Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 I>V Fréttir Erfitt hjá Gildingu: Fórum af staö á mjög slæmum tíma - segir framkvæmdastjóri fjármögnunarfyrirtækisins Heimir Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Gildingar, segir að fyrirtækið hafi mætt miklum mót- byr í efnahagsumhverfmu undan- farið og eigið fé fyrirtækisins hafi farið rýrnandi. Engan veginn sé þó hægt að segja að starfsemi Gilding- ar sé í hættu en félagið var stofnað fyrir u.þ.b. ári og var eigið fé 7 millj- arðar króna. „Það eru sennilega ekki mörg fyr- irtæki með meira eigið fé en við en það hefur að vísu rýrnað dálítið síð- an í byrjun," segir Heimir. Starfsemi Gildingar felst í ávöxt- un fjár og var hlutaféð af ríflegra taginu miðað við íslensk fyrirtæki. „Við höfum aðallega verið að kaupa og selja hlutabréf og skuldabréf í þeim tilgangi að græða á þeim,“ seg- ir Heimir. Hins vegar hefur ekkj allt orðið að gulli undanfarið í þessum geira. „Efnahagsástandið kemur mjög illa við okkur. Það hafa orðið miklar lækkanir á öllum mörkuðum, bæði hér á landi og erlendis. Svo hefur gengi krónunnar ekki hjálpað til. Þetta eru allt hlutir sem leiða til taps hjá okkur og reyndar flestöll- um þeim sem eru í þessum geira, líkt og sést á gengi verðbréfasjóð- anna hérna heima. Gengi þeirra hefur lækkað um tugi prósenta og það er svipað því sem hefur verið að gerast hjá okkur.“ Heimir segir að ekki sé hægt að gefa upp hve mikið eigið fé Gilding- ar hefur rýrnað, enda sé hlutafélag- ið lokað og stefnan sé ekki að gera ÐV, HQRNAFIRDI: Samkvæmt upplýsingum vátrygg- ingafélaganna og lögreglu á Höfn hefur verið ekið á og drepin um fjörutíu lömb og ær á þjóðvegum í Austur-Skaftafellssýslu í júní. í sumum tilfellum er um umtalsvert tjón á ökutækjum að ræöa en þar sem ekki kemur nema hluti þess inn á borð til tryggingafélaganna er ekki vitað hve mikið það er. Samkvæmt upplýsingum DV er í færri tilfellum látið vita af þessum ákeyrslum og er aðkoma oft vægast sagt ömurleg þegar t.d. ær með tveim lömbum liggur sundurkram- in á þjóðveginum eftir hrottalega ákeyrslu. í nágrenni Hafnar eru girðingar með fram veginum en samt er eng- inn skortur á sauðfé þar allt sumar- ið og það þýðir lítiö að hafa góðar girðingar ef ekki er hugsað um að hafa hliðin lokuð. Því miður eru lík- ur á að þessar tölur eigi eftir að hækka þegar umferð eykst meira - ef ekkert verður að gert. -JI grein fyrir stöðunni opinberlega. Slíkt heyri aðeins undir fundi innan félagsins. Hins vegar hafl menn ekki séð hvernig verðbréfaheimur- inn myndi þróast fyrir ári. „Við fór- um af stað á mjög slæmum tima. Ætli markaðurinn hafi ekki lækkað um 40-50% að meðaltali," segir Heimir. Hluthafar Gildingar eru 50-60 og eiga stærstu hluthafamir um niu prósenta hlut. -BÞ Gilding er eitt af góðærisfyrirtækjunum sem lent hafa í mótbyr undanfarið. DV-MYND JÚLÍA IMSUND Vegaféð Sauðfé er flesta daga með fram veg- inum frá Lóns-vegamótum að Höfn þar sem umferð er mjög mikil og þar eru girðingar beggja megin vegarins. Sláturtíð á þjóð- veginum - um 40 lömb hafa drepist Nú er sumar heyvinnutækin eru komin hér eru nokkur sýnishorn af því besta á markaðnum í dag Hafið samband við sölumenn og kynnið ykkur verð.greiðsluskilmála og gæði Kverneland pökkunarvélar. 7335 Léttbyggð, barkastýrð, teljari, breiðfilmub. 7517 Fallpallur, ein stjórnstöng. 7515 Tölvustýrð, alsjálfvirk. Vél á mynd: 7335 Kverneland plógar. Þrískerar, fjórskerar og vendiplógar. Plógur á mynd er fjórskeri vendiplógur. Kuhn heytætlur. Drag- og lyftitengdar. Vinnslubreidd 5,40 - 10,6 m. Vél á mynd er 10,61TO, dragtengd á vagni. Vicon Balepack. Sambyggð rúllu- og pökkunarvél, með báðar aðgerðir [ gangi á sama tíma. Söxunarbúnaður. Allt að 50 rúllur á klst. við bestu skilyrði.Tveir armar á pökkunarvélinni. Hægt er að taka pökkunarvélina frá á 5 mínútum. Kuhn diskasláttuvélar. Með og án knosara.Tvær gerðir af drifbúnaði. Vinnslubreidd 2 til 3,10 m. Vél á mynd er Kuhn GMD 702 (hangandi drifbúnaður). | Helgason hf. ? Sævorhöfda 2 Sími 525 8000 Netfang: veladeild@ih.is Véladeiid

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.