna sem þá ríktu. Nú á dögum er ekki hægt að bera slíkan málflutning á borð lengur, vUji menn forðast að verða hlægUegir. Það er rangt hjá Eiríki Bergmann Einarssyni að þéir sem andæfa hermdarverkum Atlantshafsbanda- lagsins séu á móti „öUu því alþjóðlega samstarfi sem ísland er þátttakandi í“. í alþjóðasamvinnu felst annað og meira en að gerast aðUar að hernaðar- eða viðskiptablokkum. Enda trufla slikar blokkir alþjóðasamvinnu, frek- ar en að þær auki hana. Alþjóða- hyggja í sinni bestu mynd felur í sér víðsýni, umburðarlyndi og trú á möguleika mannsins sem skynsemis- veru. Þvi miður er ekkert af þessu sýnilegt í málflutningi talsmanna vestrænnar samvinnu hér á landi. Sverrir Jakobsson Með og á móti ? betri en grenitré? Leitinni lokið í sjálfu sér eru öU jólatré ekta. Sí- græna jólatréð frá skátunum er úr ekta gerviefnum og eðalmálmum og því eUíft. Það deyr ekki drottni sín- um á örfáum vikum inni i stofu heimUisfólki og plönt- um til hryUings. Sígræna jólatréð hefur fjölmarga kosti umfram önnur jólatré. Það þarf ekki að vökva, það fellir ekki nálar, það er eldtraust og er ekki ofnæmisvaldandi. Sígræna jóla- tréð er sérlega einfalt í uppsetningu og frágangi þannig að það endist lengi og er bara tvö, þrjú ár að borga sig upp. Á 10 árum er hægt að koma sér upp digrum hlutabréfasjóði og fá myndarlegan skattaaf- slátt - sannköUuð fjárfesting tU framtíðar. Ekki má gleyma að með því að velja sígræna jólatréð er verið að varðveita heimilisfriðinn og jólahelgina. Nú er búið að koma í veg fyrir árlegt fjöl- skyldurifrildi og slagsmál um hvað sé faUegast jólatréð. Leitinni er lokið og aUir koma heUir heim. Anna María Daníelsdóttír hjá Bandalagi íslenskra skáta. Tré eins og klósettbursti Það er náttúr- lega smekksatriði hvemig tré menn vilja hafa. En það er mín skoðun að ég væri frekar jólatréslaus en að vera með eitthvert gerviplastdrasl í stofunni hjá mér. Annars fengi ég mér bara birkigrein Þorgefrsson tu að skreyta. hjá gróörarstööinni Ég vil flnna lykt af alvöru Birkihiíö grenitré og vita tU þess að hluturinn sé lifandi en ekki úr ein- hverri olíu. Ég held líka að yngra fólkið vilji frekar hafa hlutina eðli- lega og náttúrlega og þessi siður á ábyggUega ekki eftir að deyja út. Það er nú ekki svo langt síðan innflutningur á jólatrjám hófst og sjálfur ólst ég upp við gervijólatré sem leit út eins og klósettbursti. Þar sem ég var í sveit voru teknar greinar af eini og jafnvel lyngi, til að vefja um spýtujólatré, en það eru um 45 ár síðan. Jólatré úr gerviefnum veröa æ algengari á heimilum landsmanna. Sumir taka því fegins hendi að losna við barrnálar í stássstofunni en öðrum þykir ómögulegt að komast í hátíðarskap öðruvísi en með ilminn af náttúrlegu grenitré fyrir vitum. gönguráðherra, flugmálastjómar og flugrekstraraðUa gegn íbúum Reykja- víkur og nágrennis. Þar sem þessir að- Uar komu sér undan því að láta nýjan ReykjavíkurflugvöU sæta umhverfis- mati, eins og lög gera ráð fyrir, hafa engar kannanfr á áhrifum lágflugs yfir Reykjavík og Kópavogi á líf og heUsu íbúanna verið gerðar, hvað þá að afleiddar afleiðingar af þeirri skipulagsþróun sem lega vaUarins leiddi tU hafi verið metnar. Erlendar kannanir sýna aftur á móti að nábýli við stóra flugveUi er einhver versti stressvaldur í lífi fólks á jörðu niðri. Þær kröfur eru gerðar tU landlæknis að hann láti sér jafn- annt um líf og heUsu allra Islendinga og telji þá með sem búa í gömlu Reykjavík og á Kársnesi. Reykvíking- ar þurfa heUsu