Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 13 I>V Frægur bandarískur heimspekingur í fyrirlestraferð á íslandi Án heimspeki engin vísindi Ruth Garrett Millikan, prófessor í heimspeki frá Connecticut-háskóla í Bandaríkjunum, er hingað komin á vegum Hugvísindastofnunar, heimspekiskorar og sálfrœóiskorar Háskóla íslands. Hún heldur nám- skeið fyrir nemendur skólans í dag og einnig almennan fyrirlestur í há- deginu á morgun. Ruth er meðal þekktustu og um- deildustu heimspekinga samtímans. Hún vakti mikla athygli fyrir bók sína Language, Thought and Other Biological Categories, sem kom út áriö 1984, og þaó sem einkum þótti frumlegt við heimspeki hennar er að hún leggur þróunarkenningu Darwins til grundvallar flestu því sem hún hefur skrifað. Nýjasta bók hennar, On Clear and Confused Ideas: An Essay about Substance Concepts, kom út á vegum Cambridge University Press haustið 2000. í nýju bókinni fjallar hún um til- tekna gerð af hugtökum sem hún nefnir raunhugtök og - eins og titill- inn bendir til - um það sem hún kall- ar skýrar og óskýrar hugmyndir. í formála segir hún skemmtilega sögu úr eigin fjölskyldu Sem dæmi um óskýrar hugmyndir: „Þegar móðir mín var þriggja ára kom faðir hennar heim eitt kvöldið og var búinn að raka af sér skeggið. Hún var aiveg viss um að þetta væri Al- bert frændi, skegglaus yngri bróðir fóður hennar, sem hún vissi að var afar stríðinn, og hún fór að hágráta þegar hann vildi ekki viðurkenna það. Það var ekki fyrr en maðurinn dró upp silfurúrið hans pabba með lokinu sem henni fannst svo gaman að láta spretta upp að hún lét segjast. En hver var það sem henni fannst svona andstyggilegur? Var það þessi maður (pabbi hennar) eða Albert frændi?" Hún heldur einmitt fram í bókinni að okkar helsta hugarstarf sé að þekkja aftur fólk og fyrirbæri þrátt fyrir ólíkar aðstæður, og hver getur ekki tekið undir það? Flokkun fyrirbæra „Það hefur lengi verið viðfangsefni heimspek- inga hvemig fólk raðar fyrirbærum í ákveðna flokka eins og „hundur", „leikur" eða „stóll“,“ seg- ir Ruth Millikan, „og á 20. öld slógust sálfræðingar í hópinn. Þeir hafa gert fjölda tilrauna til að reyna að komast að því hvernig fólk ákveður hvað fer í hvaða flokk og hvers vegna þessi flokkun er til í staðar í tungumálinu. Er flokkunin náttúruleg - í samræmi við það hvernig fyrirbæri eru í raun flokkuð í náttúrunni? Eða endurspeglar flokkunin einungis áhuga fólks? Fer hún eftir geðþótta og er tilgangurinn með henni eingöngu sá að auðvelda okkur að skilja hvert annað? Eru ákveðin skilyrði sum þeirra vandamála sem fræðimenn á þessu sviði standa frammi fyrir og byggi þá umræðu á bók minni On Clear and Confused Ideas sem kom út í fyrra. Skoðanir mínar falla eindregið undir svonefnda hluthyggju eða realisma. Ég held því fram að undirstöðuflokkamir séu til staðar í náttúrunni en ekki hug- arspuni eða menningarfyrirbæri. Að læra að skilja náttúruna kemur fyrst, því næst að skilja hvert annað. Ég mun leggja megináherslu á þær formgerðir í náttúrunni sem hugsunin byggist á en einnig á líffræðilegan tOgang þess aö búa yfir hugtökum og hvað það er sem gerir að verkum að hugsun er um eitt- hvað tiltekið." Náin tengsl heimspeki og vís- inda - Stundum er sagt að heimspekingar orði einfaldar hugsanir á flókinn hátt og geri sig þannig merkilega. Eru heim- spekingar að þínu mati nauðsynlegir í okkar heimi núna? „Heimspekingar taka sér margt fyrir hendur og engin leið að alhæfa um þá,“ svarar Ruth Millikan. „Ég held reyndar að það sé algengara að þeir setji fram tóma vitleysu á afskaplega háfleygan hátt! Og þeir eru sannarlega ekki einir um það; ég held að þetta eigi ekki