Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 4
4 Veðríð í kvöld jg, == . 7* ggj *W /43 10" Veðrið á morgun J J10 10 Milt veður vestanlands Noröaustlæg átt, vlða 8 til 13 m/s. Dálítil rigning eöa súld verður sunnan- og austanlands en skýjað með köflum og stöku skúrir norðvestan til. Hiti verður 8 til 16 stig, mildast vestanlands. Vintíur: 3-5 m/s Hfti 8° til 16° AVa Utur út fyrir hægvlörl meö vætu víöa um land. nmmtú Vindur: /^ ' “ Fastud ir: /- | cs 5 m/% ? Hiti 8'tii 16° Utur út fyrlr hægvlörl með vætu viöa um land. M Vindur: /■ 3-5 ftV"* Hiti 8° til 15° «W Litur út fyrlr hægvlörl meö vætu víöa um land. MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001 Fréttir DV !J ifýBÍ AKUREYRI rigning 10 BERGSSTAÐIR rigning 10 BOLUNGARVÍK alskýjað 10 EGILSSTAÐIR skýjað 13 KIRKJUBÆJARKL. alskýjað 12 KEFLAVÍK úrkoma 12 RAUFARHÖFN rigning 9 REYKJAVÍK skýjað 12 STÓRHÖFÐI súld 11 BERGEN skúrir 13 HELSINKI skýjað 19 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 16 ÓSLÓ skýjað 18 STOKKHÓLMUR slydda 13 ÞÓRSHÖFN súld 11 ÞRÁNDHEIMUR rigning 13 ALGARVE heiösklrt 26 AMSTERDAM rigning 16 BARCELONA skýjaö 24 BERLÍN skýjað 22 CHICAGO heiðskírt 18 DUBLIN rigning 17 HALIFAX skýjaö 20 FRANKFURT skýjaö 22 HAMBORG rigning 15 JAN MAYEN rigning 7 LONDON rigning 19 LÚXEMBORG skýjað 21 MALLORCA léttskýjað 30 MONTREAL léttskýjaö 19 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 10 NEWYORK þokumóöa 22 ORLANDO hálfskýjaö 25 PARÍS hálfskýjaö 24 VÍN léttskýjað 21 WASHINGTON þokumóöa 23 WINNIPEG heiöskírt 8 Þjóðleikhúsið. Úrskurðarnefnd: Spyr lögreglu um Endurbótasjóð Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur enn ekki skorið úr um það hvort DV fái að sjá fundargerðir stjórnar Endurbótasjóðs menningar- bygginga. Menntamálaráðuneytið vís- aði erindinu til stjómar Endurbóta- sjóðs sem neitaði að sýna fundargerð- irnar og vísaði þar til yílrvofandi lög- reglurannsóknar á málefnum bygg- ingamefndar Þjóðleikhússins. Lögregla hefur enn ekki hafið rannsókn á máli Árna Johnsens, fyrr- verandi alþingismanns, en búist er við að Ríkisendurskoðun ljúki bók- haldsrannsókn sinni á næstunni. -rt Freon lak hjá Banönum Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út í fyrrinótt vegna freonleka sem varð hjá fyrirtækinu Banönum ehf. í Súðarvogi. Freon er efni sem notað er á kælivélar, s.s. ísskápa. Freonið lak af kælivél í sérstökum vélarsal og fóru tveir slökkviliðs- menn í sérstökum búningum og með öndunargrímur inn til að stöðva lek- ann. Það gekk fljótt og vel fyrir sig og var húsið síðan loftræst. -gk Mánafoss vélarvana Flutningaskipið Mánafoss varð vélarvana eftir bilun út af Malarrifi á Snæfellsnesi á laugardag. Varðskipið Týr var ekki langt undan og kom að Mánafossi fyrir hádegi. Vel gekk að taka skipið í tog og kom varðskipið svo með Mána- foss til Reykjavíkur um kvöldið, eft- ir um 10 klukkustunda ferð. -gk Akureyri: Erill hjá lögreglu Mikill eriil var hjá lögreglunni á Akureyri um helgina og í mörg hom að líta. Talsvert mikið af ferða- mönnum var í bænum, sem og und- anfarnar helgar. Ails voru 5 ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akstur, sem þykir mikið á Akureyri um eina helgi. Þá urðu tveir harðir árekstr- ar í bænum um helgina en slys urðu ekki á fólki. -gk Auðunarstofa á Hólum fokheld: Forsætisráðherra lagði hornstein DV, SKAGAFIRDI:________ Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði í gær hornstein að Auðunar- stofu á Hólum í Hjaltadal í tengslum við hina árlegu Hólahátíð sem þá var haldin. Auðunarstofa hefur ver- ið í byggingu á Hólum í um ár og er nú liðlega fokheld. Þarna er um að ræða timburhús sem reist er á hlöðnum grunni. I húsinu verður vinnuaðstaða vígslubiskups Hólastiftis, skrifstofa og fundarher- bergi og auk þess bókageymsla og snyrtingar. Auðunarstofa var upphaflega byggð á Hólum árið 1315 að tilstuðl- an Auðunar rauða Þorbergssonar. Það hús stóð í liðlega 500 ár en var hins vegar rifið og timbrið selt þeg- ar hörmungaár gengu yfir Island. Lét forsætisráöherra þess getið i ávarpi sem hann