sinnar vegna á minni bUisma og bættu borgarumhverfi að halda. Það er vel hægt að búa þeim án þess að skaða landsbyggðina. Landlæknir þyrfti að vera banda- maður okkar í þeirri baráttu í stað þess að leggjast á sveif með þeim sem vinna borginni og borgarbúum tjón með skammsýnu hagsmunapoti og of- ríki í skjóli valds. Steinimn Jóhannesdóttir N ey tendakr ónan „Nokkur átök hafa orðið á ár- inu mUli bú- vöruframleið- enda og versl- unarinnar um skiptingu neyt- endakrónunnar. Slík átök eru óhjákvæmUeg þótt nauðsyn- legt sé að framleiðendur og verslun- in starfi saman af heUindum að þvi sameiginlega markmiði að sjá neyt- endum fyrir hoUum og öruggum matvælum á sanngjömu verði. Það er hins vegar ekki i takt við umræð- una ef opnun hlutafjárviðskipta, hagræðing og samþjöppun eininga í verslun leiðir tU þess að verslunin þurfi stærri hluta af neytendakrón- unni.“ Ari Teitsson, form. Bændasamtaka ís- lands, í Bændablaöinu 12. desember. Tvær leiðir fyrir RÚV „Það eru í raun bara tvær leiðir færar. Annars vegar að afnema af- notagjöldin í núverandi formi og setja á nefskatt. Þá færi rekstur sjónvarpsins bara inn í hinn al- menna skatt og verður borgað þannig og það deUist þá jafnt á aUa skattborgara en ekki eins og nú þar sem einstaklingur borgar jafnmikið og 5-7 manna fjölskyldur. Hins veg- ar að ríkið selji ríkissjónvarpið/út- varpið og nái þá í tekjur fyrir sig og einhver nýr kaupandi fer í að reka nýja stöð ... Raunverulega er tU þriðja leiðin, sem nú hefur verið við lýði aUlengi að hunsa þetta mál og láta óréttlætið halda áfram ..." Ásgeir Aðalsteins í Velvakanda-dálki Mbl. 12. desember. Tvöföldun Reykja- nesbrautar „Það er hægt að hraða fram- kvæmdum við tvöföldun Reykjanesbraut- ar og það er veriö að vinna í því máli- af þingmönnum Reykjaness. Fólk í kjördæminu er að vonum af- skaplega slegið yfir öllum þessum hræðUegu slysum á Reykjanesbraut- inni... Menn eru ekki sammála um hvað verkið geti tekið langan tíma. Ég held því fram, að hægt sé að ljúka verkinu í árslok 2003.“ Kristján Pálsson alþm. í Degi 12. desember. Þakkargjörðarmáltíð Bush fíölskyldunnar Alþýðusamtök íslands - hvað ætla þau að verða? Ferskir vindar nýrra hug- mynda blása ekki um búðir isl yerkalýðshreyfíngarinn- ar. íslensk verkalýðshreyf- ing er afskaplega rýr að gæðum og virðist að miklu leyti föst í sama farinu, ófær um að veita stjórnvöldum nægjanlegt aðhald á flestum ef ekki öUum sviðum þjóðfé- lagsins. Þetta kom berlega í ljós við stofnun nýs lands- sambands ófaglærðs verka- fólks.sem ber nafnið Starfs- greinasamband íslands. Sem síðan var staðfest á nýaf- stöðnu ASÍ-þingi. Vegna innri veikleika og ósættis var faUist á að kjósa mann sem hætt- ur var störfum vegna aldurs og kom- inn á áttræðisaldur. Maður sem hefur starfað á skrifstofu verkalýðsfélags í á fjórða áratug. Hin kínverska leið var valin þar sem forystumenn eru í fuUu fjöri fram á tíræðisaldur. Þess vegna er ekki annað hægt en að líta á kjör hans sem bráðabirgða- lausn hreyfingar í vanda. Leitin að manni sem getur leitt þessa hreyfingu heldur áfram. Viljann fyrir verkið Það er vissulega vilji tU að hressa upp á hreyfinguna. En það er eins og aUt sé í fóstum skorðum. Hverjar voru umræðurnar á þingi Starfs- greinasambandsins? Hverjar voru niðurstöðurnar? Var ályktað um eitt- hvað? Það hefur algjörlega farið fram hjá mér. Sama má segja um ASÍ-þing- ið, þar sem forsetakjörið yfirtók aUt annað. Ályktun um stuðning við kjarabaráttu kennara var samþykkt í