Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 Fréttir I>V Vaskur vegfarandi bjargaði tæplega sjötugri konu úr bráðum háska: Flækt í bílbelti í ísi lögðu vatni „BíUinn var á hvolfi í ísi lagðri tjöm og hún var flækt í bílbeltinu. Þetta leit hræðilega út og mér virtist ekkert lífsmark vera í bílnum," segir Skúli Steinsson, ibúi á Eyrarbakka, sem varð vitni að lífsháska Bryndís- ar Guðmundsdóttur, tæplega sjötugr- ar konu frá Stokkseyri, kaldan morg- un í síðustu viku. Skúli var á leið norður Eyrarbakkaveg að vitja hrossa sinna þegar hann tók eftir að bifreið á vesturleið eftir Gaulverja- bæjarvegi keyrði á skilti og valt nið- ur vegöxlina. „Bíllinn fór þrjár eða fjórar veltur og lenti öfugur i tjöm. Ég gaf í og stökk síðan út úr bílnum þegar ég kom á staðinn og óð út í tjömina. Bifreiðin vakti með mér tómleikatilfinningu eins og oft gerist þegar um bílslys er að ræða og ég bjó mig undir það versta. Bryndis reyndist vera flækt með fótinn í bílbeltinu og hálf á kafi í ísköldu vatninu. Mér tókst að lokum að draga hana út úr bílnum með aðstoð tveggja stráka sem komu aðvífandi. Hún sagði ekki annað en að ég hefði bjargað lífi hennar og að mikið væri henni kalt,“ segir hann. - dregin út úr bílnum, ofkæld og í losti DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Lífgjafi í heimsókn Þaö uröu fagnaöarfundir þegar þau hittust á sjúkrahúsinu á Selfossi í gær, Skúli Steinsson og Bryndís Guömundsdóttir. Snarræöi hans má þakka aö ekki fðr verr. Bryndís slapp með mar en kvartaði einnig undan bakeymslum. Eftir ver- una í köldu vatninu fékk hún athvarf í bifreið Skúla þar sem viðstaddir hlúðu að henni. „Við tókum hana úr blautu fótunum og dúðuðum hana með yfir- höfnum okkar. Ég setti miðstöðina á fullt og beið eftir lögreglu og sjúkra- bíl,“ segir Skúli Steinsson frá Eyrar- bakka. „Ég er Skúla óendanlega þakklát fyrir björgunina, hann brást skjótt og vel við að bjarga mér út úr bílflakinu, upp úr keldunni sem ég lenti ofan í,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir frá Stokkseyri sem lenti í bílveltunni. Skúli heimsótti Bryndísi á sjúkra- húsið á Selfossi í gær og þar urðu sannkallaðir fagnaðarfundir. Bryndís sagðist hafa haldið meðvit- und allan tímann en þar sem bíllinn var að hluta til á kafi í vatni og á hvolfl hefði hún verið farin að drekka vatn úr keldunni sem hún lenti í. „Ég held mér verði ekki meint af því, en að halda lífl eflir allt þetta er fyrir mestu og að sleppa svona ótrúlega vel er ánægjuauki á það,“ sagði Bryndís. -jtr/NH Milljaröa stofnkostnaður fyrir vafasamt Schengen-samkomulag: „Heilaþvottarkór" utanríkisráðherra Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG-framboðsins, segir fjölmargar neikvæðar hliðar á Schengen- landamærasamstarií Islendinga sém tók gildi sl. sunnudag. Hann gagn- rýnir litla kynningu stjómvalda á málinu. „Og svo hefur umfjöllunin verið mjög einhliða hjá hallelúja- og heilaþvottakór Halldórs Ásgrímsson- ar og félaga," segir Steingrímur. Helstu kostir aðildarinnar, að sögn Steingríms, eru að for hins almenna