Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 Fréttir I>V Skiptar skoðanir um nýju seðlabankalögin og efnahagshorfur þjóðarinnar: Mýs undir fjala- ketti Davíðs - segir Sverrir Hermannsson, formaður frjálslyndra Viðbrögð forystumanna í stjórn- mála- og atvinnulífi eru mismun- andi við nýju frumvarpi um Seðla- bankann. Ríkisstjórnin og Seðla- bankinn hafa ákveðiö að afnema vikmörk krónunnar og taka upp verðbólgumarkmið í staðinn. Einnig á að auka sjálfstæði Seðla- bankans til muna en á það bera sumir brigður líkt og fyrrum Lands- bankastjóri, Sverrir Hermannsson. Stjórnskipulagi bankans verður ennfremur breytt þótt áfram verði 3 bankastjórar við bankann. Fariö of geyst? Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG-framboðsins, var í nefndinni sem samdi frumvarpið. Hann segist heilt yfir sáttur við breytingamar en lýsir þó áhyggjum af útfærsl- unni. „Ég verð að segja að mér flnnst menn fara dálítið geyst í að setja þennan pakka saman. Það skiptir miklu máli að menn kynni svona lagað með yfirveguðum hætti og ég hef haft af því áhyggjur síð- ustu dagana hvort frumvarpið skapi óróleika. Menn verða að vanda sig til að koma í veg fyrir svoleiðis." Spurður um þörf þess að hafa áfram 3 bankastjóra, segir Stein- grímur að sú breyting hafi nú oröið að staða formanns bankastjórnar sé gerö mun skýrari en áður. Hann sé skipaöur af ráðherra og verði tals- maður bankans út á við. „Hinu er ekki að leyna að í nefndinni var líka rætt um að stiga skrefið til fulls og hafa bara einn aðalbankastjóra. Því til viðbótar hefði ég viljað sjá sem mestar tryggingar fyrir því að þar yrði um faglega ráðningu að ræða.“ Sýndarsjálfstæöi Til aö mæta nýjum tímum hefur Seðlabankinn lækkaö stýrivexti um hálft prósent en Sverrir Hermanns- son, formaður frjálslyndra, gefur lít- ið fyrir slíkt. Hann efast einnig um að hægt sé að auka sjálfstæði bank- ans verulega á meðan Davíð Odds- son situr við völd. „Ég er áhugamaður um aukið sjálfstæði Seðlabankans en mér er alveg ljóst að þeir eru núna sem mýs undir fjalaketti Davíðs, þeir Finnur [Ingólfsson] og Birgir [ísleif- ur Gunnarsson]. Við sjáum hvers slags stjórnveldi þetta er. Loksins þegar framkvæmdastjóri Þjóðhags- stofnunar stenst ekki mátið og fer að tala um staöreyndir í efnahags- málum þá er Þjóðhagsstofnun kennt um óróleika á gjaldeyrismörkuðum og í kjölfarið afgreidd með því að hún verði lögð niður. Þeir koma ekki til með að hreyfa sig mikið á meðan stjómlyndið er svona á æðstu stöðum. Þar sem menn mega ekki depla auga nema í takt við al- mættið." - Er Sverrir að segja aö það séu oröin tóm að sjálfstæði Seðlabank- ans verði aukið? „Meðan svona er í pottinn búinn hjá æðstu stjórnvöldum, geri ég ekkert með þetta. Þessir menn láta fjarstýrast, enda eiga þeir starf sitt undir því. Það er auðgert mál að breyta um stefnu i efnahagsmálum því hin fyrri hefur gengið sér til hugar. Þeir hafa ekkert ráðið við gengismálin en þessi lækkun vaxta um hálft prósent er gjörsamlega gagnslaus og ekkert nema sýndar- mennska, notuð til þess að færa sönnur á að hér sé þenslan á niöur- leið.“ Sverrir segir að góðærinu sé haldið gangandi með erlendri rvronan renur Gengi krónunnar hefur hríöfalliö undanfariö og þar meö minnkar eiginfjárstaða fyrirtækja sem aftur hefur slæm áhrif á hluta- og skuldabréfamarkaö. Ólafur G. Einarsson formaöur bankaráös Seölabankans flytur ræöu sína á aöalfundi Seölabankans. skuldasöfnun og öllu sé öfugsnúið þegar kemur aö því að segja sann- leikann um stöðuna. „Við erum að nálgast 800 þúsund milljónir króna i erlendri skuld og svo tala menn um að borga skuldimar niður héma heima þótt afgangur af fjárlögum ríkisins sé allur froðufé, tilkominn vegna þessarar gegndarlausu neyslu og skatta ríkisins af henni.