Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 Fréttir I>V Flokksþing Framsóknarflokksins 16.-18. mars: Tekist á um embætti - Evrópumál og sjávarútvegsmál ofarlega á baugi Tuttugasta og sjötta flokksþing framsóknarmanna veröur haldið á Hótel Sögu í Reykjavík um helgina undir kjöroröunum „Framsókn fyr- ir land og þjóö“. Þingið hefst á morgun, föstudaginn 16. mars, og lýkur síðdegis sunnudaginn 18. mars. Á þinginu verða línur lagðar um meginstefnu flokksins í lands- málum til næstu tveggja ára og flokknum sett lög. Þar er einnig kos- in æösta stjórn flokksins, þ.e. for- maður, varaformaður, ritari, gjald- keri, vararitari og varagjaldkeri. Auk þess eru kjörnir 25 fulltrúar í miðstjórn Framsóknarflokksins. Ýmis mál verða á dagskrá þings- ins, en án efa er mest spennan varð- andi kjör varaformanns. Sjálfgefið er taliö að Halldór Ásgrímsson verði formaður áfram, en þrír ein- staklingar hafa þegar gefið kost á sér í varaformannsstöðu, þau Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Ólafur Örn Haraldsson alþingis- maður og Jónína Bjartmarz alþing- ismaður. Fyrir fram er talið líkleg- ast að slagurinn standi milli Guðna og Jónínu, en hún er talin njóta stuðnings formanns flokksins. Hall- dór Ásgrímsson hefur þó enga af- stöðu tekið opinberlega til frambjóð- enda. Kosningu í embætti ritara flokks- ins er einnig beðið með nokkurri spennu, en þar takast á þau Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Hjálmar Árnason alþingismaður. Evrópumálin hafa mjög verið í deiglunni innan flokksins en sér- stök Evrópunefnd var skipuð um þau sem skilaði af sér eftir áramót- in. Ekki var þar tekin óyggjandi af- staða til þess hvort flokkurinn skyldi stefna að aðildarumsókn að ESB eða ekki. Þó vitað sé að ESB-að- ild eigi nokkurn hljómgrunn innan flokksins er ekkert sjálfgeflð um af- stöðu flokksþingsins og hafa m.a. bændur lýst yfir megnri andstöðu við aðildarumsókn. Sjávarútvegsmál munu án efa koma á dagskrá þingsins og sam- kvæmt heimildum DV bíða margir spenntir eftir að Kristinn H. Gunn- arsson þingflokksformaður varpi ljósi á stöðu mála, ekki síst gagn- vart kvótanefnd sjávarútvegsráð- herra. Kristinn hefur viðrað skoð- anir sínar að undanförnu um fym- ingarleið í sjávarútveginum og telur óbreytt ástand ekki koma til greina þar sem fáir útvaldir njóti einokun- ar á veiðiheimildum við landið. Ýmsir tala þar um kúvendingu á stefnu Framsóknarflokksins sem stangist algjörlega á við afstöðu sjávarútvegsráðherra og hagsmuna- samtaka á borð við Landssamband íslenskra útvegsmanna. Hafa hótan- ir t.d. gengið á víxl um lögsókn ef lög um kvótasetningu á ýsu, ufsa og steinbit öðlist eða öðlist ekki gildi í haust. Þá hafa einstakir þingmenn fullyrt að lögin verði notuð sem skiptimynt til að fá Kristin og fleiri til að gefa eftir varðandi áherslu sína um fyrningarleiðina í sjávarút- vegi. Landbúnaðarmál hafa einnig ver- ið talsvert í sviðsljósinu, ekki síst vegna ítrekaðra smitsjúkdóma er- lendis. Ákvöröun ráðherra um leyf- isveitingu á innflutning fósturvísa hefur þar verið ofarlega á baugi þó forsvarsmenn bænda hafi slegið því máli á frest. Vitað er að mjög skipt- ar skoðanir eru um málið í forystu- sveit flokksins. