Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 Skoðun Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Gunnar, 9 ára: Þegar mamma er aö tala viö vinkonu sína og ég þarf aö bíöa eftir henni. Þorbjörn Fara út í búö. Haukur, 8 ára: Taka tii. Alexander, 6 ára: Fara út í búö og taka til. Sautjándi júní Fjölgaöi geðfötluöum á götunum? Frjáls menning Nýlega vakti Fréttablaðið at- hygli á raðgjald- þrotum sem ein- staklingar valda með því að stofna hvert fyrirtækið eftir annað, hirða þar alla innkomu en borga enga reikninga, hvorki skatta né gjöld. Ekki einu sinni vörsluskatta sem þeir innheimta fyrir hið opinbera. í viðtali við Reyni Grétarsson, framkvstj. Lánstrausts, kemur fram að engar reglur gilda hér um frjálst framtak af þessu tagi og nefnir hann dæmi um að sömu menn hafi stofnað hér tíu slík fyrirtæki á fjór- um árum. í fjármálaráðuneytinu er þessi mannskapur sagður vera „nánast með prókúru á ríkissjóð með virðisaukaskattinum sem þeir innheimta" og skila ekki. - Aldeilis viðskiptafrelsi! Öðru máli gegnir um alþýðuna sem hinir skriftlærðu segja að sé „Líklega er þó ekkert sam- band milli menningarinnar og skortsins og sennilega lítið samband milli hátíð- arinnar og húsnœðisstefnu R-lista-fólksins sem kastar sjúku og örbjarga fólki út á gangstéttimar. “ ekki til (af því hún sést ekki í há- skólunum). Þar eru heimili fólks borin út ef fólkið skuldar okurleigu fyrir einn mánuð. Þeir sem glöptust til að kaupa ibúðir í góðærinu eða neyddust til þess vegna skorts á öðr- um valkostum lenda umsvifalaust i sölu á nauðungaruppboði. Árang- urslaus íjárnám hafa tvöfaldast síð- an 1997 og hefur íjölgað um 150% hjá fólki innan við tvítugt. Bankarnir segja að sumt af því fólki verði aldrei fjárhagslega sjálf- stætt. Sagt er að hátíð borgarinnar í fyrra hafi skilað hagnaði. Þann 17. júní sl. var haldin önnur menn- ingarhátíð í Reykjavík og stóð fram undir morgun daginn eftir. Ekkert hefur enn heyrst um hagnaðinn af henni. Talsverðar umræður hafa þó orð- ið um þessa hátíð og meðal annars sagðist borgarstjóri hafa frétt að geðfótluðum hafi fjölgað hér á göt- unum! Líklega er þó ekkert sam- band milli menningarinnar og skortsins og sennilega lítið sam- band milli hátíðarinnar og húsnæð- isstefnu R-lista-fólksins sem kastar sjúku og örbjarga fólki út á gang- stéttimar. Eða hvað? Húsnæðis- stefna R-listans er steindauð, mun- urinn blasir við ef horft er til Kópa- vogs eða Seltjarnamess. Mynd Hrafns Gunnlaugssonar í vetur um skipulag Reykjavíkur var vítamínsprauta og von er víst á annarri. Slíkar hugmyndir komast þó varla í framkvæmd meðan „grenndarkynningar" og annað varðveislukjaftæði ræður ferðinni. Nú hefur miðstjórn Alþýðusam- bandsins samþykkt nýja húsnæðis- stefnu sem markar raunveruleg tímamót. - Um hana þarf samstöðu. Er þetta tilgangur mannlífsins? Borgarsamfélög einkennast af hraða. Allir eru að flýta sér, því hagfræðingar segja að tíminn sé peningar. Það verður að græða meira í dag en í gær, og enn meira á morgun. Ekki skiptir máli þótt tæknin sé búin að létta mönnum störfin, hraðinn hefur aldrei verið meiri. - Er þetta tilgangur mannlífs- ins: að vinna meira, borga meira, girnast meira, sem aftur krefst meiri vinnu og meiri hraða? „Er það tilgangur mann- lífsins að hafa ekki lengur tíma fyrir brýnustu frum- þarfir mannsins?