“ Formaður frjálslyndra hefur ver- ið talsmaður þess að vextir myndu lækka, enda telur hann að íslenskur iðnaöur þoli ekki umhverfið sem stendur. Hve mikla vaxtalækkun hefði hann viljað sjá? „Sannleikurinn er sá að íslend- ingar taka allt of lítið mark á vöxt- um. Hér býr enn í mönnum uppeldi óðaverðbólgunnar, þar sem spum- ingin var aö ná í fé með öllum hætti, sama hvað það kostaði. í Bandaríkjunum og víða í Evrópu er „fúnksjón" efnahagslifsins stjórnað með hægðarleik af vöxtum en hér hefur það aldrei tekist. Ég veit ekki hver sú tala þyrfti að vera til aö menn tækju eitthvert mark á henni. Ég veit bara að iðnaðurinn íslenski sem þarf að keppa við innflutning og erlend fyrirtæki þarf stórkost- lega vaxtalækkun. Annað mál er hvort þenslan hér innanlands þolir það en miðað við hversu lítið mark menn taka hér á vöxtum væri óhætt að slá verulega á. Það þýðir ekkert minna en 4-5%.“ Sverrir telur ennfremur úrelt að hafa 3 bankastjóra í banka, það tíðk- ist hvergi og tekur Sverrir Banda- ríkin sem dæmi þar sem seðla- bankastjórinn Greenspan ríkir einn. Of veik markmlö Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lifeyrissjóðs Norður- lands, segist vona að til lengri tima litið muni breytingamar hafa já- kvæð áhrif á umhverfl lífeyrissjóöa og verðbréfamarkaða. Hann hafi hins vegar efasemdir þegar litið sé til skemmri tíma. „Það eru ekki efnahagslegar forsendur fyrir því að Sverrir Kári Arnór Hermannsson. Kárason. krónan lækki meir. Það er beinlínis hættulegt fyrir íslenskt atvinnulíf," segir Kári. Hann segir að enn frekari lækkun gengisins muni þýða hækkandi verðbólgu og koma í veg fyrir vaxta- lækkun. Ennfremur muni stórt skarð verða hoggið í eiginfjárstöðu íslenskra fyrirtækja sem fyrir séu Björn Þorláksson blaðamaður ekki allt of beisin og það muni hafa slæm áhrif á hlutabréfa- og skulda- bréfamarkað. Hins vegar telur Kári að titringurinn á markaðinum núna einkennist af tímabundinni „panik“. Stressið á gjaldeyrismörk- uðunum sé tilkomið vegna þess að nú haldi enginn opinber aðÖi utan um gengið. Tvennt kemur einkum á óvart í atburðarás síðustu sólarhringa að mati Kára. 1 fyrsta lagi hve Seðla- bankinn setji sér veik markmið varðandi efri mörk verðhækkana. Sex prósenta verðbólga sé allt of há - það dugi ekki að miða við tvöfalda eða þrefalda verðbólgu umfram það sem gerist í nágrannalöndunum. Hitt atriðið sem Kára kemur á óvart er ef Seðlabankinn hyggist ekki grípa frekar inn í með gjaldeyris- kaupum til að verja gengið heldur biða þess að markaðurinn leiti jafn- vægis. „Þrátt fyrir að menn hafi aflétt vikmörkum þá mun gengið í jafn opnu hagkerfi og við lifum í, alltaf hafa lykiláhrif á verðlag. Ef skila- boöin til markaðarins eru þau að Seðlabankinn muni ekki reyna að hafa áhrif á gengið meö inngripi á gjaldeyrismarkaði þá finnst mér það veikleikamerki." Kári er hins vegar ekki sammála t.d. Sverri Hermannssyni og Sveini Hannessyni hjá Samtökum iðnaðar- ins, að stórfelld vaxtalækkun hefði verið til bóta. Slíkar aðgerðir eigi að vera afleiðing langvarandi þróunar en til langs tíma litið sé nauðsynlegt að vextir lækki. Núna verði menn fyrst og fremst að koma á stöðug- leika. íslendingum vegni best í lítilli verðbólgu. Vantar peningastefnunefnd Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ánægður meö kerfisbreytingu Seðlabankans. „Þetta er í anda þess sem við höfum viljaö árum saman. Ég tel þó að ganga hefði átt lengra varðandi yfir- stjórn bankans. Ég hefði kosið einn seölabankastjóra, meiri kröfur um faglega hæfni og þá heföi verið ákjósanlegt að hafa sérstaka pen- ingastefnunefnd likt og hjá Bank of England þar sem vaxtaákvörðun væri tekin.