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfé- laga. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþing fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félags- manna. Félagið á þó rétt á að senda ekki færri fulltrúa en einn fyrir hvert sveitarfélag á félagssvæðinu. Þá eru miðstjórnarmenn sjálfkjörn- ir á flokksþingið sem og þingflokk- ur, formenn flokksfélaga, stjórn Sambands ungra framsóknar- manna, stjórn Landssambands framsóknarkvenna og stjórnir kjör- dæmasambanda. -HKr. Spurt er: i. Hver er afstaöa þín til aðildar að Evrópusam- bandinu, ESB? 2. Hver er afstaða þín til kvótamálsins með hliðsjón af málflutningi Kristins H. Gunnarssonar þingflokks- formanns að undanfornu? 3. Hver er afstaða þin til samanburðartilrauna á ís- lensku og norsku kúakyni og innflutningi á fóstur- vísum frá Noregi? 4. Hver er afstaða þín til virkjana á hálendinu, Kárahnjúkavirkjunar, í tengslum við hugmyndir um byggingu álvers í Reyðarfiröi? 5. Hvert álítur þú vera helsta ágreiningsefni rík- isstjórnarflokkanna eða í hvaða máli er hugsanlegt að skerist í odda? 1. Ég tel að EES-samn- ingurinn sé góður og að við eigum að láta reyna á hann og end- urbætur á honum. Það var framsýni og kjarkur hjá framsókn- armönnum að fara í Evr- ópuvinnuna og skila skýrsl- unni. Hana á að endumýja og þar með þekkingu okkar á stöðunni. En ég er alfarið andvígur allri formlegri nálgun eða umsókn um aðild að ESB. Framtíðin kann að breyta þessu en nú erum viö í sterkri stöðu. Olafur Orn Haraldsson Býöur sig fram til vara- formanns. 2. Ég tel við eigum að byggja á niðurstöðu auð- lindanefndar og sníða agnúa af kerfinu en viö verðum með einhverjum hætti að koma til móts við þær byggðir sem eiga allt sitt undir öflun hráefnis. Annars fjarar undan þeim. 3. Ég er þeim andvígur en málið var vel undirbúið af hálfu Guðna Ágústssonar. En á ýmsum sviðum eigum við að vera tilbúin að skoða nýjungar um leið og við tryggjum hin ómetanlegu verðmæti sem felast í ís- lenskri landbúnaðarfram- leiðslu. 4. Ég vil bíða niðurstöðu úr mati á umhverfisáhrifum. Ég hef verið talsmaður þess að viröa ný viðhorf í um- hverfismálum og vönduð vinnubrögð eins og mér sýn- ist að nú séu við Kára- hnjúkavirkjun. 5. Stjórnarsamstarfið hef- ur verið gott að flestu leyti. Framsóknarflokkurinn vill hafa fólk í fyrirrúmi, efla veiferðarkerfið og bæta hag öryrkja og aldraðra. Vill Sjálfstæðisflokkurinn ganga þar jafn langt og við? 1. Fram- sóknarflokk- urinn lagði fyrstur flokka í yfir- gripsmikla vinnu við að skilgreina hverjir hags- munir okkar sem þjóðar væru gagn- vart ESB. Að þessu verki komu 80 manns úr ólíkum áttum. Niðurstaðan varð sú að svo lengi sem EES-samn- ingurinn haldi sé ekki ástæða til breytinga. AðUd- arumsókn að ESB er því ekki á dagskrá að óbreyttu. Verði breytingar þar á skal málið lagt í tvígang undir þjóðaratkvæði. 