Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 Fréttir DV Hörð andstaða við hugmyndum um sameiningu skóla á Selfossi: Skólabákni mótmælt - ekki ástæða til mótmæla, segir forseti bæjarstjórnar „Okkur finnst að stefnt sé að því að búa til allt of stórt bákn með sameiningu skólanna. Við höldum að það verði nemendum ekki til góðs, því hvor skóli fyrir sig hefur nokkra sérstöðu og okkur finnst að þeir megi fá að halda henni,“ sagði Hulda Finnlaugsdóttir, kennari í Sandvíkurskóla á Selfossi, við DV. Um 40 kennarar og starfsfólk grunnskólanna á Selfossi afhentu forsvarsmönnum Árborgar í fyrra- dag samþykkt fjölmenns fundar starfsfólksins þar sem lýst er furðu yfir frétt í Sunnlenska fréttablaðinu 28. júní. Þar er haft eftir forseta bæj- arstjórnar Árborgar að grunnskól- arnir á Selfossi, sem nú eru tveir, verði sameinaðir í einn á hausti komanda. Samkvæmt fréttinni er undirbúningsvinnan í fullum gangi og fram kemur að stefnt sé að því að sameiningin komi til framkvæmda stuttu eftir skólabyrjun í haust. Vinnustaður í 12 húsum Vinnubrögð bæjarstjórnar í þessu máli vekur furðu starfsmanna skól- anna, ekkert samráð hefur verið haft við skólastjórnendur eða annað starfsliö eftir að skóla lauk í vor. Þá er minnt á að kennarar lýstu and- stöðu sinni við sameiningu skól- anna síðastliðinn vetur eftir að skýrsla KHÍ, „Athugun á megin- DV-MYNDIR NJORÐUR HELGASON Starfsfólkið motmælir Frá mótmælum kennara og annars starfsliös skótanna viö ráöhús Árborgar í fyrradag. Helgi Helgason, staögengill bæjarstjóra, tók viö mótmælum starfsmanna skólanna tveggja. Njörður Helgason blaöamaöur kostum varðandi skólabyggingar á Selfossi", var kynnt. Starfsfólkið bendir á að með sameiningunni verði til alltof stór eining, 850 nem- enda skóli eða um það bil 1.000 manna vinnustaður á stað þar sem er sífelld fjölgun íbúa. Með þessu yrði til einn stærsti grunnskóli landsins. Starfsfólk skólans segir ljóst að torvelt yrði fyrir einn skólastjóra að hafa góða yfirsýn yfir starfsemi í sliku bákni sem auk þess yrði rekið í tólf húsum. Starfsfólkið telur að ekki hafi verið sýnt fram á fjárhags- legan ávinning af sameiningu skól- anna. Enda geti skólastarfið ekki snúist um fjárhagslegan ávinning einvörðungu, heldur fyrst og fremst um velferð og menntun nemend- anna. Að lokum segir starfsfólkið í áskorun sinni að eðlilegra hefði ver- ið fyrir bæjarstjórnina að beina sjónum sínum að lausn húsnæðis- vanda skólanna sem nú þegar sé mjög mikill, sameining skólanna leysi ekki þann vanda. Sérstaða nauðsynleg Með þeirri fólksfjölgun sem hefur verið á undanfómum árum á Árborgarsvæðinu hef- ur þrengt verulega að nem- endum í skólum sveitarfélags- ins Árborgar á Selfossi. Þar hefur engan veginn tekist að halda í við fólksfjölgunina í uppbyggingu skólahúsnæðis. Er ekki líklegt að með sameiningu skólanna verði hægt að koma nemendunum fyrir á betri hátt? „Nei, alls ekki með þessari ráð- stöfun, það rýmkar ekki innan veggja skólanna, vegna þess að það er svo þétt setið í öllum bekkjar- deildum beggja skólanna. Það er ekki einu sinni pláss fyrir allar bekkjardeildir á komandi hausti. Menn eru þegar farnir að tala um þær hugmyndir að keyra eina fyrstubekkjardeildina austur í Þing- borgarskóla til að koma henni í hús,“ sagði Hulda. Öflugri einingar Skólarnir tveir á Selfossi hafa verið aðgreindir heildstæðir skólar siðastliðin fimm ár. Áður voru þeir aðgreindir eftir aldri, börn að 13 ára voru í Barnaskólanum