Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Helgarblað DV Ævi George W. Bush er skuggi af lífi föður hans: Fetað í fótsporin - ævi og áföll sigurvegarans I forsetatíð föður síns lét George W. Bush ráðgjafa föður síns taka saman leyniskýrslu um afdrif bama þeirra manna sem setið hafa í Hvíta húsinu sem forsetar. Skýrslan var 44 síður og i henni kom i ljós að börn forseta áttu það sameiginlegt öðrum börnum heimsins að eiga fátt sameiginlegt. Þau ýmist blómstruðu vegna þeirra tækifæra sem þau fengu vegna fjölskyldu sinnar eða riðu fjölskyldunafninu til helvítis. Gott dæmi um vel lukkað uppeldi i Washington er John Quincy Ad- ams, sonur Johns Adams forseta. John litli náði þeim merka áfanga að feta í fótspor fóður síns og verða forseti Bandaríkjanna. Bræður hans tveir fóru hins vegar hina leiðina og annar framdi sjálfsmorð. George W. Bush fékk skýrsluna í hendur og fyrirskipaði að önnur eintök yrðu eyðilögð. Klósett með vændiskonum George er fæddur 6. júlí 1946 í New Haven í Connecticut í Banda- ríkjunum. Faðir hans var þá enn við nám i Yale-háskóla. Þegar George W. var tæpra tveggja ára flutti hann ásamt foreldrum sínum til Vestur-Texas, nánar tiltekið til Odessa. Ungu hjónin vildu standa á eigin fótum og bjuggu fjarri ríkum ættingum George eldri í lítilli íbúð og deildu þvottaðastöðu með mæðg- um sem höfðu sérhæft sig í vændi. Bráðlega fluttu þau þó til Midland þar sem George eldri starfaði í olíu- bransanum og náði þar góðum ár- angri. Litla fjölskyldan stækkaði brátt og þegar Bush var þriggja ára eignaðist hann litla systur, Robin. Þremur árum síðar fæddist Jeb og nokkru síðar tíndust í heiminn Neil, Marvin og Dorothy. Þar vilja úlfaldar prósakk Midland er ekki notað í túrista- bæklingum og er það ekki á stefnu- skrá bæjarins. Landslagið er ekki til þess fallið að auglýsa það. Þegar bæjarbúar eru spurðir um hvað ein- kenni landslagið hugsa þeir sig lengi um áður en þeir svara: þetta er tungllandslag. í kringum bæinn eru endalausar víðáttur sem myndu fá úlfalda til að sækjast eftir þung- lyndislyfjum. Mitt í leiðindunum rís olíubær- inn Midland sem var í örum vexti á uppvaxtarárum George W. Kunnug- ir segja að hann hafi mótast mjög af andanum í bænum sem einkenndist öðru fremur af „ameríska draumn- um“. Menn voru á uppleið, sjálfum sér nógir og sjálfstæðir á afla lund. Gerði pabba pirraðan George W. var fjörugt barn og lýs- ir það sér vel í bréfi föður hans til vinar síns sem hann ritaði árið 1951. „Georgie er aö verða maöur; er stundum með sóðakjaft og blótar annað slagið. Hann er fjögurra og hálfs. “ Fjórum árum síðar segir í bréfi George eldri: „Georgie gerir mig stundum and- skoti pirraóan. “ Þannig var hann sem barn; þvældist um á hjólinu sínu með vin- Feðgar á forsetastól George W. og George eldri takast í hendur viö upphaf kosningabaráttunnar. Hjónin í eldlínunni George W. og Laura giftust árið 1977 og hafa staöiö saman í eldlínu viöskipta og stjórnmála. um sínum, skaut froska með loft- rifflum eða tróð litlum flugeldum ofan i þá og sprengdi. Hann var fæddur foringi og leidi félaga sína um nágrennið í ofurhugandi leið- öngrum sem urðu oft hættulegir. Litla systir deyr Bærinn var fullur af ungu at- hafnafólki og börnin flæddu um bakgarðana. Mitt í öllu æskufjörinu var dagur sem George W. og fjöl- skylda hans hefði ekki viljað lifa. George W. var þá sjö ára og Jeb bróðir hans nýskriðinn í heiminn. George W. var í skólanum líkt og venjulega. Úr skólastofunni sá hann foreldra sína renna í hlað á græna Oldsmóbílnum og að venju þótti honum grilla í Robin, litlu systur sína, í aftursætinu. Hann hljóp út til þeirra og komst að því að augu hans voru einungis að blekkja hann. Ge- orge eldri og Barbara voru komin til að segja honum að Robin væri dáin; hún hefði dáið úr