Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2001, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2001___________________ X>v______________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Sígtryggur Magnason Safnarinn Hlutlaus söfnun augnablika „En i þeirri hlutlausu „söfnun augnabiikanna“ sem Maimberg ástundar hittir hann stundum á óska- stundir þegar atburöir veröa innihaldsríkari og tjóörænni en efni standa til. “ Mynd af börnum aö leik á Ránargötu. Þegar flett er bókum með myndum islenskra ljósmyndara sem út komu frá upphafi síðari heimsstyrjaldar og fram á sjötta áratuginn, segjum frá safnritinu „Through Iceland with a Camera" 1943 og fram til útgáfu bókarinnar „Is- land“ eftir Þorstein Jósepsson árið 1951, er mest áberandi hin rómantíska sýn á íslenskt mannlíf og náttúru. Ljósmyndararnir og útgef- endur þeirra eru uppteknari af glæstri fortið okkar og þekktu landslagi heldur en fremur frumstæðri borgarmenningunni sem er að skjóta rótum meðal þjóðarinnar á þessum árum. Náttúran, söguleg eða hrikaleg, er Ijós- Myndlist_______________ mynduð frá viðurkenndu „listrænu" sjónar- horni og mannfólkið, mest börn og ljóshærðar ungar konur eða svipfríð gamalmenni, er sýnt við tímalausa sýslan upp til sveita, fjarri braggabyggðinni í Reykjavík. Segja má að árétting þessarar upphöfnu og nostalgísku ímyndar hafi verið þjóðinni nauðsynleg á fyrstu árum hins sjálfstæða lýðveldis, rétt eins og tær bjartsýni fyrstu landslagsmálaranna endurspeglaði framtíðarvonir þjóðhollra Is- lendinga á fyrstu árum fullveldisins. Hins vegar er þrautin þyngri að skýra hvers vegna þessi sýn á íslenskt mannlíf og náttúru er enn viðloðandi íslenska ljósmyndun ef marka má megnið af því ljósmyndaefni sem reglulega birtist i íslenskum blöðum og bókum. Enga tilfinningasemi Það er kannski helst nokkrum áhugamönn- um með kassavélar og útlendingum að þakka að varðveist hefur fjölbreyttari og raunsærri mynd af íslandi við miðbik síðustu aldar. Þar er Hans Malmberg auðvitað sér á parti. Hann var einn af mörgum sænskum ljósmynd- urum eftirstríðsáranna sem höfnuðu fyrr- nefndri tilfinningasemi og þjóðernisrómantík. Þess í stað tóku þeir sér til fyrirmyndar ljós- myndablaðamennsku franskra og bandarískra ljósmyndara á borð við Capa, Bourke-White og svo auðvitað Cartier-Bresson. Malmberg sló í gegn 19 ára gamall árið 1946, þegar honum tókst, einum ljósmyndara, að taka mynd af Bernard Shaw níræðum. Ári seinna kom hann til íslands og ljósmyndaði m.a. fyrir Flugfélag Islands og Fálkann; gerðist síðan tengdasonur Islands er hann giftist Margréti Guðmundsdótt- ur árið 1950. Á þessum árum tók hann hér myndir um allt land og kom úrval þeirra út í bókinni „Island" árið 1951. Fagmennska fréttamannsins Lungann af þessum myndum hefur ljós- myndadeiíd Þjóðminjasafnsins nú sett upp í Hafnarborg í Hafnarfirði og í tengslum við þá sýningu hefur verið gefin út vönduð sýningar- skrá með greinargóðum texta og fjölda mynda. Eins og vænta má eru ljósmyndir Malmbergs æði ólíkar myndum íslenskra starfsbræðra hans eða, eins og Inga Lára Baldvinsdóttir seg- ir í skrá: „Hann þekkti ekki hefðbundið myndefni íslendinga og var ekki mótaður af rómantískri sýn þeirra á landið. Sérstaklega er þetta áberandi í landslagsljósmyndunum sem ýmist eru teknar úr lofti og gefa fremur kulda- lega