Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2001, Blaðsíða 24
28 ~ Tilvera MIDVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 DV llflft E F r 1 P. V I N N U Bergþór og Gauti í Bláu kirkjunni Þeir Bergþór Pálsson baríton- söngvari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari verða með tónleika í kvöld í Seyðis- fjarðarkirkju. Efnisskráin verður Dichterliebe eftir Robert Schumann og ýmis létt lög. Tónleikamir eru liður í tónleikaröðinni Bláa kirkjan og v hefjast klukkan 20.30. Krár ■ SUREFNI A NY Dansdúettinn Súrefnl kemur aftur saman eftir all- langt hlé og ætlar að láta heyra í sér á Gauknum og bjóða væntan- lega upp á sykursæt lúppuð stef. Leikhús ■ UMlW MÍNN Á UPPLEIÐ Lcikrit ^ Stúdentaleikhússins, Ungir menn á uppleiö veröur sýnt klukkan 20 í kvöld í Kaffileikhúsinu. Miðaverð er 1500 kall en 2.800 krónur með " mat. Fundir ■ OLAFUR H. TORFASON I NOR- RÆNA HUSINU Olafur H. Torfason rithöfundur heldur fyrirlestur í dag í Norræna húsinu um íslenska kvik- myndágerð. Fjallað verður um mynd- ir sem markað hafa þáttaskil og sýnd verða myndbrot. Fyrirlesturinn hefst klukkan 13.30 og lýkur kl. 15. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er liður I fyrirlestraröðinni Menn- ing, mál og samfélag. Aðgangseyrir 300 íslenskar krónur. ■ ÓMAR RAGNARSSON Á JOKLASYNINGUNNI A HOFN Ómar Ragnarsson veröur með kvölddagskrá á Jöklasýningunni í v Sindrabæ, Höfn í Hornafirði. Þar mun hann sýna myndir af Vatnajökli og umhverfi hans. Áherslan verður á Vatnajökul sem þungamiðju í stórum þjóðgarði sem nær stranda á milli. Tónlistin fær einnig sinn sess í dagskrá Ómars sem hefst kl. 20. Tónieikar ■ GITARTONLEIKAR Í DEIGLUNNI Gítartónleikar verða í Deiglunni á Akureyri í,kvöld. Flytjendur eru Símon H. ívarsson og Jurgen Briliing sem er starfandi og búsettur í Berlín. Á efnisskránni eru verk frá ólíkum tímabilum, m.a. eftir W.A. Mozart, L. von Beethoven, Gunnar Reyni Sveinsson og íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Asgeirs- sonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. ' ■ LYGAVAKA Á ÞJÓÐLAGA- HATKHNNI A SIGLUFIRÐI Lygavaka verður á Þjóðlagahátíöinni á Siglufirði í kvöld. Það er kvöldvaka með lygasögum, fjöldasöng og vísnakveöskap. Skemmtunin er í Bræðsluminjasafninu og hefst kl. 20. Allir viðstaddir taka þátt. Sýningar ■ FJORIR LISTAMENN I NYLO I Nýlistasafninu sýna fjórir listamenn um þessar mundir. Það eru þau Phillp von Knorring frá Finnlandi sem sýnirí Súm sal, Karen Kersten frá Bandaríkjunum sem sýnir í forsal, Daníel Þorkell Magnússon * sem sýnir í Gryfju og Ómar Smári Kristinsson á palli. ■ RAGNA Á VÍNBARNUM Myndlistakonan Ragna sýnir ný olíumálverk á Vínbarnum viö Kirkjutorg I Reykjavík. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Maöur lífandi Frumsýning á Hvolsvelli: Saga Gunnars sungin Að drepa vonda kallinn Kolbrun Bergþórsdóttir skrifar. Langar í barn I viðtali við breska slúðurblaðið News of the World viðurkennir rómansk-ameríska skutlan Jennifer Lopez að henni finnist vera koma tími á giftingar og barneignir. Helsta ástæðan er sú að hún segist hafa fundið þann eina rétta í dansar- anum Chris Judd. „Hann fær mig til að hlæja og ég sé lif mitt án hans,“ segir turtildúfan i viðtalinu. Viðtalið hefur komið af stað munn- ræpu í slúðurdálkum dagblaðanna um að nú styttist í að þokkagyðjan gangi í það heilaga með Judd og að fram undan séu börn og bura og ein- tóm hamingja, svona eins langt og hún nær hjá þeim frægu. Söngleikurinn Gunnar á Hlíðar- enda - Gunnar the hero var frum- sýndur í Sögusetrinu á Hvolsvelli um síðustu helgi. Hann er byggður á lagaflokki Jóns Laxdals við ljóða- bálk Guðmundar skólaskálds, Gunnar og Njál. I verkinu eru ævi og örlög hetjunnar frá Hlíðarenda rakin bæði i tali og tónum því milli söngatriða kemur fram forstöðu- maður Sögusetursins í gerfi munks og miðlar sögunni á engilsaxnesku. Einnig er nútímatækni beitt til að fylgjast með nokkrum sögulegum augnablikum úr fornöld, meðal ann- ars fyrstu fundum Gunnars og Hall- Arthúr Björgvin og Svala Þau eru potturinn og pannan! DV-MYNDIR GUN Gunnar og Njáll Þó aö meö skapríkum kastast í kekki, konunum hafi, þaö rækjum viö ekki... Stjörnum prýtt poppafmæli Poppgoðið og furðufuglinn Michael Jackson