Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 42
50 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 Tilvera DV Mokka 1 hverfulum og síbreytilegum heimi er það góð tilfinning að koma inn á Mokkakaffi og sjá og finna að þar er allt eins og það var. Eins og það á að vera. Ég hef ekki komið þar í áraraðir. Samt er allt óbreytt. Sætaskipan nákvæmlega eins. Súkkulaðið með sama bragðinu, já, jafhgott og mig minnti og í sömu brúnu bollunum. Gestir sem sækja staðinn enn með sama yfirbragði; leik- arar og listaspírur, eldri menn með yf- irskegg og ungt gáfufólk af báöum kynj- um. Veggimir það eina sem öðruvísi er yfir að líta. Síðast þegar ég kom voru þeir þaktir myndum sem tengdust dauðanum. Nú hanga þar nýjar tölvu- grafikmyndir, liflegar. Lengi lifi Mokka. Kaffitár Aðdáendur góðs kaffis ættu að drífa sig á Kaffitár í Bankastræti ef þeir þekkja staðinn ekki nú þegar. Ég er bú- inn að stunda Tárið reglulega i mörg ár og hef ekki enn þá ekki fengið betra kaffi, hvorki hér á landi né annars stað- ar. Kökumar á Tárinu em einnig til fyrirmyndar, þó bananatertan hafi ver- ið í þurrara lagi þegar ég smakkaði hana síðast. Margir telja það kost að Tárið sé reyklaust. Verðið á kaffinu er sanngjart og meðlætið vel útlátið en fremur dýrt, sérstaklega þegar maður fer þangað oft. Hittumst á Tárinu. Kaffi Nauthóll í Nauthólsvík er að finna lítið og huggulegt kaffihús sem ber nafnið Kaffi Nauthóll. Þar er hægt að fá sér kaffi og veitingar í hlýlegu umhverfi og upplagt að setjast þar út þegar sólin skin. Hægt er að fá sér ýmsa rétti á Kaffi Nauthól. Meðal þess sem boðið er upp á em tvær gerðir af súpum, súpa dagsins og sjáv- arréttasúpa. Hún var bæði bragðgóð og smekkfull af sjávarfangi, til að mynda rækjum og hörpuskel. Eftir súpuna var bragðað á Café au lait sem bragðaðist ágætlega. Andrúmsloftið í Nauthólsvík- inni er vinalegt og þjónustan til fyrir- myndar. Við árbakkann Sjaldgæft er að finna „ekta“ kaffihús á smærri stöðum á landsbyggðinni. Kafifihúsið Við árbakkann á Blönduósi er því í sérflokki. í snoturri stofu er boðið upp á kaffi og fleiri drykki, ásamt brauðréttum og kökum. Einnig súpu dagsins. Listafólk sýnir á veggjum. Á ferðalagi um Norðurland var notalegt að setjast þar inn og fá sér gott kaflfi og rúnstykki. Ekki spillti það ánægjunni þegar þjónustustúlka bar inn nýsteikt- ar kleinur óumbeðin og sýndi að ís- lensk gestrisni er enn við lýði. -Gun/Kip/MA Tómatar Tómatar eiga uppruna sinn í Suður-Ameríku og eru sömu ættar og kartöflur og tóbak. Orðið tómatur er upphaflega komið úr máli Azteka, hinnar voldugu indíánaþjóðar. Oft gengu þeir lika undir nafninu „ástarepli" framan af. Tómat- jurtin barst til Evrópu með Spánverjum í lok miðalda og nú eru tómatar uppistaðan í matar- gerð þjóða við Miðjarðarhaf. íslendingar lærðu það af Dönum að nota sér þetta græn- meti og nú orðið er mikið ræktað af tómötum í gróðurhúsum á íslandi. Sum- ir eiga tómatplöntu í eldhúsglugganum og njóta þess að borða eigin ræktun. Þá eru tómatarnir teknir af plöntunni meðan þeir eru grænir og látnir þroskast í myrkri, ann- ars verða þeir linir um leið. Auðvelt er að afhýða DV-MYND BRINK Sigurlaug Jónasdóttir „Skemmtilegast aö nota ferska tómata ef maöur þarf ekki að taka bankalán til aö kaupa þá.