Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 DV Stuttar fréttir Stjóm Endurbótasjóðs menningar- bygginga hefur neitað DV um aðgang að fundargerðum sínum. í skriflegu svari er því lýst að vegna þeirrar yfir- lýsingar rikissaksóknara að einungis sé tímaspursmál hvenær opinber rannsókn á málum, tengdum bygging- arnefnd Þjóðleikhússins, sé beiðni DV hafnað. í svarbréfinu er reifað að stjórnin telji miklar líkur á því að við rann- sóknina verði óskað eftir þeim gögn- um Endurbótasjóðs sem varða fram- kvæmdir við Þjóðleikhúsið. Blaðið óskaði eftir fundargeröunum Arni Johnsen. Jón Helgason. í tilefni þess að Björn Bjarnason menntamálaráðherra staðfesti í DV-yf- irheyrslu að Árni hefði mætt á fund stjómar sjóðsins. Ekki hefur verið upplýst af hvaða tilefni hann mætti. Jón Helgason, stjómarmaður i End- urbótasjóði og fyrrverandi ráðherra, staðfesti við DV í síðustu viku að Ámi hefði verið kallaður fyrir nefndina: „Við kölluðum Áma á okkar fund til að fá skýringar á ýmsu sem okkur þótti óljóst. Hann gaf okkur fullnægj- andi skýringar." Endurbótasjóður menningarbygginga fjármagnar allt viðhald á Þjóðleikhúsinu. DV mun strax eftir helgi kæra synj- un stjórnar Endurbótasjóðs til úr- skurðamefndar um upplýsingamál. -rt/EIR Blaðið í dag Fréttir Gríðarlegur ótti á Spánarströndum: Tvö hundruð íslend- Niðurstöður Alþjóða hvalveiðiráðsins: Virða hvorki lög né rétt - segir Konráð Eggertsson hvalveiðimaður - segir „Það er ósköp lítið um það að segja sem hefur verið að gerast á fundum hvalveiðiráðsins, það er alveg eins og ég átti von á. Ég hef setið marga fundi hjá þessu liði en þetta er lið sem virð- ir engin lög og engan rétt annarra. Ég er reyndar hissa á einum hlut en það er hversu margar þjóðir vora þó til- búnar að þessu sinni til að fara að lög- um,“ segir Konráð Eggertsson hvala- Eggertsson skytta um þá ákvörðun Alþjóða hval- veiðiráðsins að framlengja bann við hvalveiðum í atvinnuskyni um eitt ár. En hvað segir Konráð um þau við- brögð íslenskra ráðamanna að ekki verði hafnar hvalveiðar að sinni og Davíð Oddsson segir að það þurfi að undirbúa málið betur áður en veiðar verði hafnar. „Auðvitað er löngu kominn tími á að hefja veiðarnar að nýju og við átt- um reyndar aldrei að hætta þeim. Þetta er eitt allsherjar helvítis klúður, bæði hjá hvalveiðiráðinu og hjá okkur hér heima. Það gengur ekkert hjá okk- ur, það gerist ekkert og þetta em enda- laus vonbrigði." Konráð gefur ekki mikið fyrir þá sem skipa Alþjóða hvalveiðiráðið. „Meirihlutinn af þessu er kolruglað lið sem hlustar ekki á nein rök, hvorki frá vísindamönn- um né öðrum, heldur fer bara sínu fram hvað sem tautar. Von- brigðin eru mikil, bæði með þetta lið Konráö °g með okkar Eggertsson ráðamenn, og ég „Þetta er held að það sé best kolruglað liö. “ að vera ekki að spá neinu um framvindu mála, það þýðir ekki neitt,“ segir Konráð. -gk DV neitað um fundargerðir stjórnar Endurbótasjóðs menningarbygginga: Stjórn sjóðsins ber við yfirvofandi rannsókn - Árni Johnsen var kallaður fyrir stjórn til að skýra „ýmislegt óljóst“ Ódýrara bensín Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur að olíufélögin geti lækkað bensinverð um 5 krónur á lítrann um næstu mánaðamót. Forsvars- menn olíufélaganna segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um lækkun en telja að forsendur fyrir því að lækka bensínverð séu fyrir hendi. Þrefalt hjá R-listanum Júlíus Víflll Ingv- arsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðis- flokksins, segir að fjármagnskostnað- ur á valdatíma Reykjavíkurlistans hafi rúmlega þre- faldast. 