“ Össur vekur athygli á því aö tveir núverandi seðlabankastjórar séu gamlir stjómmálamenn sem ráði miklu um vaxtaákvarðanir. Kossaflens Guðna Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokkss- ins, er enn að gera hosur sínar grænar fyrir búsmala landsmanna. Þekkt er kossaflens hans við sunn- lenskar kýr og um síðustu helgi mærði hann hross sem aldrei fyrr er fékk hann að ríða hvítum fáki sem pottverj- ar telja einsýnt að verði nú stoppað- ur upp (þ.e. hest- urinn) sem nýtt tákn Framsóknar- flokksins. í umræðum á þingi um laxeldi í Klettsvík í Vestmannaeyj- um sem Guðni hefur nú leyft, kom fram að þar er fyrir undrahvelið Keikó. Guðni lét ekki deigan síga í orrahríð um málið og sagðist ætla að kyssa Keikó þegar hann færi úr Klettvíkinni. Velta menn því fyrir sér hvort eiginkona Guðna sé ekkert súr yfir öllu þessu kossaflensi í karl- inum ... Hámenningin vestur Hámenningin er komin alla leið vestur á Patreksfjörð ef dæma má fréttir á Tíðisvefnum þeirra Vestan- manna. Um helgina sýndu þijár þaul- æfðar stúlkur frá menningarklám- borginni Reykjavík hinum saklausu sveitamönnum og konum nektardans á Rabbabamum. Stúlkumar era rómaðar fyrir sér- staklega góða dansa og var því mikil spenna hjá heima- mönnum að fá að sjá þessa listamenn dansa á Rabbabamum. Komið þá upp spuming um hvort þær ættu að vera með hjálm á hausnum eftir reynsluna á Club 7, skemmtistað fyrrum sveitar- stjóra Patreksfirðinga Ólafs Amíjörð í Reykjavík. Þar sem ein Úrsúlan slas- aðist við skyldustörf á dögunum ... „Fokk jú bitch“ Ungfrú ísland.is var krýnd við há- tíðlega athöfn á dögunum i Hafnar- húsinu. Heiðursgestur dómnefndar var popparinn Bob Geldof. Kappinn harðneitaði þó viðtölum, ef frá er skilið viðtal í keppninni sjálfri og svo viðtal við ísland i dag en Stöð 2 sjónvarpaði frá keppninni. Til verksins var send ein af okkar ást- sælustu sjónvarps- konum, Ragnheiður Elín Clausen, með þau einu fyrirmæli að ekki mætti spyrja manninn um fjöl- skyldu hans eða persónuleg mál. Þau skilaboð munu eitthvað hafa misfarist þvi fyrsta spuming Ragn- heiðar ku einmitt hafa verið hvem- ig fósturdóttir hans, Tiger Lily, hefði það en hún er dóttir Michael Hutchence og Paulu Yates. Heim- ildarmaður Heita pottsins segir að svar Geldof við spumingunni hafi verið skýrt og skorinort: - „Fokk jú bitch..." Allt er hey í harðindum Sem röksemd fyrir lagasetningu á verkfall sjómanna nefndi Ámi M Mathiesen sjávarútrvegsráðherra væri bjarga verð- mætum upp á 1,5 milljarða króna þar sem hætta væri á að menn misstu af loðnu- göngunni. Ljóst þykir að sú björg- un verðmæta ná- ist ekki og þykir sjómönnum rök- semdin fyrir lögunum því kolfallin. Heyrst hefur að ný röksemdafærsla sé á teikniboröinu og ráðuneytis- menn hafi hringt í allar áttir til að fá upplýsingar um hvem ugga sem á land kemur. Meira að segja Þör- ungavinnslan á Reykhólum sé þar ekki undanskilin ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.