og ungling- arnir í Gagnfræðaskólanum. Hulda lítur svo á að með því að hafa þá aðgreinda heildstæða skóla verði einingarnar öflugri og sjálfstæði þeirra verði þeim hvatning til að standa sig betur í sam- keppni um góðan námsárangur. Hulda Finn- ->Ég á börn 1 báðum Kristján laugsdóttir. skólunum og sé ekkert Einarsson. að því að það sé met- ingur á milli skólanna. Á meðan börnin eru viss um að þeirra skóli sé betri, hlýtur sá metnaður þeirra að sýna okkur foreldrum að skól- arnir eru að skila góðu starfi, sinn í hvoru lagi,“ sagði Hulda Finnlaugs- dóttir kennari á Selfossi. „Þetta mál er spólað upp í Sunn- lenska fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Það er enn ekki farið að ræða þessi mál formlega í bæjar- stjórninni. Sunnlenska segir satt með að við séum að byrja að ræða þessi mál, en blaðið setti það fram að við ætluðum að sameina skólana. Það er ekki satt. Fræðslustjóri Ár- borgar hefur erindi um uppsögn skólastjóra Sólvallaskóla á sínu borði. Hann á eftir að tala við okk- ur um þá stöðu og við eigum eftir að ræða um hugsanlega sameiningu skólanna. Sunnlenska var heldur fljótt á sér í þessum fréttaflutningi," sagði Kristján Einarsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, við DV í fyrrakvöld. Kristján segir að enn sé ekki búið að auglýsa eftir skólastjóra Sandvíkurskóla en Óli Þ. Guðbjartsson, skólastjóri skólans, sagði starfi sínu lausu eftir að skóla lauk í vor. „Við eigum eftir að koma saman og ræða þessi mál. Þarna eru einhverjir að taka völdin í sínar hendur og velta þessum málum fyrir sér og jafnvel að mótmæla einhverju sem við í bæjarstjórn- inni vitum ekki einu sinni um. Það hefur enginn úr þessum mót- mælendahópi rætt við okkur bæj- arfulltrúana um þessi mál., -eng- inn,“ segir Kristján. Hann segir að skólanefnd Árborgar hafi ekki fjallað um þessi mál. „Menn hafa hlaupið eitthvað heldur hratt í þessu máli. Nú eiga menn að gefa bæjarstjórninni tækifæri á að ræða málin áður en þeir fara að taka þau í sínar hendur og mótmæla því sem við vitum ekki einu sinni hvað er,“ sagði Kristján Einarsson forseti bæjarstjórnar Árborgar. í Sunnlenska fréttablaðinu kemur fram að umrædd grein sem valdið hefur uppnámi í skól- um á Selfossi hafi verið unnin í fullu samráði við Kristján Einars- son og lesin fyrir hann án athuga- semda áður en hún birtist. Loðnuskipin fylltu sig við Halann - Víkingur landar á Akranesi, Elliði í Bolungarvík DV, AKRANESI: Ágætis loðnu- veiði hefur verið í grennd við Hala- mið út af Vest- fjörðum frá því á þriðjudag. HB- skipin Víkingur og Elliði fylltu sig í fyrrinótt en auk þeirra fylltu nokk- ur önnur sig á miðunum. Víking- ur landaði á Akra- urleið. Útlitið fyrir sumar- loðnuveiðina er því þokkalegt i augnablikinu því reynsla er fyrir ágætum sumarvertiðum þegar loðnan fer dv-mynd daníel v. óufsson norður á bóginn Velgengni i átt að Jan Skip Haraldar Böövarsson hafa fiskaö Mayen í ætisleit. vel aö undanförnu. Ef loðnan fer hins vegar suð- nesi í fyrrakvöld en Elliði i Bolung- arvík í fyrradag. Köstin voru mis- stór, Víkingur tók 1.350 tonn í 10 köstum. Talsvert af loðnu virðist vera á svæðinu og sýndist hún vera á norð- ur á bóginn má búast við að hún lendi í hlýrri sjó og þar af leiðandi í sultu, eins og sumir kalla marglytt- una, sem gerir það að verkum að lít- ið verður úr veiðinni. -DVÓ/STH Úlfur, úlfur í sauðahjörð Mývetninga: Heimamorðin reynd- ust hnakkaslátrun Komið hefur á dag- inn