Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 9
9 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLl 2001 DV Þetta helst ESSmaZiaBniEBSl HEILDARVIÐSKIPTI 4.214 m.kr. Hlutabréf 120 m. kr. Spariskírteini 2.330 m. kr. MEST VIÐSKIPTI 0 íslandsbanki 43 m. kr. £ Össur 27 m. kr. © Kaupþing 18 m. kr MESTA HÆKKUN o Flugleiðir 5,3% o íslenski fjársjóðurinn 3,8% O Fjárfestingarfélagið Straumur 1,5% MESTA LÆKKUN o Lyfjaverslun íslands 19,4% o íslenska járnblendifélagiö 5,9% O Íslandssími 5,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1046 stig - Breyting Q °>3 % Merril Lynch tak- markar hlutabréfa- eign starfsmanna Bandaríski fjárfestingarbankinn Merril Lynch hefur bannað starfs- mönnum greiningardeildar sinnar að eiga hlutabréf í þeim fyrirtækj- um sem þeir fjalla um á vegum bankans. Stjórnendur Merril Lynch segja að þessi regla muni gilda fyrir starfsfólk bankans um allan heim og taka gildi nú þegar. Samtök iðnaðarins: Gera athuga- semdir við fram- kvæmd útboðs hjá Ríkiskaupum Samtök iðnaðarins hafa sent Rík- iskaupum bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við útboð stofnunar- innar á prentun bæklinga fyrir Ferðamálaráð en útboðsgögnin voru á ensku. Á heimasíðu Samtaka iönaðarins kemur fram að i bréflnu telja Sam- tökin það furðu sæta að íslenskum fyrirtækjum sé gert torvelt að bjóða í íslensk verk með því að hafa gögn opinberra útboða á erlendu tungu- máli. .Samtökin telja eðlilegt að út- boðsgögn séu á íslensku og það sé á herðum þeirra sem bjóða i verkið að sjá um þýðingar á þeim yfir á er- lend tungumál, telji þeir sig þurfa þess. Það hljóti að teljast óeðlilegt að íslensk fyrirtæki þurfi að láta þýða útboðsgögn, á vegum íslenska ríkisins, yfir á móðurmálið. 11.07.2001 kl. 9.15 KAUP SALA ; Dollar 101,690 102,200 : PSS Pund 144,000 144,730 Kan. dollar 66,860 67,270 SSlDónsk kr. 11,7450 11,8100 i IHHHI Norsk kr 10,9430 11,0030 SSSsænsk kr. 9,3860 9,4380 mark 14,7013 14,7896 | 1 l ÍFra. franki 13,3256 13,4056 ! 1 1 Belg. frankl 2,1668 2,1799 tn Sviss. franki 57,5400 57,8600 j |C3hoII. gyllini 39,6649 39,9033 ""í Þýskt mark 44,6920 44,9606 U ít. líra 0,04514 0,04541 □ClAust. sch. 6,3523 6,3905 | jPort. escudo 0,4360 0,4386 . _jSpá. peseti 0,5253 0,5285 ! 1 * |jap. yen 0,81440 0,81930 j ÍLjírskt pund 110,987 111,654 SDR 127,1900 127,9500 j 0ÍECU 87,4100 87,9352 1 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið Delta stofnar dótturfélag á Mön - gert ráð fyrir að félagið skili hagnaði þegar á þessu ári er mikilvægur liður í að fá mark- aðsleyfi tímanlega, þ.e. áður en einkaleyfi renna út á markaðssvæð- um erlendis. Gert er ráð fyrir að hið nýja félag taki formlega til starfa 1. ágúst nk. og er áætlað að starfsemin verði komin í fullan gang nú í haust. í rekstraráætlunum er gert ráð fyrir að félagið skili hagnaði þegar á þessu ári og er það í sam- ræmi við rekstraráætlun Delta fyrir árið 2001. Að sögn Guðbjargar Eddu Egg- ertsdóttur, forstöðumanns útflutn- ingssviðs Delta, eru góðar horfur i útflutningi hjá félaginu á næstunni en í ágúst nk. fer sýklalyfið Cípró- floxasín af einkaleyfi í Þýskalandi og hefur Delta þegar tryggt sér mik- ilvæga sölusamninga við helstu samheitalyfjafyrirtæki í Þýska- landi. Auk þess mun sala á Cípró- floxasíni til Bretlands og fleiri Evr- ópulanda hefjast í ársbyrjun 2002. Þá hafa verið gerðir samningar um sölu á ofnæmislyfinu Cetirizin til nokkurra Evrópulanda í febrúar nk. Delta hf. hefur stofnað nýtt dótt- urfélag, Medis Ltd., sem mun ann- ast sölu- og markaðsmál félagsins á skilgreindum markaðssvæðum er- lendis. í frétt frá Delta segir að þetta sé í samræmi við þá stefnu Delta að við- halda vexti félagsins með þvi að efla sölu- og markaðsstarfsemi erlendis, en stefnt er að þvi að innri vöxtur félagsins verði að jafnaði um 25% á ári fram til ársloka 2003. Enn frem- ur er þetta skref í þá átt að setja á stofn eigin