Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 Fréttir I>V Bílstjóri dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Þrýst á atvinnubíl- stjóra að brjóta lög - svartur blettur á ferðaþjónustu Óskar Stefánsson, formaður bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis, segir að atvinnubílstjórar séu stundum hálf- neyddir til að vinna meira en lög leyfa. Hvíldartími sé ekki virtur og slíkt bjóði hættunni heim. í þessu samhengi má minna á Skeijafjarðarflugslysið og þann mokstur sem er á fólki um versl- unarmannahelgar. Margt bendir til að löngunin í stundargróða sé skynsem- inni yfírsterkari á köflum og lýsa heimildamenn DV þessu ástandi sem svörtum bletti á íslenskri ferðaþjón- ustu. Bifreiðarstjórar hafa fylgst af mikilli athygli með máli sem dæmt var í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra sl. fóstu- dag. Þar var atvinnubílstjóri, Kópa- vogsbúi á fimmtugsaldri, dæmdur sek- ur um manndráp af gáleysi eftir að hann lenti í árekstri við fólks- bil við Þelamerkurskóla í Glæsibæjarhreppi um versl- unarmannahelgina i fyrra. Bílstjórinn sveigði yfir á rang- an vegarhelming til að koma í veg fyrir aftanákeyrslu og lést ökumaður bíls sem kom úr gagnstæðri átt. Bílstjórinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára, ökuleyfissvipt- ingu og greiðslu alls málkostn- aðar. Fram kom að bílstjórinn hafði ekki hlotið lögskyldan hvíldartíma samkvæmt Evróputilskipun. Þetta er annað málið á skömmum tíma þar sem brot atvinnubílstjóra valda slysi eða dauða, sbr. óhappið við Jökulsá í sumar. Formaður Sleipnis segir að félagið hafi ítrekað talað gegn því að menn brytu af sér með of miklu vinnu- álagi en launin séu hins veg- ar lág og margir telji freist- andi að ganga jafn langt og mögulegt er. Spurður hvort þrýstingur sé frá atvinnurek- endum um að bOstjórar vinni meira en lög leyfa, segir Ósk- ar að svo sé í allnokkrum tU- fellum. „Já, ég hef heyrt menn kvarta yfir því að þeir séu þvingaðir tU að fara fram úr sér. í því sambandi má vísa tU uppbygging- ar ferðamála almennt í þessum bransa. Oft er þessi vinna að koma upp með stuttum fyrirvara og þá verður ein- hvem veginn að leysa það að koma far- þegunum mUli áfangastaða. Það er töluverður þrýstingur yfir háálagstím- ann og þetta slys verður á mesta álags- tíma ársins," segir Óskar. Sömu sögu má segja um slysið í Jökulsá en þar björgðust farþegar og áhöfn með naumindum. í manndrápsmálinu við Þelamerk- urskóla mótmælti bUstjórinn sök og gaf m.a. þær skýringar á slysinu að vegurmn hefði verið sleipur vegna olíu. Því trúði dómurinn ekki en hon- um hins vegar þótti ósannað að bU- stjórinn hefði verið að tala í síma þeg- ar slysiö varð eins og kom fram í ákæru. Maðurinn var með hreina sakaskrá fyrir dóminn og var það virt tU refsUækkunar. Hann er búinn að starfa sem atvinnubUstjóri í 6-7 ár og segist hafa keyrt hringveginn í hundr- uð skipta. -BÞ Óskar Stefáns- son, formaöur Sleipnis. Hljóp kapp í kinn vegna gin- og klaufaveiki Til harðra orðaskipta kom milli þingmanna stjómarmeirihlutans á Alþingi í gær. TUefnið var fyrir- spum Kristján Pálssonar, Sjálfstæð- isflokki, en hann lýsti áhyggjum af gin- og klaufaveikinni í Bretlandi. Kristján benti á að enn væri leyfður innflutningur á gæludýrafóðri frá Bretlandi og það teldu sumir vís- indamenn að orkaði mjög tvímælis. