Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2001, Qupperneq 58
V 66 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 Tilvera DV ’t Hurley klæöi fjaðraskrauti Fyrirsætan og leikkonan Liz Hurley hefur svo sannarlega slett úr klaufunum frá því hún losaði sig við krúttfésið hann Hugh Grant á síðasta ári. Æ ofan í æ hefur Liz komið umheiminum á óvart með þvi að setja sig í sexí stellingar og láta taka af sér myndir. Síðast gerð- ist það í lastabælinu Las Vegas þar sem Liz okkar klæddist íjaðra- skrauti utan yfir hárfínar sundbux- ur úr perlum. Á höfðinu var hún með platínuljósa hárkollu, síða. „Liz var æðisleg í sokkunum og háu hælunum," sagði sjónarvottur. Enginn trúir Drew og Tom Þegar menn eru þekktir fyrir að gera grín að öllu er stundum erfitt að trúa þeim. Þetta hefur Tom Green sannreynt. Hann fullyröir að þau Drew Barrymore hafl látið gifta sig en margir draga það í efa. Sam- kvæmt frásögn Toms voru þau gefin saman i leyni í Los Angeles fyrir nokkrum vikum. Þegar frásögnin var borin undir talsmann Drew Barrymore, Eddie Michaels, kom hann af fjöllum. En eftir að hafa spurt Drew sagði hann: „Þetta er satt. Þau eru gift. Ég get ekki greint nánar frá því en ég get sagt að það sé satt og að þau hafi gengið í hjóna- band erlendis." Hvort sem þau Tom og Drew hafi látið pússa sig saman eða ekki leikur enginn vafi á því að þau eru par og búa saman í húsi hennar í Hollywood. Britney ræður ekki við kossa Táningapoppstjarnan Britney Spears getur ýmislegt. Eitt getur hún þó ekki, að kyssa karlmann frammi fyrir heilu upptökugengi kvikmyndar. Nýlega átti Britney að leika í fyrstu ástarsenu sinni fyrir kvik- myndina What Are Friends for. Skyldi hún kyssa einhvem svalan gæjann. En heldur brösulega gekk að kveikja ástareldana á ræmunni, þvi Britney fékk víst krampakast í hvert skipti sem hún átti að kyssa mótleikarann. Svo nervös var hún víst, veslingurinn. Geir Ólafsson stendur fyrir skemmtuninni Nights on Broadway: Broadwaystemning á Broadway „Þetta er sú tónlist sem ég og hljómsveitin Furst- arnir höfum verið að spila undanfarin ár, Broadway- lög og þekktir standardar. Á laugardagskvöld verður þetta svo með mun stærra sniði. Ég fékk Þóri Bald- ursson til að útsetja fyrir mig lög fyrir stórsveit, enda þessi lög yfirleitt samin með slika hljóm- sveit í huga. Og svo er ekki verra að á sviðinu á Broadway fæ ég gott tæki- færi til að steppa og dansa með lögunum en ég hef í auknum mæli verið að bæta dansi við dagskrá mína,“ segir Geir Ólafsson söngvari sem stendur í stórræðum þessa dagana. Á laugardagskvöld er hann með skemmtun á Broadway sem nefnist Night on Broadway. Það er Árni Scheving, sem er í Furstunum, sem stjórnar hljómsveitinni sem skipuð er einvalaliði hljóðfæra- leikara. Og ekki er Geir eini söngvarinn. Með hon- um koma fram Anna Sig- ríður Helgadóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Jón Kr. Ólafsson og Harold Burr. Geir segir að það sé mikill undirbúningur að baki slíkri skemmtun: „Það er í mörg horn að líta Geir Olafsson Syngur þekkt söngteikjalög meö undirteik stórsveitar. en þetta er ákaflega spenn- andi og þroskandi fyrir mig. í framhaldi fer ég svo með þessar útsetningar og fleiri í hljóðver og tek upp plötu sem ég ætla að gefa út fyrir jólin. Það kemur svo í ljós hvernig viðtök- urnar verða hvort við end- urtökum skemmtunina. Þetta er dýrt og það þarf fjölda áhorfenda til að þetta borgi sig.