Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 Fréttir I>V Ólga vegna skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa eftir flugslysið í Skerjafirði: Nefndin sökuð um að draga úr ábyrgð yfirvalda Markmið flugslysarannsókna er að greina orsakaþœtti flugslysa í því skyni einu að koma í veg fyrir að flugslys endurtaki sig og stuðla aðþví að öryggi íflugi megi aukast,“ segir t skýrslu Ransóknamefhdar flugslysa. „Tilgangurinn er ekki að skipta sök og/eða ábyrgð. Skýrslu Rannsókrtamefhdarflugslysa skal ekki beitt sem sönnunargagni í opinbemm málum en rannsókn á meintri refsiverðri háttsemi í tengslum við flugslys er óháð rannsókn flugslysa". Sjö tillögur í öryggisátt em gerðar í skýrslunni. Þar af er einni beint tíl samgönguráðherra og sex til Flugmálastjómar. Fyrstu tillögu er beint til samgönguráðherra: „Aö [samgönguráðherra] endurmeti ákvöröun, sem fram kemur í auglýsingu nr. 171 frá 9. mars 1998, um ótlmabundna frestun gildistöku reglna sem byggjast á JAR-OPS 1 og varða flugrekstur minni flugvéla í atvinnuskyni." Hinum sex tillögunum er beint til Flugmálastjómar og fara hér á eftir. - Ad verklagsreglur fíugörygglssviðs Flugmálastjórnar er varða skránlngu notaðra loftfara tll atvlnnufíugs verðl endurskoðaðar. Annaðhvort verðl þess krafíst að innflytjandlnn útvegl útfíutningslofthæfísskírtelni (CofA for Export) frá fíugmálastjórn útfíugnlngsríklslns eða Flugmálastjórn íslands framkvæmi sjálf skoðun á loftfarlnu sem uppfylll kröfur tll útgáfu slíks skírtelnls. - Að hún koml á gæðakerfí fyrlr starfseml fíugöryggissviðs stofnunarlnnar. - Að fíugrekstrardelld fíugörygglssviðs Ftugmálasijómar gerl áætlun um formlegar úttektir á fíugrekendum. Uttektlmar séu samkvæmt viðurkenndum aðferðum gæðastjórnunar. - Að hún leggl sérstaka áherslu á að vlðhaldsaðllar fíugvéla haldl nákvæma skránlngu um það vlðhald sem framkvæmt er, þ.á.m. að þelr skrál allar niðurstöður mællnga sem gerðar eru. - Að hún sjál tll þess að fíugrekendur sem ekkl hafa þegar sett ákvæðl í fíugrekstrarhandbækur sínar er varða aðgang farþega að framsætl vlð vlrk stýrl þegar elnn fíugmaður er á fíugvéllnnl gerl það. - Að hún effí eftlrllt sltt með fíugl tengdu þelm mlklu mannfíutnlngum sem elga sér stað í tengslum vlð þjóðhátíðlna í Vestmannaeyjum. “ I »i’i 1 hinni gífurlegu fjölmiðlaum- ræðu um flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst síðastliðinn, sem orðið hefur eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa var gefin út á föstudaginn í síðustu viku, hafa aðstandendur fórnarlambanna sem slösuðust eða létust í slysinu gagnrýnt nefndina harðlega og aðra aðila sem að slys- inu komu. Hvort sú gagnrýni á rétt á sér eða ekki skal ósagt látið en at- hygli vekur að minna hefur boriö á þeirri staðreynd að rannsóknar- nefndinni er ekki ætlað að finna sök heldur að auka flugöryggi í landinu og koma í veg fyrir frekari óhöpp. Slysið vakti mikinn óhug meðal allra landsmanna en af sex farþeg- um vélarinnar létust fjórir í slysinu, eða skömmu eftir það, hinn fimmti lést nokkrum mánuðum síðar og eini eftirlifandi farþeginn liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Flugmálastjóm og flugvöllur Feður tveggja fórnarlamba, Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Skarphéðins- son, og fjölskylda flugmannsins hafa gagnrýnt vinnubrögð Rannsóknamefnd- ar flugslysa harðlega, og þá ekki síst ákvörðunina um að láta hreyfil vélar- innar af hendi og senda hann úr landi fiórum dögum eftir slysið. Samkvæmt skýrslunni var talið að ekkert hefði ver- ið athugavert við hreyfilinn áður en flugvélin hafhaði í