“ Ástríða að matreiða úr tómötum - segir Sigurlaug Jónasdóttir, ritstjóri Mataryndis „Ætli það væri ekki bara alltaf fiskur og flot heima hjá mér ef ég hefði ekki tómata?" segir Sigurlaug Jónasdóttir hlæjandi þegar hún er beðin að lýsa því hvaða þýðingu tómatar hafi í hennar matargerð. Sig- urlaugu þekkja allir sem dagskrár- gerðarkonu en hún er líka ritstjóri klúbbsins Mataryndi. „Það er eigin- lega ástriða borða þá fyrst, héldu að þeir væru eitraðir. En þegar þeir áttuðu sig á kostum þeirra voru þeir fljótir að snúa við blaðinu og kölluðu þá gull- epli. Ég sé fátt fallegra en breiður af tómötum sem að búa til eitt- hvað úr tómötum," segir hún og heldur áfram: Oft kaupi ég þá niður- soðna en skemmtileg- ast er auðvit- að að nota ferska ef maður þarf ekki að taka bankalán til að kaupa þá. Möguleikarnir í mat- reiðslu úr tómötum eru óend- anlegir, enda er til urmull af uppskriftum þar sem þeir koma við sögu. Einstaklega rómantískt Svo finnst mér hin ítalska ást arsaga tómata og pasta alveg mögnuð. Italir voru nefnilega tregir til að Snittubrauð er skorið í sneiðar og grillað í ofni augnablik. Sneiðunum er raðað á fat og tómatmaukið sett ofan á. Gott að eiga í frysti Sigurlaug seg- ir einnig upp- lagt fyrir fólk að búa sér til eigin tómatsósu til að eiga í smákubbum í frysti, nú þegar hráefnið er á góðu verði. Sósuna má síðan nota á pitsur, í pottrétti, lasagne og spaghettirétti. búið er að skola og droparnir perla á. Það er einstaklega rómantískt - og svo er bragðið unaðslegt!" Crostini 1/2 dl ólífuolía, 500 g tómatar 5 hvítlauksrif handfylli af ferskum basil salt og pipar Olían er sett á pönnu. Hvítlaukurinn saxaður og steiktur létt. Tómat- amir eru afhýddir, skornir í litla bita og látnir malla í olíunni í smátíma. Síðan er basil tætt yfir og maukið látið sjóða í hálftíma. Síðast kryddað með salti og pipar. Crostini er vinsæll for- rétturá Ítalíu. Tómatsósa 500 g tómatar 5 geirar hvítlaukur 1 gulrót 1 laukur handfylli af steinselju handfylli af basil salt og pipar Allt saxað niður og látið malla í klukkutíma. Hrært i öðru hverju. -Gun vel þroskaða tómata ef þurfa þykir. Hina má setja augnablik í sjóðandi vatn og síðan undir kalt. Til eru fleiri en eitt afbrigði tómata. Þar má nefna mjög smáa tómatar sem við þekkjum sem „sérrítómata". Grískt tómatsalat Sex meðalstórir tómatar eru þvegnir og þerraðir, jafnvel af- hýddir og skomir í þunnar sneiðar. Hálfur til einn laukur er líka skorinn í sneiðar, ör- þtmnar, og hringimir skildir að. Tiu ólifur eru skomar í tvennt eftir endilöngu og eitt til tvö hvítlauksrif söxuð fint. Þessu er öllu blandað saman í skál. Tveimur matskeiðum af ólifuol- íu og einni teskeið af hvít- lauksediki er dreypt yfir. Gott er að láta salatið standa smá- stund áður en það er borið fram. Pastaréttur med rækjum og tómötum Hálft kíló af pasta er soðið með salti og olíu. Vatnið er látið renna vel af því og það er þerrað og kælt. Hundrað og fimmtíu grömm af tómötum og annað eins af rækjum er tekið til. Tómatarnir em afhýddir og skornir í báta. Þessu er blandað saman við pastað og einni teskeið af aromat kryddsalti. Lítil rauð paprika er skorin í litla teninga. Þeim er stráð yfir ásamt nokkrum söxuðum stein- seljugreinum. Tómatsúpa Hitið smáslettu af olíu á stórri pönnu og steikið einn lauk, tvær gulrætur og eitt hvítlauksrif, allt niðursaxað, f 3-4 mínútur. Bætið einu kílói af söxuðum tómötum, einni teskeið af tabasco- sósu, tveim- ur desílítr- um af hvítvíni, fimm desí- litrum af kjúklinga- eða græn- metissoði, tveimur mat- skeiðum af tómat-puré og tveimur matskeiðum af graslauk saman við. Látiö suðuna koma upp, setjið lok á pönnuna og látið malla í 30 mín. Hrærið i við og við. Gott er að hræra súpuna í mat- vinnsluvél í lokin eða hella henni gegnum sigti. Síðan er einni matskeið af sykri bætt út í og smárjómasletta er sett út í lokin. Fallegt er að skreyta með söxuðum graslauk. Næringargildi Tómatar eru auöugir af A-, B-, C- og E-vítamínum og í þeim eru líka steinefni sem eru mikilvæg líkamanum. Þeir eru hitaeiningasnauöir og hollastir hráir. I hundraö grömmum eru m.a.: 17 hitaeiningar 0,8 g prótein 0,3 g fita 3 g kolvetni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.