“ Geir segir margt fram undan hjá honum og Furst- unum: „Fyrir utan plötuna sem ég fer að vinna við þá verðum við á fleygiferð um landið í sumar, erum þétt- bókaðir og spilum í öUum landshornum. Við höfum ekki farið í landsreisu áður en það hefur aUtaf staðið til og nú látum við verða af þvi.“ Geir er spurður að lok- um hvort hann hafi aUtaf jafngaman af að syngja þessi gömlu lög: „Ég kem úr tónlistarfjölskyldu og þetta eru lögin sem ég er alinn upp við og það er aUtaf jafnspennandi að syngja þau. Óperusöngur hefur einnig aUtaf kitlað mig, ég er í söngnámi hjá tveimur kennurum, Sverri Guðjónssyni og Einari Sturlusyni, og steftii á nám erlendis." -HK Hlín Pétursdóttir með páskatónleika: Ave Maríur eft- ir ýmsa höfunda „Ég er óskaplega glöð að vera komin heim þótt það sé aðeins í tíu daga,“ segir Hlín Pétursdóttir sópransöngkona sem er í óða önn að undirbúa einsöngstónleika við und- irleik skólabróður sins, Kára Þorm- ar orgeUeikara. Tónleikamir verða í Fríkirkjunni annan í páskum, kl. 17, og Hlín lýsir efnisskránni svo: „Við ætlum að flytja islensk Máríu- lög og Ave Maríur eftir ýmsa höf- unda, þó ekki þær þekktustu heldur eftir César Franck, Verdi og fleiri. Síðan verðum við með nokkra Pass- íusálma. Tveir þeirra eru við lög eft- ir Hildigunni Rúnarsdóttur og tveir eftir bandariskan söngvara og tón- skáld, Gary Backlund. Hann bað mig að láta sig hafa kveðskap frá ís- landi sem mér væri kær. Ég rétti honum fjögur vers úr Passíusálm- unum og hann samdi fyrir mig mjög fallegt tónverk. Það hefur aldrei verið flutt hér áður. Hlín hefur búið í Þýskalandi í átta ár, síðustu þrjú í árin í Múnchen, þar sem hún syngur við Gartnerplatztheater. Hún kveðst alltaf hafa smáheimþrá, sérstaklega kringum stórhátiðir. Þó er hún ekki tilbúin að flytja heim. „Það er mjög gaman úti og mikil áskorun að takast á við spennandi verkefni á hverjum degi,“ segir hún. Síðast var Hlín hér á landi í febrúar í vetur og söng eitt aðalhlutverkið í LaBohéme á fyrstu sýningunum en hvarf svo aftur út. Hvað skyldi hún hafa haft fyrir stafni? „Við vorum að frumsýna La Cenerentola eftir Rossini. Það er sagan um Ösku- busku og ég leik aðra vondu systur- ina. Sýningin gerði lukku - góðir dómar og gaman. Síðan söng ég tvo galatónleika í óperunni í Frankfurt. Þetta var óperettugala sem má likja við Vinartónleika. Mikil stemning var þar, enda óperettuformið á upp- leið.“ Hlín kveðst hlakka til páskatónleikanna og í sumar vonast hún til að staldra lengur við á land- inu sínu. „Mig langar svo að syngja austur á fjöröum," segir hún dreym- in. -Gun. Múlinn í Húsi Málarans: Bossanova á tvo gítara Gítarleikararnir Ómar Einarsson og Jakob Hagedom-Olsen eru gestir í djassklúbbnum Múlanum í Húsi Mál- arans í kvöld. Munu þeir leika bossa- nova jazz á tvo klassíska gítara. Það er ekki oft sem gítarsamspil af þessu tagi heyrist hér á landi. Þeir Ómar og Jakob hittust fyrir skemmstu í hljóð- færaverslun þar sem þeir ákváðu að taka lagið saman. Þetta tókst svo vel hjá þeim að þeir ákváðu að vinna saman að nokkrum lögum. í djassinum eru rafgítarar oftast notaðir en með klassískum gitar myndast skemmtilegur hljóðheimur og ákveðin stemning sem þeir félagar ætla að deila með gestum á Múlanum í kvöld. Efnisskrá þeirra félaga sam- anstendur af lögum eftir A.C. Jobin, Villa Lobos og fleiri. Auk þess leika þeir nokkur frumsamin verk. Tón- leikarnir heftast kl. 21. _ UILdl UUtfLL Jakob Hagedorn-Olsen og Ómar Einarson leika í Múlanum í kvöld. DV-MYND PJETUR Hlín Pétursdóttir sópransöngkona Ætiar aö frumftytja tónverk viö fjögur Passíusálmavers.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.