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra brást mjög hart við og spurði hvort það væri pólitískur fengur í því fyrir Kristján að segja að hér væri ekki gengið nógu langt. „Mér finnst það ekki heiðarlegur mál- flutningur að láta svo í veðri vaka aö við séum ekki vakandi. Mínir vísindamenn em mjög vel á verði,“ sagði Guðni. Kristján sagði með ólíkindum að ráðherrann skyldi halda að hann ætlaði sér að græða atkvæði með henni. Guðni viðurkenndi að sér hefði hlaupið kapp í kinn en ástæða þess væri sú að vefengt væri að við- brögð yfirvalda hérlendis væru nógu sterk við fárinu. „Menn eiga ekki að tala svona,“ sagði hann. -BÞ Varöist fimlega Mörg spjót stóöu á Guöna Ágústssyni landbúnaöarráöherra á Alþingi í gær. Hann var gagnrýndur fyrir aö leyfa laxeldi í Klettsvík þar sem Keikó svamlaöi fyrir. Þá kom til haröra oröaskiþta milli þingmanna stjórnarmeirihlutans vegna gin- og klaufaveiki. Guöni varöist fimlega og var glaðbeittur þegar hann ræddi viö þrjá þingmenn Samfylkingarinnar. S j ómannasamningarnir: Allt í hnút Tíu klukkustunda samningafund- ur sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara í gær reyndist algjör- lega árangurslaus, en nýr fundur átti að hefjast klukkan 10 í morgun. Sáttasemjari er með fréttabann á samningamenn, en einn úr þeirra röðum tjáði ÐV í morgun að á fund- inum í gær hefðu menn aðallega verið að reyna að ræða verðmynd- unarmálin en ekkert hefði miöað. „Þaö er allt í hnút og ég hef á til- fmningunni að útvegsmenn ætli ekkert að semja við okkur, þeir ætla bara að fá aftur á okkur lög, það er mín tilfinning,“ sagði einn samn- ingamanna í morgun en sá kom skiljanlega úr röðum sjómanna. -gk Borgarnes: Fjórir bílar skemmdust ökumaður missti stjórn á bíl sín- um i hálku innanbæjar í Borgamesi í gær með þeim afleiðingum að bíll hans skall utan í tvo kyrrstæða, mannlausa bíla. Síðan kastaðist hann framan á fjórðu bifreiðina sem kom aðvífandi. Engin slys urðu á fólki í árekstrinum en að sögn lög- reglunnar í Borgamesi eru bílarnir töluvert skemmdir. -SMK Engin vímuefni fundust í heimavist Fjölbrautar á Sauðárkróki: Þrír hasshundar að sunn- an leituðu í gærkvöldí DV, SAUPÁRKRÓKI: Eftir að einn nem- enda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki varð upp- vis að hassneyslu fyrir helgina, óskuðu nem- endaráð og heimavist- amemendur eindregið eftir að fikniefnaleit yrði framkvæmd á heimavistinni. Rann- sóknarlögreglan kom með þrjá leitarhunda að sunnan til Sauðár- króks í gærkvöldi og framkvæmd var leit á vistinni. Hún leiddi það í ljós að þar er engin fikniefni að finna. Ámi Pálsson, rannsóknarlögreglu- maður á Sauðárkróki, sagðist mjög ánægður með þetta frumkvæði nem- enda og þeir ættu hrós skilið. Heima- vistin væri „hrein“ og vel væri unnið í forvarnarmálum í skólanum. „Þarna brugðust nemendur hárrétt við,“ sagði Ámi. Ársæli Guðmundssyni, settum skólameistara, var greinilega létt í gærkvöldi þegar hann kom út af vist- inni að leit lokinni, enda ekki góðar fréttir