borgara innan svæðisins verður frjálsari en áður og þá séu einhverj- ar jákvæðar hliðar á aðildinni að lög- reglusamstarfinu. Neikvæðu þætt- imir séu hins vegar miklu fleiri. „Kostnaðurinn hefúr sem dæmi farið hríðhækk- andi síðustu mán- uði og það kemur í ljós að þær upp- lýsingar sem tókst að draga út úr mönnum með töngum í fyrra vora allar í skötu- líki og allt of lág- ar. Nú tala menn hiklaust um nokk- ur hundrað milljóna sem eru bók- færð á ráðuneytin og ég stend við það að stofnkostnaðurinn hleypur á millj- örðum,“ segir Steingrímur. Ein helsta röksemd fylgjenda Schengen er að auðveldara verði að fylgjast með afbrotamönnum en tvær hliðar era á því máli að mati for- manns vinstri grænna. „Nú segir Halldór [Ásgrímsson], voðalega glenntur, að harðsviraðir glæpa- menn og mafiósar verði stoppaðir í kerfmu og vísar til þriggja útsendara rússnesku mafiunnar sem vora handteknir á dögunum. Þetta fer hins vegar eftir því hvaðan þeir koma. Ef þeir koma frá svæðislandi Schengen þá sæta þeir engu persónu- eftirliti og í öðra lagi þurfa þeir að vera á skrá til þess að aðvöranarljós- in blikki. Hins vegar geta aðrir átt von á því að verða stöðvaðir fyrir þaö eitt að þeir hafi sætt lögreglu- rannsókn einu sinni eða borið vitni í sakamáli. Ætli íslendingar verði glaðir þegar þeir fara að dúkka upp í kerfinu fyrir slíkar sakir einar," seg- ir Steingrímur. Formaður vinstri grænna segir að í sumum tilvikum geti glæpamenn beinlínis grætt á samstarfinu, þ.e.a.s þeir sem eru þegar komnir með ólög- legum hætti inn á svæðið. „Þessu geta menn ekki borið á móti, hvort sem þeir heita Halldór Ásgrímsson eða eitthvað annað. Flæðið innan svæðisins er miklu stjómlausara en áður.“ -BÞ Kringlan: Nakinn karl mátaði sundbol Starfsmenn verslunar í Kringlunni höfðu samband við lögregluna í Reykjavik síðdegis á fóstudag eftir að karlmaður berháttaði sig við að máta sundbol og gekk þannig til fara um verslunina. Lögregla mætti á staðinn og segir á heimasíðu lögreglunnar að starfsfólk verslunarinnar hafi ekki talið sundbolinn söluhæfan eftir að maðurinn mátaði bolinn. -SMK Guðni vildi kyssa Keikó Sigríöur Jóhannesdóttir (Sf) beindi í gær fyrirspum á Alþingi til Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra vegna leyfisveitingar ráðherra varð- andi eldi á norskum laxi í Klettsvík i Vestmannaeyjum. Sigríður spurði hvort legið hefði á að veita leyfið þeg- ar lagaseming um sjókvíaeldið væri á sama tíma í meðfórum þingsins. Þá væru örlög hvalsins Keikós óráðin og vildi þingmaðurinn vita hvort samlíf hvals og lax væri virkilega svona brýnt í víkinni. Guðni svaraði því til að hann hefði kysst Keikó ef hann hefði hitt hann í Eyjum í síðustu viku og sagt: „Far vel Frans“. Rifjaðist þá upp fyrir þing- heimi sá koss, sem sumir kölluðu Júdasarkoss, þegar Guðni kyssti kú í fyrra á blaðamannafundi í sunnlensku fjósi. Þingmenn hlógu mikinn að sam- ræðum Guðna og Sigríðar. -BÞ Kona stakk mann sinn Karlmaður var fluttur á slysadeild með hnífstungusár í maga og læri að- faranótt laugardagsins. Maðurinn hafði samband