Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 Helgarblað____________________________________d Örkin hans Nóa og eldgamlar krossgátur - ráðleggingar vegna rigningarhelgar í sumarhúsi Hjónakorn í hreiörinu sínu Margt má sér til gamans gera í sumarhúsi en enginn skal aö því ganga gruflandi aö sólin skín ekki alltaf, hvort sem er í eiginlegri eöa óeiginlegri merkingu. Og þá er mikilvægt aö geta þrugöist viö því meö þeim ráöum sem duga. Kotiö í kjarrinu Hver á sér ekki draum um að eiga sér sumarhús þar sem gott er aö vera um indælar helgar? Þegar sólin hátt á himni skín — rétt eins og máninn sem sungiö er um í laginu. Við þekkjura öll strolluna sem fer út úr bænum seinnipartinn á föstu- dögum þegar borgarbúar í þúsunda- tali flykkjast í sumarbústaði og sveitasælu. Mamma, pabbi, börn og bífl sem búið er að drekkfylla skott- ið á af grillkjöti, kartöflusalati og kóki, enda tilheyrir slíkt mataræði helgardvöl í sumarhúsi. í bílskott- inu eru líka stuttbuxur, sundföt, boltar og keilusett því eitthvað verð- ur fólk að hafa sér til dægradvalar í bústaönum. Og gerir það líka. En allt á ísaköldu landi er veðráttunni undirorpið. Ekkert er súrara fyrir sumarbústaðafólk en þegar flóðgátt- ir himinsins opnast og allar fyrir- ætlanir um sælu í sólinni verða að engu. Margir hafa lent í þessum hremmingum. En hvaö er til ráða? Hvernig er hægt á svipstundu að umpóla öllum áætlunum um veruna i sumarbústaðnum en takast engu að siður að gera hana prýðisgóða? Saga af ógnaratburðum Það stendur auðvitað alltaf fyrir sínu að líta í góða bók, ekki síst þeg- ar himnamir gráta. Ýmsar góðar rigningarbækur koma auðvitað til greina. Ætli sú sem nærtækust er sé ekki Örkin hans Nóa. Sagan er bráðskemmtileg og stendur alltaf fyrir sínu. Þar segir frá Nóa og son- um hans þremur; þeim Sem, Kam og Jafet. Hvernig þeir komust með konum sínum og öllum dýrum merkurinnar sakir hygginda og dul- vits gamla mannsins. Auðvitað eru engir viðlíka ógnaratburðir í heim- inum í uppsiglingu og segir frá í þessari mögnuðu sögu. En góð saga er alltaf góð saga og getur gagnast vel um rigningarhelgi. Fyrir þá sem verða húkt á veðr- áttunni og vilja kanna uppruna rigningarinnar bendum viö á bók- ina Veðrið eftir Pál Bergþórsson. Húsið er að gráta Síðan má auðvitað líka stilla á út- varpið og athuga hvort ekki eru ein- hverjir rigningarsmellir á popprás- unum. Ýmsir þekktir slagarar eru til. „Regndropar falla við hvert skref,“ söng Engilbert Jensen með sinni silkiblíðu flauelsrödd. „Mér finnst rigningin góð,“ söng Helgi Bjömsson um árið með hljómsveit- inni Grafík. „Húsið er að gráta al- veg eins og ég,“ söng Helgi - og átti þar væntanlega við sumarhúsið. En auðvitað er goðgá að fólk gráti tár- um krókódílsins þótt skýin skvetti úr sér. Rigningin hefur nefnilega ýmsa góða kosti. Innivera í sumar- bústaðnum getur styrkt fjölskyldu- böndin. Lítum á nokkra möguleika. Krossgátur og Jón Óttar í sumarbústöðum eru gjarnan til heilu bunkarnir af gömlum tímarit- um. Sum með ó- eða hálfráönum krossgátum sem gaman getur verið að ljúka við. Slíkt örvar málþroska og orðaforða. Það getur líka verið bráögaman að fletta þessum tímarit- um, bara til þess aö spá í andblæ, tísku og viðhorf liðinna stunda. Skoða tíu ef ekki tuttugu ára gömul eintök af Vikunni, Heimsmynd og Mannlífi þar sem Jón Óttar