síður við um félagsvísindamenn. En í ensk- bandarísku heimspekihefðinni hafa lengi verið náin tengsl milli heimspeki og vísinda. Til dæmis voru allar helstu kenningar um hugtök sem sálfræðingar hafa verið að prófa settar fram af heim- spekingum. Mín verk falla undir það sem nú kallast „cognitive science" eða „hugarvísindi“ en þau gætu alveg eins fallið undir fræðilega sáifræði, fræði- lega líffræði og málvísindi eins og heim- speki hugans, heimspeki líffræðinnar og heimspeki tungumálsins. Öll vfsindi eru sprottin frá því sem einu sinni nefndist „heimspeki“. „Heimspekingurinn" Descartes fann upp tiltekna gerð af rúm- fræði sem öll stærðfræði og vísindi nú- tímans byggjast á. Hann fékk líka nokkrar afar snjallar hugmyndir í eðlis- fræði - þær reyndust bara því miður ekki réttar! „Heímspekingurinn" Leibniz, samtíma- maður Newtons, fann upp örsmæðareikning. „Heimspekingurinn“ Aristoteles í Grikklandi hinu foma skrifaði merkar ritgerðir um sálfræði og líf- fræði. Á hinn bóginn setti „visindamaðurinn" Ein- stein fram skemmtilegar hugmyndir um heim- speki, verk Darwins eru mjög heimspekileg - og svo framvegis. Ef engin „heimspeki" hefði komið til þá væru heldur engin vísindi til og engin tækni.“ Fyrirlestur Ruth Garret Millikan ber heitið „Til- gangur: Um margbrotinn tilgang í huga og menn- ingu“ og hefst kl.12.05 í stofu 101 í Odda. Viku seinna heldur hún sama fyrirlestur við Háskólann á Akureyri. Allir era velkomnir á þessa fyrirlestra. DV-MYND HILMAR ÞÓR Ruth Garret Millikan heimspekingur Okkar helsta hugarstarf er að þekkja aftur fólk og fyrirbæri þrátt fyrir ólikar aðstæöur. sem ráða því hvort fyrirbæri flokkast svona eða hinsegin? Fara fyrirbæri í sama flokk af því að það er svipur með þeim eða vegna þess að þau líkjast einskonar frummynd flokkunarinnar (fullkominn hringur væri til dæmis frummynd fyrir „hringlaga fyrirbæri")? Þetta leiðir hugann að grundvallarspurningu," heldur hún áfram: „Hvert er sambandið milli hugs- unar og hlutarins í veruleikanum sem hugsunin er um? Hvers eðlis er til dæmis hugsunin „hundur" og hvernig tengist hún hundum? Hvernig tengist eitthvað i huga okkar hlutunum í veruleikanum sem það táknar? Á námskeiðinu sem ég held ræði ég fyrst helstu kenningar um flokkun á síðari hluta 20. aldar og fjalla um niðurstöður úr ýmsum athugunum. Síðan ætla ég að fjalla um tilraunir mínar til að leysa Enn boðið til veislu að Njáls Nú eru hetjur Brennu Njáls sögu að vakna af vetrardvala, og á laugardaginn munu kempurnar Gunnar, Njáll og Kolskeggur hefja upp raust sína að nýju í „Söguskálan- um“, miðaldaskála Söguset- ursins á Hvolsvelli, og rifja upp valda kafla úr lagaflokki Jóns Laxdals við söguljóð Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds. Auk þess mun hinn óþekkti höfundur Brennu Njáls sögu birtast gestum í skálanum og leiða þá í allan sannleik um það, hvers vegna Hallgerður langbrók fyrtist svo mjög við þegar Bergþóra vildi gera hana að hornkerlingu. Með þessu and- lega góðmeti bera rangæskar griðkonur gestum þriréttaða veislumáltíð með eldsteikt fjallalamb í öndvegi. Áður en miðaldavafstrið í Söguskálanum hefst eiga fróð- leiksþyrstir „Njálunördar" og aðrir sem unna hrífandi náttúru og góðum sögum kost á að Arthúr Björgvin Bollason forstöðumaöur Staddur í miöri Njálsbrennu. skoða sýninguna „Á Njáluslóð" og halda síðan með sagnaglöðum leiðsögumanni í siðdegisferð um söguslóðir Njálu í Rangárþingi. Þetta veislu- hald naut mikilla vinsælda gesta á liðnu ári og verður nú reglulega á laugardags- kvöldum fram á vor. Þessi „söguveisla" þykir ein merkasta nýjungin í ferðaþjónustu landsins á undanfórnum árum, og eins og hún er sprottin af vaxandi áhuga landsmanna á forn- bókmenntum - ekki síst Njálu - þá á hún sinn þátt í enn auknum vinsældum þessara sígildu sagna. Til dæmis barst sú frétt um líkt leyti og hópferðir á Njáluslóð náðu hámarki siðastliðið haust að Njála væri komin í hóp söluhæstu bóka á ís- landi! dv-mynd gva Allar nánari upplýsingar gefur hinn óþreytandi for- stöðumaður Sögusetursins, Arthúr Björgvin Bollason, í síma 487 8781 eða 895 9160. ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Veislan flyst suður Á laugardagskvöldið kl. 20 verður síð- asta sýning fyrir norðan á Sniglaveisl- unni eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, upp- færslu Leikfélags Akureyrar í samvinnu við Leikfélag íslands, sem frumsýnd var i febrúar. Verkið fjallar um örlagaríkt kvöld í lífi Gils Thordarsen stórkaupmanns sem leikinn er af Gunnari Eyjólfssyni. Árs- fjórðungslega heldur hann mikla át- veislu fyrir sjálfan sig og sparar þá hvergi veislufóng. Þegar sagan hefst stendur slík veisla fyrir dyrum en þá ber óvæntan gest að garði sem ekki er allur þar sem hann er séður... Sýningin hlaut lof gagnrýnenda og hefur gengiö afar vel fyrir norðan. Ekki verður gangurinn síðri hér fyrir sunnan því þegar er uppselt á fyrstu tíu sýning- arnar! Leikstjóri er Sigurður Sigurjóns- son, leikmynd og búninga gerir Elín Edda Árnadóttir, lýsingu hannar Hall- dór Örn Óskarsson og hljóðmynd Hilm- ar Örn Hilmarsson. Berfætlingarnir aftur Enn er af Leikfélagi Akureyrar að segja að þar verða Berfætlingarnir eftir Guðmund L. Friðfinnsson endurfluttir annað kvöld kl. 20. Leikritið var leikles- ið í Samkomuhúsinu á Akureyri 24. febrúar í tilefni af 95 ára afmæli höfund- ar og var gerður góður rómur að. Verkið fjallar um leitina í brjósti mannsins, leit hans að sjálfum sér og til- gangi lífsins, og hve okkur verður villu- gjarnt við þá leit. Það vekur upp spurn- ingar um markmið og tilgang og gefur til kynna að með því að varðveita barn- ið í okkur sjálfum öðlumst við hamingj- una. Leikstjóri verksins er Skúli Gautason en meðal lesara eru Þráinn Karlsson, Saga Jónsdóttir og Aðalsteinn Bergdal. Brauð og rósir í kvöld sýnir kvik- myndaklúbburinn Filmundur Bread and Roses, nýjustu mynd Ken Loach sem tU dæmis gerði þá eftir- minnilegu mynd My Name Is Joe og Carla’s Song. Eins og fyrri myndir hans hefur Bread and Roses vakið mikla at- hygli og keppti meðal annars um Gullpálmann eftirsótta í Cannes i fyrra. Myndin gerist í Lös Angeles og segir frá mexíkósku systrunum Mayu og Rosu sem starfa við ræstingar. Þær hafa feng- ið góðan skammt af misrétti og illa laun- uðum störfum i hinu nýja heimalandi sínu og eru við það að gefast upp. Þá kynnast þær lögfræðingnum og umbóta- sinnanum Sam sem hvetur þær og sam- starfsmenn þeirra til dáða og úr verða viðamiklar mótmælaaðgerðir sem stefna landvistarleyfi systranna i hættu. Efnið á sér fyrirmynd í verkföllum meðal ræstingafólks í Los Angeles fyrir nokkru enda höfundurinn þekktur fyrir rammpólitískar myndir. Sýnt er i Há- skólabíó kl. 22.30 í kvöld og á mánudags- kvöldið. Útgáfa sagnfræðirita í kvöld kl. 20.30 verður almennur fundur á vegum Sagnfræðingafélagsins um útgáfumál í húsi Sögufélags í Fischersundi. Spurt verður m.a. hvernig gangi að gefa út hefðbundnar bækur og tímarit. Má búast við því að vöxtur hlaupi í vefútgáfur? Hafa möguleikar sagnfræðinga á (frjálsaf markaðniun aukist eða minnkað? Meðal frummælenda eru Sigurður Gylfi Magnússon, Anna Agnarsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Gunnar Karlsson og Guðmundur J. Guðmunds- son. Á eftir framsögum verða almennar umræður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.