mynd af landinu sem berangurslegri auðn eða sýna landið frá bílnum og eru eins konar vegamyndir." Malmberg hafði fyrst og fremst áhuga á dag- legu lífi Islendinga og skráir það af aðdáunar- verðu næmi og formrænu öryggi. Hann hefur kannski ekki sömu samkennd með mannfólk- inu eins og Cartier-Bresson eða löngun hans til að komast yfir leyndardóma hins hvunndags- lega, heldur ræður ferðinni hlutlæg „fag- mennska fréttamannsins" i bland við „einfalda tjáningu listamannsins", svo vitnað sé í sænsk- an gagnrýnanda. En í þeirri hlutlausu „söfnun augnablikanna“ sem Malmberg ástundar hittir hann stundum á óskastundir þegar atburðir verða innihaldsríkari og ljóðrænni en efni standa til. Hér á ég til dæmis við ýmsar mynd- ir hans af manntafli á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum (sjá mynd af Árna Johnsen eldri), mynd af börnum á Ránargötu sem Cartier-Bresson sjálfur hefði verið fullsæmdur af, mynd af síld- arsölumanni sem annar snillingur, August Sander, hefði einnig getað skrifað undir og myndimar af forsetahjónunum annars vegar og ráðsmanninum á Bessastöðum og fjölskyldu hans hins vegar. Aðalsteinn Ingólfsson. Sýningin ísland 1951 er í Hafnarborg og stendur til 27. ágúst. Sýningin er opin frá 11-17 alla daga nema þriðjudaga. mannsgaman / \\\ Skakkur upplestur Daglegt líf íslendinga „Malmberg haföi fyrst og fremst áhuga á daglegu lífi íslendinga og skráir þaö af aödáunarveröu næmi og formrænu öryggi. “ Á myndinni má sjá Jóhann Jónasson frá Öxney, ráðsmann á Bessastöö- um, konu hans, Margréti Siguröardóttur, og börn þeirra, Snorra, Sighvat, Sturlu og Elínu. Kemur stundum fyrir að Ijóðskáld lesi upp úr kveðskap sínum í fámenni. Gjama eru þetta á milli tíu og tuttugu manns sem eru mættir i stólana framan við púltið, stundum fleiri, jafn- vel langtum fleiri, ef ekki húsfyllir. En stund- um líka færri, miklu færri. Og það er fátt. Var einu sinni staddur ásamt ágætum skáld- bróður á menningarhátíð sem haldin var úti á landi eins og það heitir. Þar var verið að halda upp á 100 ára kaupstaðarafmæli plássins, sem liggur við sjó, undir sterku fjalli og er eins og póstkort á að líta í kvöldsólinni. Geðslegt mannlíf og gott hljóð i fólki að mér fannst á leið minni úr sjoppu hornsins á hótel bæjarins. Við áttum að lesa upp í safnaðarheimili kirkjunnar um kvöldið, furðulegu húsi sem minnir á að arkitektar teikna stundum fyrir sjálfa sig fremur en þá sem eiga að nota húsið. Strax og ég kom inn í þetta bíslag kirkjunnar fannst mér eins og ég ætti að standa þar skakk- ur. Það voru engir beinir veggir á staðnum og flestir skornir ofan í gólf af möttum gluggum. Loftið kom í bylgjum úr einhvers konar harð- viði og gólfið lagt þessum líka litríku flísum sem virtust hafa verið brotnar áður en þær voru límdar í gólflð. Við skáldin litum hvort á annað, skökk og skringileg í framan. Samt til alls líkleg, enda uppfull af eigin kveðskap sem átti að lesa upp með tilþrifum og hæfilegu látbragði. Það komu tveir. Annar var frændi skáldbróð- ur míns, bóndi úr grenndinni. Hinn var prest- urinn sem virtist hafa átt leið hjá. Og gat ekki annað en sest. Lesturinn tók um klukkustund, með hléi. -SER Fóstbræðralag - saga Fóstbræðra Á morgun kl. 18.00 verður haldin á Hótel Borg útgáfu- hátíð vegna útkomu bókar- innar Fóstbræðralag, saga Karlakórsins