að meintur sauðaþjófnaður í Mý- vatnssveit tengist ekki fimm kinda- hræjum sem fundust á Hólasandi fyrir skömmu. Þetta stað- festi lögreglan á Húsavík í samtali við DV en margar sam- særiskenningar hafa verið á lofti um mál- iö. Hóiasandur Rollurnar voru agn fyrir tófur. Talið var að dýrunum hefði verið heimaslátrað, kjötið skorið burt og þau síðan skilin eftir á sandinum fjarri alfaraleið. Hið rétta er sam- kvæmt rannsókn lögreglunnar að kindurnar voru skotnar af fag- manni á sláturhúsi en einhver hluti hræjanna siðan skilinn eftir á sand- inum sem agn fyrir tófur. Það mun hafa verið áhugamaður um tófuveiðar sem það gerði og er hann ekki úr Mý- vatnssveit. „Þau voru hnakkaskotin dýrin á faglegan hátt,“ sagði lögreglumaöur á Húsa- vík í samtali við DV. Þaö eina sem eftir stendur er óupplýst hvarf nokkurra lamba úr eyjum í Mývatni en enginn er grun- aður vegna þeirra mála og hafa eng- ar yfirheyrslur átt sér stað. -BÞ Umsjðn: Björn Þorláksson Hvíl í friöi Og meira af Sunnlendingum. Eft- ir síðustu sukkhelgi landans hafa Árnesingar komist að þvi að á þeirra lög- gæslusvæði er I eitt „harðsvírasta" lögreglulið I landsins. Stór hluti liðsins er á þeim aldri að | það er undan- þegið nætur- vöktum. Fram I kom hjá varðstjóra Selfosslöggu að nokkrir væru í veikindaleyfi og því gætu þeir ekki sinnt störfum sín- um. Því þykir best fyrir heimafólk í Árnessýslunni að breiða upp fyrir haus þegar lýðurinn flæðir um hér- uð með flösku í hendi. Að minnsta kosti sé lítil von til þess að kemp- urnar af elliheimili lögreglunnar á Selfossi mæti á staðinn, a.m.k. ekki þeir af hjúkrunardeildinni... Koss dauðans? Sagt er að menn forðist það eins og heitan eldinn að láta Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra koma nálægt vígsluathöfn- um og stórum ákvörðunum. Menn telja að ! það hafi sýnt sig að slíkt boði ekki gæfu. Ráðherra var viðstaddur gangsetningu kjötmjölsverksmiðjunnar í Flóa í haust og át þar afurðir hennar. Þar hefur allt gengið á afturfótunum síðan. Ráðherrann var á fóðurgang- inum og kyssti kú þegar leyfi á innflutning norskra fósturvisa var kynnt. Siðan hefur hvorki gengið né rekið í þeim málum ... Pollamótiö Nú er hafið Pollamót á Akureyri, þar sem þroskaðir karlmenn hóp- ast saman í fótbolta og gera sér glaðan, dag. í' fyrsta skipti er einnig boðið upp á kvenna- fótbolta sem er tímanna tákn og hafa flestir fagnað þeirri ákvörðun. Til að vera „polli" þarf viðkomandi að vera þrítugur að aldri eða meira en þetta vita ekki allir eins og þekkt dæmi úr fjöl- miðlunum sannar. Þá var ónefndur fréttamaður Bylgjunnar að segja fréttir af þessu móti og hafði litla þekkingu af mótshaldinu. Akureyr- ingum brá í brún þegar fréttamað- urinn kallaði mótið Pollamótið með „blautu 1-i eins og mótið væri kennt við drullupolla. Hins vegar má til sanns vegar færa að það blotni í margri íþróttakempunni milli leikja ... Kláraöist áöan Sunnlendingar ku ekki vera allt of hressir með þjónustu Kaupfélags Árnesinga undanfarið og hefur ver- ið kvartað undan verðlagi og litlu vöruúr- vali. Sum- ir hafa gengið svo langt að segja að KÁ standi fyrir Kláraðist áðan, svo lítið sé aö finna í búðinni. Hörður Valdimarsson, hagyrð- ingur frá Höfn, orti eftirfarandi limru um búðarferð sína og sonar: Ég vagaói í verslun með snáóann mig vantar nú sitthvað, mér tjáði hann en þetta ei skil það er ekkert til i búóinni Kláraóist áóan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.