þegar nemandi verður uppvís að neyslu fíkniefna. Ársæll kvaðst vilja ítreka þær fregnir að nemand- inn hefði sjálfur kosið að hætta í skól- anum og leita sér meðferðar og eng- inn hefði verið rekinn vegna þessa. Umræddur nemandi var tekinn með tvö grömm af hassi í tengslum við meintan ölvunarakstur aðfara- nótt föstudags en þrír ungir menn vom einnig í bílnum. Auk þessa óveralega magns efnis fundust einnig tæki til neyslu i bílnum. Þetta mál er frágengið að sögn lögreglunnar, sem reynir eins og venjan er að rekja þetta mál til stærri mála, en væntan- lega eru þessi hassgrömm úr mun stærri sendingu. -ÞÁ Enm&.i Hörö gagnrýni Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinnar, hóf utandagskráru- mæðu á Alþingi í gær vegna við- skiptahallans og gagnrýndi efna- hagsstefnu rikis- stjórnarinnar harðlega. Forsætis- ráðherra, Davíð Oddsson, veitti andsvör og benti á að þriðjungur hækkunarinnar væri vegna olíu- verðs og annar þriðjungur vegna vaxtahækkunar. Ekið á hross Hross drapst er jeppa var ekið á það á Suðurlandsveginum, skammt frá bænum Þjóðólfshaga í Holta- og Landsveit um tvöleytið aðfaranótt mánudagsins. Maðurinn sem ók bif- reiðinni slapp ómeiddur en bíllinn, sem var með hestakerru aftan í, er mikið skemmdur eftir atvikið. Kaupa Bills Dollar Stores Baugur hefur hug á að kaupa verslunarkeðjuna Bills Dollar Stor- es en velta keðjunnar er áætluð 300 milljón dollarar á árinu 2001. Þá hef- ur Baugur hf. gert samning við með- eigendur sína í A-Holding um kaup- rétt á öllum hlutabréfum í A-Hold- ing. Stjórnin hefur óskað heimildar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 500 milljónir króna að nafn- verði. Innherjaviðskipti Embætti rikislögreglustjóra hefur gefið út ákæru á hendur Gunnari Sch. Thorsteinsson, fyrrum stjórn- armanni í Skeljungi, vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti með kaupum hans á hlutabréfum í Skelj- ungi 7. júlí 1999. Þá var Gunnar stjórnarformaður. Þetta er fyrsta kæra vegna innherjaviðskipta á ís- landi. Geysir kyrrsettur Siglingastofnun hefur kyrrsett flutningaskipið Geysi í Hafnarfjarð- arhöfn. Skipið hefur siglt með varn- arliðsflutninga fyrir Atlantsskip hf. Skipið er í mjög slæmu ástandi og fær ekki að sigla fyrr en gert hefur verið við það. Sama skip var stöðv- að hér fyrir tæpu ári. VÍS á Verðbréfaþing Stjórn Vátryggingafélags íslands hf. (VlS) hefur samþykkt að stefna að skráningu félagsins á Verðbréfa- þing Islands á þessu ári. Gert er ráð fyrir að skilyrðum skráningar verði m.a. náð með útgáfu nýs hlutafjár sem selt verði starfsmönnum og stjórnendum VÍS. Andlát Björgvin Schram, fyrrver- andi stórkaupmað- ur, lést í Reykjavík 24. mars sl. Hann var fæddur 3. októ- ber 1912. Hann kvæntist Aldísi Brynjólfsdóttur 1937 og átti með henni sjö börn. Björgvin lætur eftir sig 58 barna- börn og barnabarnabörn. Stolinn bíll skemmdur Vinnubíl var stolið innanbæjar í Ólafsvík á sunnudaginn og fannst hann svo mikið skemmdur upp úr hádegi á mánudag Lögreglan í Ólafsvík leitar nú sökudólgsins og biður þá sem geta gefið upplýsingar um bílinn að hafa samband við sig. -HKr./-BÞ/SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.