undirbýr nú að fagna 30 ára viðveru sinni í poppbransanum 7. september. Ekki minni staður en Madison Square garðurinn í New York dugir undir kappann. Á gestalistanum eru nöfn á borð við Ray Charles, Whitney Houston, Britney Spears, N’Sync og Quincy Jones. Nýrri plötu frá Jackson verður ýtt úr skör af þessu tilefni, auk þess sem Mikki stigur í fyrsta skipti i mörg ár á svið með bræðrum sínum. Sjón- varpsstöðin CBS tekur herlegheitin upp og sýnir. Helga Þorsteinsdóttir og Sigurgeir Báröarson Á valdi söngs og sagna. gerðar á Þingvöllum. Rangæskar karlaraddir fá vel notið sín í þessu verki. Burðarhlutverkið er í örugg- um höndum (raddböndum) Jóns Smára Lárussonar, Njáll er túlkað- ur af Sigurði Sigmundssyni og Gísli Stefánsson syngur hlutverk Kol- skeggs. Nokkur hópatriði eru borin uppi af félögum í karlakór Rangæ- inga, allt frá því Gunnar kemur siglandi með mönnum sínum aust- an um haf og þar til „ljósálfasveitin í sorgum syngur í hamranna borg- um“ þegar hetjan er hnigin í valinn. Svala Arnardóttir er leikstjóri, bún- inga hannaði Inga Kristín Guð- laugsdóttir og Halldór Óskarsson er tónlistarstjóri. Með sýningunni hef- ur Sögusetrið bætt enn einni rós í hnappagat sitt. -Gun Þau skemmtu ser vel a sýningunni ísótfur Gylfi Pálmason, Gunnar Á. Jónsson, Unnur Einarsdóttir, sr. Gunnar Björnsson og Ágústa Ágústsdóttir. „Ekki varö okkur krökkunum í vesturbænum meint af byssuhasarnum Hann var bara skemmtilegur. Ætli þaö sé ekki vegna þessara góöu minn- inga sem ég hef litla þolinmæöi meö blaörinu um aö leikfangabyssum eigi aö halda frá krökkum. “ I síðasta boðorðaþætti Egils Helgasonar var fjallað um boðorðið: Þú skalt ekki morö fremja. Boðorð sem manni veitist blessunarlega auðvelt að halda. í þeim þætti kom fram að Kolbrún Halldórsdóttir haföi sagt við unga dóttur sína: „Eru ekki allar byssur fiílabyssur?" Einmitt setning sem maður ímynd- ar sér að vinstri grænn uppalandi segi við afkvæmi sín. Þar klikka menn aldrei á pólitískum rétttrún- aði. Daginn eftir voru morgunhanar Rásar 2 með umfjöllun um byssur og börn og rætt var við foreldra sem allflestir sögðu byssudót barna sinna vera þeim til ama, þótt börn- in væru alveg hæstánægð með dráp- stólin. Ég man eftir barnæskunni og byssunum. Á þeim tíma var oft mik- ill hasar úti á stétt. Þá þýddi ekkert að veifa sínum barbídúkkunum, heldur þurfti að fá lánaðar byssur hjá strákunum. Svo var skipt liði. Það voru vondir kallar og góðir kallar. Farið var í felur, læðst um og skotið. Og ef maður var deyddur var helsta ráðið að deyja með tilþrif- um og vera lengi að. Það bætti upp niðurlæginguna sem því fylgdi að hafa verið drepinn. Ekki varð okkur krökkunum í vesturbænum meint af byssu- hasarnum. Hann var bara skemmti- legur. Ætli það sé ekki vegna þess- ara góðu minninga sem ég hef litla þolinmæði með blaðrinu um að leik- fangabyssum eigi að halda frá krökkum. Byssudót gerir börn ekki að glæpamönnum. Ég er ekki einu sinni viss um að svokallaðar ofbeld- ismyndir fylli börn af ranghug- myndum, fremur en fullorðið fólk. Þegar ég vil eiga notalega stund horfi ég á myndir þar sem voridir kallar falla umvörpum (og gott fólk reyndar innan um) og er hæst- ánægð. Þetta er heimurinn þar sem góð og ill öíl takast á og ólíkt því sem gerist í lífinu sigrar það góða nær undantekningarlaust. Þetta skilja börn en ekki allir fullorðnir. Reyndar eru börn nútímans ver- aldarvanari en við félagarnir vorum á sínum tíma. Níu ára gömul horfð- um við á Roy Rogers en níu ára kunningi minn hefur þegar horft á Terminator 1 og 2 og Die Hard 1, 2 og 3, og þegar við hittumst eigum við iðulega vitsmunalegar samræð- ur um þessar stórkostlegu seríu- myndir. Gunnar minn er ekki töffari að sjá, ljóshærður með heið- blá augu og sakleysislegan svip. En níu ára gamall hefur hann ríkan skilning á baráttu góðs og ills og veit að nauðsynlegt er að grípa til allra vopna eigi maður að sigra vonda kallinn. Stundum fer hann í byssuleiki með félögum sínum. Samt hef ég engar áhyggjur af því að Gunnar verði á fullorðinsárum sérstakur talsmaður dauðarefsinga. Hann er bara lítill drengur sem vill hafa gaman af tilverunni og þvi er mikilvægt að fara í bófaleik og drepa vonda kallinn. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.