Fóstbræðra i níutíu ár, eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson. Á útgáfuhátíð- inni verða fyrstu eintök bók- arinnar afhent þeim Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Saga Karlakórsins Fóstbræðra er mjög veg- legt rit sem lýsir á lifandi hátt allri sögu Fóst- bræðra, allt frá því að kórinn varð til innan raða KFUM, og hét þá Karlakór KFUM, og til okkar daga. Sagan lýsir baráttu og sigrum Fóstbræðra, ferðalögum utanlands og innan og þátttöku Fóstbræðra í ýmsum tónlistarvið- burðum í gegnum tíðina. Bókin lýsir glöggt þeim aðstæðum sem menn bjuggu við til þess að iðka tónlist hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar og er verðug heimild um framgang tónlistar á íslandi á 20. öldinni. Bókin er prýdd fjölda mynda og auk þess er í henni félagatal yfir alla þá sem sung- ið hafa með Karlakórnum Fóstbræðrum frá upphafi. Útgefandi bókarinnar er Karlakór- inn Fóstbræður. Fóstbrœdralag Forn tré í Eistlandi Forn tré í Eistlandi er yfirskriftin á sýn- ingu á ljósmyndum sem eistneski ljósmyndar- inn Hendrik Relve hefur tekið. I Norræna húsinu verða 18 ljósmyndir til sýnis í anddyri hússins frá 10. ágúst til 23. september. Sér- kenni Eistlands, í samanburði við önnur Evr- ðpulönd, eru hin nánu tengsl við tré. Plöntun trjáa er þó nokkuð meiri í Eistlandi en í ná- grannalöndunum. Menn bera virðingu fyrir trjánum, gefa þeim nöfn og hafa í heiðri gaml- ar sagnir um einstök tré. Algengasta fjöl- skyldunafnið í Eistlandi er Tamm, sem þýðir eik. Sýningin er sett upp i tengslum við menn- ingarhátíð Eystrasaltsríkjanna á Norðurlönd- um sem stendur yfir frá 1. september til 1. nóvember 2001. Hendrik Relve verður við- staddur opnun sýningarinnar á fóstudag. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 9-17, nema á sunnudögum frá kl. 12-17. Aðgangur er ókeyp- is. Django-djass á Akureyri Heimsóknir Robin Nolan Trio frá Amster- dam til Akureyrar eru einn af hápunktum dagskrár Listasumars og hafa bæði tónleikar tríósins og námskeið þess í Tónlistarskólan- um hlotiö gríðarlegar vinsældir. Fjórða heim- sókn þess til Akureyrar tengist fyrstu alþjóð- legu django-djasshátíðinni sem haldin er hér á landi og lýkur með fimm tíma innigötutón- leikum á göngum Glerártorgs laugardags- kvöldið 18. ágúst. Árangur af námskeiðum Robin Nolan Trio má m.a. heyra hjá django- tríóinu Hrafnasparki á Akureyri sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á opinberum vettvangi og leika mun á hátíðinni á Glerártorgi en þeir félagar hófu að leika saman eftir að hafa tekið þátt í tveimum fyrrir námskeiðum Robin Nolan Trio. Auk þeirra koma fram Robin Nolan Trio, Pearl Django, söngvarinn Randy Greer frá Barcelona og djassgítaristinn kunni, Paul Weeden. Sigríður Eyrún í Oz Fimmtudaginn 16. ágúst klukkan 21.00 heldur Sigríð- ur Eyrún Friðriksdóttir tón- leika í Kaffileikhúsinu. Sig- ríður ætlar að syngja lög úr þekktum og síður þekktum söngleikjum, m.a. úr Annie, Galdrakarlinum í Oz, Kiss Me Kate, Showboat, Cabaret og fleiri. Við píanóið situr Agnar Már Magn- ússon sem er hámenntaður bæði í Hollandi og New York. Sjálf útskrifaðist Sigríður Eyrún frá Guildford School of Acting fyrir réttu ári. Hún lék hlutverk Systu í Balli í Gúttó hjá Leikfélagi Akureyrar á síðastliðnum vetri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.