sjónum og afhenti nefhdin þvi hreyfilinn eiganda sínum, dönsku tryggingafélagi. Skýrslan fjallar ítarlega um aðild Leiguflugs isleifs Ottesens ehf., eig- anda vélarinnar, lélegt bókhald og skort á pappírum vegna vélarinnar, farþegalista og fleiri gagna. í skýrsl- unni er einnig fjallað um yfirsjónir Flugmálastjómar við skráningu TF- GTI til landsins, en þær em ekki tald- ar orsakaþættir í slysinu sjálfu. Þó kemur skýrt fram í öryggistillögum nefndarinnar að ákjósanlegt sé að ým- islegt verði fært til betri vegar hjá Flugmálastjóm. Af sjö tillögum í ör- yggisátt er sex beint til Flugmála- stjómar. Hinni sjöundu er beint til samgönguráðherra. Aðstandendur flugmannsins sendu frá sér yfirlýsingu þar sem spurt er meðal annars hvers vegna einungis ein flugbraut var opin þennan dag. í skýrslu Rannsóknamefndar flugslysa segir að brautin hafi verið lokuð vegna jarðvegsframkvæmda. Flugumferðarsljórinn Vélinni var snúið tvisvar frá í að- flugi og um ástæður þess segir meðal annars í skýrslunni að flugumferðar- stjórinn á vakt í flugtuminum á Reykjavíkurflugvelli hafi metið svig- rúm vélarinnar til lendingar ekki ör- uggt. Fjölskylda flugmannsins spyr um Sigrún María Kristinsdóttir biaðarnaður þetta atriði og segja feðumir tveir (sem gagnrýna flugumferðarstjómina á Reykjavíkurflugvelli umrætt kvöld harðlega) margt benda til þess að frá- hvarfsflugið örlagaríka hafi verið óþarft. Þeir segja Rannsóknamefndina leitast við að draga úr ábyrgð Flug- málastjómar, fuilyrða að um mistök hafi verið að ræða af hálfu hennar um- rætt kvöld og hafa bent á að hvergi í skýrslunni sé bent á að flugumferðar- stjómunin þetta kvöld hafi verið f ólagi. Þeir telja jafnframt að hætta hafi verið á árekstri milli vélarinnar sem fórst og annarrar vélar yfir Örfirisey skömmu fyrir slysið, en þess er ekki getiö í skýrslunni. Endurrit af samskiptum flugturns- ins og flugumferðar þetta kvöld fylgdi ekki skýrslunni en þó er getið um sam- skipti flugmanns vélarinnar sem fórst við tuminn. Vinnutími flugmannsins í viðbrögðum feðranna tveggja við skýrslu Rannsóknarnefndarinnar seg- ir að i skýrslunni sé þess hvergi getið hvort álag hafi verið á flugumferðar- stjórann sem var á vakt kvöldið sem slysið varð og einnig sé þess ekki getið að aukaálag hafi verið á flugmanninn vegna annarrar flugumferðar. Jafn- framt kemur ekkert fram um það hvort flugumferðarstjórinn hafi verið reyndur starfsmaður eða hvort hann hafi verið sendur í endurþjálfun eftir slysið. Samkvæmt skýrslunni virðist flugmaðurinn hafa farið að fyrirmæl- um flugtumsins þótt talið sé að hann hafi tekið of krappa hringi miðað við reglur Flugmálahandbókar er honum var vísað frá vellinum í tvígang og sagt að fara umferðarhringi. Fjölskylda flugmannsins hefur gagn- rýnt að í skýrslunni er fjallað um þá staðreynd að flugmaðurinn hafi unnið rúmlega 13 tíma þennan dag. Sam- kvæmt gildandi reglugerðum mega flugmenn einungis vinna 10 tíma sam- fleytt. Friðrik Þór og Jón hafa sagt þetta ósanngjamt í ljósi þess vinnuum- hverfis sem flugmaðurinn vann í og halda því fram að réttara væri að benda á ábyrgð ísleifs Ottesens, for- stjóra LÍO, og Birgis Björgvinssonar flugrekstrarstjóra, sem hefðu átt að fylgjast með vinnutima flugmannanna. Harðara eftiriit í Eyjum Feðurnir segja að eftirlit Flugmála- stjómar hefði átt að vera betra í Vest- mannaeyjum, en 6 til 8 starfsmenn Flugmálastjómar voru þar á vakt um verslunarmannahelgina í fyrra. Nefhd- in leggur, fyrir sitt leyti, það til við Flugmálastjóm að hún efli eftirlit sitt með flugi sem tengist þjóðhátíðinni í Eyjum. Ekki er gerlegt að taka hér