við lögregluna i Reykjavík eft- ir árásina og tilkynnti henni að sambýl- iskona hans hefði í kjölfar rifrildis þeirra á milli ráðist að honum með fyrr- greindum afleiðingum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en konan var handtekin og flutt á lögreglustöðina. -SMK Snjókoma fyrir norðan Gert er ráð fyrir norðlægum áttum, 10—15 m/s. Snjókoma og él um landið noröanvert, mest úrkoma norðaustanlands, en lengst af bjart sunnanlands. Dregur úr veöri síödegis. Frost yfirleitt á bilinu 3-8 stig. J'jjj i. REYKJAVlK AKUREYRI Sólariag í kvöld 20.05 20.08 Sólarupprás á morgun 07.00 06.57 Síódegisflóö 20.04 12.21 Ardegisflóö á morgun 08.19 12.52 Skýrlngar á veðurtáknum J*^VINDÁTT 10V-HITI 10° ■^^VINDSTYRKUR i metrum á sekúnriu \frost HEIDSKÍRT O é? o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ V.V vV-i •: Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA 0 = ÉUAGANGUR ÞRUNIU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA IHGliM FRA VECACERO RIKISIHS Ofærð fyrir austan Greiðfært er í nágrenni Reykjavíkur. Einnig um Vesturland. Þó er ófært um Bröttubrekku. Þá var lokaö um Súðavíkurhlíð í morgun vegna snjóflóðs. Unniö er aö hreinsun á Steingrímsfjarðarheiöi og um Isafjaröardjúp. Skafrenningur er víða á Norðurlandi. Beöiö með hreinsun á Austurlandi vegna óveöurs. c=iSnj6r ■bpunofcrt œaÓFÆRT Snjókoma fyrir norðan Norðaustanátt, víöa 10-15 m/s og snjókoma með köflum en slydda og síðan rigning viö suður- og austurströndina. Hiti 0 til 5 stig é láglendi en um frostmark noröanlands. liBiBBIif.'ft'Uii;? Föstudagur Laugard Vindur: f <0 O 8-13m/*< Hiti -2° til -7° W Noröan og síöar A 8-13 m/s og dálítil él vlö suöur- og austurströndlna. Frost 2 tll 7 stlg vlö sjólnn en 10 til 15 i Innsveltum. Vindur: x"v, 8-13 m/> cy*/ Hiti -2° til -7° ®e°o0 Noröan og siöar A 8-13 m/s og dálitll él vlö suöur- og austurströndina. Frost 2 tll 7 stlg viö sjóinn en 10 tll 15 í innsveitum. Vindur: O cO O 10-15 m/. 'ú/ Hiti 0“ til 5” NA10-15 m/s og snjókoma meö köflum en slydda og siöan rignlng vlö suöur- og austurströndina. Hltl 0 tll 5 stlg en um frostmark norðanlands. AKUREYRI skýjaö -6 BERGSSTAÐIR úrkoma! grennc 1 -7 BOLUNGARVÍK snjóél -7 EGILSSTAÐIR -5 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -5 KEFLAVÍK léttskýjaö -6 RAUFARHÖFN skafrenningur -5 REYKJAVÍK léttskýjaö -6 STÓRHÖFÐI reykmistur -5 BERGEN lágþokublettir -2 HELSINKI snjókoma -5 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað -1 ÓSLÖ léttskýjaö -8 STOKKHÓLMUR -4 ÞÓRSHÖFN rigning 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -8 ALGARVE skýjaö 11 AMSTERDAM þokumóöa 1 BARCELONA léttskýjaö 9 BERLÍN léttskýjaö -4 CHICAGO skýjaö -1 DUBLIN súld 5 HALIFAX hálfskýjað -2 FRANKFURT alskýjaö 1 HAMBORG skýjaö -1 JAN MAYEN skýjaö -7 LONDON mistur 5 LÚXEMBORG skýjað 1 MALLORCA þokumóöa 7 MONTREAL heiðskírt -7 NARSSARSSUAQ skýjaö 0 NEWYORK heiöskírt -2 ORLANDO hálfskýjaö 13 PARÍS þokumóöa 3 VÍN alskýjaö 0 WASHINGTON heiöskírt -4 WINNIPEG heiöskírt -10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.