trássi við vUja forseta Alþýðusam- bandsins, segir það ekki meira en mörg orð? Og sú spurning sem ég hef oft velt fyrir mér. Hvar er yngra fólkið í hreyfingunni? Hvenær verða kyn- slóðaskipti í hreyfingunni? Vandi hreyfingarinnar er ekki síst forystu- leysi sem hrjáir hana. Okkur vantar kraftmikið hugmyndaríkt og fram- bærUegt fólk. Fólk sem væri með há- leitari markmið heldur en sú forysta sem fyrir er. Og það er nóg tU af slíku fólki innan alþýðusamtakanna. Það getur aldrei talist annað en bráða- birgðalausn að kjósa mann til forystu sem er kominn á eUUífeyrisaldur. Ekkert um að velja Svo er það annað mál, sem ég hef mikla vantrú á, að núverandi forystu- menn, hvort sem þeir heita HaUdór Björnsson eða Grétar Þorsteinsson, geti blásið krafti, auknu lýðræði og Sigur&ur H. Einarsson, félagi í Verkalýösfélagi Akraness. virkni í verkalýðshreyfing- una. Því í mínum huga eru þessir menn faUnir á tíma. I forsetakjöri á ASÍ-þinginu var ekki kosið um málefni heldur menn. Þvi miður. Spurning sem þingfulltrúar þurftu að taka afstöðu tU var einfaldlega sú hvor þeirra Grétar eða Ari væri fram- bærilegri fuUtrúi Alþýðu- sambandsins. Kjör Grétars er ekki hægt að túlka sem mikla stuðningsyfirlýsingu við störf hans. Það var ein- faldlega ekkert um að velja. Fólk sem hefur gegnt forystustörf- um áratugum saman hefur misst hug- sjónaglampann. Hvað er ætlast með hið nýja sam- band? Verður það betra? öðruvísi? kraftmeira? Það mun tíminn einn leiða í ljós. Það væri óskandi að tU forystu í hinu nýja sambandi yrði ráðin ný for- ysta með háleitari markmið heldur en sú sem fyrir er. Ekki veitir af meiri gæðum í íslenskri verkalýðshreyfingu. Hins vegar ef litið er á kosningu Grétars og HaUdórs sem bráðabirgða- lausn þá er hún í sjálfu sér ekki svo fráleit. Því verkið er rétt hafið. Brostnar forsendur Hvað segir verkalýðshreyfingin þegar lyf eru hækkuð og skattar hækka? Hvað segir verkalýðshreyf- ingin þegar bensínverð hækkar, tryggingagjöld, raforkuverð, fast- eignaskattar, krónan feUur og enginn ber ábyrgð? Einhver borgar fyrir haU- imar sem búið er að reisa. Kringlu- menn steyta hnefana framan í Smára- menn og báðir segjast alltaf muni byggja stærra hús en hinir. Neytend- ur borga svo herkostnaðinn. Hvað segir verkalýðshreyfingin við það fólk sem nú er á efri árum og orð- ið hefur eftir í góðærinu? Lyf hækka, biðraðir eftir aðgerðum lengjast. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Halldór Björnsson hafa ekki opnað munninn tU varnar því fólki sem lagði gmnninn að því þjóðfélagi sem við búum við í dag. Óeining innan verkalýðshreyfing- arinnar er ekki síst vegna frammi- stöðu Flóabandalagsins og HaUdórs í kjarabaráttunni. Verkalýðshreyfingin hefur farið haUloka undir stjórn þeirra manna sem kosnir voru tU forystu í nýja sambandinu. Flóinn fór sína leið og neyddi hin félögin til að gera lélega kjarasamninga. Nú eru flestir sam- mála um að þessir kjarsamningar hafi verið lélegir. Jafnvel HaUdór sjálfur. Drögum lærdóma af þessu. Varnar- staða Verkalýðshreyfingarinnar er þeim forystumönnum að kenna sem stjórnað hafa Flóabandalaginu. - Kaupmáttur hefur rýrnað. Forsendur samninganna eru brostnar. Sigurður H. Einarsson „Hvar er yngra fólkið í hreyfingunni? Hvenœr verða kynslóðaskipti í hreyfingunni? Vandi hreyfingarinnar er ekki síst forystuleysi sem hrjáir hana. Okkur vantar kraftmikið hugmyndaríkt og frambœrilegt fólk.“ - Frá síðasta ASÍ-þingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.