2. Hlakka tU að heyra út- færslur Kristins á stefnu sinni á flokksþingi. Legg áherslu á að ekki verði skap- að öngþveiti eða koUsteypur. Markmiðið er að auka sátt um fiskveiðistjórnina. Vænti mikils af þar tU gerðri nefnd, sem og niðurstöðum flokksþings. Brottkast, skyndigróði fárra einstak- linga af kvótasölu og stöðug- leiki fyrirtækja og fólks eru meginatriðin varðandi þenn- an málaflokk í dag. Um það verður rætt á flokksþingi. 3. Fárið í Evrópu dregur af áUan vafa: Engar tilraunir að sinni. Hreinleiki íslensks landbúnaðar er orðinn meiri auðlind en nokkurn óraði fyrir. 4. Maður, nýting, náttúra er sú stefna sem ég aðhyUist. Við Kárahnjúka er gamalt uppistöðulón frá náttúrunn- ar hendi. Virðist kjörið til skynsamlegrar nýtingar. Málið í lagalegum farvegi og trúi ég að þjóðin muni njóta góös af. 5. Eölilega eru áherslur ekki aUtaf þær sömu miUi tveggja aðskilinna flokka. Meðan Framsóknarflokkur- inn viU njóta hins besta úr félagshyggju og einstaklings- hyggju er tilhneiging sjálf- stæðismanna til að einblína um of á einstaklinginn. Áherslur og aðferðir við einkavæðingu kunna þess vegna að vera ólíkar, sem og áherslur á útfærslu velferð- arkerfisins. Nokkur mái, þessu tengd, eru í vinnslu en ég hef ekki trú á ööru en að flokkarnir nái saman í þeim efnum. Byggðamál og RÚV kunna einnig að reyna á. Hjálmar Árnason Býður sig fram til ritara. 1. Eg styð afstöðu Framsóknar- flokksins til aðUdar að Evrópusam- bandinu. Að- ild er ekki á stefnuskrá flokksins. Öndvert við aðra flokka hafa kostir og gaUar EES- samningsins og aðUdar verið teknir tU opinnar umræðu á vettvangi Framsóknarflokks- ins. Álitaefni og hagsmunir liggja skUgreindir fyrir, svo og sú afstaða að stöðugt skuli unnið að stefnumótun og markmiðssetningu íslend- inga á sviði Evrópusam- skipta og að endurskoöa og þróa stefnumið í ljósi að- stæðna. Jónína Bjarmarz Býöur sig fram til vara- formanns. 2. MikUvægt er að skapa sátt með þjóðinni tU að bæta úr þeim göUum góðs fisk- veiðistjómunarkerfis sem frjálst framsal aflaheimilda hefur leitt af sér. Hugmyndir Kristins hef ég ekki heyrt hvernig hann leggur tU að verði útfærðar þannig að sanngirni og jafnræðis verði gætt. Núverandi fiskveiði- stjómunarkerfi hefur í stór- um dráttum reynst vel og ekki er ástæða til að gera á þvi breytingar. 3. Ef innflutningur á fóst- urvisum er talinn fela í sér einhverja hættu er afstaða mín sú aö hann skuli ekki leyfður. Ég legg þó áherslu á að byggt sé á vísindalegum rannsóknum eins og við ger- um kröfur til að aðrar þjóðir geri gagnvart okkur. 4. Viö mat á umhverfisá- hrifum virkjana á hálendinu ber meðal annars að líta tU hugsanlegra áhrifa á þróun byggðar á Austurlandi og tU efnahagslegrar- og félagslegr- ar stööu íbúa. Að vegnum og metnum þeim hagsmunum er ég fylgjandi Kárahjúka- virkjun og bygginu álvers í Reyðarfirði jafnt fyrir þjóð- arhag og sem stærsta áhrifa- þáttarins um eflingu byggð- ar á Austurlandi. 5. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur verið farsælt. Þaö er ekki skynsamlegt að vera að spá fyrir um ágreining miUi stjómarflokkanna í einstök- um málum áður en þau hafa verið rædd á miUi þeirra. aldrei verið ' ;■ talsmaöur \ ftejjm þess að ís- .j"Æ lendingar — gangi í ESB. v - Ég var hins t?. vúwai vegar ánægð- Guöni ur meö Þá Ágústsson ákvörðun Býöur sig flokksins að fram til vara- fara yfir mál- formanns. ið og sáttur við niður- stöðu nefndarinnar. Samn- ingurinn um EES er sú brú sem við eigum að byggja á eins lengi og unnt er. 2. Það er mín skoðun að fiskveiðistjómunarkerfið eigi að vera tU sífeUdrar endurskoðunar. Við núver- andi endurskoðun vU ég líta sérstaklega til hagsmuna byggðanna í landinu. 3. Eftir að ég sannfærðist um að heilbrigði íslensks bú- fjár væri ekki hætta búin af þessum tilraunainnflutningi fannst mér rétt að leyfa hann. Lítil 8 til 10 ára til- raun í tveimur ríkisfiósum getur skilað mjög mikUvæg- um upplýsingum, ekki síst um íslensku kúna og kosti hennar. Að tilraun lokinni verða bændur að taka nýja ákvörðun um hvort sú norska hentar í ræktun hér á landi. 4. Ég er jákvæður gagn- vart því að nýta orku faU- vatna til atvinnuuppbygging- ar á Austurlandi. Landið og náttúran munu aUtaf gjalda fyrir mannvistina en við verðum að gæta þess aö hafa það gjald eins lágt og hægt er. Það vU ég gera með því að skUgreina þann hluta há- lendisins sem á að vera ósnortinn. 5. Einkavæðingu og auk- inni gjaldtöku í mennta- og heUbrigðismálum. Fram- sóknarflokkurinn setur þá málaflokka ekki á markað og mun verja rétt þegnanna til jafnrar þjónustu, óháð stöðu og efnahag. 1. EES- samningur- inn var já- kvætt skref fyrir okkur. Ég er sam- mála nýlegu áliti Evrópu- nefndar Framsóknar- flokksins um að það sé rétt að láta á það reyna hvort EES-samningur- inn fuUnægi okkar þörfum til framtíðar. Ef svo reynist ekki þá fyrst er tímabært að skoða aðra möguleika, s.s. tvíhliða viðræður eða aðild- arviðræður. 2. Sjávarútvegurinn hefur verið undirstaða góðra lífs- kjara á íslandi. Ná þarf meiri sátt um stjórnun og fyrirkomulag fiskveiða í samfélaginu. Til að treysta grundvöll minni sjávar- byggða má auka byggðakvót- ann. Eðlilegt er aö við end- urskoðun laganna um stjórn fiskveiða verði byggt á nið- urstöðum auðlindarnefndar. 3. Ég tel eðlilegt að gengið sé varlega fram í þessum málum eins og stjórnvöld og bændur hafa ákveðið. Fram undan eru rannsóknir á gæðum mjólkurinnar sem ráða munu miklu um fram- ganginn. Mikilvægt er að áfram verði unnið í nánu samráði við bændur og að tekið verði tillit til afstöðu okkar færustu vísindamanna á þessu sviði. 4. Mikilvægt er að vemda meginhluta miðhálendisins og fiölga þjóðgörðum og frið- löndum. Eðlilegt er að fylgja nýju svæðisskipulagi miðhá- lendisins. Það er stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks að nýta endur- nýjanlega orkugjafa, s.s. vatnsorku og jarðvarma- orku, með þeim hætti að tek- ið sé tillit til náttúrunnar. Of snemmt er að taka af- stöðu vegna Kárahnjúka- virkjunar þar sem m.a. lög- formlegu umhverfismati er ekki lokið. 5. Hvert mál er leyst fyrir sig milli stjómarflokkanna. Ekki er um einhvern sér- stakan ágreining að ræða og ógerlegt að spá um hugsan- legan ágreining. Ríkisstjórn- arsamstarfið gengur vel. Siv Friöleifsdóttir Býöur sig fram til ritara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.