saman allt sem tengist þessu slysi og umræð- unni sem fylgt hefur í kjölfarið. Lík- lega verður aldrei hægt að segja til um hver bar ábyrgö á slysinu mannskæða en fúllyrða má að allir hljóti að vera sammála um að gera verður allt sem í valdi manna stendur til þess að koma í veg fyrir annað slys sem þetta. AKUREYRI skýjaö -5 BERGSSTAÐIR léttskýjaö -7 BOLUNGARVÍK léttskýjað -7 EGILSSTAÐIR -8 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -2 KEFLAVÍK léttskýjaö -2 RAUFARHÖFN skýjaö -4 REYKJAVÍK léttskýjað -2 STÓRHÖFÐI skýjaö 2 BERGEN alskýjaö 2 HELSINKI léttskýjaö -2 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 1 ÓSLÓ skýjaö -4 STOKKHÓLMUR -2 ÞÓRSHÖFN rign. á síö. kls. 3 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö -7 ALGARVE hálfskýjaö 13 AMSTERDAM rigning 5 BARCELONA skýjaö 14 BERLÍN rign. á síö. kls. 0 CHICAGO rigning 3 DUBLIN þokumóöa 4 HALIFAX léttskýjaö -3 FRANKFURT úrkoma í grenndll HAMBORG rigning og súld 1 JAN MAYEN skafrenningur -4 LONDON hálfskýjaö 5 LÚXEMBORG rign. á síö. kls. 7 malLorca léttskýjaö 8 MONTREAL heiöskírt -3 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -5 NEWYORK heiöskírt 3 ORLANDO skýjað 20 PARÍS skýjaö 7 VÍN alskýjaö 1 WASHINGTON skýjaö 3 WINNIPEG alskýjaö 1 Flugturninn á Reykjavíkurflugvelli Flugslysiö mannskæöa í Skerjafiröi í ágúst í fyrra varö er flugvélin var í þriöja sinn aö búa sig til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Mikil fjölmiölaumræöa hefur sprottiö upp á síöustu dögum en í þeirri umræöu hefur lítiö fariö fyrir peirri staðreynd aö Rannsóknarnefnd flugslysa er ekki ætlaö aö finna sök heldur aö koma í veg fyrir frekari slys og auka flugöryggi hér á landi. Veðrið í kvöld | Sóiargangur og sjávarföll 6ð - 6 ‘6) REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 20.11 20.14 Sólarupprás á morgun 06.53 06.49 Síódeglsflóð 21.14 13.26 Árdeglsflóó á morgun 09.34 01.47 Skýringar á veðurfáknum )*'-VIN0ÁTT —Hm 15) n« ^ tmmssmomssm w 8 ^8 8 Vaxandi austanátt Austlæg átt, víða 5-10 m/s og léttskýjaö en vaxandi austanátt í kvöld, 13-18, og dálítil slydda eöa snjókoma sunnanlands í nótt og einnig austanlands á morgun. Heldur hægari og úrkomulítiö í öðrum landshlutum. ~^VINDSTYRKUR 1 metrum á wkúmlu *\frost HEIÐSKÍRT 3D O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ o 0 c? RIGNING SKÚRIR StYDDA SNJÓKOMA ÉUASANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA 13' Vlða er hálka Greiðfært er um Vesturland og Norðurland samkvæmt upplýsingum Vegagerðarlnnar. Hins vegar voru hálkublettir og hálka víða á Vesturlandi, Vestfjörðum og einnig á Noröur- og Noröausturlandi. Sömu sögu er aö segja af hálku á Austfjöröum. Greiöfært er um Suðurland. 1=ISNJÓR mm ÞUNGFÆRT mófært Slydda austanlands Vaxandi austanátt í kvöld, 13-18 og dálítil slydda eöa snjókoma austan- lands á morgun. Heldur hægari og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Frostlaust meö suðurströndinni að deginum en frost annars 0 til 5 stig. Laugard Vindur: 10-15 m/s Hiti 0° til 5“ ð«5gó Austlæg átt, 10-15 m/s allra vestast, en annars 5-10. Rlgning eóa slydda sunnan tll, en dálítll él á Vestfjöröum. Hltl 0 til 5 stlg, Sunmidai Vindur: 10-15 uy s Hiti 0” til 5” Austlæg átt, 10-15 m/s, él og hltl nálægt frostmarkl norövestan tll, en annars hægarl, dálítll rlgnlng eöa slydda meö köflum og 0 tll 6 stiga hitl. Mánudagu Vindur 10—15 tn/s Hiti 0° til 6° Austlæg átt, 10-15 m/s, él og hlti nálægt frostmarki norövestan tll, en annars hægari, dálitll rlgnlng eöa slydda meö köflum og 0 til 6 stlga hltl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.