söluskrifstofur erlendis en stefnt er að stofnun enn fleiri er- lendra söluskrifstofa í framtíðinni. Delta hefur verið að styrkja innviði sína til að takast á við hinn hraða vöxt félagsins. Eftir kaup þess á lyfjafyrirtækinu Pharmamed á Möltu hefur félagið tvöfaldað starfs- mannafjölda sinn og nú stefnir í að veltan á 12 mánaðá timabili verði yfir 5 milljarðar króna. Dótturfélagið Medis Ltd. er stað- sett á eyjunni Mön (Isle of Man) og mun þjóna Bretlandseyjum ásamt nokkrum markaðssvæðum i Evr- Róbert Wessmann, forstjóri Delta hf. ópu. Framkvæmdastjóri Medis Ltd. verður Mary Purcell en hún hefur sem framkvæmdastjóri SEQ Ltd. verið umboðsaðili Delta um árabil og býr yfir mikilli og víðtækri þekk- ingu á samheitalyfjamarkaðnum. Auk markaðssetningar og sölu á lyfjum og lyfjahugviti Delta mun Medis Ltd. veita viðskiptamönnum sínum skráningarþjónustu en það Baugur opnar TopShop í Gautaborg - fjórða verslun Baugs í Svíþjóð Baugur Sverige AB, dótturfélag Baugs, mun opna TopShop verslun í Gautaborg, Svíþjóð, þann 25. októ- ber nk. Þetta er fjórða verslunin sem Baugur er opnuð i Svíþjóð en þegar hefur Baugur opnað TopShop og tvær Miss Selfridge verslanir í Stokkhólmi. Eins og áður hefur verið greint frá er Baugur sérleyfishafi Deben- hams- og Arcadia-verslana á Norð- urlöndum en frekari áætlanir Baugs gera ráð fyrir opnunum á 15 Arcadia-verslunum á Norðurlönd- um fyrir árslok 2002, þar af fjórum á íslandi. Verslunin verður staðsett í Arka- den, þekktu verslunarhúsnæði í miðborg Gautaborgar sem nú standa yfir gagngerar endurbætur á. Kristjón Grétarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Baugi Sverige AB, segir að um mjög sterka stað- setningu sé að ræða en Arkaden er staðsett beint á móti Norstad, stærstu verslunarmiðstöð á Norður- löndum. Kristjón segir enn fremur að ráð- gert sé að opna fleiri Miss Selfridge verslanir á árinu í Svíþjóð og þá lík- lega í Gautaborg en viðræður vegna vænlegra staðsetninga eru komnar vel áleiðis. 10. október nk. mun Baugur svo opna Debenhams sem er þekkt deildarverslanakeðja (Dept. store) frá Bretlandi í nýrri verslunarmið- stöð við Smáralind, auk TopShop, Miss Selfridge, Zöru, Hagkaup, Úti- líf og Lyfju. Haustið 2002 verður svo opnuð 9.500 fermetra Debenhams-verslun við Drottningargötu í Stokkhólmi, Svíþjóð. Enn fremur er líklegt að þriðja Debenhams-verslunin verði opnuð í nýrri verslunarmiðstöð í Danmörku 2003. SP-fjármögnun kaupir skulda- bréfakerfi af Mens Mentis SP-fjármögnun hf. hefur samið um kaup á nýju skuldabréfakerfí af Mens Mentis hf. Gert er ráð fyrir að innleiðing nýja kerfisins, sem kall- ast Esja, hefjist í árslok og verði lok- ið um mitt ár 2002. Að sögn Mens Mentis eykur Esja rekstraröryggi og styrkir stöðu SP á sviði fjármögnunar vegna bíla- kaupa og eignarleigu. Kerfið stuðlar að hámarks hagkvæmni í rekstri með því að auka sjálfvirkni til muna. Þá er í Esju lögð sérstök áhersla á heildaryfirsýn og aðgengi viðskiptavinanna sjálfra að upplýs- ingum. Kerfið skiptist upp í nokkur undirkerfi, þ.e. viðskiptamanna- kerfi, samningakerfi, innheimtu- kerfi, baktryggingar, fjárstýringu og reikningakerfi. Þá tengist skulda- bréfakerfið fjölmörgum öðrum kerf- um og upplýsingagjöfum, s.s. reikn- inga- og innheimtukerfum hjá Reiknistofu bankanna, þjóðskrá Hagstofu íslands, Axapta-bókhalds- kerfum, kerfum tryggingafélaga, sölukerfum bílaumboða og upplýs- ingakerfum Reuters. Furukawa 740 Til afgreiðslu strax • Cummins mótor • 850 mm breið belti, breidd 3230 mm, lengd 4420 mm • Vökvakerfi: 4381, Load sensing vökvakerfi • Fleyglagnir, lagnir fyrir “tiltskóflu” og lagnir fyrir vökvahraðtengi Vökvahraðtengi Léttefnisskófla 1900 I án tanna Malarskófla HD 1400 I með tönnum Vökvatiltskófla 2.2 m, 1400 I Búnaður: 1 I 5 r Helgason hf. Sœvarhöfba 2 - Sími 525 8070 - Fax: 587 9577 Véladeild - www.ih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.