80 sagt upp Með samþykkt hluthafafundar Aco í gærmorgun á samruna Aco og Tæknivals er lokið lögformlegum aðdraganda sameiningar fyrirtækj- anna. Um 80 starfsmönnum verður sagt upp störfum. LO þús. á mánuöi Samkvæmt nýjum kjarasamningi m Félag íslenskra náttúrufræð- ga undirritaði á fimmtudag eru gmarkslaun um 110 þúsund krón- ■ og hámarkslaun um 380 þúsund ónur. Einnig var samið um að ár- igurstengja laun. Geir vill lífeyri í ál Geir H. Haarde fiármálaráðherra tel- ur það mikinn ábyrgðarhluta að líf- eyrissjóður starfs- manna ríkisins hafni því að kanna kosti þess að fjárfesta í ál- veri í Reyðarfirði. Sumarhús merkt Eigendur sumarhúsa geta nú fengið öryggisnúmer sem segir til um hvar hús þeirra eru. Ef óhapp verður er hægt að gefa upp númer- ið sem auðveldar lögreglu og starfs- mönnum Neyðarlínunnar að finna staðinn. affallsvatni Akureyringa Beitarfiskur í Útgerðarfélag áformar, i samvinnu við Iðntækni- stofnun, að rækta um 5.000 tonn af beitarfiski á Húsavík og nota til þess heitt affallsvatn frá Orkustöð Húsavíkur. Hjúkkur semja Samninganefndir Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og ríkis- ins hafa undirritað nýjan kjara- samning. Hjúkrunarfræðingar felldu fyrir skömmu kjarasamning sem skrifað haföi verið undir í júní. Landmælingar slá í gegn Landmælingar Islands hlutu ný- verið alþjóðleg verðlaun á ráðstefnu um landfræðileg upplýsingakerfi og kortagerð sem haldin er árlega í San Diego í Kaliforníu. -EIB Barnagæla og feimin fram- sóknarstúlka j stað ungfrú ísland Ný 7-lína BMW DV-bílar Jafnar Schumacher met Prosts? Formúlan Þjóðleikhúsið Stjórr Endurbótasjóðs neitar DV um fund- argerðir um málefni Þjóðleikhússins. Sigur í Bonn Sérákvæði íslendinga var sam- þykkt á loftlagsráðstefnunni í Bonn í gær. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra telur þetta vera merk- isáfanga í sögu íslendinga. Vídeó-myndir Fjölmargar kvartanir hafa borist Persónu- vernd að undan- förnu vegna mynda- töku tveggja mynd- bandaleiga af við- skiptavinum sín- um. Forstjóri Persónuverndar segir að sömu reglur eigi að gilda um myndefni og persónuupplýsingar. Þrígift húsmóðir verður forseti fréttaljós Rignlngarhelgi í sumarhúsi Hryðjuverk ETA Lögregla rannsakar vettvang sprengjuárásar basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA í Madrid fyrr í mánuðinum. Samtökin hafa ákveðiö aö beina árásum sínum á vinsæla ferðamannastaði sem íslendingar sækja gjarnan. stað sem sprengjan sprakk. Það er afar óhuggulegt að búa við þetta og ég heyrði úti á flugvelli að fjöldi ferða- manna frá hinum ýmsu löndum hefðu afpantað ferðir hingað. Við höf- um verið laus við skæruhernað ETA á þessu svæði og vonum innilega að bæjarbúar verði ekki fyrir þessu aft- ur,“ segir Smári og bætir við að bær- inn Torrevieja sé að öðru leyti para- dís á jörð. „Hér hefur verið gott að búa og við hjónin erum svo sannar- lega ekki á leiðinni heim,“ segir Smári Matthíasson. -aþ Einelti í hvalveiðiráði Eldgamlar krossgátur „Það greip um sig gríðarlegur ótti í bænum eftir sprenginguna. Fólk fyllist óhug við þá tilhugsun að ETA sé á þessu svæði sem hingað til hefur verið laust við átök skæruliða. Þessi sprengja var náttúrlega slysa- sprengja en það er að heyra á mörg- um að fólk sé þakklátt fyrir að hún skyldi springa í höndum þess sem ætlaði að beita henni gegn öðrum,“ segir Smári Matthías- son, íbúi í bænum Torrevieja sem er skammt frá borginni Alicante á Mið- jarðarhafsströnd Spánar. Um tvö hundruð íslendingar eyða sumarleyfinu í Torrevieja um þessar mundir. Að sögn Smára búa íslend- ingamir í sumarhúsum vítt og breitt um bæinn. Síðastliðinn þriðjudag sprengdi kona sjálfa sig upp á heimili sínu í bænum. Talið er víst að hún til- heyri basknesku hryðjuverkasamtök- unum ETA og sprengingin hafi orðið fyrir slysni. Sjö manns, þar af fjögur börn, slösuðust í sprengingunni og feyktust glerbrot og líkamsleifar kon- unnar í nærliggjandi sundlaug. Smári segir ferðalanga alla jafna ekki fylgjast grannt með fréttum en fregnir af sprengingunni hafi borist hratt út. „Ég varð ekki sjálfur var við sprenginguna en fylgist alltaf grannt með fréttum. Þónokkur fiöldi íslend- inga dvelur í íbúðum nálægt þeim Smári Matthíasson. ingar í ETA-hryllingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.