er i for- síðuviðtali og segist elska Völu Matt. Ef til vill hafa þau átt sínar sælustundir í sumarhúsi forðum daga - og það getur verið áhugavert að velta upp þeirri spurningu hvernig þeirra rigningarhelgar þar hafa verið. Svarið er að vísu ekki að finna í þessum gömlu blöðum þannig að fólk verður að láta imyndunaraflið ráða ferðinni um ævafom ævintýri sjónvarpsstjórans fyrrverandi og arkitektsins sem alltaf brosir. Spurt um Napóleon Trivial Pursuit er spilið sem stendur alltaf fyrir sínu. Við lesum stundum í minningagreinum í Mogganum um að fólk minnist jól- anna með ljúfsárum trega og nefnir þá að stundum hafi þeir með hinum látna eytt jólunum í þessu skemmti- lega spurningaspili. En þarf heilaga hátíð til að leggjast í spilamennsk- una, dugar ekki rigningarhelgi í sumarbústað? Er ekki hægt að skemmta sér þar og þá við að tékka með þessu spili á kunnáttu fólks um Napóleón keisara, fæðingarár Jóns forseta, hver sé stærsti þéttbýlis- staðurinn á Snæfellsnesi og fleira slíkt sem teljast vera almenn þekk- ingaratriði. Spurningabækur Hemma Gunn geta gert sama gagn enda margan fróðleiksmolann þar að finna. (Saknar þú sjónvarpsþátta Hemma Gunn?) Regndropa í munninn Gönguferðir í rigningu geta verið ágætar. Blotna alveg frá hvirfli til ilja, það er að segja ef maður er ekki í skjólgóöum regnfötum. En þau geta sjálfsagt verið hriplek. Sund- laugarferðir í rigningu eru líka af- skaplega notalegar. Hvað er annars betra en liggja í heitum pottinum og fá kalda regndropana ofan á sig? Jafnvel galopna munninn og láta dropana detta ofan í sig. Það hlýtur að vera ágætt. Kótelettur í sólarolíu? Fólk fer tæpast að bisa við grill- mennsku úti á verönd þegar úr himnunum rignir svo hressilega að líkast er sem úr fötu sé hellt. Þá verður fólk að færa eldamennskuna inn í hús. Þó menn vilji komast í sólskinsskap við matargerðina er samt ekki ráðlagt að steikja kótel- etturnar upp úr sólarolíu heldur nota hefðbundnari feiti. Og þarna gefst líka tilvalið tækifæri til að koma bömunum á bragðið af sól- þurrkuðum saltfiski. Ekki taka hið minnsta mark á mótmælaaðgerðum ungviðisins! Léttar glettur lyfta geði Ekki eru allir landsmenn svo vel settir að eiga börn og buru og þurfa því að dvelja einir í sumarbústaðn- um. Hér eru nokkur heilræði fyrir sumarhúsaeinbúa þegar spáð er rigningu: • Taktu með þér afrit af öllum getraunaseðlunum þínum síðustu 20 árin og farðu yfir þá. Hver veit nema einhvers staðar leynist ósótt- ar milljónir og bíði eiganda sins. • Vertu þér úti um heildarútgáfu ísfólksins og hafðu með þér í bú- staðinn. ísfólkinu var líka stundum kalt og lestur eflir andann. • Leigðu þér farsólbekk og há- fjallasól á hjólum. • Leigðu þér spólu með Singing in the Rain og dansaðu i rigning- unni. Dancer in the Dark virkar ekki eins vel. • Ekki hætta við að fara. Kannski verður úrkoman bara í Grennd og bæjunum þar í kring. • Gerðu ráðstafanir til að jafna rakastigið úti og inni. Öls er þörf og annarrar kverkavætu. • Hafðu með þér ferðatölvuna og lestu heimasíðu Björns Bjarnasonar frá upphafi. Léttar glettur lyfta geði. • Taktu mið af aðstæðum og búðu þig undir að semja blautlegar vísur i massavís. • Hafðu með þér indíána og láttu hann dansa regndansinn rangsælis. Þá hættir strax að rigna. -sbs / -JS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.