“ Er ekki betra að æskja minna, gimast færra, heldur en að keppast allt lífið við að seðja þá löngun sem aldrei verður södd? Það væri að vísu hollara heilsunni en myndi valda dvínandi hagvexti, og það mega hinir sprenglærðu hagfræð- ingar ekki heyra minnst á. En hver er þá tilgangur mannlífsins? Er það ekki að rækta manngæsku og kær- leika i staðinn fyrir brjálaðan krabbameinshagvöxt sem borgar- samfélög hafa tryllst af? Kann þetta fólk lengur að njóta lífisins á einfaldan hátt? Veit það nokkuð lengur af ánægjunni sem felst í því, t.d. að kasta af sér vatni eða ganga á salerni eftir vel meltar máltíðir? Er það tilgangur mannlífisins að hafa ekki lengur tíma fyrir brýn- ustu frumþarfir mannsins? Ég virði fyrir mér þá samborgara mína sem þjóðfélagið hefur dæmt úr leik. Fyr- ir mér eru það vitrir menn sem taka ekki lengur þátt í hringavitleysu fé- gráðugra manna. - En almættið tek- ur í taumana með þjóðfélagslegum hamfórum. Einar Ingvi Magnússon skrifar: heldur að eldfljótir léttadrengir stingi þá feitu af í hverri sókn (Hér er að sjálfsögðu aðeins verið að tala um karladeildina því það er auðvitað kynferðisleg áreitni að nefna feitar fótboltakonur á prenti). Til að gæta jafnræðis ber KSÍ því skylda til að skipta deildum upp eftir þungavigt þar sem sum- ir spila í fluguvigt og aðrir í yfirþungavikt þannig að enginn geti lengur neytt afls- eða hraðamunar. Gðffl Fótbolti í fluguvigt Garri er á þvi að hæfileikar margra íslenskra knattspymuþjálfara liggi fremur á sviöi lögfræð- innar en í fótboltanum. Þessa ályktun dregur Garri af oft frábærum varnarræðum þjálfaranna í fjölmiðlum eftir meiriháttar tapleiki. Heims- frægir lögmenn á borð við Matlock, Jón Steinar og Perry Mason gætu verið stoltir af þeim máls- bótum sem þjálfarar tína til eftir tap og flóknum útskýringum þeirra á einfaldri atburöarás sem leiddi óhjákvæmilega til þess að svo fór sem fór og hinir unnu (Yfirleitt er ástæða taps eða sigurs sú að annað liðið er betra en hitt, en það er allt of einfóld skýring fyrir íslenska boltabossa). Blaut vatnsgusa Hitt verður reyndar að viðurkenna að stund- um eru hinar mergjuðu varnarræður tapþjálfar- anna dálítið keimlíkar og bregður jafnvel fyrir sömu frösum hjá þeim öllum. Lítum á nokkur dæmi af handahófi: „Strákarnir börðust vel en boltinn datt ekki fyrir okkur í þetta skiptið; viö vorum sterkari aðilinn í leiknum en menn verða að nýta færin til að vinna; við vörðumst þegar við vorum í vörn og sóttum þegar við vorum i sókn en vall- arskilyrði komu í veg fyrir að hægt væri að leika knattspyrnu; bæði liðin léku vel en dómar- inn eyðilagði þennan frábæra leik; við spil- uðum vel inni á vellinum en síðasta send- ingin gekk aldrei upp; fyrsta markið kom eins og blaut vatnsgusa framan í okkur og eftir það héldu menn ekki haus“. Svona mætti lengi halda áfram en hér má bæta við að flest mörk sem menn fá á sig eru „af ódýrari gerðinni og úr föstum leikatriðum“ en flest mörk sem menn skora koma eftir „frábærlega útfærð föst leikatriði." Þyngdarlögmálið Það eina sem þjálfari hefur sagt af viti í fjölmiðlum að undanförnu var umkvörtun þjálfara kvennaliðs að norðan um þyngd- armismun leikmanna. Þessi þjálfari tefldi fram ungri, lítilli og léttri sóknarstúlku gegn mun eldri, stærri og þyngri varnardömum sem lögðust af fullum þunga á þá litlu og léttu