hvítblæði fyrr um daginn. „Vanalega er talað um að vendipunkturinn í lífi George W. hafi verið þeg- ar hann hætti að drekka, “ segir Roland Betts sem hefur verið vinur George W. frá Yale árunum og tók þátt í kaupunum á Texas Rangers. „Ég tek ekki undir það. Vendipunktur- inn voru kaupin á Texas Rangers og þáttur hans í árangri þeirra. “ Stoö og stytta móður sinnar Þeir sem þekkja til Bush-fjöl- skyldunnar segja að náin vinátta George W. og móður hans eigi að nokkru leyti rætur sínar í þessum atburði. Hinn sjö ára gamli Bush leitaðist við að verða stoð og stytta móður sinnar í gegnum sorgina. Barbara lét mjög á sjá eftir lát Robin. Hár hennar varð grátt þrátt fyrir að hún væri aðeins 28 ára gömul og hún felldi tár í sífellu. Ge- orge eldri var eftir sem áður á þeyt- ingi vegna viðskiptanna og George W. var því mikið einn með móður sinni og litlum bróður. George W. var eftir andlát Robin, langelsta barn Bush-hjónanna. Trúnaðarvinir hans voru vinir hans og skólafélagar miklu fremur en yngri systkini hans. Skömmu eftir áfallið kom George W. aftur í skól- ann og var sem fyrr brandarakarl- inn og stríðnispúkinn þótt engum dyldist að undir yfirborðinu var sorgmæddur ungur drengur. George W. var sætari Segja má að afskipti George W. af pólitík hafi hafist í barnaskóla þeg- ar hann bauð sig fram til forseta bekkjarins. George W. barðist i kosningabaráttunni við Jack Hanks sem nokkrum árum síðar vann ung- an dreng frá Arkansas, Bill Clinton, í kosningum í ungliðasamtökum. Honum gekk þó ekki jafn vel í bar- áttunni við George W. sem vann með naumindum. Ein bekkjarsystir Geore W. segist hafa kosið hann af því hann var sætari: „Það er það sem skiptir máli í sjöunda bekk.“ Flestir eru þó sam- mála um að ef veðmál hefðu verið um hver úr bekknum yrði forseti Bandaríkjanna yrði það ekki Geor- ge W. heldur Bill Wood sem nú er lítt þekktur lögfræðingur í Texas. Olíkir elstu bræöur Vegir forsetabarna eru órannsakanlegir. Fyrir utan George W. og Jeb eru systk- inin lítt þekkt af almenningi. Jeb Bush fór óhefðbundnu leiðina. Hann lagði stund á spænskar bókmenntir í há- skóla. Hann kvæntist konu af mexíkóskum ættum og vann um tíma sem bankastarfs- maður í Venesúela. Eftir að hann kom heim tók annað og pólitískara við og nú situr hann sem kunnugt er í rík- isstjórastól Flórída. George W. Bush fetaði í fótspor föður síns. Hann gekk í skóla í Andover og fór síðan í Yale sem er skólaganga George eldri - en með mun lægri einkunnum. Því er haldið fram að hefði George W. ekki verið Bush hefði hann aldrei komist inn í Yale. Hafnaboltaæði Æskuvinir Bush segja aö hann hafi aldrei talað um að hann langaði til að verða forseti. í æsku átti George W. sér þann draum að verða hafnaboltamað- ur, annar Mickey Mantle. Vinur hans frá Midland segir: „Hann var eins og allir aðrir. Ég hef lesið um að Clinton og Gore hafi strax í æsku ætlað að verða forsetar. Það gerði Bush ekki.“ Eftir áföll í viðskiptalífinu, með stofnun olíufyrirtækisins Arbusto, tók George W. þátt í að kaupa hafnaboltaliðið Texas Rangers árið 1989. „Vanalega er talað um að vendi- punkturinn í lífi George W. hafl ver- ið þegar hann hætti að drekka," seg- ir Roland Betts sem hefur verið vin- ur George W. frá Yale árunum og tók þátt í kaupunum á Texas Rangers. „Ég tek ekki undir það. Vendipunkturinn voru kaupin á Texas Rangers og þáttur hans í ár- angri þeirra.“ Tvítrúlofaöur Árið 1977 kvæntist George W. Lauru Welch. Áratug fyrr hafði hann þó trúlofast annarri konu. Það var á Yale-árum hans. George var í fríi í Houston og bað vin sinn um að keyra sig í skartgripaverslun. Vin- urinn beið i bílnum. Eftir smástund kom George W. út úr búðina með hring í fallegri öskju. Hringurinn var prýddur stórum demanti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.