flutti að það hefði í raun munað litlu að Auðunarstofa hefði staðið fram á þá öld þegar Is- lendingar fóru að huga að varð- veislu menningarverðmæta. Hefði hún verið varðveitt væri hún í dag langelsta hús landsins. Þakkaði hann sérstaklega Bolla Gústavssyni vígslubiskupi fyrir þá forgöngu sem hann hefur haft um bygginguna. Einnig þakkkaði Davíð frændum okkar í Noregi sem gáfu timbur í bygginguna. Auðunarstofa Vætusamir dagar Þrátt fyrir aö það veröi vætusamt á landinu næstu daga er engin ástæða til aö vera inni allan daginn. Það er um aö gera að klæöa sig bara eftir veðri og skella sér í regngalla og stígvél og fara svo út. Svo er líka alltaf hægt aö grípa bara næsta hlut til aö skýla sér fyrir regndropunum. - og framkvæmdastjórinn bendir á Davíð I»ór Jónsson er svokallað tilgátuhús, byggt á rannsóknum á skriflegum heimild- um um Auðunarstofu hina fomu. Er húsinu ætlað að vera minnis- varöi um hið fomfræga hús sem stóð á biskupssetrinu í 500 ár og á að gefa trúverðuga mynd af fyrir- myndinni og vera um leið vitnis- burður um norsk-íslenska húsagerð á 14. öld. -ÖÞ r.fj; i„' REYKJAVIK Sólarlag í kvöld 21.51 Sólarupprás á morgun 05.15 Síödegisflóö 12.47 Árdeglsflóö á morgun 01.16 Skvrin^ar á veöurfálmum AKUREYRI 21.47 04.48 17.20 05.49 ^I^WNDÁTT ~"NVINDSTYRKUR í metrum á sekúndu ÍOV-H'TI •10° NfroST # HEIÐSKÍRT 3fe> Í0 IÉTTSKÝJAÐ HÁLF* SKÝJAÐ AISKÝJAÐ SKÝJAD *GV W/ w *** RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ■ o> o = ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA I þrjú ár hafa þeir sem farið hafa inn á heimasíðu tímaritsins Bleikt og blátt haft aðgang að bamaklámi af svæsnustu gerð og ef marka má viðbrögð stjórnarformanns Fróða hf., sem á og gerir út Bleikt og blátt, virðist sem enginn innan fyrirtæk- isins hafi vitaö um aðgengið að bamakláminu. Það var Davíð Þór Jónsson, fyrrverandi ritstjóri tíma- ritsins, sem tengdi heimasíðu Bleiks og blás við bamaklámvefina. Það segist hann hafa gert fyrir þremur árum en þá hafi ekki fund- ist neitt barnaklám! „Ég vil ekki svara spurningu eins og þessari og segi ekkert umfram það sem fram kemur í fréttatil- kynningunni,“ sagði Magnús Hreggviðsson, aðaleigandi og stjómarformaður Fróða í gær, þeg- ar hann var spurður hvort fyrir- tæki hans hefði ekki beðið álits- hnekki vegna þessa máls. Magnús vísaði þar til fréttatilkynningar sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Þar segir m.a.: „Athugun leiddi í ljós að fyrrverandi starfsmaður Fróða hf. kom á umræddri tengingu og að eftirlit með því sem kynnt var Húsnæöi Fróöa Lögreglan kemur væntanlega í heimsókn í dag. á heimasíðu tímaritsins og í nafni fyrirtækisins brást hrapallega. Á þeirri stundu sem forráðamönnum Fróða var gerð grein fyrir því sem þarna var um að ræða voru gerðar ráðstafanir til að þurrka umrædda tengla út og jafnframt hafa nú ver- ið gerðar ráðstafanir til að útiloka að slíkt sem þetta gerist aftur. Fróöi hf. harmar mjög þau mis- tök sem þama áttu sér stað og að fyrirtækið skyldi á þennan hátt Davíö Þór Jónsson Tengdi barnakláms- síðuna. Magnús Hreggviösson „Segi ekkert umfram frétta- tilkynninguna. “ tengjast þeim óþverra sem um var að ræða. Mun lögregluyfirvöldum verða send ítarleg greinargerð um mál þetta og málsatvik og framhald málsins þar með látið í hendur réttra aðila.“ Málið er þegar komið til lögreglu og mun formleg rannsókn á því hefjast tafarlaust, enda er málið lit- ið mjög alvarlegum augum. Telja verður afar líklegt að er lögreglu- rannsókn lýkur muni verða gefin út ákæra í málinu og ekki ólíklegt að hörð refsing komi til verði sak- fellt í því. -gk Forsætisráöherra talar Davíð Oddsson ávarpaði gesti úti fyrir Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal. Skýjað og dálitlar skúrir Austan og noröaustan 5 til 10 m/s. Rigning eöa súld veröur um austanvert landiö en annars skýjað og dálitlar skúrir, hiti 8 til 16 stig, svalast á annesjum norðan- og austan til. Lögreglan rannsakar Fróða hf.: Bleikt og blátt vís- aði á barnaklám

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.