og þar með rann þaulhugsað leikkerfi þjálfarans út í sandinn. Garri tekur heilshugar undir þaö að svona á ekki að viðgangast. Auðvitað á að spila í þyngd- arflokkum í fótbolta eins og í hnefaleikum. Það gengur ekki að þungir varnarmenn þjösnist á fisléttum og fljótum sóknarmönnum og ekki Úrræðaleysi í efnahag Magnús Ólafsson skrifar: Nýjasta tillaga ASÍ til að draga úr verðbólgunni, að ríkið taki er- lent lán, kemur eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. Þótt leiðari Mbl. telji þetta snjallt hjá ASÍ þá hefur þeim sem þekkja eitthvað til fjármála tillaga ASÍ hrein firra. Telur enda dr. Tyggvi Þór Herberts- son hagfræðingur að gjalda beri varhug við þessari sýndartillögu. Það er aumt að stjómvöld skuli ekki njóta færari ráðgjafa á sviði pen- ingamála en Seðlabankans. Og hvers vegna notar ríkisstjórnin ekki tækifærið og styrkir krónuna með því að skera nú tvö núll af henni, og gera þær hliðarráðstafan- ir sem duga? Það er eina óbrigðula ráðið. Nú er meirihlutastjórn sam- stigra flokka. En kjarkinn vantar. ísland keypt upp Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum hér á landi að ís- lenska þjóðin stendur frammi fyrir gífurlegum vandræðum. Allt án þess að ég ætli að fara út í þá sálma hér að sinni. En minna má á við- skiptahalla, skatta- og vaxtamál, gengissig og vaxandi verðbólgu. Það versta sem hugsanlega getur þó gerst er að íslenskir aðilar hér á landi bíði færis á að kaupa ísland fyrir „spotprís". Og þetta er ekki sagt að ástæðulausu. Ég legg til að hér verði mynduð þjóðstjórn nú þegar til þess að forða þjóðinni frá mestu hættu sem steðjað hefur að hér, allt frá landnámi. Eklci svona fólk hingað J.M.G. skrifar: Ég vek at- hygli á viðtali í DV 30. f.m. um málefni inn- flytjenda. Þar kemur í ljós hvernig kynt er undir kyn- þáttahatri á æðri stöðum hér. Ofbeldis- mennirnir á götunni eiga sér bakhjarl, svo sem líklegt er. „Við viljum nú ekkert fá svona fólk hingað,“ sagði kona á Vinnumálaskrifstofunni. - Við hver? - í umboði hvers talar þessi kona? Út yfir tekur þó að lesa síð- asta fréttablað Eflingar. Á bls. 5 i blaðinu kemur í ljós að Efling er á móti útlendingum sem sækja um vinnu hér, og hefur „áhyggjur" af fjölgun þeirra. Svona afturhald er víða að finna í verkalýðshreyfing- unni. Afturhald og kyrrstaða ein- kennir þennan risa á brauðfótum. Fáheyrðir dómar Sigurlaug Jóhannsdóttir skrifar Manni hrýs hugur við því að við, nokkum veginn vammlausir borg- ararnir, skulum þurfa að hlíta því og búa við slíkt kerfi, að tekið sé á skelfilegustu óþokkum í þjóðfélag- inu með slíkum silkihönskum sem raun ber vitni þegar að dómum kemur fyrir ódæðin. 24 mánaða fangelsi fyrir að ráðast með hnífum og öðrum vopnum inn í sölubúðir að kvöldlagi til að stela peningum til að fjármagna dóp! - Eða þá það allra skelfilegasta sem maður hefur heyrt hér á landi; Maðurinn sem misþyrmti 16 ára stúlku á hrottaleg- an hátt fær aðeins þriggja ára fang- elsi! Er þetta þjóðfélag einfaldlega allt vanþroskað og upp í loft? Réttar- kerfið ber því vitni. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í sima: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverhoiti 11,105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Vinnumálastofnun í Hafnarhúsinu Skrýtin viðhorf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.